Tíminn - 04.01.1966, Síða 12

Tíminn - 04.01.1966, Síða 12
 12 SAMTÍÐIN heimilisblað allrar fjölskyldunnar flytur sögur, greinar, skopsögur, stjörnuspár, kvennajjaetti, skák- og bridgegreinar o.m-fl. 10 hefti á ári fyrir aðeins 120 kr. Nýir áskrifendur fá þrjá árganga fyrir 200 kr., sem er einstætt kostaboð. Póstsendið í dag eftirfarandi pöntunarseðil: Eg undirrit ■ ■ !. óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐINNI og sendi hér með 200 kr. fyrir ár- gangana 1964, 1965 og 1966. (Vinsamlegast send- ið þetta í ábyrgðarbréfi eða póstávísun). Nafn; .......................... Heimili ........................ Utanáskrift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Reykjavík. Gleðilegt nýtt úr Þökkum viðskiptin á liðna árinu. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON. LAUGAVEGI 90-Q2 Stærsta úrval bifreiða á einum stað — Salan er örugq hjð okkur. BOLHOLTI 6 (Hús Belgjagerðarinnar) íbróttir Framhald af bls 13 urðu eins og hér segir: Aberdeen—St. Johnstone 2:3 Celtic—Rangers 5:1 Dundee Utd.—Dundee 2:1 Falkirk—Hamiiton 0:0 Hearts—Dunfermline 0:0 Kilmarnock—Hibemian 1:0 Morton—St. Mirren 0:0 Motherwell—Stirling 2:0 IbRÖTTlR Framhald af bls. 13 En nú verður að leika enn einu sinni í þessum gömlu heimkynnum ísl. inniíþrótta — og ég ætla að vona, að ekki þurfi nema í eitt skipti til við- bótar að nota sömu orðin. þeg- ar íslandsmóti er sliið. Úr því að íþróttahöllin í Laugardal er til umræðu, væri gaman, ef það fengist upplýst hvernig á að .haga rekstri henn ar. Allt virðist á huldu með það, og enginn virðist vita hvað leiga hennar kostar. Þetta eru atriði, sem viðkomandi aðilar ættu sem fyrst að upplýsa." Hvolpur í óskilum Fallegur dökkur, fullur kæti, með fætur ljósa, lítill héppi Geymdur 1 góðu eftirlæti Faxatúni 12 í Garðahreppi. Eigandi vitji hans sem fyrst Lá’ið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina. Fylgizt vel með bífreiðinni. BÍLASKODUN Skúlagötu 32 Simi 13-100 MINNING Framhald af bls. 7 Enn vann Helgi Hjörvar að stofnun glímudóms og gaf út glímulög og gætlr þar margra ný- mæla Eins og alkunna er hafði Helgi mörgum og umfangsmiklum störf um að gegna í lífinu. Hann var að eðlisfari fræðimaður og human isti, og stóðu fleíri mál honum hjarta nærri en íslenzk glíma. En um hana var hann manna fróðast ur og átti í fórum sínum mikið efni í máli og myndum. Það var óskadraumur Helga að vinna úr þessum heimíldum og ganga svo frá því, að komið gæti fyrir almenningssjónir, en til þess gafst ekki tóm. Hann hafði þó gert all- rækileg drög að nýrrí Glímubók og sögu íslenzkrar glímu, og var TÍMINN að vinna að Þeim handritum, er heilsan bilaðL Ást Helga Hjörvar á glímuimi, þjóðaríþrótt okkar var aðdáanleg. Hann trúði því fastlega að glíman ætti framtíð fyrír sér hjá þjóð inni og vegur hennar færl aftur vaxandi, og að eflingu glímunnar vann hann trúlega til hins síðasta. Lýsingar Helga Hjörvar á kapp glímum gleymast ekki þeim, er á hlýddu, kom þar tfl þekking kunn áttumannsins á íþróttinni. mál- snflld og frábær frásagnarhæfi- lefki. Helgí Hjörvar var skemmtileg ur íþróttafélagi og minnistæður, og með honum var gott að vinna að íþróttamálum. fslenzkir glímumenn þakka lif- andi áhuga hans og mfldl fræði; störf í þágu íslenzkrar glímu. í annálum þessarar þjóðaríþróttar mun nafn hans standa við hlið Þeirra, er mestir voru unnendur fagurrar íþróttar. Eg flyt frú Rósu Daðadóttur og öðrum ástvinum innílegar sam- úðarkveðjur og blessunaróskir. Guðm. Kr. Guðmundsson. Einhvemtíma kemur sá degur, að tekin verður saman saga Ríkis útvarpsins. og er raunar hætt við að margt tapist í gleymskunnar sjó ef dankar mikið lengur, því að nú eru frumherjarnir famii að réskj ast cins og gefur að skilja. þar sem stofnunin er orðín 35 ára. Og nú féll í valinn haukur úr hominu því: Helgi Hjörvar, ann- ar þeirra tveggja manna, sem áttu mestan þátt í að hyggja upp Rikis útvarpið. í hlut hans kom sú hlið in, sem snýr fram til hlustenda, dagskrárhliðin það er að segja, hið mælta mál. Og mundu vart aðrir hafa verið ötulli á þeim vettvangi, því að Helgi Hjörvar var vakinn og sofinn við dagskrár stjóm langt fram eftir ámm.Hann var líka formaður útvarpsráðs framan af og lengi síðan fundar- ritari þess og skemmtilegur at kvæðamaður aflajafna á fundum- Minnist ég þess, hve hann setti svip á margan fundinn með Oein skeyttri attmgasemd, sem oft var orð í tíma talað. En starf Helga var ekki einung is inn á við. Hann kom manna tið ast fyrir hljóðnemann í margs konar erindagjörðum. og er ó- hætt að segja að hann hafj jafn an verið aufúsugestur sem slíkur á heimilum landsmanna, enda fór saman hjá gestinum mikil kunn- átta í meðferð íslenzkrar tungu og afburða skýrt tungutak. Gæti ég bezt trúað, að einsdæmi sé í út varpsstöðvum um þvera heims- byggðina, að einn og sami maður hafi þolað að tala jafn mikið í útvarp og Helgi Hjörvar gerði, án þess að ofgera eyrum hlustenda. Með hliðsjón af þessu er alveg óhætt að staðhæfa, að Helgi Hjörv ar hafi fengið ákjósanlegt hlut- skipti, þegar hann gerðist stafn- búi Ríkisútvarpsins með Jónasi Þorbergssyni. og víst er um bað að margur saknar að heyra eskí lengur snjallan og rammíslenzkan málhreim Helga Hjörvar. Með hon um er genginn þjóðlegur og minn isverður sagnamaður. Eg þakka honum marga góða stund 10 ára samvinnu og bið hann hvíli í friði Baldur Pálmason K’æðja frá Rithöfundafélagi ís- lands. Helgi Hjörvar er allur Með honum er norflnn af jarðnesku sjónarsviði sterkur og sérkenni iegur persónuieiki íslenzk tunga og íslenzk saga eiga á bak að sjá einum af ástmbgum sínum Hann elskaði móðurmálið af ástríðuhita æskumannsins allt til hinztn stund ar og sagan var honum sístreym andi ltnd unaðar og lífsfyllingar. Hann var prýðflega rítfær, gaf út tvö smásagnasöfn og íslenzkaði nokkrar útlendar bækur. Hann var málsnjall svo af bar. Mun lengi f minnum hafður flutningur hans í útvarp, bæði á þingfréttum og eigin þýðingum á erlendum skáldverkum. Vissi ég til Þess að hann hlaut blessun margra aldraðra, sem heymardeyfa mein aði að njóta annarra radda í út- varpi. Rödd hans og framsögn féll eink ar vel að lestri fornsagna, og var unun á að hlýða. Svo var innlifun hans sterk, að það var sem hann gengi sjálfur i bardaga með sögu hetjum og ætti drjúgan þátt í, þegar vel skipaðist um sættir fyr ir mifligöngu göfugra manna. Ást sína á íslenzku máli sýndi Helgi Hjörvar meðal annars með því, að hann, ásamt eiginkonu sinni, stofnaði sjóð tíl minningar um son þeirra látinn. Úr þessum sjóði skulu verðlaun veitt fyrir snjalla meðferð móðurmálsins í útvarpi. Helgi Hjörvar var lengi formað ur Rithöfundafélags fslands og heiðursfélagi síðustu árin. Hann var einnig um árabil í stjórn Bandalags íslenzkra listamanna. Hann vann af alúð og ósérplægni að hagsmunamálum rithöfunda. Fyrir það eru honum nú að leiðar lokum færðar hjartans Þakkir. Megi hann umbun hljóta sinna ævistarfa. Rithöfundafélag fslands sendir ástvinum hans innilegar samúðar kveðjur. Ragnheiður Jónsdóttir ÁVARP FORSETA Framhald af bls. 5. frá því Bessastaðir komust í konungseign eftir víg Snorra Sturlusonar og þar til fyrsti íslendingurinn hlýtur amt- mannsembætti. En með Magn- úsi Gíslasyni amtmanni hækkar hagur staðarins. Hann á frum- kvæði að bygging Bessastaða, sem enn stendur að kalla óbreytt, nema hvað tréverk hef- ur verið endurnýjað að miklu leyti, og þó í sama stfl. Teikn- ing hússins hefur verið gerð af stórhug og öruggri smekkvísi, og framkvæmd af ágætum meist urum, sem þó voru svo ókunn- ugir hér á landi, að þeir fluttu með sér danskan sand tfl örygg- is múrverkinu. Viðþætur eru móttökusalur- inn, sem gerður var í tíð Sveins Bjömssonar og Bókhlaðan reist á nýliðnu ári, hvort tveggja í þeim stíl og á þeim stað, sem fellur inn í heildina og svip Stof unnar gömlu, sem nú á tveggja alda afmæli á þessu ári. f Bók- hiöðuna vantar ennþá skápa að hálfu leyti og steindar rúður í stóran glugga á austurgafli. Fyr irmyndir að þeim glugga ætti að taka úr fomum handritum, og má vera að hvort tveggja komi í sama mund. Bókhlöðu mátti ekki vanta á forsetasetri slíkrar bókmennta- og söguþjóðar. Og það hygg ég, að húsaþörf staðar ins sé nú fullnægt, að minnsta kosti í minni t Skreytingu Bessastaðakirkju er nú að mestu lokið, og hefur hún verið framkvæmd að hálfu fyrir ríkisfé og að öðrum helm- ing með gjöfum einstakra manna og félaga. Þar eru sex steindir giuggar úr íslenzkri kristnisögu og tveir í kór með guðspjallamyndum, altaristafl- an íslenzk og grátur með tákn um guðspjallamannu, sem svara til og eru sömu ættar og land- vættirnir í voru eigin skjaldar merki En merkasti kirkjugrip urinn mun þó vera skímarfont- ur úr norsku graníti frá kaþólsk um sið. og má vera, að hann sé einna elztur kirkjugripur hér á landi. Hann er að vísu kall- ÞRID.TUDAGUR 4. janúar 1966 aður marmarafontur í gömlum vísitasíum, en íslendingar hafa lön-gum verið óglöggir á tré og stein, sem ekki finnst í land- inu sjálfu. Það mætti margt telja af góð- um gripum, sem kirkjunni hafa áskotnazt, en síðast hefur nú borizt frá norskum vinum þykk og þung eikarhurð, sem samsvar ar veggþykktinni í þessu veglega guðshúsi. Járnin eru mikil og í akkerisstíl til minningar um heilagan Nikulás, sjófaradýrling inn, sem kirkjan var helguð í kaþólskum sið. Þar vantar að- eins á skrána, sem smíðuð verð- ur og gefin íslenzkum svein- um og meisturum til minningar um járnsmíðalærlinginn Hall- grím Pétursson. Endurreisn Bessastaðakirkju er ekki eingöngu gerð vegna staðarins' né hins fámenna safn aðar, heldur og til að minna á það, að kirkjan á að vera lif- andi afl í þjóðlífinu. Vér skul- um að lokum sameinast um þá ósk og í þeirri von, að kristinn dómur og íslenzkt þjóðerni megi dafna og þróast, hlið við hlið, í landinu um ókomin ár. Guðs blessun fylgi landi og þjóð á nýbyrjuðu ári. Gleðilegt nýjár! ERLENDAR BÆKUR Framhald af bls. 3 un mála í Evrópu og á kirkj- una þá og síðar. Aldrei hefur vald kirkjunnar orðið slíkt.sem á dögum Innocentíusar III. Þá var svo komið, að vald páfans var svo til aðgjört, bæði í and- legum og veraldlegum efnum. Það var ekki að undra, að Guð mundur Arason biskup krefð- ist þess að guðslög væru æðri landslögum. Á Lateran kirkju- þinginu 1215 var veldi Inno- centíusar mest. Vald páfastóls var slíkt, að konungar Eng- lands, Portúgals og Aragóníu, urðu að viðurkenna páfann sem landsdrottin sinn. Á þeim árum hefja Franziskanar og Dominíkanar starfsemi sína en þessar munkareglur urðu kirkjunni mikill styrkur. Páf- ar endurreisnartímanna voru lítt hæfir til hins háa embættis aðrir miklir lista- og mennta vinir og má þakka þeim frem- ur öðrum mörg þau lista- og menningarafrek, sem þá voru unnin. Margir beztu lista- menn ítalíu voru í þjónustu kirkjunnar og páfastóll var ósár á fgé„ Þegar um lista- verk var að ræða. Listin var á miðöldum kirkjulist og á End- urreisnartímunum eflist listin. í skjóli kirkjunnar. Leó X. er páfi, þegar mót- mælendastefnur hefjast með Lúther og Calvín, þá hefst nýr þáttur í sögu kirkjunnar. Um tíma leit út fyrir, að mótmæl- endur myndu sigra i barátt- unni, en kirkjan stakk við fót- um og hóf eigin siðabót og endurreisn. Jesúítareglan er stofnuð og tekið að vinna upp það sem tapaðist. Höfund- ar rekja síðan sögu þessarar elztu stofnunar heimsins allt fram á okkar tíma. Á 19. öld þótti mörgum páfadómurinn vera sem nokkurs konar forn gripur og áttu sumir páfarnir sem þá sátu stól heilags Péturs nokkurn þátt í mótun þeirrar skoðunar. Það hefur orðið mikil breyting í þessu efni á þessari öld. Áhrifamáttur stóls ins hefur aukizt stórum í tíð Jóhannesar XXIII. og núver- andi páfa Páls VI. Nýlokið kirkjuþing hefur haft mikil áhrif í þessa átt. Bók þessi er samin fyrir leik menn, eins og áður segir, hún er liðlega skrifuð, 572 blaðsíð- ur með fjölda ágætra mynda í stóru broti og smekklega bund in.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.