Tíminn - 09.01.1966, Side 9

Tíminn - 09.01.1966, Side 9
TtMlNN 9 SUNNUDAGUR 9. janúar 1966 % Meö hækkun rafmagnsverðsins varpar ríkiö bagga sínum á herðar bæjarfélaga og borgara Fjárhagsáætlun sú, sem hér er til umræðu er hin langhæsta sem séð hefur dagsins Ijós til þessa. Niðurstöðutölur hennar eru rúmar 840 milljónir króna. Mikið vantar þó á að þar með séu allar þær fjárhæðir taldar, er borgaryfirvöldin hafa úr að spila Eftir er að bæta við tekjum ým issa sjálfstæðra borgarstofnana Þegar það hefur verið gert kem ur út miklu hærri tala. Ef að eins eru nefndar Þær helztu, lít ur daemið Þannig út: Tekjur Vatnsv. áætl 30 m. kr. 99------ 198 — - 22 — - 49 — - 46------- Hitaveita — Rafm.v. — Húsatr. — Strætisv. — Rvk.hafnar Samtals nema áætlaðar tekjur þessara 6 borgarstofnana á næsta ári 444 millj. kr. Enn eru þó ótaldir liðir sem koma seint til frádráttar á viðkomandi gjalda- póstum, svo sem gatnagerðar- gjöld, sem talin eru verða 26 millj. kr. á næsta ári. Þannig verða heild artekjur borgarinnar og fyrir- tækja hennar samkvæmt þessari fjárhagsáætlun yfir 1300 millj. króna á árinu 1966. Til samanburðar má geta þess, að síðasta fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils’á undan því, sem nú er senn að ljúka, hljóðaði upp á um það bíl 500 millj, kr. ef tölur eru teknar á sambærilegan hátt við það, sem ég áðan gerði. Þann- ig hefur aukningin á þessu eina kjörtímabili, árunum 1962—1966 orðið rúmar 800 millj. kr. eða 160%. Skylt er að viðurkenna að þetta hafa verið veltiár og dýrtíð- arvöxtur almennt í landinu meiri en dæmi eru um áður. Engu að síður er sjáanlegt af þeim töl- um, sem hér hafa verið nefndar, að borgin er þannig, undir stjórn sjálfstæðismanna drjúgur þátttak- andi í hrunadansi verðbólgunnar. Ráðamenn hennar hafa þegar sýnt að þeir eru ekki tornæmir á dans- sporið. En þó er likast sem ein- hver beigur grípi þá á stundum. Til þess gæti bent feitletruð stór- fyrirsögn í aðalmálgagni meiri- hiutans, daginn eftir síðasta borg- arstjórnarfund, þegar sagt er frá ræðu borgarstjóra um fjárhags- áætlun fyrir 1966. Málgagninu er þó ekki efst í huga sókn borgar- innar í skóla- og menntamálum, íbúðabyggingum, gatnagerð né ör- yggismálum borgarinnar, svo eitt- hvað sé nefnt, heldur gægist ótt- inn fram, og aðalfyrirsögnin verð- ur: „Afsláttur af útsvörum a.m.k. sá sami og í fyrra.“ Beigur felst í hugsun og orð- um.' í hugann sækir ótti við mikla óánægju yfir stórhækkun útsvara. Því útsvörin stórhækka, hvað sem fyrirsögn blaðsins líður. Það munu borgarbúar finna á næsta sumri að „afslátturinn af útsvörunum verður léttvægur, þegar Gjald- heimtan fer að krefja menn um utsvörin. Það leyndi sér ekki hreyknin i frásögn blaðsins af þessu afreki. Þegar haft er í huga útsvarshneykslið 1984 og þau bola brögð, sem þá voru höfð í frarryni, þætti víst engum mikið þótt reynt yrði að sjá til þess að útsvör hækkuðu ekki að tiltölu frá þvi, sem þá var. í fyrra var nokkuð reynt til þess að halda útsvörum niðri með því að afla tekna með öðrum hætti. aðallega á þann hátt að tvöfalda fasteignagjöld. Þrátt fyrir það urðu útsvörin bó miklu Aðafræða Einars Ágútssonar borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur Einar Ágústsson hærri árið 1965 en þau voru 1964. í þessari fjárhagsáætlun er enn nokkuð reynt til þess að draga úr útsvarshækkun. Nú er ráðið að hækka aðstöðugjöldin á þann hátt að tekin er upp nærri þvi lið fyrir lið tillaga frá borgarfulltrúum Framsóknarflokksins, sem borin var fram fyrir réttu ári síðan, en þá felld með atkvæðum allra þeirra borgarfulltrúa, sem nú standa að flutningi hennar. Þrátt fyrir þessa breytingu á aðstöðu- gjöldum hækka útsvör frá fyrra ári um tæp 21%, fara upp í 540 millj. kr. samanborið við 455 millj. kr, sem þau reyndust á s.l. ári. Aðstöðugjöld hækka um 48%. En aðstöðugjöld er fínna nafn á út- svörum verzlunar, ýmiskonar iðn- aðar og annars reksturs. Þegar þessir tveir tekjustofnar eru tekn ir saman hækka þeir um rúmlega 25% frá fyrra ári. Fyrirfram, þ.e. áður en álagn- ing útsvara, eða a.m.k. framtöl liggja fyrir er alveg útilokað að nokkur maður geti sagt það fyr- ii- hvaða tekjur tiltekinn útsvars- stigi muni gefa í borgarsjóð og því er sú fullyrðing sem fram kom í nefndri Morgunblaðsfyrir- sögn, algerlega út í loftið og hlýt- ur að vera sett fram í blekking- arskyni, því vitanlega vita þessir menn betur. Útsvörin hækka, eins og ég áður sagði, en með þeim hliðarráðstöfunum, sem ég gat um áðan, hækkun á fasteignaskatti og aðstöðugjöldum og því um líku, er nokkuð dregið úr en hafa verður í huga að þegar upp er staðið, eru það þó engir aðrir en borgararnir í Reykjavík, sem gjöldin greiða að langmestu leyti í einni eða annarri mynd. Aðstöðugjöldin, sem nú eiga að hækka, lenda t.d. að talsverðu leyti inn í verðlag vöru og þjón- ustu og þannig kemur það í hlut hins almenna borgara að standa undir stórum hluta þeirra að lok- um. Með þessum orðum er ég alls ekki að halda því fram að rang- látt hafi verið að hækka fasteigna- gjöld í fyrra og aðstöðugjöld nú. Þvert á móti er ég þeirrar skoðunar að sú álagningaraðferð eigi fullan rétt á sér þegar henni er beitt til að draga úr útsvör- um og hafa bæði atkvæðagreiðslu og tillöguflutningur okkar borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins sýnt þá afstöðu svo ekki verður um villst. Hitt er svo annað mál, að þegar þessar ráðstafanir eru gerð- ar jafnhliða stórfelldum útsvars- hækkunum fer hrifning manna af þessum ráðstöfunum aucívitað hratt minnkandi. Ávallt verður að hafa í huga hver borgar brúsann, enda kom borgarstjóri inn á þetta í ræðu sinni hér áðan og undir- strikaði það, sem ég hef nú sagt. Þessi fjárhagsáætlun ber auðvitað svipmót síns tima, dýrtíðin gefur henni Jjf og lit. Allir rekstrarlið- ir hækka stórlega, flestir milli 25 og 30 prósent. Verðbólguþróunina almennt i landinu ræður háttv. borgarstjórnarmeirthluti ekki við sem slíkur, en óbeint ber hann þó abyrgð á henni, þar sem hann styður þá ríkisstjórn, sem ferð- inni ræður, og töúir um hækkun útgjalda borgarinnar sýna að borg in er í engu eftirbátur samherja sinna í ríkisstjórn að þessu leyti. Til þess að mæta stórauknum reksturskostnaði eru allir tekju- stofnar þandir til hins ýtrasta og nýrra leitað, en það sem á vant- ar til þess að ná endunum sam- an er fengið með því að lækka hlutfallslega framlög til verklegra framkvæmda. Þetta er stjórnar- stefnan, sem nú ríkir — eins kon- ar íhalds-sósíalismi, — eins og hann hefur birzt mönnum á und- anförnum árum, bæði í ríkisrekstr inum og í rekstri Reykjavikur- borgar. Til þess að því sagt er, að draga úr þenslu, halda borg og ríki að sér höndum um nauð- synlegustu framkvæmdir eins og sjúkrahús, skóla, barnaheimili og þess háttar, til þess að aðrir geti notað vinnuaflið i sína þágu og verðbólgufjárfestingar þeirra geti gengið snurðulaust og óhindrað. Tillaga meirihlutans um skóla- byggingar á næsta ári er 15% hækkun á framlagi á sama tíma og langflestir rekstrarliðir hækka um 25—30%, barnaheimilin eiga ekki að hækka um eina krónu, borgarsjúkrahúsinu á fyrst og fremst að koma áfram fyrir láns- fé og í heild hækkar yfirfærsla á eignabreytingareikning aðeins um rúm 13%. Þetta er sá andi, sem yfir vötnunum svífur og i fullu samræmi við afgreiðslu t'jar laga fyrir yfirstandandi ár og þar með stjórnarstefnuna. Sannarlega er ekki við góðu að búast meðan svo er um hnútana búið. Nýjasti og raunar einasti boðskapur fox-sæt isráðherrans til þjóðarinnar ,við áramót var að flytja skyldi inn tilbúin íbúðarhús og tollalækkun til þess að gera þau betur sam- keppnisfær við innlendan bygging ariðnað. Þessu snjallræði hafa íhaldsblöðin fagnað mjög ákaft og má á þeim skilja að mikill vandi hafi þarna verið leystur á einu bretti. Væntanlega verður aðalá- vinningurinn í augum margra sem þessu fagna sá, að hér eftir geti innfæddir farið að snúa sér að því sem nauðsynlegra telst, x. d. byggingu iðjuvera fyrir útlend- inga. Ef ríkissjóður getur séð af tolltekjum kneð lækkun aðflutn- ingsgjalda væri þá ekki nær að lækka tolla af byggingarefni og hafa þannig áhrif á þá óheilla- þróun sem átt hefur sér stað í byggingarkostnaðinum hér á landi undanfarin ár. Það teldi ég verðugt verkefni fyrir borgar- stjórn Reykjavíkur að hafa áhrif í þessa átt í stað þess að vísa frá með fyrirlitningu aðvörunarorðum í sambandi við innflutning íbúð- arhúsa, þrátt fyrir þá reynslu, sem af slíku hefur fengizt, eins ,)g gert var þegai ég leyfði mér að hreyfa þessu máli í haust. Það er ekki vænlegt fyrir ísl. þjóðerni að stefna að því að allir lands- ménn verði vinnukraftur við hrá- efnisöflun eða i verksmiðju útlend inga, jafnvel þótt við á þann hátt getum dregið meiri björg í alheims búið eins og hagfræðingar marg- ir halda fram. Við eigum fremur að kappkosta að efla innlendan iðnað og búa að okkar eftir fremstu getu. Það verður farsælast, þegar til lengdar lætur og hefur jafnan reynst öruggasta ráðið við efnahagsuppbyggingu annarra þjóða. Fjárhagsáætlun 1966 hefur nú verið rædd nokkuð hér á fund- inum. Kristján Benediktsson borg arfulltrúi hefur gert skilmerkilega grein fyrir þeim breytingartillög- um, sem við borgarftr. Framsókn- aflokksins flytum við hana. Ég skal því ekki halda hér langa ræðu og sízt endurtaka þann rök- stuðning sem K.B. hefur haft hér uppi — þess þarf ekki. En tvær tillögur frá okkur vil ég gera hér sérstaklega að umtalsefni með nokkrum orðum. Sú fyrri snertir þá hækkun á raforkuverði í Reykja vík sem ákveðin var með Iögum frá Alþingi hinn 17. des. s.l., en hin er gamall kunningi frá því í fyrra og fjallar hún um hluta jöfn unarsj. sveitarfélaga af sölussatti. Þótt þessar tillögur fjalli um ólíkt efni, snerta þær þó báðar sama vandamálið, það er skipting tekna og tekjustofna milli ríkis- ins annars vegar og sveitarfélag- anna hins vegar. Vegna þessa get ég að miklu leyti gert grein fyrir þeim báðum i senn Vegna þeirr- ar ræðu, sem háttv. borgarstjóri hélt hér í upphafi fundar um raf- orkuverðið. sýnist mér þó óhjá- kvæmilegt að fara nokkrum orð- um um það mál sérstaklega. og kem ég að þvi síðar Það er öllum kunnugt, að á undanförnum árum hafa miklar breytingar orðið á starfsemi þjóð- félagsins, er einkum lýsa sér í þvi, að þjóðfélagið er alltaf að fjölga verkefnum sínum í þágu þegn- anna og stækka þau. Þessi verk- efni skiptast milli ríkisins og sveit arfélaganna bæði að því er snertir umsjón með framkvæmd þeirra og einnig skiptist kostnaðurinn milli þeirra eftir ýmsum reglum. Hlut- fallið milli ríkis og sveitarfélaga í þessu sambandi er alltaf að breyt ast á umrótatímum sem þeim er við lifum nú og því fylgir sú hætta að eðlilegt samræmi rask- ist. Einkum eru brögð að því að þess sé ekki gætt við lagasetn- ingu, að sveitarfélögum sem ekki hafa vald til að ákveða sér tekju- stofna, sé ekki íþyngt óhæfilega mikið miðað við heimild og að- stöðu til þess að afia tekna. Þá gætir þess að mínum' dómi í vax- andi mæli upp á síðkastið, að rík- issjóður er farinn að seilast nokk- uð langt inn á þá tekjustofna, sem samkvæmt yenju og lögum hafa hingað til verið ætlaðir sveit- arfélögunum einum. Að undan- förnu hafa ríkisstjórnarflokkam- ir á Alþingi sýnt talsverða hug- kvæmni í því að finna upp nýja skatta til þess að afla ríkistekn- anna og mig minnir að fundin hafi verið upp eitthvað 14 eða 15 ný skattaheiti á viðreisnartíma- bilinu, enda hefur fjárþörfin farið dagvaxandi og engin stöðvun fram undan á þeim vettvangi að því er séð verður. Þótt játa megi nokkurn frumleika hjá ríkisstjórn inni að þessu leyti er þó hinu ekki að neita að í ýmsu eru fam- ar troðnar slóðir og þá helzt i því, sem mestu varðar. Gallinn á því Framhald á bls. 12. I; ;I i t , i I I i I i . I I , . I . J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.