Tíminn - 09.01.1966, Side 14

Tíminn - 09.01.1966, Side 14
TIMINN SUNNUDAGUR 9. janúar 1966 HREIEM PERLA I' HUSVERKUNUM ÞBgar þér hafið einu sinni þvegiö meö PERLU komizt þér aö raun um, hve þvotturinn getur orðiö hvítur og hreinn. PERLA hefur sérstakan eiginleika, sem gerir þvottinn mjallhvítan og gefur honum nýjan, skýnandi blæ sem hvergi á sinn líka. PERLA er mjög notadrjúg. PERLAfer sérstaklega vel með þvottinn og PERLA léttir yður störfin. Kaupið PERLU í dag oggleymið ekki, aö með PERLU fáiö þér hvitari þvott, með minna erfiði. SPARIMERKIN Framhald af bls 1. töluuppbót á sparimerki hefur verið í kringum 20% nú á síðustu árum, svo þeir fara mikils á mis, sem selja sparimerki sín í fljót ræði með afföllum, en verða svo seinna meir að kaupa þau á fullu verði, ef þeir vilja ekki lenda í klóm réttvísinnar fyrir vanrækslu á sparimerkjaskyldu. FLUGFREYJUSTARF Framhald af 16. síðu. — Þurfa ekki flugfreyjur að hafa almenna greind og vera þokkalegar útlits? — Það er vitanlega mikíð atriði að þær bjóði af sér góð an þokka og hafi einhverja al- menna þekkingu. Þegar útlend ingar heimsækja landíð, er starfsfólk í flugvélum oft fyrstu íslendingarnir, sem þeir sjá, svo að það hefur talsvert að segja að þeir verði fyrir góðum áhrifum af því. — Verða Þessar stúlkur. sem þið eruð að auglýsa eftir núna, aðeins ráðnar yfir sumartím ann? — Nei, Það kemur mjög sjald an fyrir að við verðum að segja stúlkum upp, þegar sumar- önnunum lýkur. Við, þurfum stöðugt að vera að endurnýja liðið, því að flugfreyjur eru sjaldnast lengi í starfinu. Þær eru á giftingaraldri og hverfa fljótt í örugga höfn hjónabands ins eða þá til annarra starfa. Nokkrar stúlkur hafa starfað hjá okkur mörg sumur, en gegna öðrum störfum á vet- urna. — Hversu margar flugfreyj ur hafið þið núna? — Þær eru eitthvað á milli 30 og 40. Yfirleitt er ein í hverri ínnanlandsvél og tvær til fjórar í millilandavélunum. — Þið hafið ekki Þurft að ráða erlendar flugfreyjur fram til þessa? — Nei, allar flugfreyjurnar hjá okkur eru íslenzkar og vonandi heldur áfram að vera svo. Við höfum lítíð þurft að ráða af erlendu starfsliði bæði á flugvélarnar og eins á skrif stofum okkar erlendis. Það er líka skemmtilegra að sem flest ir sem starfa á vegum Flug félagsins séu íslendingar. Jarðarför móður miiinar, tengdamóður og ömmu, Helgu Vigfúsdóttur Hraunbrún 3, HafnarflrSi, fer fram frá Villingaholtsklrkiu. þriSju- daginn 11. þ. m. kl. 2 e. h. Kveðiuathöfn verSur í H=fnarfiarðar- kirkju kl. 10 árdegls. Bílferð verður frá klrkjunni að kveðjuathöfn inni lokinni Að ósk hinnar látnu eru blóm og kransar afbeðið. Gestur Gamalíelsson, Jóna Guðmundsdóttlr, Erla G. Gestsdóttir. FLUGSKÝLI Framhald af 16 síðu. kemur, eða fimmtíu metrar á breidd, með 37 metra löngum dyr um og 25 metrar á lengd, en mesta hæð mun verða 11 metrar. Er þetta sá áfangi, sem væntanlega verður lokið við næsta sumar, eða helmingurinn af fullnaðarstærð skýlisins. LÖND í AFRÍKU Framhald af bls. 1. sem í valdi þessara ríkja stæði til þess að hjálpa. Verður þegar haf- in athugun á þvi, hvað hvert um- ræddra ríkja þarfnist mest vegna þurrkanna, og síðan munu hjálp- araðgerðir hefjast. Rhodesía er einnig með í þess: ari hjálparáætlun, og allt sam- band ríkisstjórnanna við nýlend una verður i gegnum Sir Hump- hrey Gibbs, landstjóra HÁSKÓLAHAPPDRÆTTIÐ Á hinum árlega fundi for- ráðamanna happdrættisins með blaðamönnum sem stóð á Sögu j gær skýrði rektor Há skólans m.a. frá þvi. að árið 1965 var salan um 85%, sem þýðir. ag happdrættið seldi miða fyrir sjötíu og þrjár millj. króna. Aðalskrifstofan hafði á því ári ráðstafað öllum miðum til umboðanna og raðir voru ófáamegai Rektor benti á það að þeir væru margir. sem hefðu att miða í þessu happ- drætti frá fyr. tu tíð þess. Að sjálfsogðu réði ekki vinnmgs- vonir pein kaupum. heldui réði par vitneskjan um það að féð "ynn> tii menningar og vís indí ■ landinn Það væri ekki um oað ap ræða að menr, töp uðu fé í svona happdrætti. Þar SKEMMDIR Á HEKLUNNI FB-Reykjavík, föstudag. Þegar Heklan var á Akureyri nú í síðustu ferð gerðist þaö. að hún varð fyrir skemmdum r báð- um skrúfunum vegna rss I höfn- inni. Kafað var við skipið, þegar það kom hingað til Reykjavíkur, og konr í ljós, að báðar skrufurn- ar höfðu skemmzt. Reyndi kafar- inn að iagfæra það, sem hægt var, en ákveðið hefur verið að iáta skipið fara í eina ferð enn til reynslu, þar sem ekki er íægt að taka það upp í slipp, vegna skemmdanna, sem þar urðu nú á dögunum, þegar Þór féll á hliðina. kæmust allir peningar til skila, ýmist sem vinningar eða framlag til vjsindanna í desember s. 1. var hæsti vinn- ingurinn tveir milljón króna vinn- ingar. Báðir þessir vinningar fóru til manna í Reykjavík. Annar milljón króna vinningurinn kom á heilmiðaröð. Eigandi þessarar rað ar átti 10 heilmiða í röð. Hann fékk einnig báða aukavinningana og þar að auki tvo þúsund króna vinninga, eða samtals 1.102.000 krónur, eða fimm vinninga í þess- um eina flokki. Endurnýjun til 1. flokks 1966 hefur gengið framúrskarandi vel. Er mjög mikil eftirspurn eftir mið um, þó sérstaklega röðum. N. k. mánudag, þann 10. þ. m., rennur ut frestur sá. sem eldri viðskipta- vinir happdrættisins eiga forkaups rétt að miðum sínum Er sérstak lega brýnt fyrir öllum að endur- nýja fyrir þann tíma eða láta um- boðsmanninn vita. hvort þeir óska ac halda miðunum áfram. Eftir þann tíma neyðast umboðsmenn Komi i ijós, að skipið geti ekki siglt áfram vegna þessara skemmda, verður að senda það í slipp erlendls. til að selja miðana hverjum sem er. Vinsældir sínar á happdrættið fyrst og fremst því að þakka, að það greiðir út í vinninga 70% af veltunni, sem er langhæsta vinn ingshlutfallið, sem nokkurt happ- drætti greiðir hérlendis. Þar að auki greiðir Happdrætti Háskól ans alla vinninga í peningum og hefur einkarétt á peningahapp- drætti hér á landi Frá áramótum mun verð mið- anna hækka sem hér segir: Heil- miði mun kosta 90 krónur mánað- arlega, og hálfmiði mun kosta 45 krónur mánaðarlega. Jafnframt þessari hækkun mun heildarfjárhæð vinninga hækka um samtals þrjátíu milijónir tvö hundruð og fjörutíu þúsund krón ur og verða 90.720.000 krónur. — ALÚMÍN hún mun skila í hendur ríkisstjórn arinnar, svo fljótt sem verða má. Þingmannanefndinni hafa verið send skjöl um það, sem gert var í desembermánuði s. 1. í máti þessu. Fallist ríkisstjórnin á tillögur þær, sem gengið verður frá á næstu vikum, er liklegt að ríkis- stjórnin muni geta lagt málið fyr- ir Alþingi í marz-mánuði, eins og iðnaðarmálaráðherra gerði grein fyrir, þegar umræður fóru fram um málið i þinginu um miðjan desember s. i. Iðnaðarmálaráðuneytið,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.