Vísir - 02.03.1974, Side 8

Vísir - 02.03.1974, Side 8
8 Visir. Laugardagur 2. marz 1974. KI RKJABí O Gr ÞJÓÐIIV HINN TRA USTI GRUNDVÖLLUR Son minn, gleym eigi kenning minni og hjarta þitt varðveili boöorð min, þvi að ianga lifdaga og farsæl ár og velgengni munu þau veita þcr i ríkum mæli. Þessi orð eru tekin úr Orðskviðum Salómons konungs Daviðssonar. Það rit er að finna i Gamla testamentinu, næst á eftir sálmunum. Það er 31. kapituli og er næsta holl lesning hverjum manni, þvi að þar er að finna margar ágætar áminningar, al- varlegar aðvaranir og vekjandi orð til upp- byggingar og ihugunar. t tilvitnuðum orðum Ur Orðs- kviðunum hér að ofan er talað um boðorð og kenningu, sem (ef varðveitt væru) myndu skapa manninum velgengni langra lif- daga og farsælla ára. Af kenningum höfum vér nóg. Og aldrei hefur kennslan verið meiri. Og ekki vantar boðorðin og fyrirmælin. En næsta báglega gengur að halda þau. Og sjálfsagt hefur svo jafnan verið. En hefur ekki orsökin jafnan verið sú sama: Það hefur vantað „verklega kennslu”. Fyrirmyndina hefur skort. Er það ekki höfuðatriði i allri siðgæðisboðun, öllum áminn- ingum um dyggðugt liferni — er það ekki þetta — að geta sagt: Kom þú og sjá. Lærið af mér! Getur nokkur kennsla verið á- hrifarikari en sú, að lif kenn- andans sé i samræmi við kenn- inguna. Þá er fordæmið gefið, þá getur sá, sem kennslunnar nýtur, haft sjálfan lærimeistar- ann tii fyrirmyndar. Hér mætti nefna mörg dæmi máli þessu til skýringar og á- réttingar. En hvað sem um kennsluna og kennsluaðferðirn- ar má segja, þá skal hér aðeins lögð áherzla á það, sem hinn góðkunni skólafrömuður, sr. Magnús Helgason, segir i er- indi, er hann nefndi Samvinnu- mál: „Hinn eini trausti grundvöllur undir siðgæði hverrar þjóðar og um leið allrigæfu hennar er trú- in, og þá auðvitað efst á blaði kristna trúin, svo sem Jesús sjálfur kenndi hana með orðum sinum og liferni. „Hún barf að vera dýpsta rót, einna fyrsta byrjun allrar menntunar: án hennar verður hitt allt hégómi,” sagði einn frægasti skólamaður og heimspekingur á fyrri hluta 19. aldar og var þó fullkominn skynsemistrúarmaður. „Ótti Drottins er upphaf vizkunnar,” sagði austurlenzki spekingurinn tugum alda áður. Sama segir sagan og reynslan þjóða og ein- staklinga, á öllum öldum. Trúin þarf að vera salt menningarinn- ar, ef ekki eiga að sannast á henni hin frægu dómsorð Rous- seaus: „Þvi meiri siðmenning — þvi dýpri siðspilling.” Við óskum eftir meiri alþýðu- menntun, ég óska þó einkum eftir meiri kristnidómi svo að menntun okkar kafni ekki i efnishyggju, aurasýki og munaðarsótt. Ég óska hans til að gera íslendinga að vönduð- um mönnum og göfulyndum, koma þeim til að elska sannleik og réttvisi I hverju máli, og vilja hver öðrum hvarvetna gott, gefa þeim þrótt til að starfa, þol til að liða án þess að bugast og halda vakandi hjá þeim glaðri von um eilifa framför og sigur hins góða.” Sóknarpresturinn, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, i barnahópnum. Umsjón: Gísli Brynjólfsson Ingveldur Jónsdóttir, 9 ára, skemmtir með leik á biokkflautu Storfið í Hallgrímskirkju Hvað er gcrt i Hallgrimskirkju? Hallgrimskirkja er i bygg- ingu. Þakið vantar á sjálft kirkjuskipið, en allir vita, að i kjallaranum undir fyrirhuguð- um kór eru guðsþjónustur hvern helgan dag árið um kring og barnasamkomur yfir veturinn. Hefur verið svo langa hríð. En i örmum eða álmum turnsins, sem nú hafa verið inn- réttaðir að mestu, þar er einnig tekið til starfa. i suðurálmunni er verið að innrétta sal fyrir guðsþjónustur, þvi að þær verða að vikja úr sinum stað, en nú þegar bygging kórsins hefst. Verður það væntanlega með vorinu. komusalur fyrir fundi og annað safnaðarstari. En þar fer lika fram tóm- stundaiðja barna undir stjórn sr. Ragnars Fjalars Lárusson- ar. Á laugardögum eftir hádegi safnast börnin saman i safnað- arsalnum. Byrjað er með söng og bæn og sögu, og þvi næst hefst föndurvinna undir hand- leiðslu Ástu óskarsdóttur, kennaraskólanema. Við þetta una börnin sér vel 1—2 klst. og hafa áreiðanlega gott af þvi. — En Ungum er það allra bezt áð óttast guð — sinn herra, þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra. I norðurálmu turnsins er Guð- brandsstofa — bækistöð Hins isl. bibliufélags. Þar er lfka sam- Myndirnar á Kirkjuslðunni i dag eru frá tómstundaiðju barna i Hallgrimskirkju.— Kirkjan á forsetasetrinu St. Stcindórsson: Æska og Elli Grær mold, glóir sól i heiði. Syngur blær i sefi um sumarlangan dag. Frýs fold, falla lauf af meiði. Haustbrimið svarrar heljar myrkan brag. Glöð, ung, æska á björtu vori, svifur i sólarátt við söng og strengjaspil. Hrum, þung haltrar elli I spori, grefur úr glæðum geymdan sumaryl. 1969. t fyrsta hefti Frjálsrar verzlun- ar þ.á. er frásögn af heimsókn blaðsins til forsetans á Bessastöö- um. Ein af spurningum blaðsins, sem forseti svaraði.var þessi: — Hvaða þátt teljið þér að Bessastaðakirkja eigi i reisn staðarins? — Ég tel hiklaust, að hann sé al- veg ómetanlegur. Kirkjan er ein af elztu og virðulegustu kirkjum landsins. Hún er sóknarkirkja á Álftanesiog um leið staðarkirkja. Séra Garðar Þorsteinsson, pró- fastur i Hafnarfiröi, hefur verið þar sóknarprestur siðan rikis- stjóri settist að á Bessastöðum og raunar lengur. Þarna eru haldnar venjulegar guðsþjónustur eins og á öðrum kirkjustöðum og hátiða- Visir að barnakór Hallgrimskirkju æfir undir stjórn Astu óskarsdóttur. messur á öllum stórhátiðum. Auk þessa kemur svo i kirkjuna geysi- legur fjöldi ferðamanna. Hún virðist blátt áfram vera einn af helztu viðkomustöðum hér i ná- grenni Reykjavikur á sumrin. Alloft, en hvergi nærri alltaf, för- um við með gesti okkar i kirkj- una. Það er stundum ágætt að byrja eða enda gestamóttöku með viökomu i þessari sögulegu bygg- ingu. Hún er i stil við húsið, Bessastaðastofu, sem er þó tals- vert eldri, frá 1767. Það er óhætt að segja, að kirkjan á verulegan þátt i að bregða stórum svip yfir staðinn, enda veitir ekki af, þvi að húsakynni á Bessastöðum, mega ekki minni vera i sniðum, þótt vel megi við bjargast.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.