Vísir


Vísir - 02.03.1974, Qupperneq 16

Vísir - 02.03.1974, Qupperneq 16
Vísir. Laugardagur 2. marz 1974. 16 l! DAG | B KVÖLD | □ □AG | □ KVÖ L □ □AG | „The Beatles” — John Lennon, Ringo Starr, Paul MacCartney og George Harrison — frægöarferill þeirra veröur rifjaöur upp í „Ugla sat á kvisti” i kvöld. Sjónvarp, laugardag, klukkan 20.50: Bítlaœðið rífíað upp „Bitla æöiö” svokallaða verður tekið fyrir i skemmti- þættinum „Ugla sat á kvisti” i kvöld. Undanfarnir þættir Jónasar R. Jónssonar hafa verið helgaðir liðnum sveiflum á sviði dægurtónlistar. Þættir hafa verið gerðir um dixieland- sveifluna og rokkið, og nú taka Beatles við. Jónas og félagar hans ætla að rifja upp minningar frá liðnum áratug, 1962-1970, en það var einmitt i kringum 1962, sem flokkur ungra og hárprúðra manna kom fyrst fram i Liver- pool i Bretlandi og kallaöi sig „The Beatles”. Á sinum tima fannst fólki allt látæði, framkoma, klæðaburður og tónlistarstefna þeirra hin hneykslanlegasta, en unglingar, einkum tilfinninganæmar fermingarstúlkur, féllu i yfirlið, þegar goðin, Lennon, Ringo Starr, Georgé Harrison og Paul MacCartney létu sjá sig á al- mannafæri með yfirlætislegt fas og fjarrænt blik i augum. í „Ugla sat á kvisti” verða þeir sýndir i sinni upprunalegu mynd, Bitlarnir gömu. og svo fá islenzkir fylgjendur þeirra og aðdáendur að fljóta með: Flowers, óðmenn, Hljómar, Stormar og Náttúra. -GG Sjónvarp, sunnudag, klukkan 16.30: Drykkju- konan Edna Hún Edna, enska drykkju- konan, og flækingurinn, sem mynd Jeremy Sandford fjallar um, mun væntanlega vinna sér sess i hugum islenzkra sjón- varpsáhorfenda, þvi nú er veriö aö sýna myndina i annaö sinn. Margur mun hafa séö hana i janúar, þegar þessi mynd um ðtótiegt iiferni drykkjukon- unnar og flækingsins var á dag- skrá, og hann varö lika eftir- minnilegur, umræöuþátturinn um áfengismál og málefni drykkjusjúkra, sem sjónvarpaö var á eftir myndinni þann 28. janúar sl. En Edna kemur á skjáinn aftur á morgun klukkan hálffimm. -GG W Utvarp, laugardag, klukkan 19.40: „Sköllótti maðurinn" „Sköilótti maðurinn heitir smásaga eftir þann danska Benny Andersen. Rúrik Haraldsson les hana i útvarpið siðdegis 1 dag. Benny Andersen var einmitt á ferð hér á tslandi um daginn. Hann kom fram i Norræna húsinu og las ljóö eftir sjálfan sig og aðra danska höfunda — og að sögn vakti flutningur hans mikla athygli, m.a. var honum útvarpaö I þættinum „A i hljóðba-gi”. Benny Andersen telst til yngri skáldakynslóðar i Dan- mörku og hefur verið atorku- samur á ritvellinum. Anna Maria Þórisdóttir þýddi söguna — sem er sennilega full af dönskum húmor. - GG Sjónvarp, laugardag, klukkan 20.25: Syngjandi fjölskylda Sú söngelska fjölskylda, Partridge kemur á skjáinn I kvöid sem aöra laugardaga. Myndin er af móðurinni, frú Partridge. Útvarp, laugardag, klukkan 16.15: Viðtal við Carpenters „Ég tók viötal viö systkinin tvö, sem kaila sig Carpenters. Ég hitti þau úti I Kaupmanna- höfn um daginn, og I dag veröur viðtaiið flutt,” sagði örn Peter- sen, umsjónarmaöur þáttarins „10 á toppnum”, en þessi vinsældalista-þáttur veröur aö venju fluttur siödegis I dag. Orn var I Kaupmannahöfn og hitti þar þau merku systkin, Richard Carpenter og Karen Carpenter, sem nú hafa um tiu ára skeiö haldiö umtalsveröum vinsældum meðal bandariskra og evrópskra poppara. Yfirleitt leikur örn lögin á vinsældalistanum og lætur þar við sitja, en nú bregður hann út af venjunni, og hann reiknar meö þvi, að hann reyni að hafa fleiri viðtöl við merka poppara á næstunni. SJÚNVARP • Laugardagu> 1 16.30 Jóga til heilsubótar Bandariskur myndaflokkur með kennslu i jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 17.00 iþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan 19.45 lllé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan 20.50 Ugla sat á kvisti „Bitla- æðið”. 1 þessum' þætti eru rifjaðar upp minningar frá árunum 1962-70, en einmitt á þeim árum kom fram i Eng- landi hljómsveitin The Beatles.eða „Bitlarnir”, og verður hér fjallað um áhrif þeirra á islenskt músiklif á þessum tima. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.35 Keikistjörnurnar Banda- risk fræðslumynd um stjörnufræði og vaxandi þekkingu manna á reiki- stjörnum þeim, sem næstar eru jörðu. Þýðandi og þulur Guðrún Jörundsdóttir. 22.05 Frið þeim, sem inn gengur Sovésk biómynd. Þýðandi Lena Bergmann. Myndin gerist i Þýskalandi á siðasta degi heims- styrjaldarinnar siðari og lýsir hörmungum striðsins og samskiptum einstaklinga úr hinum striðandi herjum. 23.30 Dagskrárlok IÍTVARP • Laugardagur 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 15.00 íslenskt mál.Jón Aðal- steinn Jónsson cand mag. talar. 15.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: 15.50 Barnalög. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. TIu á toppnum. örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Framburðarkennsla I þýsku. 17.30 Tónleikar. 17.50 Frá Bretlandi. Agúst Guðmundsson talar. 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Fréttaspegill. 19.40 „Sköllótti maðurinn”, smásaga eftir Benny And- ersen. Anna Maria Þórisdóttir islenskaði. Rúrik Haraldsson leikari les. 19.55 Frá útvarpinu i israel. Sinfóniuhljómsveitin i Isra- el leikur; Ezra Rachlin stj. a. „ítalska stúlkan i Algier”, forleikur eftir Rossini. b. Pavane eftir Faure.' c. Galanta-dansar eftir Kodály. 20.25 Framhaldsleikritið: „Sherlock Holmes”eftir Sir Arthur Conan Doyle og Michael Hardwick (áður útv. 1963) Tiundi þáttur: Skollafótur. Þýðandi Brynjólfur Ingvarsson. Leikstjóri: Flosi Ólafsson. Persónur og leikendur: Holmes: Baldvin Halldórs- son, WatsonjRúrik Haralds- son, Porter:Hildur Kalman, Tregennis:Ævar R. Kvaran, Roundhay.-Haraldur Björns- son, Sterndale:Róbert Arn- finnsson. 21.15 Illjómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir, Lestur Passiusálma (18). 22.25 Dansiög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.