Tíminn - 14.01.1966, Side 3
FÖSTUDAGUR 14. janúar 1966
TÍMINN
f SPEGLITÍMANS
Hér sjáum við Ginu Lollo-
brigidu í nokkuð óvenjulegu
hlutverki — hún er sem sagt
að taka ljósmyndir sjálf — og
Tony Curtis, sem hefur
kynnt sér listasögu og
laert að mála í nokkur
ár, langaði til að fara í lista-
skóla. Hann fann sér góðan
kennara, og sagðist langa til
þess að koma í skólann og
vonaðist til þess að hann þekkt
ist ekki. Kennarinn fullvissaði
hann um það að honum yrði
ekki veitt nein athygli. Það
voru aðeins fimm aðrir nem-
endur í bekknum og svo fyrir
sætan, svo Tony setti upp mál-
aragrindina og byrjaði að mála.
Hinir málararnir litu á hann,
en eftir fimm mínútur tók fyr-
irsætan eftir honum, stóð upp
og spurði: Get ég fengið eig-
inhandaráritun þína Tony?
Allir hrópuðu upp, og þetta var
endirinn á skólagöngu Tonys
í það sinn.
þó. Hún er þarna i hlutverki
tízkuljósmyndara í kvikmynd-
inni „Sultan,“ sem stjórnað er
af Jean Delannoy.
Fyrir nokkrum dögum siðan
var frumsýnd í London nýjasta
James Bond kvikmyndin,
Thunderball, og það var eins
og véra ber mikill fagnaður í
kringum þessa frumsýningu.
Það vakti mikla athygli þá, að
það var ekki tekin ein einasta
mynd af James með öllum
þeim fegurðardísum, sem sí-
fellt eru í kringum hann. Það
kom þá í ljós, að þær vilja,
alls ekki láta taka mynd af sér
með honum, því þær segja, að
hann sé svo vinsæll og aðlað-
andi að hann steli myndinni
jafnvel frá fegurstu konu.
★
Þegar The Beatles voru í
Bandarikjunum hittu þeir
Dean Martin. Dean ætlaði að
leika svolítið á þá og kynnti
sig fyrir þeim sem Perry Como.
Bítlarnir létu sér hvergi bregða
heilsuðu ósköp virðulega og
aumingja Dean sat eftir með
sárt ennið, því hann hafði ekki
hugmynd um það, hvort þeir
vissu hver hann var í raun og
veru eða ekki
★
Margaret Bretaprinsessa og
eiginmaður hennar Snowdon
lávarður eru sífellt gagnrýnd
fyrir mikla eyðslusemi og er
skemmst að minnast þeirrar
gagnrýni, sem upp kom eftir
Ameríkuför þeirra, en sagt er
að tuttugu daga ferð þeirra
hafi kostað sem samsvarar ca.
fjórum millj. ísl. króna.
í tilefni þessa rifjuðust ýms-
ar sögur af Margaretu og þá
aðallega í sambandi við fram
komu hennar við stóru systur
Elízabetu, m. a. þessar. .
Þegar Margarét var níu ára
gerði hún hina þrettán ára
gömul systur sína mjög reiða,
þegar hún kastaði uppáhalds-
hundinum hennar út í vatn.
Síðan dró hún hann upp úr
aftur og sagði eins og ekkert
hefði í skorizt: Ég bjargaði lífi
hans!
Tuttugu og sex árum síðar
kom svipað atvik fyrir. Marga-
ret fór að læra á sjóskíðum
á vatninu við Windsor kastala.
Konungsfjölskyldan stóð og
horfði á og gat ekki varizt
brosi, þegar hún sá hæfni
Margaretu, en hún var nú ekki
sérlega mikil. Þegar Margareta
var komin á þurrt land aftur,
þreif hún uppáhaldshund Elíza-
betar og kastaði honum í bræði -
út í vatnið.
Eitt sinn voru þær systur í
sjóferð á HMS Vanguard og
spurði þá Elízabet systur sína
hvort hún vildi ekki dansa.
„Stjórnaðu þínu heimsveldi, —
ég stjórna sjálf mínu lífi.“
í nágrenni Frankfurt í Vest-
ur-Þýzkalandi er nú hafinn und
irbúningur að byggingu stór-
kostlegs „ibúðar-turns,“ sem á
að verða þrisvar sinnum hærri
en núverandi hæsta bygging í
heimi, Empire State Building
í New York. Byggingin er
teiknuð af Robert Gabriel, arki
tekt í Vestur-Berlín, og sýnir
myndin líkan af byggingunni,
sem mun gnæfa um 1200 metra
frá jörðu, 356 hæðir, en auk
7
þess verða 16 hæðir neðanjarð-
ar. í byggingunni verða 8000
íbúðir (100 ferm. að stærð), og
er áætlað að íbúar verði um
25 þúsund, og það verður kom
ið fyrir vinnustofum, skrifstof-
um, skólum, kirkjum, gæzlu-
völlum, sjúkrastofum og veit-
ingasölum, og þar verða einn-
ig verzlanir, svo íbúarnir þurfa
ekki að fara út í rigningu,
storm, kulda eða snjó til að
verzla. Þar verður einnig leik-
hús, kvikmyndahús og stjón-
varpsver. í byggingunni verða
72 lyftur, þar á meðal hrað-
lyftur, sem stanza á 20 hæða
millibili, og öll umferð við bygg
ingu verður neðanjarðar. Talið
er, að það muni taka 10 ár
að fullgera hana og verð er
áætlað um 625 millj. dollara.
Fimmtíu ungir negrar á aldi
inum 13 til 19 ára komu ný
lega til Kastrup á leið til
Stokkhólms, þar sem þeir ætla
að vera í hálfan mánuð. Ferð
þessa skipulagði sænsk kona
flugfreyja af nafni Ingrid Kosl
rubala, sem nú er gift þekki
um sálfræðingi. Hún hefur
kynnzt hinum slæmu aðstæð
um og kjörum negrabarna og
ungra svertingja i fátækrahveri
um Chicago. Frú Kostrubala
hefur nú með hjálp sænsks dag
blaðs og eins af bandarísku
t'lugfélögunum skipulagt dvöl
þessara fimmtíu unglinga í
Svíþjóð Hér á myndinni sjást
svo unglingarnir þegar þeir
komu til Kastrup.
Á VÍÐAVANGI
„Að fæðast tvítugur7'
Fyrri leiðari Alþýðublaðsins
í gær heitir þessu nafni og hefst
svo:
„Páll Sigurðsson, trygginga-
yfirlæknir gagnrýndi harðlega
seinagang í byggingu borgar-
sjúkrahússins, er hann ræddi
heilbrigðismál höfuðborgarinn
ar í ræðu í fulltrúaráði Alþýðu
flokksins í fyrrakvöld.
Borgarsjúkrahúsið verður
væntanlega teklð í notkun
smám saman á þessu ári, tveim
árum síðar en lofað var fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar ‘62
Hefur byggingin þá verið á
annan áratug í smíðum.
Páll sagði, að hið nýja sjúkra
hús mundi að mörgu leyti
verða vel úr garði gert. En það
mun ekki verða samkvæmt nýj
ustu kröfum og tækni, bætti
Iæknirinn við. Það er ómögu-
legt um sjúkrahús, sem var
hugsað fyrir 20 árum“.
Það er ánægjulegt, að til
skuli vera málsvarar Alþýðu-
flokksins, sem hafa uppi rétt
mæta gagnrýni á íhaldsóstjórn
ina í Reykjavík, þó að skemmti
legra væri, að hún væri harðari
á borgarstjórnarfundum en í
fuUtrúaráði Alþýðuflokksins.
Hér talar líka Iæknir, sem veit
vel, hvað hann er að segja.
Fjölgun í borgar-
stjórn.
Þá getur Alþýðublaðið þess
einnig, að Óskar HaUgrímsson
hafi hreyft því í fuUtrúaráði
Alþýðuflokksins, að sjálfsagt
væri að fjölga fuUtrúum í borg
arstjórn, sem hafa verið 15 í
marga áratugi, þótt borgin
hafi vaxið upp úr öllum öðrum
fötum og lög leyfi, að borgar-
fulltrúar í Reykjavík séu 15—
27. Þetta er eðlileg tUlaga og
henni hefur oft verið hreyft, en
íhaldið stendur gegn henni, af
því að það veit, að eins og nú
er fellur meira af dauðum
atkvæðum af listum minni-
hlutaflokkanna við kosningar,
heldur en ef fuUtrúar væru
fleiri, og meirihluti íhaldsina
er öruggari eins og nú er.
En þessari tiUögu ætti Ósk
ar að hreyfa í borgarstjórn. Það
er sem sagt öUu æskilegar, að
Oskar i borgarstjórn væri öllu
skeleggari heldur en Óskar í
fulltrúaráði Alþýðuflokksins.
Þeim ferst
f sjö ár hefur íhaldið sung
ið þann söng í Mbl. að þegar
vinstri stjórnin fór frá völdum
í des. 1958 hafi verðbólgan
ætt yfir landið, Iánstraust horf
ið og sem sagt allt þjóðarbúið
verið komið fram á hengiflug.
Þetta fagnaðarerindi hefur Mbl.
prentað upp eflaust 100 sinnum
í leiðara sínum og staksteinum
og síðan hefur VísL gólað með.
En lítum nú á verðbólguna þá
og nú í ársbyrjun 1966. —
Raunverulegt meðalgengi
pundsins var þá kr. 65 — fjár-
lög ríkisins voru þá ca. 800
milljónir.
Nú ræðir íhaldið ekki um
hengiflug eða verðbólgu æði„
krónan sé verðlaus. En nvað
hefur gerzt á þessum 7 árum!
Kronan hefur rýrnað um helm
ing er nú ki. 120 pundið. Fjár
lög hafa fimmfaldazt eru nú
4000 milljónir. Þó er vegaféð
tekið út úr fjárlögum. Verð á
íbúðum hefur FJÓRFALDAZT.
Moggi segir stjórnina standa
vörð um krónuna, ekki kann
ast Sparifjáreigendur við þá
Framhald á 14. síðu.