Tíminn - 14.01.1966, Page 7
FÖSTUDAGUR 14. janúar 1966
TIMINN
7
f
Magni Guðmundsson:
1 Verðbólga
Þannig horia málin við í stór
um dráttum, en svo koma til
greina smærri þættir í verð-
bólgumynduninni, sem raunar
vandséð er, hvort teljast eiga
orsakir eða afleiðingar. Er þar
fyrst að nefna hið snögga frelsi
á sviði viðskipta og verðlags,
sem gefið var í upphafi við-
reisnar, í skjóli þess, að frjáls
samfceppni myndi tryggja hag
neytenda. Sannleikurinn er sá,
aS í vöruframleiðslu og sölu
vamings og þjónustu er ekkert
tíl hérlendis, sem heitir frjáls
samkeppni leiðandi til kostn-
aðarverðs að viðbættri eðlilegri
þóknun. Því veldur smæð mark
aðar og fæð fyrrtækja. Við-
skiptafrelsi er vissulega það,
sem þjóðin vill, en þarna þurfti
hliðarráðstafanir, eins og t.d.
lög til verndar frjálsri sam-
keppni, er bannaði samkomu-
lag eða samblástur meðal fram-
- leiðenda eða seljenda vöru og
þjónustu um verðlag. Afleiðing-
in er á mörgum sviðum upp-
sprengt verðlag, sem ásamt
öðru gerir almenningi erfiðara
að láta tekjur hrökkva fyrir
gjöldum, og veldur þetta meiri
þrýstingi til hærri launa.
Annað veigamikið atriði er
þróunin í byggingariðnaðinum.
E. t. v. er ekki að öllu leyti
rétt að segja, að verðbólguféð
vinni þar spunaverk sitt, því
að þorri þeirra. sem standa í
byggingaframkvæmdum, eru í
fjárþröng. Ástæða þess, hve
fólk sækir fast að reisa hús
eða íbúðir, er sú, að það hef-
ur glatað trúnni á getu stjórn-
arvaldanna til þess að stöðva
verðlag. Það byrjar jafnvel með
tvær hendur tómar í trausti
þess, að áframhaldandi hækk-
anir þurrki út vaxtabyrðina af
hinu rándýra húsnæði. En leitt
hefur þetta til þess, að eftir-
spum Iðnaðarmanna er langt
umfram framboð, og í því
skjóli hefur þeim tekizt að
tryggja sér uppmælingataxta,
sem gera litlar kröfur til af-
kasta. Reiknast kaup þeirra
ekki lengur í tugum, heldur
hundruðum króna á klst., eins
og allir byggjendur vita og
geta staðreynt. Er byggingar-
kostnaður orðinn slíkur, ' að
hann skekur sjálfan grunn efna
hagskerfisins. Hvernig á, svo að
dæmi sé nefnt, meðalbú á fs-
landi með minna en 200 kind-
ur að bera sig, ef eitt lítið
skepnuhús kostar milljón krón-
ur?
Komum við þá að þriðja
atriðinu, sem er niðurgreiðsl-
ur neyzluvara og verðuppbætur
afurða. Samtals eru þær í land-
búnaði eingöngu í fjárlögum
fyrir næsta ár 780 millj. króna.
Þetta fé verður að taka af þjóð-
inni með sköttum, en þegar
fjárhæðin gerist svo mikil, auk
ast innheimtuerfiðleikar ríkis-
ins. Kemur að því, að gjaldþol
þegnanna tekur að bresta, og
stjórnarvöldin treysta sér ekki
lengur til þess að ná inn því,
sem á vantar. Eru fjárlögin þá
afgreidd með halla, eða ríkis-
búið þannig rekið í reynd, en
bilið brúað með bankalánum.
Bankalán skapa nýja peninga,
og eyðsla þeirra eykur eftir-
spurn vöru og þjónustu. Ef
framleiðsla vex ekki að sama
skapi, hækkar verðlag, en það
eykur enn útgjöld ríkissjóðs.
sem nú þarf ný bankalán til
þess að standa straum af kostn-
aðinum — og svo koll af kolli.
Endanlega er svo gripið til
gengislækkunar.
Þetta hefur gerzt hér áður
vegna verðuppbóta sjávaraf-
urða, og þetta er að gerast í
dag vegna landbúnaðar. Við
höfum nú þegar 7%% sölu-
skatt á nær alla veltu í land-
inu, skattheimtan er í hámarki
og tollar á mörgum vörum 90
—100% eða þar yfir, sem er
ekkert annað en dulbúin geng-
islækkun. Hinn nýi V2% gjald-
eyrisafgreiðsluskattur, enda
þótt smár sé ennþá, hefur þef
af hinum gamla bátagjaldeyri
og síðar innflutningsgjaldi, sem
voru undanfarar gengislækk-
ana.
Þessi tekjuflutningur, sem á
hefur verið minnzt, niður-
greiðslur af neytendum með
sköttum, orkar mjög tvímælis.
Því er almennt haldið fram,
að skattheimtan bitni einmitt
verst á lágtekjufólki og launa-
stéttum, og er þá vandséð, hver
vinningur þeim er að slíku.
Þeim kæmi betur að fá niður-
greiðslurnar í formi fjölskyldu-
bóta eða skattaívilnana, sem
hafa ekki í för með sér inn-
heimtubyrði fyrir ríkið.
Bændunum sjálfum er hæp-
inn greiði gerður með niður-
greiðslunum, því að tekið er
— vegna framleiðslustyrkjanna
— að líta á þá, þennan kjarna
þjóðarinnar fyrr og síðar, sem
einskonar ölmusustétt. Bænd-
ur þurfa fyrst og fremst hag-
stæð stofnlán til langs tíma og
rétt verð fyrir afurðina. Þá
vita þeir, hvar þeir standa, og
geta gert viðhlítandi ráðstafan-
ir til þess að auka afköst og
bæta samkepppisaðstöðu sína
— væntanlega með stækkun bú
anna, sérhæfingu þeirra, sam-
eignar- eða samvinnurekstri
fullkominna vinnuvéla og öðr-
um leiðum, sem ekki er unnt
að ræða hér.
Niðurlagsorð.
Við höfum nú haft verðbólgu
nær samfellda í 25 ár eða fjórð
ung aldar. Hún hófst með setu-
liðsviðskiptum 1940, hélt áfram
með varnarliðsviðskiptum, síð-
an með styrkjum að utan, gjöf
um og lánum. Við höfum geng-
ið svo lengi við hækjur í pen-
ingasökum, að við kunnum
naumast að starfa á eigin spýt-
ur og treysta framleiðslu
okkar. Er nú leitað á náðir út-
lendinga um nýtingu auðlind-
anna í landinu. Ef svo heldur
áfram enn um langa hríð sem
verið hefur um þróun verðlags-
mála, getur tæplega hjá því
farið, að aðrar þjóðir hætti að
trúa á getu okkar til þess að
stjórna okkur sjálfir. Enginn
einn eða tveir flokkar eru þess
megnugir að ráða fram úr þeim
vandkvæðum og meinsemdum,
sem á hefur verið drepið, því
að þá skortir, hvern um sig,
kjark til þess af ótta við missi
kjósendafylgis. Ef nokkru sinni
hefur verið ástæða til samstarfs
allra flokka eða þjóðstjórnar,
er hún fyrir hendi nú til var
anlegrar lausnar verðbólgunn-
ar. Hversu hátt sem við hróp-
um um menningararf og tungu,
mun ttaustur efnahagur og
þjóðlegt atvinnulíf ráða mestu
um tilvist okkar sem sjálfstæðr
ar þjóðar í framtíð.
SPENNUBREYTAR
í bifreiðar fyrir rakvélar
Breyta 12 og 24 voltum í 220 volt.
SM YRILL
Laugavegl 170, — 1-22-60.
Kaupfélagsstjórastarfið
viS Kaupfélag NorðurÞingeyinga, Kópaskeri, er
laust til umsóknar og veitist frá 1. maí n.k. Um.
sóknir um starfið ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist starfsmannastjóra SÍS,
Gunnari Grímssyni, Sambandshúsinu, fyrir 15-
febrúar.
Stjórn Kaupfélags Norður-Þingeyinga.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í sölu á harðviðartré (Tropical
hardwood) til bryggjugerðar.
Útboðslýsingar eru afhentar í skrifstofu vorri,
Vonarstræti 8.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar
BILAKAUP
Chevy tw0 63. 4 dyra 6 dl.
sjálfskiptur,
Chevy two 63 2 dyra 6 dl.
sjáifskiptur.
Corvair 61 4 dyra 6 cil sjálf
skiptur,
Austin Gipsy diesel 62, klædd
ur. Verð: 80 þús.
Land rover 62, benzín, verð:
90 þúsund.
Til sölu er af sérstökum ástæð
um
Plymonth Valiant árgerð 1966
ekinn 400 km. bílljnn er 6
cil. beinskiptur til greina kem
ur að taka eldri bifreið upp
í verðið.
Til sölu er einnig Rambler
Classjc árgerð 1963, vel með
farinn má greiða með fast-
eignatryggðum verðskuldabréf
um til alit að 10—12 árum.
Bflar v;ð ailra hæfi
Kjör viff allra hæfi.
BÍLAKAUP
Skúlagötu 55 (v. Rauðará).
SfMI 15-8-12.
^IÐGJALDA- '
AFSLÁTTUR
BIFREIÐA -
HÆKKAÐUR
I
Þegar vér hófum bifreiöatryggingar, tókum vér
upp þá nýbreytni að mismuna bifreiöaeigend-
um eftir tjónareynzlu þeirra. Var það gert með
bónuskerfinu og hefur verið veittur 30% af-
sláttur af iðgjaldi eftir eitt tjónlaust ár. Enn-
fremur höfum vér veitt iðgjaldsfrítt ár eftir
tíu tjónlaus ár. Nú verður afslátturinn stig-
hækkandi,
15%, 30%, 40%, 50% og 60% eftir fimm
tjónlaus ár.
Þeir, sem voru tjónlausir s.l. ár, fá þó 30%
bónus í vor.
Samvinnutryggingar leggja áherzlu á að hafa
tryggingar fyrir góða og örugga bifreiöastjóra
og hafa trú á, að aukinn afsláttur sé hvatning
til betri og gætnari aksturs.
SAMVINNUTRYGGINGAR
SÍMI 38500