Tíminn - 14.01.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.01.1966, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 14. janúar 1966 U TÍMINN ARABÍU LAWRENCE ANTHONY NUTTING 46 lifandi. Það var kunnugt að Tyrkir brenndu særða fanga lifandi og Lawrence og sveit hans hafði samþykkt að drepa þá særðu, fremur en að þeir féllu í hendur Tyrkja. Lawrence lýsir átakanlega síðustu stunu Farraj: Ég kraup niður við hlið hans, og hélt skammbyssunni bak við höfuð hans, svo að hann sæi ekki hvað ég ætlaðist fyrir. En hann grunaði það og beinaber og smá hönd hans greip í mig smá hönd þessara Nejdættmenna, sem virtust aldrei ná fullum þroska. Ég beið andartak og sagði hann: „Daud verður þér reiður,“ og gamalkunnugt bros lék svo einkennilega um varir hans. Ég svaraði, „heilsaðu honum frá mér.“ Hann svaraði á hinn hefðbundna hátt: „Guð veiti þér frið,“ og augu hans luktust þreytulega í síð- asta skipti. Lawrence frétti það í herbúðum Feisals, að Allenby hafði ekki tekizt að halda Salt og Aröbum hefði mistekizt að taka Maan, eins og hann bjóst við. Stórskotalið Nusis nægði ekki til að gera nógan usla, Maulud særðist, Auda skammað- ist við alla, þar á meðal Feisal og Nuri, sem hann sagði, að iðkuðu hernað, sem ekki hæfði Bebúinum, Nuri svaraði því til, að Howeitatarnir hefðu verið gagnslausir. Nuri hafði stjórnað herflokki, sem gerði árás á járnbrautarstöð- ina í Maan, en varð að hörfa, þegar sveit Poasani varð skot- færalaus. Það eina, sem vannst við það, var það, að járn- brautarlínan var rofin á löngum kafla tíu mílum fyrir sunn- an borgina og viðgerðin myndi taka langan tíma. Dawnay gerði nú árás á Mudauwra í brynvörðum bílum, ásamt Lawrence og tveim nýkomnum enskum liðsforingjum, Hornby og Peake, sem síðar stofnaði arabisku hersveitina og Transjórdaníu. Árásin heppnaðist, nú var járnbrautarlínan rofin, svo um munaði, svo Fakhri Pasha gat ekki einu sinni gert við hana. En afleiðingarnar urðu aðeins þær að ein- angra Tyrki í vígjum þeirra í Medína, Maan og Amman, þessi árás varð Feisal ekki einungis til gagns, svo að hann gæti hafið sókn í hægra fylkingararmi bandamannaherjanna. Lawrence óttaðist, að vangeta Araba að standa við áætlanir myndi kosta þá vanþóknun yfirhershöfðingjans. Hann hélt því enn einu sinni á fund hans til þess að afsaka Feisal. pegar nanri Kom til Jerúsalem, íeKK nami pær íréttir, að Bretar hefðu aftur náð Salt, og vað það að þakka Ben Sakhr sheikum, sem höfðu komið á laun til Jeríkó og boðizt til þess að gera uppreisn um leið og framsókn Breta hæfist. Lawrence átti erfitt með að trúa þessu, það var nógu slæmt að Bretar skyldu standa við áætlunina án aðstoðar Araba. Það sem verra var og særði stolt hans hvað mest, var að þetta skyldi gerast með aðstoð Bebúína, sem hann átti sjálf- ur að hvetja til uppreisnar og þátttöku í aðgerðunum. Svo kom enn eitt til, sem var skipun ensks liðsforingja, sem Young hét, til að vera tengiliður milli Lawrence og herja Hússeins. Young var ágætur í arabisku og vanur hermaður. Lawrence hafði tortryggt hann um að vera settan sem eftir- litsmann með Feisal og liði hans. Hann vildi sem fyrst losna við hann og sendi hann því til svæðisins milli Maan og Aminan, þar sem voru lönd Beni Sakhr ættflokkanna. En þarna hófst samblástur gegn Tyrkjum. Þetta atriði særði Lawrence hvað mest og það verður að viðurkennast, að Lawrence varð feginn, þegar hann frétti, að árásin hefði misheppnazt og að Bretar hefðu látið undan síga, mikið vegna þess, að sheika Beni Sakhr brugðust, þegar á átti að herða. Lawrence hikaði ekki við að koma því inn hjá herráðinu, að það væri heppilegra að hafa sig með i ráðum, áður en þeir settu traust sitt á loforð Araba, sem brygðust. Auk þess átti hann betra með að afsaka ófarir Araba erfir annað undanhald Breta á þessum slóðum „þetta kenndi Bretum að sýna Feisal meiri þolinmæði.“ Hann gat nú haldið því fram, að „þetta hlé í sókn Allenbys, hefði bundið þá í umsátri við Maan.“ Það er fullvíst, að framkoma og hegðun Lawrence var hvað lökust í aðalstöðvunum í þetta skipti. Hann var aldrei dáður af herforingjaráðinu, þegar hann var að koma og biðja um aðstoð. Rök hans og framkoma var oft hrokafull, og hann fór ekki leynt með „ég einn veit“, en samt hafði hann hingað til getað sagt með fullum rétti, að hann stjórnaði einn þýð- ingarmiklum aðgerðum. En í þetta skipti hegðaði hann sér líkt og spillt eftirlætisbarn, hann afsakaði sjálfan sig og gladdist yfir óförum hinna brezku félaga sinna. Það sýnir skilning og þolinmæði Allenbys, að hann skyldi C The New Americen Llbrarv UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY Kæra Linda. Kem með flugvélinni. Enginn dauðlegur máttur skal koma í veg fyrir það? Kem 23. maí. Þá skal ég segja þér, hvað ég varð ægi- lega glöð yfir að fá boðið frá þér. Get ekki skrifað meira í þetta skipti, því að ég er frá mér af hamingju. Segðu Brad — nei, segðu honum ekkert, bara það, að ég komi. Bless. Myra. Hún lagði bréfið frá sér og horfði á Vonnie. — Þá er þetta búið. Æ, Vonnie mín, náðu í eitt- hvað handa okkur að drekka, og vertu ekki í framan, eins og ég hafi selt sál mína. Ef þú elskar einhvern — einhvern, sem þú hefð ir lofað að eiga, og segðir hon- um upp bara vegna einhverrar asnalegrar orðasennu — hvað mundirðu gera, ef hann allt í einu kæmi fram í dagsljósið? — Nákvæmlega það sama og þú gerir sjálf, svaraði Vonnie stilli- lega og í fullri einlægni. Þær borðuðu kvöldmatinn og þvoðu síðan upp. Regnið hélt áfram að streyma. — Kannski það sé eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu, sagði MyTa. — Vafalaust, en fyrst ættirðu að skrifa faonum frænda þínum. — Þú hefur sjálfsagt rétt fyrir þér í því, en það er bara ekki svoleiðis bréf, sem mig langar til að skrifa, þó að ég hafi ekki bein- línis vonda samvizku. Nei, Vonnie, sjáðu rigninguna úti! — Já, vð sleppum við að vökva garðinn. Myra sat og starði fram fyrir sig. — Þetta hefði allt verið öðru- vísi, ef frænda hefði þótt eitthvað vænt um mig. — Já, en góða mín, þú ert bú in að ákveða þig„ og þú þarft alls ekki að vera að réttlæta þig. — Eða ef hann hefði verið mér vel kunnugur, hélt Myra áfram. Hann hefur ekki einu sinni hug- mynd um, hvernig ég lít út! Svo horfði hún lengi og hugsandi á vinkonu sína. Klukkan sló níu, og hvorug þeirra veitti því athygli. Þær horfðu hvor á aðra, eins og þær væru í álögum En allt í einu tók Myra kipp, og svipurinn log- aði af ákafa. — Joss frændi hef- ur ekki hugmynd um, hvernig ég Ijt út. Skilurðu, hva?; það þýðir? — Vitaskuld. Hann veit ekkert, hvernig þú ert í útliti, og þú ferð ekki fyrst um sinn til Englands. Það er klárt mál. Þú ert ekki i þeirra flokki, sem lætur hlutina íþyngja samvizkunni, svo að það er óþarfi að vera að ræða þetta frekar. — Það skyldi nú vera. — Ég held ég þekki þig. Þegar þú einu sinni ert búin að taka ákvörðun, þarf ekki meira um það að ræða. — Ef ég væri viss um, að þetta væri hugsanaflutningur frá sjálfri þér, þyrfti ég ekki frekari skýr- inga við. En líttu nú á Vonnie — — Ég sting upp á því, að við fáum okkur göngu. Kannski sekt- artilfinningin drukkni í rigning- unni, sagði Vonnie þurrlega — Ég finn ekki til nennar sektar, sagði Myra óþolinmóð. — Ég er að reyna að koma þér í skilning um þýðingarmikla hluti, en þú ert eins og sauður. Hlust- aðu nú á Vonnie. Joss frændi hef- ur ekki séð mig síðan ég var smá- angi. Hver sem væri, gæti farið til Englands og gengið undir mínu nafni, án þess að hann gæti átt- að sig á neinu. Einar fjórar vik- ur — hver sem er, gæti búið hjá frænda og leikið hlutverk Myru Ashlyn. Þú — Vonnie. — Ég? Ertu orðin snarvitlaus? — Ekki til í dæminu. Þetta kom bara snögglega í huga minn. Þetta leysir vandann — alveg upplagt, Vonnie. Þú getur farið til Eng- ! lands í minn stað. Engan myndi gruna nokkurn skapaðan hlut. — Nema þig og mig, og okkar , eigin samvizku. — og vegabréfa- ! skoðunina og— — Þú notar þitt eigið vegabréf. Svo þegar þú ert komin til lands- ins, tekurðu upp mitt nafn. Vega bréfinu stingurðu í umslag, lím- ir það saman og leggur það á kistubotninn. og engan grunar neitt. — Þú hugsar víst ekki út í, að rithöndin mín er allt öðruvísi en iþín, svo þetta kæmist upp á svip- j stundu. Það er ekki nema vika jsíðan þú skrifaðir frænda þínum. — Þá verðurðu að æfa þig á að stæla skriftina mína. En þarftu endilega að vera að skrifa eitt- hvað, meðan þú stendur þama við? I Ef í nauðirnar rekur, geturðu sagt, að þú hafir meitt þig í hendinni, farið úr liði á fingri eða eitthvað þess háttar. — Það er ógemingur að skrifa með digrar umbúðir. — Allt getur þér dottið í hug, j Myra, sagði Vonnie þurrlega. j — Já, er það ekki? Þetta leysir j vandann fullkomlega. — Þetta er brjálæði! — Langt frá því! Myra stillti sér fyrir framan Vonnie. — Ég fer ekki undir eninum kringum- stæðum í þessa ferð. Aí því leið- ir að Joss frændi verður fyrir von- brigðum. Þú veizt, að ég kæri mig kollótta um það, — hann var ekki svo notalegur gagnvart fjölskyldu minni. En skilurðu það ekki, að eftir þessi leiðindi með Nigel, myndi Englandsferð vera einmitt það, sem þú hefur þörf á. Vonnie, hugsaður þér. Teletype 11 cis GK — Já, ég skal gera þetta! Og því meira sem ég hugsa um það, því vitlausara finnsat mér það vera. — Joss frændi sagði, að hann skyldi hjálpa mér um peninga, ef ég yrði að fara úr vinnunni, þeg- ar ég kæmi heim, svo að það er engu að kvíða í því efni. Hugsaðu um allt, sem mælti með því, að þú farir, Vonnie. Hvað geturðu haft á móti því? Þér finnst eitt- hvað athugavert við að ganga und ir mínu nafni, en það er svei mér engin synd. Þú gerir það með mínu eigin leyfi, og ég er sann- færð um, að ekki ferð þú að brjóta lögin. Þú gætir ekki gert nema gott með þessu. Ef Joss frændi er orðinn svo veíkur að hann getur dáið þá og þegar, hugsaðu þá út í, hvaða gleði þú veitir honum. Hann myndi aldrei fá að vita, að þú ert komin í minn stað, og honum verður þetta bara til gleði og ánægju. Það fer ekki hjá því, að honum líki vel við þig, Vonnie. Og hvað mig snertir. mundi þetta leysa allan vanda. Þig langar hvort eð er til Englands. Enginn getur beðið tjón af þessu. Hver skyldi það geta orðið? Hver? Ætti ég að vera hreinskilinn Ætti ég að vera hreinskilin, hugsaði Vonnie, yrði ég að segja, að enginn myndi bíða tjón. Állt virðist vera svo einfalt, sem verið getur. — Nei, svarðai hún, hátt og sneri sér að Myru Nei. það kem- ÚTVARPIÐ í dag Piistudagur 14 ianúar 7JH Mnfíniruírvarp 12.00 Hádeg isútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Sigrún Guðjónsdóttir end ar lestur skáldsögunnar „Svört voru seglin" eftir Ragnheiði Jóns dóttur (18). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegisútvarp. 17.00 Prétt ir. 17.05 Tónlist á atómöld Þor kell Sigurbjömsson kynnir. 18. 00 Sannar sögur frá liðnum öld um. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar. 19.30 Préttir. 20.00 Kvöldvaka. 21.40 Útvarpssagan: „Paradísarheimt" eftir Haildór Laxness. Höf flytur. 22.00 Frétt ir og veðurfregnir. 22.15 fslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flyt ur þáttinn. 22.35 Naeturhljómleik ar: Sinfóníuhljómsveit íslands leikur í Háskólabíói Stjómandi: Dr. Róbert A. Ottósson. 2S.30 Dagskrárlok. Laugardagur 15. janúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Anna Þórarinsdóttir kynn ir Iögin 14.30 í vikuloi in þáttur undi) stjóm Jónasar Jónassonar 16.00 Veðurfregnir 16.05 Þetta vil ég heyra. Arnór Hannibalsson kenn ari velur sér hljómplötur. 17.00 Fréttir. Fónninn gengur Ragn- heiður Heiðreksdóttir kynnir nýj ustu dægurlögin 17.35 Tómstunda þáttur barna og unglinga Jón Pálsson flytur. 18.00 tvarpssaga bamanna: „Á krossgötum“ Guð- jón Ingi Sigurðsson les. 18.20 Veð urfregnir 18.30 Söngvar í léttum tón. 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir 20.00 Pólskur söngvari 20.20 Leikrit: „Oblomoff" eftir Jihn Coulter. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Danslög 24. 00 Dagskrárlok. Á morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.