Vísir - 18.03.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 18.03.1974, Blaðsíða 1
VISIR 64. árg. — Mánudagur 18. marz 1974 — 65. tbl. Jáf það kostar átök að verða meistari! - ÍÞRÓTTASÍÐUR í MIÐJU BIAÐSINS mmm 60% vilja, að Nixon svari til saka Arabar léttu banninu af Bandaríkjunum — olíueklan á enda Minnihlutastjórn Wilsons gengur í gegnum eldraun á brezka þinginu Sœnskt njósnaflug í Finnlandi Michel jobert sparar stóryrðin — sjá erlendar fréttir bls. 4 og 5 Umrœðurnar um öryggismál hafa staðnuð - sjá grein á bls. 6. Kauphœkkunin sem hvarf - sjá leiðara á bls. 6 Visir spyr á Egilsstöðum — bls. 2 ENGINN VAFI, - ÞAÐ VAR VOR í LOFTI Menn nutu blíðunnar við Tjörnina í gærdag, og endurnar hafa líklega verið saddar ef tir daginn. Það hefur ekki oft verið jafn gott veður að undan- förnu, og ekki mikið um brauðmolann. Það er heldur ekki amalegt að prófa dýpt Tjarnarinnar eða vita hversu hlý hún er, þegar sólin skín allan daginri Hún reyndi það, þessi litla, í stígvélum þó (Ljósm. Björgvin Pálsson). EA. „OFBOÐSLEG UMFERÐ ÚT ÚR BÆNUM # # — þúsundir í Blófjöllum, — og þyrfti að koma „Það var gífurleg umferð út úr bænum I allan gærdag. Það sáust engin skil þar á. Þúsundir manna voru i Bláfjöllum, og þangað virtist mesta umferðin liggja. Umferðin gekk hægt en öruggt, og það urðu miklar tafir. En engin óhöpp uröu. Það er ákfalega þröngt þarna og erfitt, þegar fólk þarf að snúa við. Þarna þyrfti að koma hringvegur, svo að fólk gæti ekið áfram út á llafnarfjarðar- veg eða Heykjanesbraut.” Þetta sagði óskar Ólason yfirlögregluþjónn, þegar Visir hafði samband við hann i morgun. Mikill fjöldi Reykvikinga lagði leið sina út úr borginni i gær, enda er þetta einn mesti umferðardagurinn að þessu leyti á árinu. Bliðan var lika mikil, og var veðrið með þvi bezta, sem komið hefur að undanförnu. Mjög mikil umferð var á Suðurlandsveginum og erfitt var aö komast út á hann. Erfitt var lika að stöðva umferðina þar, og hleypa bilum inn á veginn. t Hveradölum voru skiðalyftur ekki i gangi, svo menn brugöu sér i Bláfjöllin i staðinn, ef þeir fóru fýluferð þangað uppeftir. Einna heppnastir voru Reykvikingar meö veðrið i gær. Góða veðrið náði þó allt til Skagafjarðar og Fagurhóls- mýrar, en austan til á landinu og norðanlands var leiöinlegra veður, él og þungt yfir. Agætis veöur er enn i dag, og er spáð þvi sama. Litið verður þó liklega um sólskin. Úrkomu- laust verður þó, og i hádeginu mátti gera ráð fyrir 4ra stiga hita i Reykjavik. Hlýjast var i Eyjum i morgun, þar var 5 stiga hiti. —EA. ,,Sko! Nú get ég næstum rennt mér eins og stóru kallarnir”. Þessi snáði var einn af þeim þúsundum, sem skruppu út úr bænum um helgina. Hann kaus að vera I Bláfjöllum, eins og svo margir aörir. Ljósm. Visis: BG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.