Vísir - 18.03.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 18.03.1974, Blaðsíða 8
8 Visir. Mánudagur 18. marz 1974 Kjósarljónin selja mykju til aö safna fé y 1 Kjósinni og á Kjalarnesi er starfandi Lionsklúbburinn Búi og starfar hann að fjársöfnun til liknar- og menningarmála. Félagarnir hafa fundið sér nokk- uð nýstárlega fjáröflunaraðferð, sem eflaust á eftir að afla þeim gildra sjóða, sem renna til góðra málefna. Þeir nýta semsé hrá- efni, sem fellur til hjá bændum með kúabú. Framleiða þeir lifrænan og handhægan áburð á blóm og aðra ræktun i smáum stil, þurrkaða og kögglaða kúamykju. Framleiddir eru kögglarnir i graskögglaverk- smiðju i Brautarholti. Rétt er að geta þess, að venjulega fylgir bú- fjáráburði mikið af flugu og illgresi, en áburður þessi á að vera laus við allt slikt. Sölufélag garðyrkjumanna annast dreif- ingu á þessari vöru. Arkitektar gramir vegna Þingvallaframkvæmda í bréfi til Alþingis frá Arki- tektafélagi tslands kemur i ljós undrun og reiði vegna fram- kvæmda sem nú eiga sér stað i þjóðgarðinum á Þingvöllum. Telja arkitektar það undanleg og forkastanleg vinnubrögð, að til samkeppni skyldi efnt um skipulag Þingvallasvæðisins á sama tima og undirbúningur var hafinn að byggingaframkvæmd- um i þjóðgarðinum. Skorar almennur fundur i félaginu á Alþingi að sjá til þess að komið verði i veg fyrir enn eina viðbygginguna við Valhöll og framkvæmdir þar verði stöðvað- ar, en þeirri stefnu fylgt, sem mótuð var i dómsniðurstöðum Þingvallasamkeppninnar. Hlýja rússneskum kaup- endum Samningar um sölu á 140 þús- und Heklupeysum og 60 þús. Gefj- unarteppum til Rússlands voru undirritaðir i siðustu viku. Samningurinn er upp á 160 millj- ónir króna. Æ Jenny^ Skolavoróustig, vill segja fra Það er vel gert sem við gerum sjálfar Marksblöð og fjöldi af öðrum hannyrðablöðum bómullargarni í öllum litum, CB og METTA. Póstsendum Hannyrðavörur frá Jenný prýða hefóiilið HATTA- OG HANNYRÐAVBRZLUNIN Jenný á Skólavörðustíg 13a - Sfmi 19746 - Pósthólf 58 • Rcykjavfk Ávextir oa grœnir bílar Sovézku risavélarnar, sem lenda öðru hvoru á Keflavik- urflugvelli og biða þar stundum sólarhringum saman, vekja að vonum forvitni manna. Hvað er i þessum belgviðu vélum, sem taka sig á loft með allt að 250 tonna þunga? Um jólin komust menn að raun um, að i vélunum voru ávextir, — á austurleiðinni til Rússlands. En hvað er flutt til Kúbu? —- Tollgæzlan gerir enga skoðun, og þess er vandlega gætt af varðmönnum, að engir óviðkomandi séu að snuðra við vélarnar. Einum forvitnum tókst þó fyrir helgina að komast að hurðinni og opna hana. Inni sá hann þrjá stóra vörubila, græna að lit. Meira sá hann ekki, varðmaður kom æðandi á vett- vang og stjakaði manninum burtu með nokkrum vel völdum orðum. Myndina af AN-22 vélunum tók ljósmyndarinn örn. Snyrtivöruverzlunin Andrea Laugavegi 82 (gengið inn frá Barónsstig) simi 27310, auglýsir. Nýkomið frá Mavala, naglaherðir, nagla- næring. Mavala stopp, naglalakksþynnir, augndropar, augnháranæring. Einnig háralitur og kremfestir, sjúkrasokkabuxur, vax til að eyða hárum. Hárspennurnar komnar. PÓSTSENDUM HVERT Á LAND SEM ER. SNYRTIVÖRUVE RSIUNIN *» »VaIMDREA* *♦* * ' LAUGAVEG 12 Sími 27310 Nefnd um Hundinn Magnús Kjartansson, iðnaðar- ráðherra, hefur nú skipað nefnd, sem hafa á yfirumsjón með bygg- ingu Hundsins að sunnan, há- spennulinunnar margumræddu. 1 nefndinni eiga sæti þeir Egill Skúli Ingibergsson, verkfræðingur, sem er formaður n e f n d a r i n n a r , Guðjón Guðmundsson, skrifstofustjóri Kristmundur Halldórsson, fulltrúi og Tryggvi Sigurbjarnar- son, verkfræðingur. 1 fjárlögum er heimilað, að lán verði tekin til linubyggingarinnar að upphæð samtals 300 milljónir króna. Laust sýslumannsembætti Yngva Ólafssyni, sýslumanni Dalasýslu, hefur verið veitt lausn frá embætti að eigin ósk frá 15. mai n.k. að telja. Konur i öruggum sætum! ,,Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna heita á flokk yðar að gefa gott fordæmi á sviði jafnréttismálanna með þvi að íáta konur skipa virðuleg sæti á listum flokks yðar við i hönd far- andi kosninga,” segir i áskorun stjórnar samtakanna. Er bent á, að Mannré 11 i ndanefnd Sameinuðu þjóðanna helgi árið 1975 réttindamálum kvenna. Verði hlutfallsleg fulltrúatala kvenna i stjórnum bæja og sveita hjá þjóðum innan vébanda S.þ. þvi mjög til umræðu og talinn nokkur mælikvarði á stjórnmála- legt jafnrétti eða misrétti, eftir þvi hvernig á málum verði haldið. Rikisfyrirtæki í Luxem- búrg gerist aðili að Cargolux Hlutafé Cargolux-flugfélagsins, sem Loftleiðir er einn aðalhlut- hafinn i, er sannarlega ekki mikið að vöxtum. Það var til skamms tima 9. millj. króna, — en nú er ákveðið að auka það i 60 milljón- ir. Fjórir nýir hluthafar koma nú inn i myndina, — fjórir bankar, og þar á meðal er rikissparisjóður Luxembúrgar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.