Vísir - 18.03.1974, Síða 3

Vísir - 18.03.1974, Síða 3
Vísir. Mánudagur 18. marz 1974 3 viðtal við Jóhann Klausen sveitarstjóra ó Eskifirði ákveðnar væru, nefndi Jóhann byggingu nýs skóla, en núverandi skóli væri orðinn 60 ára gamall, og þótt honum hefði verið haldið vel við, væri hann orðinn ófullnægjandi. Einnig yrði vænt- anlega hafin bygging verkamannaibúða og einnig leiguibúða á vegum sveitar- félagsins. Framhald yrði á vatns- v ei t u f r a m k v æ m d u m , en Eskfirðingar fá vatn úr Lamb- eyrardal fyrir ofan bæinn, en lögn þaðan er um það bil 3 kilómetrar og fallhæðin 600 metrar. Sjávarútvegurinn eina undirstaða atvinnulífs Sjávarútvegur, fiskveiðar og vinnsla fiskafurða er meginundirstaðan undir atvinnu- lifi Eskifjarðar eins og flestra annarra staða á Austfjöröum. Sveitarstjórinn sagði, að svo einhæft atvinnulif væri vissulega til baga. Þótt sjávarútvegurinn væri allra góðra gjalda verður, Væru ekki allir, sem vildu eða gætu stundað vinnu tengda honum. Hefðu þvi Eskfirðingar mikinn hug á að auka fjölbreytni atvinnulifsins. Við vitum, að hingað vill margt fólk flytja, en húsnæðisleysi hefur staðið fjölgun fólks i byggðar- laginu fyrir þrifum. Nokkuð hefur þó verið um aðflutning fólks ,,og ég get nefnt dæmi um fólk, sem flutti hingað að sunnan og hefur nú fengið lóð fyrir ibúðarhús og er byrjað undirbuning,” sagði Jó- hann. Vilja kaupstaðarréttindi „Þingmenn Austurlandskjör- dæmis hafa að okkar ósk lagt fram frumvarp á Alþingi um, að Eskifjörður fái kaupstaðar- réttindi,” sagði sveitarstjórinn. ,,Mjög er aðkallandi að það mál fáiskjóta afgreiðslu og timanlega fyrir sveitarstjórnakosningarnar I vor. Segja má að kaupstaðarréttindi séu okkur Eskfirðingum fyrst og fremst metnaðarmál. En við telj- um okkur einnig geta séð málum okkar betur borgiö án afskipta sýslufélagsins. Við greiddum á siðastliðnu ári um það bil eina milljón króna i sýslusjóð, en teljum okkur ekki hafa fengið samsvarandi þjónustu til baka.” ,,Ég vil þó taka fram-, að samvinna Eskfirðinga við sýslunefnd hefur verið góð og þeir ekki hindrað okkur I neinu við þær framkvæmdir, sem við höfum talið okkur nauðsynlegt að ráðast i,” sagði Jóhann Klausen sveitar- stjóri að lokum. — ÓG. STJÓRNA VINNUTÍMA SlNUM SJÁLF Nýtt fyrirkomulag í Skeljungi. -Verða þó að vera við á milli kl. 10 og 4 „Við tókum upp það sem við köllum sveigjanlegan vinnu- tima 1. febrúar sl., og er mikil ánægja með það hér á skrifstofunni hjá okkur það sem af er. Þetta er bæði hag- kvæmara fyrir starfs- fólkið og fyrirtækið”, sagði Ragnar Kjartansson fulltrúi hjá Oliufélaginu Skeljungi, þegar Visir hafði samband við hann i morgun. Skeljungur hefur nú tekið upp fyrirkomulag, sem tiðkast hefur viða erlendis i nokkur ár. Starfsfólk getur ráðið þvisjálft, hvenær morguns það mætir til vinnu ' og hvenær það hættir. Fólk verður þó að mæta á tima- bilinu frá kl. 8 á morgnana til 10, og getur þá lokið vinnudegi eftir þvi. Ef fólk hefur t.d. vinnu klukk- an 8 að morgni hefur það lokið vinnu kl. 4. Ef það byrjar kl. 10 að morgni vinnur það til kl. 6. Eitt skilyrði er sett, og það er að starfsfólk allt sé við á timabil- inu frá kl. 10 f.h. til kl. 5e.h. Starfsmaður getur þvi mætt kl. 8einn morguninn, kl. 9 næsta morgun og kl. 10 þann þriðja ef það kemur betur út fyrir hann. Sagði Ragnar, að það hlyti t.d. að vera mjög þægilegt fyrir fólk að losna við að biðja um leýfi á einhverjum vissum tima, og haga vinnutima sinum eftir þvi. — EA. Inúk grœnlenzki í M.H. Inúk — „Maðurinn” heitir leikþáttur sem nokkrir leikarar Þjóöleikhússins fara nú með i framhaldsskóla á landinu. Frumsýning var i morgun i Hamrahliðarskóla. A morgun verður Inúk sýndur á Laugar- vatni, siðan i Mosfellssveit, þá i Kennaraskólanum og þannig áfram eftir þvi sem timi og vinsældir endast. Inúk? Inúk er grænlenzka og merkir maður. Og leikþátt þann, sem þau Brynja Bene- Guðmundur Á. Auðbjðrnsson sigraði í profkjori a Eskifirði Guðmundur A. Auðbjörnsson málarameistari sigraði i próf- kjöri sjálfstæðismanna á Eski- firði, sem fram fór á laugar- daginn. Guðmundur hlaut 53 atkvæði, en i öðru sæti varð Gisli Einars- son fulltrúi með 49 atkvæði. I 3. sæti varð Georg Halldórs- son tollvörður með 37 atkvæði. 4. varð Hjörvar Ó. Jensson banka- maður með 26 atkvæði og 5. Herdis Hermóðsdóttir húsmóðir með 25 atkvæði. Að sögn fréttaritara Visis á Eskifirði, Hjörvars ó. Jenssonar, er þar mikill áhugi fyrir sveitar stjórnarkosningunum. Ekki munu aðrir flokkar vera farnir að undirbúa prófkjör þar. 1 siðustu kosningum fékk Sjálf- stæðisflokkurinn tvo hrepps- nefndarmenn kjörna af sjö á Eskifirði. Hreppsnefndarmenn D- listans þá voru kjörnir Guðmundur A. Auðbjörnsson og Herdis Hermóðsdóttir. -HH. „Þorskœvintýri" á Þingeyri Togarar hafa fengið góðan afla á Vestfjarðamiðum upp á siðkastið. Fyrir helgina landaði Fram- nes II. frá Þingeyri 130 tonnum af þorski og hafði viku áður landað 105 tonnum af þorski, sem fékkst á sömu miðum, þ.e. i grennd við Vikurálinn og Hala- miö. Framnesið IS 708 sem er 408 tonna skuttogari, sem var keyptur frá Noregi i haust, hef- ur þannig fengið 235 tonn af þorski á hálfum mánuði. Og það þykja okkur hérna fréttir”, sagði Páll Pálsson, fréttaritari Visis á Þingeyri, „hásetahluturinn á Framnesinu þennan hálfa mánuð er i kringum 150 þúsund krónur”. Skipstjóri á Framnesi er Auðunn Auðunsson. Afli linubáta fyrir vestan hefur verið tregur upp á siðkastið — togararnir virðast hirða allan þorskinn, en linubátarnir hafa fengið tals- vert af steinbiti siðustu daga. Mikil vinna er á Þingeyri við vinnslu togaraaflans, og hafa menn varla undan, „þetta eru tóm þrot og slit að hafa undan þessu”, sagði Páll. -GG. diktsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Helga Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Ketill Larsen leika, sömdu þau sjálf ásamt Haraldi Ólafssyni lektor. „Við byrjuðum að ræða þá hugmynd að fara til Grænlands og verða þar nokkru fróðari um háttu Eskimóa fyrir tæpu ári”, sagði Haraldur. „Við fórum svo I sumar — og i nóvember s.l. byrjuðum við að æfa og semja þessa skólasýningu”. Þorlákur Þórðarson, sviðs- maður hjá Þjóðleikhúsinu, er framkvæmdastjóri „græn- lenzka hópsins” og sagði hann okkur að sér virtist mikill áhugi meðal skólafólks að fá flokkinn til að sýna — „við erum bundin alla þessa viku og eitthvað i næstu”. Og það virðist ljóst, að „Inúk” þykir góð tilbreytni frá skólabókum — a.m.k. var sam- komusalurinn i M.H. þéttsetinn i morgun. — GG. „Maöurinn” KLESSTIST MILU STRÆTISVAGNS OG LJÓSASTAURS Sjö mánaða gamall fólksbiil eyðilagðist næstum þvi, er strætisvagn ók aftan á hann á laugardaginn. Kona og drengur voru farþeg- ar i fólksbilnum, og slösuðust bæði nokkuð. ökumaður fólksbilsins stöðv- aði hann á Laugaveginum, fyrir framan benzinstöðina rétt við gatnamótin við Kringlumýrar- braut. Kona ók bilnum, og hafði hún orðið vör einhvers konar bilunar. Hún stöðvaði þvi og fór inn á benzinstöðina til að hringja. Rétt á eftir ók strætis- vagninn aftan á fólksbilinn og kastaði honum á ljósastaur. Var fólksbillinn þvi klesstur bæði að aftan og framan. Drengurinn sat i aftursætinu og kastaðist i afturrúðuna með höfuðið. Konan sem var farþegi, meiddist eitthvað i baki. Ekki er talið að strætisvagn- inn hafi ekið á mikilli ferð. —ÓH Velti bílnum inni á bílastœði — hafði stolið honum á bílasölu Þegar ökumenn taka upp á þvi að velta bilum, gerist það oftast á akbrautum. Þvi veldur ýmist óhapp eða óhæft ástand ökumanns. 16 ára strákur tók upp á þvi að velta bil inni á bilastæði við Höfða, viðhafnarhús borgar- stjórnar Reykjavikur. Það gerð- ist i gærdag. Eftir að dreng hafði tekist að elta bilnum, hljóp hann i burtu frá honum. Þegar lögregla kom á staðinn, var þvi enginn til að standa fyrir máli sinu. Stuttu seinna gaf hann sig svo fram við lögregluna, og viður- kenndi að hafa ekið bilnum. Biln- um hafði hann stolið fyrr um daginn af bilasölu. Félagi hans var með honum i bilnum. -ÖH. GREIÐSLUFRESTUR Á TOLLUM MUNDI FLÝTA GREIÐSLU ÞEIRRA -“***- kaupmenn „Ef rikissjóður tæki upp greiðslufrest á aöflutnings- gjöldum mundi mikið fé sparast fyrir alla aðila og að minu áliti mundu þau jafnvel innheimtast fyrr cn nú er”, sagði Július ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags islenzkra stórkaupm anna, i viðtr’.i við Visi I morgun. Um þetta var gerð samþykkt á aðalfundi storkaupmanna i gær- kvöldi, þar sem skorað var á fjár- málaráðherra að beita sér fyrir, að slikt yrði tekið upp. „Ef tekið yrði upp greiðslu- frestsfyrirkomulag á inn- flutningsgjöldum, þá yrði unnt að flytja vörurnar beint frá skipshlið I vörugeymslur heildsölufyrir- tækja og með þvi sparast bæði timi og rými i vörugeymslum skipafélaganna”, sagði Július Ólafsson ennfremur. Hann sagði, að greiðslufrestur á aðflutningsgjöldum væri algengur i nágrannalöndum okkar, og eins og áður sagði, mundi slikt fyrirkomulag verða öllum i hag að áliti stórkaup- rpanna. Július Olafsson sagði, að meðal annars mundi það létta mjög á vörugeymslum skipafélaganna, ef vörur standa þar mun skemur við en nú er. Þar eru nú mikil vandræði vegna rúmleysis, sem meðal annars er vegna þess, að vörusendingar liggja þar óafgreiddar i langan tima,— óG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.