Vísir - 18.03.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 18.03.1974, Blaðsíða 20
VÍSIR Mánudagur 18. marz 1!)74 Boða prentarar verkfall? Trún'/aöarmannaráð prentarafélagsins kemur saman i kvöld til að fjalla um verkfalls- boðun. Á föstudaginn var felldu prentarar tilboð vinnuveitenda um launahækkun, nokkuð hliðstæða þeirri sem aðildarfélög ASl náðu fram um mánaðamótin. Trúnaðarmannaráðið hefur fengið heimild félagsfundar fyrir verkfallsboðun, og ef til kemur, að verkfall verði boðað, þá gerist það með sjö daga fyrirvara. -GG. Seyðfirðingar felldu Aust- fjarðasamn- ingana Seyðfirðingar felldu það sam- komulag, sem gert var milli at- vinnurekenda og verkalýðs- félaga á Austurlandi á fundi að Egilsstöðum um helgina. Samkomulagið var mjög i svipuðum anda og heildar- samningarnir, sem gerðir voru hér i Reykjavik fyrir skömmu. Austfirðingar vildu þó ekki ald- urshækkun eftir eitt ár og var þeirri upphæð dreift á alla taxta og er það metið sama kjarabót. Þetta er sama leið og Norð- lendingar fóru. Austfirðingar skáru sig út úr við samningagerðina hér i Reykjavik og voru þeir með mjög margar sérkröfur milli 40 og 50 atriði. Fá eða engin atriði af þeim komust þó inn i samn- inga. Samningarnir voru samþykktir á Eskifirði og búizt er við, að þeir verði samþykktir á öðrum stöðum. Mjög illa var mætt á félagsfundinn á Seyðis- firöi, sem felldi samningsdrög- in, og er ráðgert að halda nýjan fund þar i kvöld. Norðfirðingar voru ekki með i þessum samningum, en þeir hafa haft sérstöðu siðan 1961 og eru launataxtar þar nú um það bil 2,5% hærri en Dagsbrúnar- taxtar. — ÖG- Nóg af þeirri grœnlenzku — heildarloðnuaflinn orðinn um 415.000 tonn Þeir halda áfram að moka upp loðnunni við Snæfellsnesið. ,,Og væri slæmt ef þyrfti að handfjatla hverja eina með gogg”, sögðu þeir hjá Loðnunefnd I morgun. Aflinn á laugardag og sunnudag var samtals 24.000 tonn. Heildar- aflinn á loðnuvertiðinni er þá kominn nokkuð á fimmta hundrað þúsund — 415.000. 42 bátar lönduðu þessum 24000 tonnum um helgina, og fékkst loðnan skammt út af Ondverðar- nesi og suður undir Malarrif. Yfirleitt hefur veiðiskapurinn þar vestra gengið þannig fyrir sig þessa daga, að litil veiði hefur verið um nætur og fyrri hluta dags, en siðan hefst handagang- urinn siðdegis og stendur fram um miðnættið. Loðnan sem þeir fá núna er mjög góð til frystingar, og virðist þvi eiga talsvert i land með að hrygná. Fiskifræðingar eru ekki alveg vissir, hvaðan hún kom svo skyndilega og öllum á óvænt — en margir virðast hallast að kenn- ingu Hjálmars Vilhjálmssonar, þ.e. að hún sé hingað komin frá Grænlandi. Nú munu um 70 bátar af þeim 133 sem loðnuveiði stunduðu fyrr i vetur, enn vera á loðnu, og eru likur á að enn hækki hlutir sjó- manna. -GG ' YvyyYYTirirrrrrirrri*i*iMi*wa***^———^***^***^*1********—*****ft*iMniiTivririvirYYYTYYYvvvvv Tólf vikna stöðvun á Siglu- fjarðartogaranum — vegna alvarlegrar vélarbilunar Stálvík Stálvík hinn nýi skut- togari Síglfírðinga mun fyrirsjáanlega ekki hefja veiðar að nýju fyrr en upp úr næstu mánaða- mótum i fyrsta lagi. Um áramótin kom i ljós bilun i aðalvél skipsins og var það sentút til Wichmann verksmiðj- anna i Rubbestadt I Noregi, en þar er vélin framleidd. Orsök bilunarinnar var sú, aö járn- svarf komst inn á vélina og skiptibúnað og að sögn Þórðar Vigfússonar, framkvæmda- stjóra útgerðarfélagsins Þor- móðs ramma, skemmdi svarfið þó nokkuð út frá sér. „Rétt þótti að senda skipið út, þar sem allir varahlutir og tækniþekking var fyrir hendi,” sagði Þórður ,,en ábyrgð fram- leiðendanna var runnin út, gilti hún i tólf mánuði frá dag- setningu reiknings 19. sept. 1972.” Þórður sagði, að ýmsar bilanir hefðu valdið smátöfum strax i byrjun útgerðar togarans, en hann hóf veiðar i október siðastliðnum. Sjór olli t.d. skemmdum i mannaíbúð- um, en þangað komst hann gegnum loftræstikerfið, vatns- leiðslur frusu og sprungu, og einnig brunnu mótorar við grandaraspil yfir. „Ef vel gengur með viðgerðina, á Stálvik að geta hafið veiðar aftur eftir nokkrar vikur og vonandi gengur þetta allt skaplegar þá,” sagði Þórður Vigfússon. „Þegar bilanir trufluðu ekki reyndist skipið ágætlega, og ég tel ekki ástæðu til að ætla annað en útgerðin eigi að geta gengið skaplega.” Hann sagði, að mjög vel hefði gengið að manna Stálvik, og væri skipshöfnin eingöngu heimamenn. Siglfirðingar eiga von á nýjum togara frá Spáni upp ur næstu mánaðamótum. Er hann af minni gerðinni, og er þegar búið að fullráða mannskap á hann, — allt heima- menn. .óq. Óbrjótandi glerið malað mélinu smœrra „Það er alveg furðulegt hvað fólk leggur á sig til aö skemma simaklefana. En mér finnst þó ganga út yfir allt, þegar óbrjót- andi gler er malað mélinu smærra.” Þannig komst Hafsteinn Þor- steinsson, skrifstofustjóri hjá Bæjarsimanum, að orði i morgun. Skemmdarvargar réðust á simaklefann við Lækjargötu um helgina, og tókst þá að brjóta plastglerið I honum. Það gler er geysisterkt og á að standast mik- ið álag. „Simaklefinn hefur oft verið illa leikinn áður, en aldrei eins og nú”, hélt Hafsteinn áfram. „En það bregst ekki, að við þurfum i hverri einustu viku að fara til að gera við simana i sima- klefunum.Stundum förum við oft i viku. Mér finnst samt furðulegt, að svona lagað skuli geta átt sér stað á jafn fjölfarinni götu og Lækjargata er. Ég held, að borgararnir mættu gera meira af þvi að skipta sér af unglingum eða fullorðnum, sem eru að eiga við simann til annars en að hringja”. Hafsteinn sagði, að þessi simi væri til þjónustu fyrir almenning, og það væri ekki hægt að gefast upp fyrir óaldarlýð, sem herjaði á hann. „Nú er þetta ástand búið að vara i mörg ár. Ég held, að fólk verði að taka höndum saman um að reyna að stemma stigu við þessu. Það verður bezt gert með þvi að stugga við skemmdar- vörgunum eða kalla til lög- regluna”, sagði Hafsteinn að lok- um. — ÓH. ÞÚSUNDIR í SÓLSKINI í BLÁFJALLAGEIMI Allir á skíði! Þaö var likt og herútboð hvetti Reykvikinga og nágranna upp I Bláfjöll I góða veðrinu um helgina. í Bláfjöllum eru allar stærðir og gerðir af brekkum, og á stóru myndinni hérna sjáum við nokkra skiðamenn biða eftir lyftu. A minni myndinni er liklega yngsti þátttakandinn I Bláfjallaferðum þessa helgi. Hann sefur vært i buröarrúminu sinu á hlýju vélariokinu meðan fjölskyldan bregður sér UPP í brckkur. —óH/Ljósm. VIsis: BG Lézt hann af fíknilyfjaátinu? — fannst látinn með pilluglös sér við hlið og upphrœrðum pillum í flösku Sterkur grunur leik- ur á, að maður, sem fannst látinn á mið- vikudagsmorgun, hafi látizt af völdum of- neyzlu fiknilyfja. Maðurinn vann i fisk- verkunarhúsi i Gerð- um. Hann er úr Reykjavik. Hann bjó i Grimshól, sem er verbúð nokkurra fiskverkunar- húsa I Gerðum. Hann kom þangað á mánu- dagskvöld, og fór til herbergis sins. A þriðjudag sást hann hvergi. Bankað var á hurðina hjá honum, en hann svaraði ekki. Var þá talið að hann lægi i vfmu, þvi hann var þekktur fyr- ir pilluát. A miðvikudag sást hann ekki heldur, og var her- bergi hans þvi opnað um hádegisbilið. Þá var maðurinn látinn. Inni hjá honum var flaska með vökva i. Virtist svo sem innihald hennar væri upphræra af muldum pillum. Á borði við hliðina á rúmi hans voru margir staukar með pillum, örvandi og deyfandi, sjóveikispillum og fleiru. Oll lyfin voru fengin úr apótekum, flest úr Reykjavik. Næstum þvi öll þessara lyfja er ekki hægt að fá i apótekum nema gegn fram- visun lyfseðils frá lækni. Niðurstöður úr krufningu eru ekki enn kunnar. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.