Tíminn - 22.01.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1966, Blaðsíða 3
V LAUGARDAGUUR 22. janúar 1966 TÍMINN í Glatt á hjalla á Amtmannsstíg HZ-Reykjavík, þriðjudag. Það var glatt á hjalla á Amtmannsstíg 2 í dag, þegar blaðamaður Tímans leit þar inn. Ellen Sighvatsson, for- stjóri hafði boðið heim nemend um Heyrnleysingjaskólans alls 29 börnum á aldrinum 4— 15 ára, og skemmtu þau sér hið bezta. Undu þau öll við að horfa á bíó, aðallega teikni Á myndinni hér að ofan eru börnin búin að koma sér fyrir áður en myndatakan hófst. Að neðan: Frá hægri, Ásta Sigurð- ardóttir og Fjóla Kristinsdóttir gæzlukonur, og Ellen Sighvats- son forstjóri, sem bauð börn- unum heim. Myndirnar til hlið- ar sýna, að öll voru börnin hrifin af kanínunni Harvey. myndir, og svo við sælgætisát og ýmsar skemmtanir. Ellen Sighvatsson, forstjóri bauð þessum börnum, sem eru meira eða minna heyrnarlaus og mállaus, heim til sín í fyrra við mjög góðar undirtektir, og því afréð hún að bjóða þeim aftur. í fylgd með börnunum voru tvær gæzlukonur, Ásta Sigurðardóttir og Fjóla Krist insdóttir, og sögðu þær, að börn in væru flest öll búin að læra að skrifa í skólanum og einnig gætu þau lesið af vörum. Sín á milli töluðu börnin fingra- og merkjamál og væru þau ótrú- lega leikin í því. Þegar börnin komu fengu þau öll húfur og síðan fengu þau gosdrykki og kökur. Að þeim veitingum loknum voru sýndar nokkrar stuttar kvik myndir, mest megnis af skop legra taginu, við almenna hrifn ingu áhorfenda. Því næst var kveikt á borð bombum, sem þeyttu alla vega litum pappírsögnum yfir skar ann. Gestgjafinn náði i kan- ínu, sem hún á, og kunnu börnin fjarska vel við þá skepnu. Vildu þau öll fá að halda á henni, en því miður kunni kanínan ekki að meta þann vinarhug, sem henni var sýndur. Börnin í Heyrnleysingjaskól anum eru víðs vegar að af landinu og koma í skólann að hausti og dveljast þar um vet urinn fram á vor. Börn úr Reykjavík og nágrenni fá þó að fara heim um helgar. Alls eru kennarar í skólanum 5 og hefur hver þeirra nokkur börn, sem eru í svipuðum aldurs- flokki. 3 t loforð Eitt fyrsta afreksverk núver andi ríkisstjnrnar var eins og kunnugt er að gera afsalssamn- inginn við Breta um íslenzka landhelgi og selja þeim sjálf- dæmi um málskot til alþjóða- dóms, jafnhliða heiti um að færa ekki út fiskveiðimörk við fsland nema tilkynna Bretum það áður. Um leið lýsti ríkis- stjórnin þó yfir — svona til þess að reyna að gera hlut sinn betri í orði — að hún mundi halda áfram að vinna að útfærslu landhelginnar. þó að öllum væri ljóst, að afsals- samningurinn mundi ekki auð- velda þær ráðstafanir, þar sem með honum var hreinlega af- salað þeim rétti, sem fært hafði íslendingum alla sigra i land- helgismálinu til þessa. Síðan þetta gerðist er nú nokkuð á sjötta ár. Ríkisstjórn in hefur ekki hreyft iitlafing ur í þá átt að vinna að stækkun fiskveiðilandhelginnar. Bretar fengu að sópa landhelgina til jafns við íslenzka togara í þrjú ár eftir gildistöku afsalasamn ingsins. Síðan hafa mörg byggð arlög austan Iands og þó eink um vestan kvartað mjög yfir ágengni erlendra togara rétt við núverandi markalínu og búið við fiskileysi, þar sem bátamiðin eru urin, og krafizt stækkunar landhelginnar. En stjórnin þegir og heldur að sér höndum. Hún er búin að glcyma loforði sínu, og Morg unblaðið talar ekki um annað en þennan „sigur“ sem unnizt hafi með samningnum. Er svo að sjá, að stjórnin og mál- gögn hennar telji það fullnað ar- og loka-„sigur“ íslendinga f Iandhelgismálum, enda samn ingurinn gerður f samræmi við þá stjórnarskoðun. Gengur á þorskstofn- inn Síðustu fregnir af rannsókn um fiskifræðinga benda til þess, að töluvert gangi á þorsk stofninn við fsland, og um of- veiði sé að ræða. Beinist at- hyglin þá fyrst að gegndar- lausri veiði erlendra togara á íslenzka landgrunninu og minn ir á, að mál er til komið að hefja sókn á ný f landhelgismál inu, marka nýja og íslenzka stefnu, landgrunnsstefnnna, og sækja rétt fslendinga fast til landgrunnsins alls. Sú sókn verður varla hafin undir þess ari ríkisstjórn, nema harðar verði að henni sótt. Skemmdarverkin geqn iSnaðinum Það er ekki einungis, að nú verandi ríkisstjórn beiti stefnu sinni gegn íslenzka iðnaðinum f meginatriðum. heldur scilist hún hreinlega til þess að vinna skemmdarverk gegn honum. og tefla ýmsum greinum hans f augljósa hættu. Er engu líkara en stjórnin reki skæruhernað og beiti sér gegn einni og einni iðngrein f einu. En einn liður stjórnarinnar f hinni almennu sókn gegn fslenzkum iðnaði er sá að þráast gegn því, að iðn aðurinn njóti jafnræðis við aðrar atvinnugreinar í því að Scðlabankinn endurkauna hrá- efnavjxla iðnaðarins. Lýsing dugmikils iðnrekanda hér í blaðinu í gær um fjandskap f stiórnarinnar vj« iðnaðinn er 6 harla athyglisverð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.