Tíminn - 22.01.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.01.1966, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUUR 22. janúar 1966 ÍÞRÖTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR JL3 KSÍ ræöur sér- stakan fram- kvsmdastjdra Jón Magnússon ráðinn Alf—Reykjavík, föstudag. Knattspyrnusamband íslands hefur ráSiS sérstakan fram- kvæmdastjóra á láunum, og er með því fyrsta sérsambandið innan ÍSÍ sem fer inn á þá braut. Fyrsti framkvæmdastjóri KSÍ hefur verið ráðinn Jón Magnússon, stjórnarmaður KSj, og munu störf hans einkum vera við mótanefnd og dómara- nefnd KSÍ, svo og við unglinganefnd KSÍ. Myndina að ofan fengum við senda frá Polofoto og er hún frá iandslcik íslendinga og Dana í handknattleik s. I. miðvikudagskvöld. Einn dönsku leikmannanna hefur stokkið hátt upp og skorar yfir varnarvegg íslands, en fsl. varnarmennirnir, sem sjást á myndinni, eru Þórarinn Ólafsson (4) og Birgir Björnsson (3). Störi við mótanefnd og dóm- aranefnd KSÍ eru orðin svo um- fangsmikil, að erfitt mun vera að vinna þau kauplaust, enda mjög trmafrek. Undanfarin ár hefur Jón Magnússon verið formaður mótanefndar KSÍ og unnið geysi- lega mikið starf af ósérhlífni, en allir þeir, sem til ísl. knattspyrnu þekkja, vita, hve erfitt og vanda- samt verk það er að raða niður ölum leikjum sumarsins, svo að allir aðilar séu ánægðir. Er það samdóma álit forystumanna knatt. spyrnufélaganna, að Jón Magnús son hafi skilað hlutverki sínu mjög vel. Það er þess vegna á- nægjulegt, að hann skuli nú haw verið ráðinn fyrsti framkvæmda- Framhald á bls. 14 Staðan í HIV! í handknattleik Staðan í heimsmeistarakeppn- inni er nú þessi: A-riðiIl: Tékkóslóvakía Austurríki Noregur B-riðill: V-Þýzkaland. Sviss Holland Belgía C riðill: Aust. Þýzkal. Rússland Finnland D riðill: Danmörk Pólland ísland E riðiíl: Ungverjaland Frakkland Spánn 0 50:23 4 1 32:47 2 2 20:32 0 2 0 0 40:19 2 0 1 62 41 101 27:27 0 0 3 39:81 0 0 50:32 0 1 0 0 2 42:35 27:52 Keppt um veglega bik- ara á skíðamóti f.R. Mótið háð á morgun við skíðaskála félagsins. 0 0 39:28 0 1 0 2 4 43.41 2 31:44 0 0 0 24:15 2 1 0 14:14 1 1 1 29:38 1 Skíðadeild ÍR cfnir til síns árlega innanféla&smóts við skála félagsins í Hamragili, n.k. sunnu- dag, 23. jan. kl. 1. e.h. Mót þetta er orðinn fastur liður í starfi deildarinnar og er nær jafn- gamalt skíðadeild ÍR. sl Á mótinu er keppt í svigi í flokki karla, kvenna, drengja og stúlkna. í öllum flokkum er keppt um veglega bikara og hefur rausnar leg verðlaunaveiting jafnan sett svip á mótið. Hér fylgir mynd af þeim fjór- um glæsilegu verðlaunagrip- Leikir í íslands- mótinu um heigina I kvöld og á morgun fara fram nokkrir leikir í fslandsmótinu í handknattleik að Hálogalandi. í kvöld hefst keppnin í 2. deild kvenna, og leika þá KR og Vest- mannaeyjaliðið Þór. I kvöld verður auk þes einn leikur í 2. deild karla milli Kefla víkur og Akraness. Þá. fara fram tveir leikir í 2. flokki íkvenna. Þór og Akranes leika fyrri leik- inn og Týr og Ármann þann síð- ari. Einn leikur fer fram í 3. flokki karla og leika saman Þrótt ur og Víkingur. Fyrsti leikur kl. 20.15. , Á sunnudaginn heldur cnótið svo áfram eftir nádegi, en fyrsti leikur hefst kl. 14. Þá leika í 2. flokki kvenna Akranes og Fram, Þór og Keflavík — og Týr og Vík- ingur. í 2. flokki karla leika FH og Keflavík — og ÍR og KR. í 3 flokki karla fara 3 leikir fram: Keflavík—Fram, Breiðablik—Ár mann og Valur—FH. Þá leika í 2. deild karla Akraness og Víking ur. um, sem nú er keppt um. Lengsi t.v. á myndinni er bikar sem gefinn var fyrir þetta mót í fyrra. Gefandi var Sigrún Sigurð ardóttir, sem lengi var bezta skíða kona ÍR og vann m.a. á þremur árum veglegan vikar, sem í upp- hafi þessa innanlandsmóts var gef inn til kvennaflokks. Bikar Sig- rúnar er veittur sigurvegara í kvennaflokki. Handhafi hans nú er Jakobína Jakobsdóttir. Næst stendur „Albertsbikar inn“ gefinn af Albert Guðmunds- syni í fyrra. Um hann er keppt í flokki drengja yngri en 16 ára. Það ætti að verða keppikefli allra stráka ÍR að varðveita þennan fagra grip. Handhafi hans er nú Eyþór Harladsson. Þriðji til vinstri er svigbikar karla. Hann var ásamt tveim bik urum öðrum gefinn 1943 til keppni á Innanlandsmóti ÍR. Gef endur bikaranna þriggja voru Ás garður h.f., Eggert Kristjánsson og Egill Vilhjálmsson. Tveir bik aranna unnust fljótt, en um þenn an bikar, sem keppt er um í karla flokki hefur orðið geysihörð keppni. Margir af beztu skíða- mönnum landsins hafa unnið bik- arinn, en enginn 3 í röð eða 5 Framhald á bls. 14 Valbjöm efstur í sexþraut Annar hluti sexþrautar kéöpninnar fór fram mið- vikudaginn 19. jan. Var nú keppt í hástökki með at rennu. Sigurvegari varð Val björn Þorláksson, en hann sigraði einnig í fyrsta hluta. Keppnin um fyrsta sætið var mjög hörð, Valbirni tókst að stökkva 1.80 m í síðustu tilraun, en áður hafði Ól- afur forystu í keppninni. Þórarinn Ragnarsson átti góða tilraun við 1.75 m, en mistókst í þetta sinn. Árang ur í keppninni var yfirleitt allgóður, en 10. maður stökk 1.50 m. Helztu úrslit: Valbjörn Þorlákss. 1.80 m. Ólafur Guðmundss. 1.75 m. Þórarinn Ragnarss. 1.70 m. Björn Sigurðsson 1.60 m Valbjörn Þorláksson er nú efstur í keppninni, en í öðru sæti er Úlfar Teits son og Ólafur Guðmundsson er í þriðja sæti. Er þá eftir að keppa í fjórum greinum. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.