Tíminn - 22.01.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.01.1966, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUUR 22. janúar 1966 7 TÍMINN PÁLL ÁRNASON frá Ártúni Hinn 22. desember sl. var til moldar borinn Páll Árnason, fyrrum kennari og bóndi frá Ár- túni við Hofsós. Hann andaðist á sjúkrahúsi Sauðárkróks eftir stutta legu þar, 86 ára að aldri. Páll var fæddur á Heiðreksstðð- um í Svarfaðardal, 9. júlí 1879, en fluttist ungur með foreldrum sínum, Önnu Sigríði Bjarnadóttur og Áma Runólfssyni, að Atla- stöðum í sömu sveit og ólst þar Épp. Vorið 1902 lauk hann prófi frá Möðruvallaskóla og fluttist þá vestur í Skagafjörð og gerðist kennari og jarðabótamaður i Hóla- og Viðvíkurhreppum. Árið 1907 fer Páll til Ólafsfjarðar og sezt að á Kvíabekk, og er þar bóndi og kennari í 3 ár, eða til 1910, er hann kemur aftur í Skagafjörð og sezt nú að í Hofs- ósi um sinn, en flyzt að Ártúni við Hofsós árið 1916 og stundar þar jöfnum höndum barna- kennslu og búskap í 30 ár. Þegar Páll byrjar störf sín hér, skömmu eftir aldamót er eins og gefur að skilja við marga erfiðleika að etja, bæði á sviði búskapar og uppfræðslu barna Hann sér því fljótt, hvers var þörf til úrbóta á þeim sviðum sem öðr- uni og gerðist því þátttakandi og stofnandi að ýmsum félögum, sem þá voru að hefja göngu sína. Jafnframt því að vera kennari, og bóndi í 44 ár, var hann kjöt- matsmaður í 15 ár, og ullarmats; maður og vigtarmaður í 25 ár. f sáttanefnd var hann í 25 ár og í sóknarnefnd í 10 ár. Að málefn- um kaupfélagsins starfaði hann um 25 ára skeið, ýmist í stjórn þess eða sem endurskoðandi reikn inga. f hreppsnefnd Hofshrepþs var Páll í 12 ár, þar af oddviti í 6 ár. Upptalning þessi er langt frá því að vera tæmandi, þótt hér verði látið staðar numið. Hiin sýnir þó glöggt, hverjum mann- kostum Páll var búinn, og að sveitungar hans og samstarfs menn treystu honum fyrir rnarg- háttuðum og vandasömum trún aðarstörfum. Öll þessi störf leysti Páll af hendi með mesta sóma, þannig að á betra varð ekki kos- ið-, Árið 1904 giftist Páll Halldóru Jóhannsdóttur, ljósmóður, ættaðri úr Hofshreppi, hinni mestu dugn- aðar- og ágætiskonu. Þeim hjón- um varð fjögurra barna auðið og komust þrjár dætur þeirra til full- orðinsára, Unnur húsfreyja í Vestmannaeyjum, Anna ljósmóðir í Vestmannaeyjum og Pála hús- freyja og kennari á Hofsósi. Konu sína missti Páll árið 1957. Síðustu 20 árin dvaldi hann hjá Pálu dótt- ur sinni og manni hennar, Þor- steini Hjálmarssyni, símstjóra. Páll hafði mikinn áhuga fyrir öllu því, er til hagsbóta horfði fyrir sveitunga sína og samferða- menn, og munu því margir hafa leitað hollráða hjá honum. Dag- farsprúður var hann og hið mesta prúðmenni í allri framgöngu. Ekki fór hann dult með skoðanir sínar á málefnum þeim, sem á dagskrá voru hverju sinni og fram til hins síðasta fylgdist hann vel með öllu, sem fram fór. Störf þau, er hann hafði svo mörg ár á hendi fyrir sveit sína, hafa nú dreifst á margra manna hendur og mættu þeir, sem þau vilja vel leysa, taka hann sér til fyrirmyndar. Starfinu o'g stríðinu er nú lokið. Ég vil af heilum hug þakka þér að leiðar- Iokum fyrir allt það, sem þú hef- ur gert fyrir sveit þína, og sér í lagi fyrir þína miklu og tryggu vináttu um árabil. Níels Hermannsson. SigríSur Þorsteinsdóttir frá Víðivöllum Hlnn 5. nóv. sl. lézt að , elli- heimilinu Grund, eftir 5 mánaða dvöl þar. Sigríður Þorsteinsdóttir frá Víðivölium fremri í Fljótsdal. Hún var fædd á Akranesi 12. febrúar 1675. Foreldrar hennar voru María Bóthildur Jakob- ína Pétursdóttir Maack og Þor- steinn Guðmundsson. Tíu ára göm ul fluttist Sigríður vestur á ísa- fjörð til Theodóru og Skúla Thor oddsen. Þar dvaldist hún til 16 ára aldurs, en fór þá austur á Fljótsdalshérað til sr. Sigurðar Gunnarssonar á Valþjófsstað og frú Soffíu Einarsdóttur, sem var vinkona Maríu móður Sigríðar. Eftir að hafa stundað nám í Kvennaskólanum í Reykjavík, gift ist hún árið 1902 Sigurði Brynj- ólfssyni á Brekku í Fljótsdal, orð lögðum mannkostamanni. Ekki naut hún samvista hans lengi, því að eftir árs sambúð andaðist hann og var einkadóttirin skírð við kistu hans. Næstu árin bjó Sigríður með tengdaföður sínum á Víðivöllum fremri. Árið 1912 gift- ist Sigríður öðru sinni Tryggva Ólafssyni kennara, hinum mæt- asta manni. Með honum bjó Sigríður á Víðivöllum, ágætu vel- hirtu búi til ársins 1930. En þá fluttust þau til Reykjavíkur, mest vegna vanheilsu Sigríðar, sem þá var búin að vera sjúklingur um nokkurrra ára bil og var ekki sjá- anlegt annað en hÚD þyrfti að dvelja undir læknishendi og á sjúkrahúsi sem og varð næstu ár- in. Öll þessi erfiðu sjúkdóms- ár naut hún aðstoðar og um- hyggju dóttur sinnar, sem entist henni til æviloka. Þó að Sigríður sigraði að lokum sjúkdóm þann, — kí&sí íiflno um miShik ævinnar varð hún aldrei heilsusterk eftir þetta. Fyrstu ár þeirra Sigríðar og Tryggva í Reykjavík, um og eftir 1930, urðu engin veltiár, enda urðu þau aldrei rík af veraldar- auði. En heimili þeirra bar jafnan vott um smekkvísi húsfreyju og framúrskarandi þrifnað. Og þar nutu margir Austfirðingar oaina og margvíslegra greiða, sem allt var veitt af ríkidæmi njartans. Tryggvi stundaði ýmsa vinnu, eft- ir að hann fluttist til Reykjavíkur lengst af vann hann við afgreiðslu og skrifstofustörf hjá KRON og þótti í hvívetna góður og traust- ur starfsmaður. Tryggvi andaðist 1947 eftir skammvinna en erfiða sjúkdóms legu. Hélt Sigríður þá enn heim- ili um nokkurt skeið með til- styrk vinkonu sinnar, Sæbjargar Sigurðardóttur, ættaðri austan af Fljótsdalshéraði. Börn Sigríðar af fyrra hjóna- bandi eru: Sigríður SÍgurveig, gift Jóni Sigurðssyni. verzlunarmanni í Borgarnesi. Af síðara hjóna- bandi: Ólafur, lækfiir í Reykja- vík, kvæntur Önnu Lúðvíksdóttur, tvíburarnir Sigurður, kaupmaður á Hvammstanga, tvíkvæntur,fyrri kona Kristín Guðmundsdóttir, síð ari kona Ásdís Pálsdóttir, og Gunnar, sem var vanheill og dó um tvítugt. Auk þes ólu þau upp frá 8 ára aldri, bróðurdóttur Tryggva, Sigurveigu Guðmunds- dóttur. Hún er nú búsett í Höfn í Hornafirði og gift Baldvini Þorsteinssyni. Seinustu árin dvaldist Sigríð- ur mest á heimilum barna sinna einkum hjá Sigríði í Borgarnesi. Sigríður Þorsteinsdóttir var fríð sýnum, og höfðingleg í fasi, bros- ið var milt og lýsti upp andlitið. Hún var skapstór kona, hreinlynd og vinföst. slúður og lastmælgi náði ekki eyrum hennar. Sjúkir menn og þeir, sem halloka fóru í lífinu, áttu líka samúð hennar. Okkur viniim sínum, sem í fjar- lægð voru, skrifaði hún löng og góð bréf, þrungin hlýju og fyrirbænum. Síðustu jólin, sem hún lifði, skrifaði hún á jólakort- in sín sem áður. Ég vil með þessum fátæklegu línum votta Sigríði þakkir mínar fyrir móðurlega umhyggju, sem ég ung naut á heimili hennar og margra ára sanna vináttu. Ég mun ætíð minnast hennar sem heiðurskonu. S.Á.S. BÆNDUr K N Z saltsteinninn er nauSsynlegur búfé yð- ar. Fæst i kaupfélögum um land allt. Jdhannes Jónsson Tyrfingsstöðum Síðustu tónar kvöldsins hljóðn- uðu kl. 12. Hálfri stundu síðar ert þú liðið lík. Svo óvænt og vægðarlaust spinna forlögin þráð inn um lokadóm þann, sem eng inn skilur, og engiqn flýr, en all ir hljóta. Mér hefur sjaldan brugðið meir við lát nokkurs manns. Skil ég það vart — og skil þó. Fyrir meir en aldarfjórðungi hófust kynni okkar. Við vorum jafnaldrar — þú fjórum dögum yngri. Kynni okkar og samstarf var margvíslegt en þó einkum vígt þrem megin þáttum. í karlakór- um, í ungmennafélagi sveitarinn ar og í ýmis konar ferðalögum og mannfagnaði. Ég get efcki hugsað mér ánægjulegri né ágætari starfs félaga á þessum sviðuim. Það var þirin lifandi áhugi, glaðværðin og söngurinn, sem alla vaKti. Þú varst aldrei hálfur — ætíð heill í starfi. Allir þeir, sem með þér störfuðu innan þessara félaga hér, meta og minnast framlags þíns til þeirra. Þó mun það efalaust verða þín geislandi sönggleði og glampandi rödd, sem dýpstu spor in grópa í vitund okkar. Jóhannes fæddist að Bólu í Blönduhlíð þann 6. janúar 1923. Ólst upp í Norðurárdal í faðmi móður og fagurra fjalla. Kynnt ist snemima Krókárdal og Kleifum. Þekkti hverja laut og þúfu þar innra. Byrjaði ungur að spila á eigin spýtur og vann hin marg- breytilegu störf en jafnan í Akrahreppi. Hafnaði þó um skeið í Reykjavík. En sveitin seiddi hann á ný í arma sína. Ætt- byggðin nyrðra sigraði í tafli verkefnanna. f skaut heimahaga hlaut að finnast autt rúm fyrir einn son, sem glatast hafði um sinn. Sú varð og raunin á. Fyrir rösku ári gekk hann að eiga heitmey sína Kristínu Jóhanns- dóttur frá Tyrfingsstöðum á Kjálka og þar var starfið hafið í trú á móður mold og f von um farsæld í fraimtíð í sambúð með ágætri eiginkonu. Jóhannes háði sína lífsbaráttu að ýmsu leyti við erfiðar ytri að- stæður. En hann hafði kjark og manndóm til þess að taka því, sem að höndum bar hverju sinni. Hann var óvenju vel félagslega sinnaður maður og beinlínis þráði samstarf manna, bæði í leik og jsfarfi. Hann var trúr í raun og bóngóður. Vinmargur og vinhlýr. Frá honu-m geislaði lífsfjör og lífs kraftur. Hann var hrókur alls fagnaðar og í söng var hann seg ullinn, sem alla dró að sér. En hann þráði frelsið — frelsi söngs og góðhests og naut sín oft bezt óbeizlaður úti á víðum völlum ís- lenzkrar náttúru. »Hamingjusól ungu hjónanna var risin. Framundan voru dýrðlegir dagar. — En þá kom kallið — og það kom of fljótt. Og því slær nú þögn á okkur ÖU, sem þekkt- um hann vel en eftir stöndum og varðveitum minningu látins vinar. Fortíð manna skipti jafnan miklu en framtíð þeirra, sem ungir eru sker úr um lífsstarfið. Ég veit að þú Jói minn, við hlið þinn ar upgu konu, horfðir brosándi móti því, sem koma skyldi. Þið bjuggrið ykkur hreiður eiins og söngfuglar vorsins í sveitinhi, sem þið elsfcuðuð bæði. Ég bið Guð að styrkja þið Stína, aldraða for- eldra þína og tengdamóður, svo og aðra venzlamenn og viniX Síðasta lagið okkar áður en þú lézt var „Kveðja“. Það gat verið óðurinn ofckar til þín. En ég endurtek þann óð hér í nafni allra Feykisfélaganna. Ég persónu lega flyt þér nú, mínar hinztu þakkir og kveðjur fvrir óteljandi óskastundir og ógleymanlegt sam starf, Ég veit, að hvenær. sem tveir eða fleiri samtíðarmenn þín ir hér í sveit boma saman til söngs þá verður þín ætíð minnst — í þögn. — Vertu sæll vinur. Konráð Gíslason. Þorrablót í Kópavogi Þorrablót Framsóknarfélaganna í Kópavogi verð- ur haldið laugardaginn 22. janúar í Félagsheimili Kópavogs, efri sal. Skemmtiatriði: 1. Gamanþáttur Jóns Sigurðssonar og Bjargar Ingadóttur. 2. Danspar, Gissur og Rasmína. 3. Ríótríó leikur. 4. Dans. Aðgöngumiða má panta í símum 41131 og 41712, 12504 og 40656. Skemmtinefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.