Vísir - 23.03.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 23.03.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 23. marz, 1974 vísntsm: Eruð þér búin(n) að ákveöa, hvert þér ætliö i sumarfri? Iðunn óskarsdóttir, húsmóðir: — Nei, en ætli ég fari ekki eitthvað vestur. Ég bjó á tsafirði i tvö ár og þekki marga þar. Þetta er heilmikið fyrirtæki fyrir fjöl- skyldu að fara i sumarfri, þvi börnin verður að taka með, auðvitað. Kristbjörn Guðlaugsson, lögregluþjónn: — Nei. Liklega fæ ég friið i júli. Ætli það verði ekki vinna, sem situr i fyrirrúmi i friinu. LESENDUR HAFA ORÐIÐ mim ii'MifflHHa—« Lögregluþjónar á slysstað Bjarki Eliasson yfirlögreglu- þjónn vili gera athugasemdir við lescndabréf, sem birtist i biaðinu 14. marz: — t orðsendingu þessa fólks kemur ýmislegt fram, sem bendir til vanþekkingar á störfum og menntun lögregluþjóna. Þau ræða um slys, sem varð á Laugaveginum. Þeim fannst harkalega tekið á slösuðum öku- manni, sem þurfti að taka úr úr bil. En það er nú svo, að oft sýnist fólki ástandið sýnu alvarlegra en það i raun og veru er. Ég þekki sjálfur ekki til allra atburða þarna. Samt gæti ég látið mér detta i hug, að ef taka hefur þurft harkalega á hinum slasaða manni, þá gæti það t.d. verið vegna þess að hann væri þungur eða erfitt að ná hentugum tökum á honum i fyrstu. En allir lögregluþjónar fá til- sögn i fyrstu hjálp á slysstað. Fyrsta námskeiðið, sem þeir fá, er i Lögregluskólanum. Þeir fá mjög ýtarlegt námskeið á öðru ári sinu i skólanum. Þessari kunnáttu er svo haldið reglulega við. Það eiga þvi allir lög- regluþjónar að vera færir um að veita fyrstu hjálp á slysstað. Það er aftur á móti staðreynd, að fólki finnst hlutirnir ganga hægt fyrir sig, þegar slys verða. Þvi finnst sjúkrabill ekki bifast. fyrr en eftir heíla eilifð. Meðhöndlun á slösuðum er mjög vandasöm, en ég get ekki annað sagt en að okkar lögregluþjónar eru fullfærir um að standa sig vel við slikt. t || | ..... ........... < Á slysstað Marf.folk að LauKavrRi líí ökumaður annar* blltins var tlmaöi: tektnn úr bll sfnum af lógreglu- ..Það varð írekttur og *ly* mönnum. sem komu a staðinn. hér a Laugavcginum. rélt fyrir Við crum að vl*u ekki sérfræð- framan tjénvarpiö, 1 slöustu ingar I aðhlynmngu tlasaðra, cn viku,- rélt elnu sinni Vitanlega *vo mikið er vlst, að lögreglu- var þclta a gangbrautinni. það mennirnir, sem þarna komu að. er eln* og ökumenn aetli *einl að eru það grelnllega ekki heldur. Irra að *lööva ökutæki *ln, svoharkalega fann*t okkurtek- AÐL'R cn þeir aka yfir *ebra- lð a manninum, þcgar hann var stríkin og þa vamtanlega þd. dreginn ut Ur blinum semkunnaaöveraaðganga þar V*ri ékki rdö. a6 lögreglu yfir götuna menn fengju tllsðgn I fyrtlu NO. en það. sem vakli úhugn hjilpá slysstað, eöa eiga þeir að að okkar. var það, hvornig rflða yfir sllkri kunnúttu?'' ÁTROÐNINGUR KRAKKA Á BERNHÖFTSTORFUNNI Jóhanna Guðmundsdóttir, starfar við innheimtu: —Ég er búin að taka sumarfriið mitt fyrir þetta ár. Ég fór til Kanarieyja. Það er mjög gott að fá svona fri i miðju skammdeginu. En ætli ég fái ekki eitthvert stutt fri, t.d. viku, i sumar. Sigurður ólafsson, nemandi: — Ég verð staddur i Sviþjóð i sumar, þar sem ég er að læra. Reyndar ekki við lærdóm, heldur sundæfingar. Ég fer einnig til Frakklands til að æfa sund og keppa. Það mætti kalla þetta sumarfriið mitt. En ætli ég komi ekki hingað heim i júli. Ilalldór KrÍ6tinsson, sölumaður hjá Ctsýn: —Ég ætla að vera hér á íslandi, það er ljóst. Við sem vinnum á ferðaskrifstofum komumst ekki langt yfir háanna- timann. En úr þvi minnzt er á súmarfri, þá vil ég endilega skora á fólk að panta sér utanlands- feröir sem fyrst. Lilja Jónsdóttir, húsmóðir: — Nei, ég er ekki farin að hugsa svo langt. Ekki fer ég til útlanda, þvi ég hef verið það lengi þar. Kannski ferðast ég um sveitirnar i sumar. Ititstjóri góður! Ef ég mætti kveða mér hljóðs, vildi ég koma á framfæri eftirfar- andi: Ég hnaut um greinarstúf á baksiðu blaðsins 19. þ.m. og þó öllu frekar tilvitnuð ummæli varðstjóra lögreglunnar á Árbæjarlögreglustöðinni: „Fólk horfir kannski á unglingana skemma og brjóta, en gerir samt ekkert i þvi að stugga við þeim eða tilkynna þaö lögreglunni. En einmitt slikt væri áhrifarikast”. Svo mörg voru þau orð. Það vill nú þannig til, að ég bý rétt við hið umrædda simaskýli og fylgist talsvert með þvi, sem þar gerist, sem óneitanlega er oft á tiðum hörmulegt upp á að horfa. En er von til þess, að hinn óbreytti vegfarandi skipti sér af framferði og umgengni bæði ungra og gamalla við almanna- eigur, þegar lögregluþjónarnir, sem maður ætiar að séu til þess ráðnir m.a., ganga fram hjá án þess að skakka leikinn? En slikt hefi ég séð oftar en einu sinni á Grandvar skrifar: Formaður Alþýðuflokksins héfur sennilega ekki talið flokk sinn tilbúinn i kosningaslaginn fyrst um sinn, enda sennilega ekki um mikið fylgi að ræða þessa dagana. Þó má telja fullvist, að eftir svik Alþýðuflokksins við launþega i landinu með þvi að gefa 4% söluskattshækkun at- kvæði, eigi Alþýðuflokkurinn eftir að missa þá fáu stuðningsmenn, sem hann átti eftir. Mun þetta koma glögglega fram i næstu kosningum (ef þær þá verða nokk urn timann), og mun þar ekki duga til samruni við litla flokks- brotið „frjálslyndir/hverflynd- ir”, eða hvað þau nú heita sam- tökin, sem Alþýðuflokkurinn hefur heitið eiginorði. Almennir launþegar eru flestir þessum stað og reyndar fleirum. Það hefir verið mikil ásókn krakka og unglinga i hin auðu hús Bernhöftstorfunnar marg- umræddu, einkum land- læknishúsið gamla, en þar hefir verið kveikt i tvivegis, sem kunnugt er, með skömmu milli- bili. Sömuleiðis hefir athygli ungmennanna beinst að Gimli, einkum eftir að Ferðaskrifstofa rikisins flutti þaðan, klifur upp um þök og tilraunir til að komast inn i húsið er daglegt brauð. Við, sem búum þarna i nánd, höfum reynt að stugga við þessum krökkum, með misjöfnum árangri en ómældum austri ókvæðisorða og skitkasti. Við gerðum það lika i fyrstu að láta lögregluna vita um þetta, en undirtektir voru slikar að ég held að nú orðið detti engum hverfis- búa i hug að ómaka sig til sliks Ég segi ekki, að maður horfði af- skiptalaust á, að kveikt væri i, en svona allt að þvi. Annars er það furðulegt, hve afskiptalausir lögregluþjónar sammála um, að siöustu kjara- samningar voru óheillasamning- ar með öllum þeim fylgikvillum og launráðum, sem þeim fylgdu. Þess vegna var það hagsmunamál almennings, að öll þau mál, sem áttu eftir að hljóta staðfestingu á Alþingi vegna þeirra, hefðu verið kolfelld. Á þetta treysti almenningur og vænti til þess stuðnings bæði þingmanna Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, þeirra er enn sitja á Alþingi. — En Alþýðuflokkurinn brást, eins og honum var reyndar trúandi til, þvi „kratar eru ávallt ratar”, vei sé þeim hræsnurum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stóðu við það, sem þeir höfðu sagt, og eftir þvi var tekið viðar en innan þeirra ráða og mun koma þeim til góða, þegar, og ef... af kosningum verður hér yfirleitt. virðast vera gagnvart brotum á lögreglusamþykktinni. Engu er likara, oft á tiðum, en að lög- regluþjónn, sem er á götunni, sinni engu nema þá einhverju sérstöku, sem hann hefir gagn- gert verið sendur til athugunar á, ónæmur fyrir öllu öðru, rétt eins og hvert annað vélmenni. Það er til dæmis furðulegt að sjá bifreiðar við stöðumæla, með sektarmiða, en allar gangstéttar i kring fullar af bifreiðum, án þess nokkur athugasemd sé við það gerð. Ég hefi oftar en einu sinni norft á það, ei gangstéttirnar (hornin) hér við gatnamót Amt- mannstigs og Lækjargötu hafa verið svo þéttsetnar bifreiðum, að vegfarandur hafa neyðzt til að krækja út á akbrautirnar til að komast leiðar sinnar, að lög- regluþjónar hafa lagt þessa lykkju á leið sina, án þess svo mikið sem að staldra við, hvað þá að gera við það skriflega athuga- semd. Annars eru nú þessir blessaðir stöðumælaverðir kapituli út af fyrir sig. Þessir blessaðir vesal- ingar ráfa eins og svefngenglar eftir götunni i einhverju sinnu- leysi, að þvi er virðist. Af hverju er verið að auðkenna þessa blessaða menn? Er ekki mannúðlegra að lofa þeim bara að ráfa óeinkennisklæddir um göturnar? Þeir mundu þáhverfai fjöldann án þess að vekja athygli meðborgaranna á aðgerðarleysi sinu. Ég hefi stöku sinnum, á veg- ferð minni, gert mér til gamans athugun á þvi, hve mörgum bif- reiðum við stöðumæla, sem ógreitt var i, einn slikur vörður gæti gengið fram hjá, án þess að gera við það nokkra athugasemd. Hæst hefi ég komist i 17 bifreiðar við sömu götu, en oft milli 10 og 15. Einhver segir nú máske, að þetta sé smámunasemi, ekki sé ástæða til að ganga svo hart eftir þessu. Ég sé hreint ekki eftir krónun- um. sem ekki innheimtast. Mér stæði algjörlega á sama, þótt ekki væri einn einasti stöðumælir. Hitt tel ég alveg fráleitt að hrúga upp reglum og boðum til þess eins að sniðganga það. Það leiðir einungis af sér algjört virðingar- leysi fyrir öllu sliku og endar með hreinu öngþveiti i bæjarlifinu. H.E. Obrjótandi glerið malað r' ■ÍðB I UngfingarniV skemma, og mélinu smœrra þeir fullorðnu Jófa afskipta- maluft mélinu er alvetf íurftulegl hvaft I íólk leggur á sig til aft skcnnna slmaklefana. Kn mér fínnst þó ■ ganga út ytir allt, þcgar óbrjót- |OUST oJíel,.“ saKfti. varftoHrt,:.... 1 Verðhœkkanir afurðarvara Eftir siðustu hækkun á heilmörgum vörum, hcf ég grun um, þeir fari að auglýsa afurðarvörur með afborgunum. Ben. Ax. Alþýðuflokkur- inn svíkur sína

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.