Vísir - 23.03.1974, Page 3

Vísir - 23.03.1974, Page 3
Visir. Laugardagur 23. marz, 1974 3 Hvað segja forustumenn- irnir um samningsdrögin? „Þessi samkomulagsgrund- völlur er I tveim meginatriðum. í fyrsta lagi að varnarliðið fari f áföngum á tveim árum og i öðru lagi að Atlantshafsbanda- lagi'nu verði séð fyrir aðstöðu hér til að það geti haldið áfram eftirliti sinu héðan”. Þetta sagði Einar Agústsson utanrikisráðherra i viðtali við Visi að loknum fundi i utan- rikismálanefnd Alþingis i gær. En þar voru þau samningsdrög, sem rikisstjórnin hefur samþykkt i varnarmálum, kynnt fyrir nefndarmönnum. (Sjá frásögn um samnings- drögin á forsiðu) Einar Ágústsson sagði, að þessi mál yrðu að lokum lögð fyrir Alþingi til afgreiðslu Spurður hvorthann teldi, að þau yrðu samþykkt þar, sagðist hann vona það og sér væri ekki kunnugt um neina stjórnarþing- menn, sem væru á móti til- lögunum. Einar Ágústsson: Verður að lokum lagt fyrir Alþingi Geir H a 11 g r i m s s o n : Ófullnægjandi og ábyrgðarlaust Geir Hallgrímsson „Við teljum, að drög þau að umræðugrundvelli um endur- skoðun varnarsamnings íslands og Bandarikjanna, sem rikisstjórnin hefur samþykkt, séu allsendis ófullnægjandi og ábyrgðarlaus”, sagði Geir Hall- grlmsson, þegar Visir leitaði- álits hans að loknum fundi utan- rikisnefndar Alþingis i gær. A fundinum lagði Geir fram bókun fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, þar sem umræðugrundvellinum er mótmælt. 1 bókuninni segir, að fyrir- komulagið, sem umræðugrund- völlurinn gerir ráð fyrir, tryggi engan veginn öryggi Islands. Varnir landsins verði engar og ekki verði unnt að fylgjast með þvi, hverjir fara um næsta ná- grenni þess. Þá taki tsland ekki lengur þátt i eftirlits- og friðar- gæzluhlutverki NATO, sem tryggt hefur frið i okkar heims- hluta um nær 30 ára skeið. „Við sjálfstæðismenn gagn- rýnum einnig alla málsmeð- ferðina”, sagði Geir Hallgrims- son. „Ekki var kosið um varnar- og öryggismálin i siðustu kosn- ingum, og nú sýnist rikisstjórn- in ætla að taka örlagarikar á- kvarðanir, þegar liður að lokum kjörtimabils. En full ástæða er til að ætla, að ekki sé þingfylgi fyrir tillögum rikisstjórnarinn- ar. Þá hafa 55.522 tslendingar, eða meirihluti þeirra, sem greiddu atkvæði i siðustu kosn- ingum, beint áskorun til Alþing- is og rikisstjórnar, sem er and- stæð tillögum stjórnarinnar”. Geir sagði, að sjálfstæðis- menn teldu eðlilegt, að meira samráð hefði verið haft við NATO, nágrannariki og gagn- aðilann, þótt Islendingar hefðu að sjálfsögðu siðasta orðið. Hann sagðist að lokum hafa lagt fram til bókunar þá sjö punkta, sem hann hefur kynnt sem á- kjósanlega stefnu i öryggismál- unum. Magnús Kjartansson ,,Ég tel þetta mjög mikils- verðan atburð og nú er náð þeim áfanga, sem lofað var I málefnasamningi rikis- stjórnarinnar, það er að stefnt skyldi að brottför hersins á kjörtimabilinu”, sagði Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra. Gylfi Þ. Gtslason: Meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu. „Að visu féllumst við Alþýðu- bandalagsmenn á, til sam- komulags, að brottför hersins drægist eitt ár fram yfir lok kjörtimabilsins, en við þvi mátti alltaf búast, þar sem ekki náðist skilyrðislaus ákvörðun um brottför hersins við upphaf stjórnarsamstarfs núverandi stjórnarflokka. Magnús benti einnig á, að Alþýðubandalagið hefði orðið að sætta sig við, að ekki skyldi stefnt að úrsögn úr Atlantshafs- bandalaginu — sem væri þó eitt af stefnumálum þess. Þó hefði verið ákveðið, að aðildin yrði bundin skilyrðinu frá 1949 um að hér væri ekki her á friðartimum. Aðspurður vegna yfirlýsingar Jóns Skaptasonar, alþingis- Magnús Kjartansson: Anægju- legur áfangi i uppfyllingu mál- efnasamningsins manns Framsóknarflokksins um að hann væri ekki sam- þykkur þessum samnings- drögum, sagði, -iðnaðarráð- herra: „Allir þingmenn stjórnar- flokkanna gengust undir það við upphaf stjórnarsamstarfsins að fylgja málefnasamningnum. Ég trúi þvi ekki og hef ekki neina ástæðu til að ætla að neinn þing- maður bregðist þvtheiti og tel það raunar drengskaparskyldu þeirra að standa við þau fyrir- heit, sem þeir gáfu þá”. Gylfi Þ. Gíslason „Ég harma það mjög, að rikisstjórnin skuli hafa orðið sammála um þau sjónarmið, sem móta umræðugrundvöll- inn”, sagði Gylfi Þ. Gislason formaður Alþýðuflokksins. Hann sagði, að i_peim væri hvorki,ga?tt öryggis tslendinga sjálfra éða nágrannaþjóða okkar. , ** „Ég er sannfærður um, að mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti þessum tillögum”, sagði Gylfi ennfremur. „Eitt er þó merkilegt i þessum tillögum rikisstjórnar- innar, að ekki er gert ráð fyrir uppsögn varnarsamningsins, heldur verði gerður nýr samningur á grundvelli hans. Þetta er meira en trúað hefði verið að ráðherrar Alþýðú- bandalagsins mundu sam- þykkja að óreyndu. Varnarsamningurinn gildir þvi áfram, þótt það sé sett á blað, að varnarliðið fari, en úr þvi verður vafalaust ekki”. ÓG/BB Varnarmóladeild lögð niður — málefni Keflavíkurflugvallar falin öðrum ráðuneytum Þjóðhðtiðarnefnd Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu hefur látið gera sérstakt héraðsmerki I tilefni þjóðhátiðarinnar, sem notað verður við ýmis tækifæri. Merkið táknar siglingu Helga magra inn Eyjafjörð. Kornaxið á skildinum táknar Akureyri. Fjallið Súlur eru tákn Eyja- fjarðarsýslu. Seglið, stafsegl, táknar 1100 ár frá upphafi byggðar á islandi. ÞJÓÐ- HÁTÍÐ í KJARNA- SKÓGI! - Þjóðhátíðarnefnd Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu undirbýr hátíð 20. - 21. júlí Þeir á Akureyri og i Eyja- fjarðarsýslu hafð nú ákveðið, að aðalþjóðhátiðarhald þeirra fari fram i Kjarnaskógi helgina 20-21. júli I sumar, eða einni viku áður en landshátiðin verður að Þing- völlum. Er unnið að undirbúningi af fullum krafti. Skógræktarmenn lögðust ekki gegn þvi, að hátiðin yrði haldin á skógræktarsvæðinu i Kjarna- landi, en það er alveg við Akur- eyri og i eigu bæjarins. Hefur bæjarstjórn samþykkt aðleggja i nauðsynlegan kostnað við frágang á skógræktarsvæðinu sem fólkvangi, svo unnt verði að halda hátiðina þar. A fjárhags- áætlun þessa árs voru áætlaðar 7 milljónir til framkvæmda á svæðinu. Þjóðhátiðarnefndir Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu hafa látið gera sérstakt héraðsmerki I tilefni þjóðhátiðarinnar. Verður það m.a. notað á sérstaka þjóð- hátiðarfána, en einnig ýmsa minjagripi, sem ýmist er þegar búið að gera eða unnið er að framleiðslu á. Um svipað leyti og aðalhátiðin verður er reiknað með þvi, að ýmsar listsýningar hefjist á Akureyri og e.t.v. viðar um héraðið. Einnig hefur verið rætt um sýningar frá atvinnulifinu, en enn er ekkert ákveðið i þeim efnum. Nefndarmenn hafa mikinn áhuga á, að almenningur noti þjóðhátiðarárið til gagngerrar hreingerningar og útlitsfegrunar eigna sinna, svo og að hvetja til fegrunar landsins. Þá hafa þeir stungið upp á að almenningur komi upp fánastöngum við hús sin og að islenzki fáninn verði meira notaður en gert hefur verið. —EA/AE ,,Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að málefni Keflavikurvallar verði meðhöndluð eins og mál annarra svæða á íslandi,” sagði Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra i viðtali við Visi i gærkvöldi. verði þeirri skipan, sem hingað til hefur gilt, að öll málefni Keflavikurflugvallarsvæðisins heyri undir varnarmáladeild ut- anrikisráðuneytisins, en ekki undir viðkomandi ráðuneyti, sem fara með hina ýmsu mála- flokka,” sagði Magnús Kjárt- ansson ennfremur. Þá mundu til dæmis sam- göngumál á Keflavikurvelli heyra undir samgönguráðu- neytið og iðnaðarmál undir iön- aðarráðuneytið. — ÓG „Það er að segja, að hætt Keflavíkursjónvarpinu lokað á miðju nœsta árí — ákvörðun ríkisstjórnarinnar — takmarkast við völlinn strax Keflavikursjónvarpinu verð- ur algjörlega lokað á miðju næsta sumri, þegar hclmingur bandarisku hermannanna verð- ur farinn — ef fer eftir þeim samkomulagsdrögum, sem rikisstjórnin ætlar að leggja fyrir Bandarikjastjórn. „Kikisstjórnin tók þessa á- kvörðun jafnhliða sfðustu á- kvörðunum i varnarntálum og ákvað þá einnig, aö sjónvarpið verði strax algjörlega takmark- að viö Keflavlkurflugvöll," sagði Magnús Kjartansson. iðn- aðarráöherra i viðtali við Visi i gærkvöldi. —ÓG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.