Vísir - 23.03.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 23.03.1974, Blaðsíða 16
16 Visir. Laugardagur 23. marz, 1974 | í DAG | í KVÖLD | í DAB | í KVÖLD | í DAG Sjónvarp, laugardag, klukkan 22.00: Ást við fyrstu sýn „Ast viö fyrstu sýn”kalla þeir hjá sjónvarpinu Hollywood- myndina, sem þeirsýna i kvöld. Hún heitir reyndar „The Picn- ic” á ameriskunni, eöa „Skemmtiferðin”, og segir þar frá pilti einum, sem kemur að- fluttur til smábæjar. Þar vekur hann almenna aðdáun manna, en einkum þó kvenna. Og strákur hlýtur að una sér vel við athygli kvenpeningsins i þorpinu, þvi leikkonurnar, sem William Holden fær á móti sér, eru ekki af lakara tagi, hvar sem á þær er litið. Kim Novak leikur eitt aöalkvenhlutverkið en sú gamla Rosalind Russell hitt. Myndin var gerð árið 1955, og var Joshua Logan leikstjóri — og meira vitum við raunar ekki um væntanlega kvöldskemmtun — en þar sem likur eru á, að þeim fari að fækka myndunum, sem Rosalind Russell lék i og enn fást sýndar, þá er rétt að rifja upp minningar pabba og mömmu og afa og ömmu um þessa frægu leikkonu. Hún fæddist 1912 i New York og nam leiklist þar. Eins og fleiri ameriskir leik- arar brauzt hún á framavegi lengi vel með þvi að leika i revi- um og ferðaleikhúsum, þar til þeir i Hollywood „uppgötvuðu” fegurð hennar og hæfileika. Segir sagan, að þeir hjá Uni- versal kvikmyndafyrirtækinu hafi orðið að borga farmiða Rosalind Russell til kvikmynda- borgarinnar, svo þeir gætu komið sinum fégirugu krumlum nærri henni. Og siðan, þegar til Hollywood kom, tók við langvarandi film- stjörnuferill, og hún lék i hverri myndinni á fætur annarri allt fram til okkar tima, þvi þjóð- sagan segir, að Rosalind Russ- ell ætli sér að bitast og berjast um i kvikmyndaiðnaðinum, þar til þeir skenki henni Óskars- verðlaun, en þau hefur hún enn ekki hlotið. Siðasta myndin, sem við höfð- um spurnir af, að Russell léki i, var gerð 1970 og heitir „The Un- exspected Mrs. Pollifax”. En i kvöld er það „Picnic” eða „Ást við fyrstu sýn”, eins og hún kallast hér og nú, en i þeirri mynd leikur Rosalind Russell gamla, pipraða frænku — vænt- anlega frænku Kim Novak. —GG Sjónvarp, laugardag, klukkan 20.50: BÍÓ, HÚS OG MÁLVERK Vaka— listaþáttur sjónvarps- ins — er á dagskrá i kvöld. Andrés Indriðason dagskrár- maður fræddi okkur á innihaldi þáttarins i kvöld: Þ'eir Erlendur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson fjalla i sameiningu um franskar myndir, sem sýndar verða á franskri kvikmyndaviku i Háskólabiói á næstunni. Sýnd verða atriði úr tveimur þessara mynda. Guðrún Jónsdóttir arkitekt ætlar að fjalla um breytingar á húsum og samræmi i þeim. Munu verða sýnd dæmi um hús i Reykjavik, sem breytt hefur verið með viðbyggingum og sýnt fram á samræmi eða ósamræmi ólafur Kvaranmun fjalla um tvær málverkasýningar, sem nú eru að Kjarvalsstöðum. Þeir sýna þar málararnir Veturliði Gunnarsson og Hafsteinn Aust- mann. Munu málararnir sjálfir fjalla um verk sin og viðhorf. Vaka stendur i fjörutiu minútur i kvöld —GG • Guðinundur Daníelsson eins og. tciknarinn sýnir hann á mynd, er birtist I nýjustu bók rithöfundarins, ..Vefarar ‘ keisarans” — sú bók fjaliarV um kúnstugt málaþras f Guömundar vegna húsbygg- 1 ingar og blabstjórnarmála. \ Útvarp, laugardag, klukkan 19.40: „Víso Hadríans..." og saga Guðmundar „Visa Hadrians keisara” heitir smásaga eftir Guðmund Danielsson rithöfund, sem Ið- unn, dóttir höfundarins, les i út- varpið i kvöld. Söguna skrifaði Guðmundur i júli 1945, þegar hann var i New York. „Sagan fjallar nú ekki ein- vörðungu um þessa visu keisar- ans”, sagði Guðmundur, er við ræddum viö hann um söguna og sitthvað fleira, „en ég spurði Stein Steinarr eitt sinn að þvi, hvað þyrfti til að verða skáld. Og hann svaraði: Læra latinu og læra visu Hadrians keisara. Nú, sagan fjallar um það, þegar skordýr eitt útlent og of- boðslega stórt finnst á vél á Eyrarbakka. Ég fæ svo þetta skordýr á heilann og æði milli visindamanna og vil fá að vita, hvað dýrið á að heita. Sagan ber þess nokkur merki, að hún er skrifuð i Ameriku — en annars er það um hana að segja, að hún fjallar um eftir- sókn eftir vindi — eða það sem gerist, þegar menn blekkja sjálfa sig og fara að lifa eftir lifsblekkingunni”. Guðmundur Danielsson hefur skrifað margar smásögur um ævina og hefur m.a. gefið út þrjú smásagnasöfn. Eitt þeirra er „Vængjaðir hestar”, og er „Visa Hadrians keisara” i þeirri bók. „Já, ég var i New York 1945. Ég fékk styrk frá islenzka rik- inu til að vera eitthvað i útlönd- um. Ég valdi Bandarikin og var þar i sex mánuði. Þá var strið- inu varla lokið, þannig að ég var i New York á sigurdaginn — þegar Amerikanar fögnuðu sigri yfir Japönum. Ég held ég hafi verið mánuð i New York. Sótti þar m.a. enskutima hjá manni. Við lás- um saman dagblöðin, og þar las ég t.d. um það, þegar Amerik- anar köstuðu kjarnorku- . sprengju á Japan. Þá voru menn ákaflega hræddir. Menn óttuðust jafnvel, að nú yrði keðjusprenging um allan heim, þvi tilraunir með kjarnorku- sprengjur höfðu fáar verið gerð- ar og fólk almennt vissi ekki neitt um þetta fyrirbæri. En Truman fyrirskipaði, að þessu yrði varpað niður yfir Japan. Nú — ég var svo i löngu ferða- lagi um Bandarikin, keypti mér þann lengsta farmiða með Grey hound, sem þeir höfðu selt. Það var opinn miði, sem flutti mig um öll Bandarikin á eins löng- um tima og ég vildi”. En frá ferðalaginu segir ná- kvæmlega i bók Guðmundar, ,,A langferðaleiðum”, sem kom út 1948. —GG SJÓNVARP • Laugardagur 23. mars 1974 16.30 Jóga til heilsubótar Þáttur með kennslu i jóga- æfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 17.00 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teits- son og Björn Þorsteinsson. 17.30 íþróttir Meðal efnis verða innlendar og erlendar iþróttafréttir og mynd úr ensku knattspyrn- unni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Vcður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 20.50 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir. 21.30 Kegnskógurinn Fræðslumynd frá Time-Life um vistfræðirannsóknir i hitabeltisskógum Mið- Amerikurikisins Panama. Þýðandi og þulur Gisli Sig- urkarlsson. 22.00 Ast við fyrstu sýn (The Picnic) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1955, byggð á leikriti eftir William Inge. Leikstjóri Joshua Logan. Aðalhlutverk William Holden, Kim Novak, Rosa- lind Russel og Cliff Ro- bertson. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Aðalpersóna myndarinnar er piltur, sem kemur i stutta heimsókn til smábæjar, og vekur strax athygli og aðdá- un bæjarmanna og kvenna. 23.40 Dagskiárlok ÚTVARP • Laugardagur 23. marz. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7,00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20 Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Gisli J. Astþórsson heldur áfram lestri sögu sinnar „Isafold fer i sild” (2). Morgunleikfimikl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atr. Morgun- kaffiðkl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða um útvarpsdagskrána. Auk þess sagt frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 iþróttir Umsjónar- maður: Jón Asgeirsson. 15.00 islenzkt mál Ásgeir Blöndal Magnússon cand.mag. talar 15.20 Framhaldsleikrit barna ogunglinga: „i sporunum, þar sem grasið grær” eftir Guðmund L. Friðfinnsson Fimmti og siðasti þáttur. Leikstjóri og sögumaður: Steindór H jörleifsson. Persónur og leikendur: Jónsi, Éinar Sveinn Þórðar- son. Stella, Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Þorleifur,* Sigurður Karlsson. Hús- freyja, Margrét ólafsdóttir. Guðriður, Þórunn Sveinsdóttir. Sigurjón, Jón Hjartarson. Thompson, Guðmundur Pálsson. 15.45 Barnalög 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 F’ramburðarkennsla i þýzku 17.30 islandsmótið i körfu- knattleik. Magnús Þ. Þórðarson lýsir. 17.50 Frá Sviþjóð Sigmar B. Hauksson talar. 18.10 Tónleikar. Til- kynningar. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Fréttaspegill 19.40 „Vísa Hadrians keisara”, smásaga eftir Guðmund Danielssonlðunn Guðmundsdóttir les. 20.05 Hljómsveit Georges Martins leikur létta tónlist. 20.35 F’ramhaldsleikritið: „Hans hágöfgi” eftir Sigurð Itóbertsson Annar þáttur: 21.1521.15 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (36). 22.25 Útvarpsdans undir góulok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.