Vísir - 23.03.1974, Side 20
, Ég er á móti samn-
ingsdrögunum"
— segir Jón Skaptason þingmaðurFramsóknar sem mœtti
ekki á fund utanríkismálanefndar þegar málið var kynntþar
,, Ég er ekki samþykkur
þessum samningsdrögum
eins og þau voru lögð
fyrir okkur á fundi þing-
flokks Framsóknar-
flokksins á mánudag-
inn/' sagði Jón Skaptason
þingmaður í viðtali við
Vísi í gærkvöldi.
Jón vildi ekki segja neitt frek-
ar um málið og heldur ekki,
hvers vegna hann mætti ekki á
fundi utanrikismálanefndar
Alþingis, þegar samningsdrögin
voru kynnt þar.
Jón Skaptason hefði að réttu
átt að mæta þar i stað Þórarins
Þórarinssonar, sem er fjarver-
andi erlendis. Jón Skaptason er
fyrsti varamaður Framsóknar-
flokksins i utanrikismálanefnd,
en i stað hans mætti Steingrim-
ur Hermannsson, annar vara-
maður Framsóknar.
Einn þingmaður stjórnar-
flokkanna hefur þvi lýst yfir
andstöðu við samningsdrög rik-
isstjórnarinnar. Auk þess eru
þeir Björn Fr. Björnsson og
Björn Pálsson, þingmenn
Framsóknarflokksins, sagðir
andvigir málsmeðferð rikis-
stjórnarinnar á málinu. Það er
þvi meira en vafasamt, hvort
þessar tillögur rikisstjórnarinn-
ar ná fram að ganga, þegar og
ef málið kemur til kasta
Alþingis.
— ÓG
Velkomin í Undraland!
n
„Skemmtið ykkur. Verið vel-
komin til Undralands," sungu
þessir kátu krakkar hástöfum,
er þeir óku um miðbæinn i gær í
vagni, sem dreginn var af drátt-
arvél. Þetta reyndust vera
nemendur gamla menntaskól-
ans, sem hér voru i gagngerri
auglýsingaherferð fyrir
„Herranótt”. Þeir auglýstu að-
göngumiða til sölu á milli þess
sem þeir sungu lög úr leikritinu,
sem sýnt er á herranótt, „Lfsu i
llndralandi”. Að sjálfsögðu dró
þessi ferð krakkanna að sér
mikla athygli, og þegar stuttur
stanz var gerður á Hlemmtorgi,
seldust margir miðar á tvær
næstu sýningar, sem verða I
Austurbæjarbiói, önnur I kvöld,
hin annað kvöld.
—ÞJM/Ljósm.Bj.Bj.
Puðað við innheimtu á stöðumœlasektum
VÍSIR
I.augardagur 23. marz, 1974
Þingmaður
Framsóknar
og Þjóð-
viljinn mœla
með
þingrofi
Ingvar Gislason, þingmaður
Framsóknarflokksins, telur
eðlilegast, að flokkur hans hafi
frumkvæði að ákvörðun um
þingrof og nýjar kosningar
strax i vor eða i september.
Svipaðar skoðanir komu
fram i gær i leiðara Þjóðviljans.
Ingvar segir i blaðinu Degi á
Akureyri: „Vegna hinnar
veiktu aöstöðu er óvist, hvernig
takast megi að koma fram
nauðsynlegum þingmálum. Af
þessum sökum má enginn láta
sér koma á óvart, þótt alþingis-
kosningar verði á þessu ári. Ég
vil einnig segja það sem mina
skoðun, að eðlilegast væri, að
Framsóknarmenn hefðu frum-
kvæði að þvi, að stjórnarflokk-
arnir sameinuðust um ákvörðun
um þingrof og kosningar, sem
fram færu annaðhvort strax i
vor eða i septembermánuði.”
1 forystugrein Þjóðviljans i
fyrradag sagði, að umræður um
skattamálin hefðu sýnt, að
tæpast væri starfhæfur meiri-
hlutiá Alþingi, meðan . þinginu
væri skipt i tvær deildir. Þvi sé
„alveg augljóst” að „eðli-
legustu viðbrögðin” væru „að
rjúfa þing og boða til nýrra al-
þingiskosninga, þegar stjórnar-
flokkarnir hefðu náð samstöðu
um að efna fyrirheitiö um brott-
för hersins”. Svo segir Þjóð-
viljinn. —HH
Loðnu-
mjölið
hrúgast
upp
— en horfir
dapurlega í
markaðsmólunum
Nú munu vera um 50.000 tonn af
loönumjöli og birgðum af
óbræddri loönu i landinu.
Enn er engin hreyfing á loðnu-
sölumálum — markaðshorfur eru
óvissar, og ræðst það ástand af
ýmsu, en aðallega þó ansjósu-
veiðum Perúmanna.
t gær voru komin á land um 440
þúsund tonn af loðnu. Kringum
20.000 tonn þessa magns hafa far-
iö i frystingu, en hitt allt i
bræðslu.
Sveinn Björnsson i viðskipta-
ráðuneytinu áætlaði lauslega, að
heildarmagn bræddrar loðnu og
óbræddrar, sem á land væri kom-
in, væri kringum 50.000 tonn.
Af þessu magni voru 18.000 tonn
seld fyrirfram. Sagði Sveinn, að
mestum hluta þessa selda mjöls
hefði verið skipað út — en „það
horfir óneitanlega dapurlega aö
vera með svo mikið magn óselt i
landinu,” sagði Sveinn. —GG
„Mál af þessu tagi hlaðast held-
ur mikiö upp hjá okkur. Þess
vegna eru allir fulltrúarnir hjá
Sakadómi í þvi aö kalla menn
fyrir vegna umferöarlagabrota til
aö niöurstaða fáist,” sagði Hall-
dór Þorbjörnsson yfirsakadómari
við Sakadóm Reykjavikur f viö-
tali viö Visi.
Það sem veldur Sakadómi önn-
um þessa daga, likt og aðra daga,
eru umferðarlagabrot og þá sér-
staklega stöðumælasektir.
„Ég mundi ekki segja, að við
værum með neina sérstaka her-
ferð vegna stöðumælasekta. En
þaö er mjög mikið um kærur
vegna slikra brota á umferðar-
lögunum. Það þarf talsverðan
mannskap til að sinna þeim,”
sagði Halldór ennfremur.
Hann sagði, aðef dómssátt yrði
I sikum málum, með þvi að við-
komandi játaði sök sina og
greiddi sekt, þá væri afbrotið
skráð á sakaskrá.
Halldór sagði, að það væri mis-
munandi, hversu háar sektirnar
væru, ef dómssátt yrði.
Það kemur einnig oft fyrir, að
bileigendur neita sök, og er þá
tekin ákvörðun um, hvort höfða
skuli mál á hendur honum. Oft er
tekin ákvörðun um að höfða ekki
mál, þar sem erfitt er að sanna
nokkuð i málum sem þessum. Þó
er það ekki óalgengt að mál sé
höfðaö, þótt sannanir séu ekki
fyrir hendi.
„Það hrúgast upp hérna til-
kynningar um umferðarlaga-
brot,” sagði starfsmaður hjá
sakaskrá rikisins i viðtali við
VIsi.
„Brot af þvi tagi eru langal-
gengust innan veggja hér,” sagði
hann.
„Við strikum brotið svo út af
sakaskrá viðkomandi þremur ár-
um eftir að það er skráð. Þá er
það fyrnt. En refsidómar standa
hinsvegar ævilangt,” sagði
starfsmaðurinn að lokum____óh.
Hert að dópsölum
I
— eiga allt að 10 ára fangelsi á hœttu
„Meiningin meö þessu er sú,
aö þegar um meiriháttar brot er
aö ræða.þá falliþaöbeint undir
hegningarlögin. Og þaö, sem
fellur undir hegningarlögin, er
alltaf litiö alvarlegri augum en
önnur lagabrot.”
Þetta sagöi Arnar Guðmunds-
son, fulltrúi i ávana- og
fikniefnadómstólnum i viötali
við Visi i gær.
Hegningarlaganefnd hefur
samiö frumvarp til laga, um að
þeir, sem standi fyrir sölu eða
dreifingu á ávana- og fikniefn-
um til margra manna, gegn
verulegu gjaldi, skuli sæta
fangelsi allt að 10 árum.
„Samkvæmt ópiumlögunum, þá
varöar slikt brot mest allt að 6
ára fangelsi,” hélt Arnar
áfram. „En ef þetta lagafrum-
varp fer i gegn, þá þýðir
veruleg dreifing eða sala á
fikniefnum það, að viðkomandi
getur hlotið allt að 10 ára fang-
elsi.”
Þaö á samt ekki að taka
þannig eingöngu á sölu- og
dreifingaraðilum. Þeir sem búa
til, flytja inn, flytja út, kaupa,
láta af hendi, taka við eða hafa i
vörzlum sinum ávana- og fikni-
efni i sama skyni — þ.e. mikil
sala til margra — eiga sömu
refsingu yfir höfði sér.
Arnar sagði, að þessi hertu
viðurlög ættu m.a. að virka letj-
andi á menn að hætta sér út á
þann hála is að standa fyrir sölu
eða dreifingu ávana- og fikni-
efna.
Arnar sagði, að þar sem verið
væri að semja nýtt lagafrum-
varp um ávana- og fikniefni,
mætti alveg eins búast við þvi,
að efnum yrði bætt á listann, og
þá ef til vill lækningaefnum.
— ÓH