Vísir - 01.07.1974, Page 1

Vísir - 01.07.1974, Page 1
64. árg. —Mánudagur l.júll 1974 — 111. tbl. KOSNINGAURSLITIN í HEILD ERU BIRT Á BLS. 2 STJÓRNIN ER FALLIN STÓRFCllD FYLGISAUKNING SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Alberf á þing sem kjördœmakjörinn eftir stórsigur Sjálfstœðismanna í Reykjavík: Sinni áfram málefnum borgar- innar — sjá viðtal á bls. 3 Stóri, stóri sigurinn í kosningunum Stærsti kosningasigur eins flokks var sigur Sjálfstæöis- flokksins i Reykjaneskjör- dæmi. Þar bættist flokknum þingmaður,—og fylgisaukn- ingin umfram fólksfjölgun var 29,4%. Sé aukningin miö- uö viö atkvæöi flokksins viö sföustu kosningar er prósentutalan hvorki meira né minna en 50,2%. — Viö ræddum I morgun viö tvo þingmenn af D-listanum. Matthias A. Mathiesen og Axel Jónsson. — Sjá bls. 4. r „Eg œtlo ekki að vera þœg lítil stúlka — baksiða Vinstri stjórnin er fallin. Enda þótt úrslit i þrem kjördæmum væru ekki endanlega kunn i hádeginu, þegar Visir fór i pressuna, var aug- ljóst, að stjórnarflokk- arnir hijóta aðeins 30 þingsæti, en flokkarnir í stjórnarandstöðu 30. Sjálfstæðisflokkurinn kemur út úr þessum þingkosningum sem hinn mikli sigurvegari, hefur bætt við sig 3 nýj- um þingmönnum, tveim kjördæmakosnum, i Reykjavik og Reykja- neskjördæmi. í öllum átta kjördæmunum hef- ur flokkurinn aukið við fylgi sitt og virðist fylg- isaukningin yfir landið nema um 7%. Hætt er við, að kosn- ingaglaðir íslendingar hafi yfirleitt lagzt til hvilu undir morgun með spurningarmerki i aug- um. Aðeins þremur kjördæmum var þá lok- ið, en engar tölur höfðu enn borizt frá Vestfjörð- um og af Norðvestur- landi. Vlsir reyndi i morg un aö hafa tal af forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Svo merki- lega vildi til, að forystumenn stjórnarflokkanna voru hvergi finnanlegir, en greiölega gekk að ná i þá Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrimsson og Gylfa Þ. Gisla- son. „Sjálfstæðisflokkurinn mun leitast viö að bregöast ekki þvi trausti, sem honum hefur veriö sýnt I þessum kosningum. Flokk- urinn er reiöubúinn til áö axla þá ábyrgö, sem þvi er samfara”, sagöi Geir Hallgrimsson, formaö- ur Sjálfstæöisflokksins, þegar Vfsir haföi samband viö hann i morgun. Þá voru úrslit ekki kunn i þremur kjördæmum. „Þaðer ljóst, að þetta er góöur sigur Sjálfstæðisflokksins. Ég þakka stuöning viö flokkinn og ekki sizt öllum þeim fjölda manna, sem unnu aö kosninga- undirbúningi og störfuöu fyrir flokkinn á kjördag”, sagöi for- maöur Sjálfstæðisflokksins. „Þar sem endanleg úrslit eru ekki fyrir hendi, vil ég biöa þeirra, áöur en meira er sagt.” „Sjálfstæöismenn fagna mikl- um sigri þó aö úrslit liggi ekki fyrir enn”, sagði Gunnar Thor- oddsen, formaöur þingflokks Sjálfstæöisflokksins seint i morg- un. „Viröist ljóst, aö Sjálfstæðis- flokkurinn bætti við sig 3-4 þing- sætum. Anægjulegir sigrar hafa náöst I Reykjavik og Reykjanes- kjördæmi,' þar sem flokkurinn bætti viö sig þingmönnum. Ann- ars staöar á landinu eykur flokk- urinn fylgi sitt myndarlega.” Gunnar kvaö fyigi flokksins nú svipaö og þaö varö mest áriö 1956, en þær kosningar snerust einnig aö verulegu leyti um varnarmál- in. „Varöandi stjórnarflokkana”, sagöi Gunnar Thoroddsen, „er þaö ljóst, aö þeir hafa tapað þess- um kosningum og fá ekki meiri- hluta á Alþingi”. Viö náöum tali af Gylfa Þ. Gislasyni, form. Alþýöuflokks- ins: „Ég er auövitað feginn þvi, aö Alþýöuflokkurinn skuli hafa haldið þingsæti sinu i Reykjavik, þannig aö áhrifa Alþýöuflokksins mun áfram gæta á Alþingi. Ef svo fer hins vegar, aö flokkurinn tap- ar þingsæti eins og nú er spáö, veröa mér þaö auðvitaö von- brigöi. Um niöurstööuna almennt tel ég ekki rétt að fjölyröa fyrr en heildarútslitin liggja fyrir”. Ekki var Gylfi reiöubúinn að ræöa hiö minnsta hugsanlega möguleika á myndun rikisstjórn- ar fyrr en hin. langþráöu úrslit á Vestfjöröum lægju fyrir. — JBP/BB. BREIÐ BROS Liklega kæta úrslit kosning- anna marga I dag. Þessir kátu kappar brosa annars breitt eftir aö hafa fangaö þorska eins og þeir veröa stærstir, og til Eyja komu þeir siglandi á trillunni sinni. Þrasa, íneö fullfermi. Þessir ungu menn eru ekki I neinum vandræöum meö hvaö þeir eiga aö gera af sér. Sé vont i sjó, þá fara þeir bara I lund- ann. (Ljósniynd Guömundur Sigfússon) MÓÐIR MARTINS LUTHER KING MYRT — erlendar fréttir ■ bls. 5

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.