Vísir


Vísir - 01.07.1974, Qupperneq 3

Vísir - 01.07.1974, Qupperneq 3
Vlsir. Mánudagur 1. júli 1974. 3 URVAL HOFUM VERIÐ AÐ TAKA UPP ÓHEMJU MIKIÐ AF NÝJUM 0 TEKK - KRISTALL Skólavörðustig 16 — Simi 13111 „Sinni borgarmólum eins og fyrr" Rœtt við Albert Guðmundsson og Guðmund H. Garðarsson Hér eru þau hjónin Guðmundur H. Garöarsson og Ragnheiöur As- geirsdóttir. Myndin var tekin á heimili þeirra undir morgun. (Ljósm. Bj.Bj.) Taldi sig synda hraðar Akraborginni „X-D, veriöi bless”, hrópaöi ölvaður maður upp, er hann stökk útbyröis af Akraborginni á laugardaginn. Maðurinn var þó ekki að flýta sérfráborði til að kjósa, heldur vildi hann ekki missa af knatt- spyrnukappleiknum á Akranesi. Akraborgin var fullhlaðin knattspyrnuáhugamönnum á leið i leikinn. Skipið átti þó enn ófarnar tiu minútur af leiðinni, svo að snúið var við hið snarasta til að taka manninn upp. Þrátt fyrir snögg viðbrögð skipshafnarinnar tók nokkurn tima að snúa skipinu við. og koma auga á manninn. begar hann fannst eftir nokkrar minútur, maraði hann hálfur i kafi og virtist hafa misst með- vitund. Stýrimaður skipsins seig niður með skipshliðinni i kaðli og náði manninum upp. Sögðu sjónarvottar, að stýrimaðurinn hefði sýnt mikinn dugnað og áræði við björgunarstarfið. Hann meiddist á hendi við það. Beita þurfti blástursað- ferðinni við þann, sem hafði kastað sér útbyrðis, og hjarnaði hann fljótt við. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi, þegar þangað kom. Veslings maðurinn hefði samt ekki þurft að vantreysta þvi, að Akraborgin næði i tima á leikinn, þvi að dómarinn var um borð i skipinu, og án hans byrjar enginn leikur! —ÓH Albert Guömundsson og eiginkona hans Brynhildur Jóhannsdóttir höföu sannarlega ástæöu til aö fagna sigrinum, þegar tölur lágu fyrir endanlega i morgun. ( Ljósmynd Visis Bj. Bj. ) HVAR ERU KJÖRKASSARNIR • • OG KJORSTJORNIN? — yfirkjörstjórnin á Raufarhöfn „týndist" og kjörkössunum seinkaði um hálftima — Hvar eru kjörkass- arnir? er líklega þaö fyrsta, sem Sigurði Aöal- steinssyni flugmanni hef- ur dottið í hug, þegar hann lenti á flugvellinum viö Raufarhöfn i gær- kvöldi. Siguröur flaug á kjörstaði I Norðurlandskjördæmi eystra i gærkvöldi til að safna saman kjörkössum. Hann byrjaði á Þórshöfn, tók þar kjörkassa og flaug siðan til Raufarhafnar. „Kjörstjórnin á Akureyri hafði sagt, að kjörstjórnin á Raufarhöfn vissi af þvi, aö flug- vél kæmi kl. 23.15 til að sækja kjörkassana þar. En þegar ég lenti, sást ekki sála með kjör- kassa og þeir birtust ekki fyrr en hálftima eftir að ég kom”, sagði Sigurður, er Visir ræddi viö hann nýkominn úr fluginu. Hvað það nú var, sem seink- aði komu kjörkassa Raufar- hafnarbúa út á flugvöll, þá var óhægt um vik fyrir flugmanninn að kanna málið. Þarna á flugvellinum er nefnilega sveitasimi, og sim- stöðin aöeins opin hluta úr degi hverjum. Ekki varstættá þvi að biða eftir, að simstöðin opnaði daginn eftir, til að hringja i yfir- kjörstjórn og spyrja, hvað kjör- kössunum liði. Sigurður kallaöi þvi I Akureyrarflugvöll og bað um, að kjörstjórnin yrði fundin. Eitthvað gekk þó illa að finna kjörstjórnina, þvi að endingu voru settar tvær auglýsingar i útvarpið og auglýst eftir yfir- kjörstjórninni. Þá rönkuðu menn við sér, og kjörkössunum var snarað hina 5 km löngu leið út á flugvöllinn. Kjörkassasmölun flugmanns- irs gekk eins og i sögu eftir þettaiog úrslit i kiördætninu lágu fyrst fyrir af öllum. Visir náði sambandi við lög- regluna á Raufarhöfn i nótt, en þar kunnu ménn fáar skýringar á seinkuninni. Töldu menn helzt, að kjörstjórn hefði bara verið svona sein að koma köss- unum af stað, þótt kjörfundi lyki klukkan ellefu. — ÓH. ,,Ég er staðráöinn I að sinna borgarmálum eins og veriö hef- ur”, sagði nýkjörinn þingmaður Sjáifstæðisfiokksins, Albert Guðmundsson , um 6-leytið i nótt, er fréttamaður Visir rabbaði við hann. Þá lá fyrir stórsigur Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik, 7 kjördæmakjörnir þingmenn og meira en helming- ur atkvæðamagnsins i höfuð- borginni. Albert kvaðst ætla aö losa sig út úr viðskiptastörfum sinum, sem hafa verið um- fangsmikil, en sinna eingöngu þingmennskunni og borgarmál- efnum, svo fljótt sem auöiö er. Mundi sonur hans taka við fyrirtækinu og hefði fengið þjálfun til þeirra starfa. „Ég vona, að við Sjálfst.menn reynumst þess trausts verðug- ir, sem kjósendur hafa nú sýnt okkur. Persónulega er ég þeim þakklátur og þeim fjölmörgu sem störfuðu að þessum glæsi- lega sigri og hvarflar hugurinn nú til þeirra”, sagði Albert. Hann kvað sigur flokksins ekki hafa komið sér svo á óvart. „Það hefur verið meðbyr með Sjálfstæðisflokknum. Fólk er þess meðvitandi, að verulegra breytinga er þörf”. Albert hóf afskipti af stjórnmálum fyrir rúmum 4 árum, er hann var kjörinn I borgarstjórn Reykja- vikur. Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunarmannafé- lags Reykjavikur verður fyrsti landskjörinn þingmaður, en hann var 8. maður á lista Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavik. Við náðum i hann i sima undir morgun: þetta er glæsilegur sigur sjálfstæðismanna. Þetta má ef- laust þakka, að fólk treysti Sjálfstæðisflokknum bezt til að ráða Við efnahagsmálin. Þá tel ég, að einörð afstaða flokksins til varnarmálanna geri það að verkum, að fólk treystir flokkn- um”, sagði Guðmundur. „Varðandi efnahagsmálin”, sagði Guðmundur H. Garðars- son, „þá er ekki ótrúlegt, að ýmislegt komi i ljds varðandi viðskilnað stjórnarinnar, sem fólki mun finnast miður geðs- legt”. Guðmundur hefur tvivegis setið á þingi, i bæði skiptin sem varamaður, en það var á árun- um 1967-1971. — JBP — *

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.