Vísir - 01.07.1974, Síða 9

Vísir - 01.07.1974, Síða 9
Vísir. Mánudagur 1. júli 1974. 9 110. skoðanakönnun Vísis: Ætlið þér að fara nýja hringveginn í ór? Næstum allir eru ánægöir með framkvæmdina, sem brúaði biliö á hringleiðinni um island. — Brúin yfir Súlu ,,Nú, ég hef veríð að borga í hann...” Það liggur við, að helmingur fullorðinna Islendinga ætli sér að fara nýja hringveginn i ár. Niðurstöðurnar i skoðanakönnun Visis urðu, að 44 af hverjum 100 ætla að fara, 37 af hundraði ætla ekki og 19 af hundraði eru óákveðnir. Þetta þýðir, að meiri- hluti þeirra, sem taka afstöðu til spurningar- innar, ætlar sér að fara veginn i ár. Efndirnar fara svo auðvitað eftir atvikum. Að kalla öllum þótti sú hug- mynd ágæt að hringvegurinn skyldi nú opnaður, og sögðu sum- ir, að fyrr hefði mátt vera. Mikið virtist hafa verið talað um, hvort fólk gæti og skyldi aka veginn, þegar færi gæfist i frii. „Ég ákvað að fara, strax og byrjað var á veginum,” var eitt svarið, sem var nokkuð gott dæmi um áhug- ann. ,,Ég fer örugglega, ef guð og heilsan leyfir.” ,,Nú, ég hef verið að borga i hann, ég vona, að ég komist.” ,,Nú, ég hef verið að borga I hann, ég vona, aö ég komizt.” Og karlmaður, búandi i af- skekktri byggð, sagði: ,,Við hjón- in eigum 60 ára hjúskaparafmæli i júli, og þá hafði ég hugsað mér, aö við færum á stúfana. Má mikið vera, að við förum ekki hringveg- inn.” Annar hafði farið vitt um land: ,,Ég hef fullan hug á þvi, enda hef ég farið um gjörvallt landið nema þennan stutta spotta, sem nú hef- ur verið tengdur.” Utan Reykjavikursvæðisins var áhuginn töluvert minni en þar. Nógu ánægður á ísafirði Þótt áhuginn á veginum væri mikill, voru til örfáir, sem mót- mæltu honum. „Nei, ég tel, að hringvegurinn valdi spjöll- um og spillingu á fallegu lands- lagi. 1 þvi sambandi hugsa ég mest um Skaftafell og öræfa- sveit. Menn fyrir austan hafa lika áhyggjur af fuglallfi á söndunum vegna þessa,” sagði einn. Margir nefndu, að bilinn vant- aði til að komast, eða að heilsan væri ekki nógu góð. Og tsfirðing- ur einn var sæll á sínum stað: „Ég hef engan áhuga, enda bý ég á ísafirði, og þar er bezt i heimi.” „Eg hef engan tima til þess fyrr en kannski i næsta lifi eða á næsta tilverustigi,” sagði einn af þeim allmörgu, sem hafa öðru að sinna en aö leggja i þessa ferð i ár. Ann- ars mætti aka hringvegir.n með góðum árangri á rúmri viku,þó að menn gæfu sér nokkuð góðan tima til að lita i kringum sig á leiðinni. Og aðstaða fyrir ferða- fólkið fer óðum batnandi, þegar framtaksmenn sjá möguleika á að veita þjónustu með hagnaði á leiðinni. Margt verður vafalaust ónóg I fyrstu. tslendingar eru þjóða ferða- glaðastir, sem von er i svo fágætu landslagi. Það er býsna kitlandi að leggja af stað eftir hringvegin- um, sem spannar landið nema Vestfirði, að heita má. Fjölmarg- ir hafa nú þegar farið þessa leið að mestu, sneytt framhjá þeim farartálmum, sem voru erfiðast- ir, áöur en almenningur veitti meö þvi að kaupa happdrættis- miða fjármagn, sem gerði þetta kleift á einfaldari hátt. Þetta er ekki mál neins stjórn- málaflokks, en Jónas Péursson þingmaður hafði forgöngu, og slð- an samþykkti allur þingheimur þingsályktun um þetta. Þar var rikisstjórninni falið að hafa for- göngu um málið, sem hún gerði. Helmingur þjóðarinnar ætlar að fara i ár, ef unnt verður, og vafalaust munu miklu fleiri fara við tækifæri, þótt siðar verði. „Ef ég hefði mögulega tækifæri til þess færi ég, en mér lýst þó ekki á, að ég komist i sumar. Vona þó, að ég lifi að komast veg- inn.” Þannig var eitt svaranna af þvi tagi. Og það er vist bezt, að helming- ur þjóðarinnar leggi ekki upp i hringvegsferð sama daginn. Það yrði vist of langur hali af bilum til þess, að menn nytu náttúru- fegurðar eins og vera ætti, yrðu of uppteknir af framúrakstri sinum og annarra, ryki og aur. —HH erí „VIKTORIA // Viktoria“ sofasettiö er fáanlegt í fjölbreyttu áklæöaúrvali Fellsmúla 26 (Hreyfilshúsinu) Sími: 85944 Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Ætla að fara hringveginn 97 eða 44% Ætla ekki að fara 81 eða 37% Óókveðnir 42 eða 19% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Ætla að fara 55% Ætla ekki 45%

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.