Vísir


Vísir - 01.07.1974, Qupperneq 16

Vísir - 01.07.1974, Qupperneq 16
16 Vísir. Mánudagur 1. júll 1974. Yikurinn sígur í Eyjum VERÐUR AÐ ,PÚKKA' UND- IR BLOKKIRNAR Er vikurinn, sem ek- ið var út á gamia hraunið i Vestmanna- eyjum, óhæfur sem undirlag fyrir hús- byggingar? Þessi spurning vakn- aði i hugum margra Vestmannaeyinga, sem fyrir nokkru sáu hvar verið variað moka burt vikri, þar sem eitt hinna sex fjölbýlishúsa á að risa. Vikurinn var grafinn upp niður á hraun. Siðan var komið með „alvöru” grjót og fyllt upp i. Visir hafði tal af Georg Tryggvasyni, bæjarlögfræðingi, settum bæjarstjóra i Vest- mannaeyjum i fjarveru Magnúsar Magnússonar. „Nei, vikurinn er alls ekki óhæfur sem undirlag fyrir hús- in. En þar sem langtimasig veröur I honum, má ekki vera óslétt land undir, þar sem á að byggja stór hús eins og þessi fjölbýlishús. Undir þessu um: rædda fjölbýlishúsi var halli á gamla hrauninu. Sá halli hefði þýtt, að þar sem vikurlagið heföi orðið þykkara undir öðr- um enda hússins, hefði sigið þar oröið meira. Afleiðingin hefði orðið sú, að húsið færi að hall- ast”, sagði Georg. Georg sagöi, að úrræðið hefði þvi verið það að slétta botninn með grjóti, til að sigið vrði jafnt. „Þessi úrræði þarf hins vegar aðeins við stór hús eins og fjöl- býlishús. Sigið i vikrinum nem- ur ekki nema millimetrum og millimetrabrotum, og ætti þvi engin áhrif að hafa á einbýlis- hús. Enda er vikurinn ákaflega vel þjappaður”, sagði hann. Georg sagði, að nú væri verið að flytja meiri vikur i eitt hverf- ið úti á hrauninu. Er það gert til að jafna hæðarmismun. _____öh ASKUR býSuryóur alla sína Ijuffengu rétti Einnig seljum viS út í skpmmtum Franskar- kartöflur Cocktailsósu & Hrásalat BoróiðáASKI . eða takió matinn heim frá ASKI ASKUR Suöurlandsbraut 14 — Sími 38550 Harald Snæhólm og Runólfur Sigurðsson við brezku iistflugvélina sina. „Kalli prins tók sóló- ó svona vél" prófið Þeir Harald Snæhóim flugstjóri og Runólfur Sigurðsson flugvél- stjóri hjá Loftleiðum brugðu sér til Englands einn daginn og keyptu sér þa. litla æfingavél á uppboði hjá brezka flughernum. Þetta er DeHaviland Chip- munk M. 22 vél, sem flugherinn notar til að æfa sína flugmenn og „sams konar vél og Kalli prins tók sitt sólópróf á”, bætir Runólfur viö. „Við ætlum aðnota gripinn til að leika okkur á,” sögöu félagarnir. „Þetta flug, sem við stundum dagsdaglega, er ekki miðað við aö fljúga svona litlum listflugum. Þessari vél ætlum við að fljúga jafnt á réttum kili sem á röngum, upp jafnt sem niöur. Það var ekki til nein nothæf listfluga hér á landi, svo.við festum bara kaup á einni sjálf- ir.” Um kaupverðið vildu þeir ekkert segja, en gátu þess þó, að slik vél i fullkomnu ásigkomu- lagi seldist 1 Bretlandi á 5000 pund, en veröið á þessari var nokkuð hagstæöara. Þeir Harald og Runólfur rifu vélina I sundur i Englandi og fluttu hana i bútum til landsins með þotu Flugfélagsins. Til þessa ráðs varð að gripa, þar sem flugþol hennar sjálfrar er ekki nema 2 1/2 timi. 1 Keflavík var henni svo komiö saman á ný og I gær flaug Harald henni i fyrsta sinn. „Hún flýgur eins og hugur manns”, sagði Harald Snæhólm að lokum um nýja gripinn sinn. —JB STERKT LÍM - VEIKT FYLGI Eins og komið hefur i ljós áttu nýju flokkarnir heldur veikt fylgi meöal Reykvikinga, og raunar annars staðar þar sem þeir komu við sögu. Húseigendur i Reykjavfk hafa hins vegar komizt að raun um að limið, sem flokkar þessir not- uðu til að setja upp áróðursplaköt sin hefur veriö firna sterkt. Þetta plakat var t.d. fest upp á vegg hjá Timburverzlun Arna Jónssonar ofarlega á Laugvegi. Aö sögn þeirra þar var vita von- laust að reyna að ná þvi niður meö venjuiegum ráðum, en það hafa húseigendur þurft að gera sjálfir, þvi fundarboöendur hafa ekki haft svo mikiö við að taka niður auglýsingar sinar sjálfir, eins og þeir hefðu þó átt að gera. — JBP— Hraði, þægindi Hinar vinsælu Friendship skrúfuþotur Flugfélagsins sameina lands- byggðinameð tíðum ferðum, hraðaog þægindum. Áætlunarferðir bifreiða milli flestra flugvalla og nærliggjandi byggðar- laga eru í beinum tengslum við flugferðirnar. NjótiS góðrar og skjótrar ferðar með Flugfélaginu. SKRIFSTOFUR FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT VEITA NÁNARI UPPLÝSINGAR OG FYRIRGREIÐSLU FLUCFÉLAC ÍSLANDS

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.