Vísir - 12.07.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 12.07.1974, Blaðsíða 4
4 Visir. Föstudagur 12. júli 197' GETA SLEGIÐ FRÁ SÉR! Þessi litla dama á að geta slegið frá sér þ.e.a.s. ef hún ætl- ar að standa undir nafni..rétt- ara er vlst að segja nöfnunum sinum-.þegar hún verður eldri. Hún á heima I Wolverhamp- ton I Englandi og er yngst sjö dætra hjóna sem þar búa. Bónd- inn hefur alltaf verið að vonast eftir þvi að eignast son, svo hann geti skýrt hann i höfuðið á öllum uppáhöldunum sínum, en sú ósk hans hefur ekki rætzt Nú telur hann alla von úti með að strákurinn komi, og þvi lét hann skýra stúlkuna á dögun- um. Fullt nafn hennar er:...Maria Sullivan, Corbett Fitzsimmons Jeffries Hart Burns Johnson Willard Demps- ey Tunney Schmeling Sharkey Carnera Bear Braddock Louis Charles Walcott Marciano Patt- erson Johansson Liston Clay Frazier Foreman Brown. Fyrir þá sem ekki þekkja þessi 25 nöfn, sem blessað barn- ið verður að bera, er rétt að geta þess.að þetta eru nöfnin á öllum þeim mönnum, sem hafa orðið heimsmeistarar i þungavigt i hnefaleikum...og þarf þvi varla aö geta þess,að pabbinn er mik- ill hnefaleikaáhugamaður. Umsjón: KLP Heldur blóð en dollorana! ,,Þú mátt velja á milli að gefa fimm sinnum blóð á næstu tveim mánuðum, eða borga 250 dollara I sekt. Þess skal getið, að ef þú mætir ekki til að gefa blóð, munt þú þurfa að greiða alla sektina og fá fangelsisdóm að auki”. Þessi dómur er kveðinn var upp I réttarsalnum i borginni Lexington i Bandarikjunum fyrir nokkru, vakti mikla at- hygli. Dómarinn , Cecil Dunn, kvað þennan dóm yfir ungum manni, sem hafði brotið um- ferðarlögin og var færður sam- stundis fyrir rétt. Dómarinn sagði við blaða- menn, sem spurðu hann um þennan dóm, þegar hann fór að fréttast út, — að hann hafi skömmu áður verið að hlusta á útvarpið, þar sem fólk var beðið um að koma og gefa blóð. Mikið umferðarslys hefði orðið nokkr- um timum áður og væri ekkert blóð til handa þeim slösuðu. „Ég ákvað þá að taka til minna ráða, enda hef ég lögin og reglurnar min megin. Þegar fyrsti ökuniöingurinn var fluttur til min,kvað ég upp þennan dóm, sem sumum finnst kannski harður, en ég tel hann réttiátan. Nær öll umferðarslys, sem verða hér.eru af völdum ógæti- legs aksturs. Þeir sem þannig aka — en sleppa við slysin, en ekki lögregluna — eiga þvi að fá dóm, sem þeir eða þær muna eftir næst, þegar bensfnfóturinn verður of þungur. Þetta hefur gefizt mjög vel a.m.k. hvað blóðbankanum við- kemur. A nokkrum dögum hafa á annað hundrað manns komið þangað til að borga skuld sina — enda vilja flestir heldur sjá af nokkrum dropum af blóði en dollurunum sinum. AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Ú Takmarka sam- runa þýzkra blaða Samstcypustjórn Helmuts Schmidts hefur nú I undirbúningi lagabreytingu, sem gefur auð- hringaeftirliti hins opinbera umboð til að hamla gegn samruna blaða og blaðahringa þar I landi. Er i þessu væntanlega lagafrum- varpi gert ráð fyrir, að eftirleiðis þurfi leyfi eftirlitsins til að 2 blöð sem samtals hafi 75 þúsund til 80 þúsund eintaka útbreiðslu daglega, megi renna saman og verða eitt. Hér er um að ræða viðleitni til að stemma stigu við þeirri þróun, er orðið hefur i vestur-þýzkum blaða- heimi siðasta áratuginn. Hefur 1 Ráðstefnur taka líka sumarfrí Tveimur ráðstefnum um öryggi I Evrópu verður frestað vegna sum- arleyfa á næstunni. Þann 26. júll verður i'undum hætt á öryggisráð- stefnu Evrópu I Genf, og hefjast þeir altur I september. Frá og með næstu viku hefjast sumarleyfi þeirra, sem tekið hafa þátt I við- ræðunum um gagnkvæman sam- drátt herafla I Mið-Evrópu I Vinar- borg. Nýlega hefur verið skýrt frá stöðu mála á öryggisráðstefnunni hér I blaðinu. Viðræðurnar um samdrátt heraflans I Vinarborg eru alltaf I sama farinu eins og umræð- urnar á öryggisráðstefnunni, en þó segjast þátttakendur I þeim af hálfu NATO-rikjanna 12 ekki von- lausir um árangur. Fulltrúar 7 Varsjárbandalagslanda taka einn- ig þátt I viðræðunum. Aðeins Is- land, Frakkland og Portúgal eiga ekki fulltrúa i Vin, ef litið er til NATO-landanna. í viðræðunum halda NATO-rikin fast við það sjónarmið, að fyrsti samdráttur felist I 5% fækkun bandariskra og sovézkra her- manna I Mið-Evrópu. Austur-Evr- ópulöndin vilja hins vegar, að fækkað verði um 20.000 hermenn i liði hvors aðila um sig. dagblöðunum þar fækkað úr 225 i 131. — Nær 17 milljónir V- Þjóðverja (ibúatalan alls er 60 milljónir) hafa aðeins eitt ,,heima”blað — auk stórblaðanna. Til þessa hafa ekki gilt neinar sérstakar takmarkanir á blaða- hringamyndunum aðrar en hinar venjulegu auðhringatakmarkanir. LOGAK í ÓEIRÐUM ENN í N-ÍRLANDI Tveir létu lifið og nær 70 særðust I óeirðum, sem brut- ust út á N-írlandi I gærkvöldi og i nótt. Kom viða til átaka i sambandi við hátiðarhöld mótmælenda, sem halda munu i dag upp á sigur trú- bræðra sinna yfir kaþólskum i orustunni við Boyne á 17. öld. Flestir þeirra, sem særðust, voru staddir inni á krá kaþ- ólskra I miðborg Belfast, þeg- ar sprengja sprakk þar. BRÆÐURNIR FENGU ÚR NIXONSJÓÐI Bræður Nixons, Bandarikja- forseta, Edward og Donald, fengu styrk úr kosningasjóði hans I kringum forsetakosningarnar 1968. Kom þetta fram I vitnisburði Herbert W. Kalmbach, gæzlu- manns kosningasjóðsins, fyrir Watergatenefnd öldungadeildar Bandarikjaþings. Sagði Kalmbach, aðbræðurnir hefður samtals fengið 8000 dollara úr sjóðnum. Sagt er, að Edward Nixon hafi fengið peningana til að hann hefði eitthvert fé handa á milli, á meðan hann leitaði sér að vinnu, skömmu eftir að kosningabaráttunni lauk 1968. Hins vegar er sagt, að Donald Nixon hafi fengið 6500 dollara til að standa undir „kostnaði” og „risnu”. Halda gíslum sínum í kjallara dómsins SIGURKOSS t KANADA Þessi mynd hefur borizt frá Kanada, ögn slðbúin, frá kosning- unum þar á dögunum. Úrslitin voru mikill sigur fyrir Trudeau, forsætisráðherra, sem hlaut enda rembingskoss hjá konu sinni að launum fyrir frammistöðuna. Sjö manns eru á valdi tveggja vopnaðra strokufanga I kjallara dómhússins i Washington. Hafa fangarnir hótað að drepa gísla sina, geri lögreglan áhlaup eða neiti að verða við kröfum þeirra. Vilja þeir fá bil til að flytja þá út á flugvöll og siðan flugvél til þess að komast úr landi. Fangarnir voru i dómhúsinu, þar sem taka átti mál þeirra til ferðar. 1 þessari sömu byggingu fjallar réttvisin um mál John Ehr- lichmans, fyrrum ráðgjafa Banda- rikjaforseta. Þegar lögreglan var að flytja fangana, dró annar þeirra upp skammbyssu og ógnaði vörðunum. Tóku þeir siðan 4 lögreglumenn og 3 lögmenn sem gisla. Lögreglan I Washington umkringdi dómhús I borginni i gær, þegar tveir fangar höfðu tekið fjóra dómara og tvo lögfræðinga sem gisla I bygging- unni. Fangarnir krefjast þess að verða fluttir til flugvallarins við borgina og fá þar umráð yfir flugvél. SPINOLA SKIPTIR UM STJÓRN Antonio de Spinola, forseti Portúgals, hefur ekkert látið uppi um það, hvern hann muni skipa forsætisráðherra i landinu, eftir að hann leysti bráðabirgðastjórn landsins upp i gær. Flestir búast við þvl, að forsetinn leiti fyrir sér innan hersins. Ekki verður skýrt frá nýrri stjórnarmyndun fyrr en á morgun. Spinola sagði i gær, að nýja rikis- stjórnin yrði samsteypustjórn eins og hin fyrri, og mundu fulltrúar þriggja stærstu stjórnmála- flokkanna — frjálslyndra, kommúnista og sósialista — eiga sæti i henni auk herforingja. Sagt er, að minnst 5 herforingjar muni sitja I nýju stjórninni. Mario Soares, foringi sósialista og utan- rikisráðherra I fráfarandi stjórn, verður væntanlega i nýju stjórninni og einnig Alvaro Cunhal, foringi kommúnista, sem verið hefur ráðherra án ráðuneytis. Fyrri stjórnin féll, þegar frjáls- lyndir og miðflokkamenn með forsætisráðherrann i broddi fylk- ingar sögðu sig úr henni. Francisco da Carneiro, formaöur Lýðræðis- flokksins, sagði i gær, aö sér heföi verið boðin seta i nýju stjórninni, en hann væri ekki viss um, hvort hann tæki boðinu. Þvi er helzt spáð, að Mario Firmino Miguel, varnarmálaráð- herra i fyrri bráðabirgðastjórn og einn af upphafsmönnum byltingar- innar, verði skipaður forsætisráð- herra á morgun. Blaðamenn spurðu Spinola um þetta I gær- kvöldi, hann svaraði aðeins: „Kannski”. Rikisráð forsetans verður kallað saman I dag. Þar eiga sæti. 7 úr rikisstjórninni, 7 herforingjar og 7 tilnefndir af forsetanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.