Vísir - 12.07.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 12.07.1974, Blaðsíða 16
Föstudagur 12. júli 1974. Grœnmeti seint á ferðinni — en tíðin einstök í sumar Grænmeti hefur veriö talsvert seinna ú feröinni nú en undanfar- in ár. Sérstaklega hefur boriö á þessu meö tómata og gúrkur. Ástæöan fyrir þessu er sú, aö birt- an var litil i vetur. Plönturnar i gróöurhúsum náöu þvf ekki aö frjóvgast sem skyldi og uppsker- an er þvi lakari. En eftir þeim upplýsingum, sem viö fengum hjá Sölufélagi garöyrkjumanna, má búast viö þvi aö úr grænmetisleysinu fari nú aö rætast. Tiöin I sumar hefur veriö einstök fyrir útirækt, og við meg- um búast við þvi að fara að sjá blómkál, gulrætur, hvitkál, rófur og ýmislegt fleira á markaðnum. Hvltkál hefur aðeins verið til innflutt til verzlana, og hefur það ekki þótt of gott, og verðið á þvi allhátt, um 150 krónur kilóið. — EA. Hver ók aftan ó bíl prestsins? t tvo tima yfirgaf presturinn 1 Landakotskirkju bii sinn, þegar sprakk á honum viö Laxá i Kjós. Hann lagöi bilnuin út i kantinn á veginum og fór aö leita aöstoöar. Þegar hann kom aftur, var búiö aö aka aftan á bll hans, sem er Volkswagen. Sá sem ók aftan á, stakk af. Billinn, sem ók aftan á hefur veriö biáleitur. Ef hann finnst ekki, eöa gefur sig ekki fram sjálfur, veröur þaö algjörlega tjón prestsins, þvl að trygginga- féiögin greiöa ekki slfkt tjón. Þeir, sem kynnu aö geta gefiö einhverjar upplýsingar i sambandi viö þessa ákeyrslu, eru beðnir aö iáta rannsóknar- lögregluna I Hafnarfiröi vita. —ÓH STRAUJARN ORSÖK BRUNANS MIKLA? Ekki er enn Ijóst hvernig eldurinn hefur kviknaö aö Laugavegi 15. Rannsókn stendur yfir, en einna helzt er talið, aö eldurinn hafi átt upptök sin I þurrkherbcrgi á efstu hæö hússins, I austurendanum. Tryggingafélögin eru þegar farin aö kanna skemmdirnar á húsinu og innbúi þcirra, sem þar bjuggu. En mat á tjóninu er enn á byrjunarstigi. Þarna varö glfurleg eyöilegging. —EVI Steypan ekki lengur fáanleg „upp á krít' — og ástandið vœgast sagt válegt hjá húsbyggjendum ,,Það er ekki nokkur vafi á þvi, að útlitið er slæmt, sérstaklega fyrir þá, sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið”, sagði Viglundur Þorsteins- son hjá Steypustöðinni BM Vallá hf„þegar við höfðum samband við hann i morgun, varð- andi það, að steypu- stöðvar hafa orðið að gripa til þess ráðs að hætta lánum. Víglundur sagði, að þessar ráðstafanir kæmu vafalaust til þess að breyta ýmsum byggingarplönum, og þá sér- staklega einstaklinga, og kvaðst hann hafa heyrt það á ýmsum, sem komið hafa til þeirra. „Upphæðirnar eru bara orðnar svo hrikalegar”, sagði Víglundur, „að við getum þetta ekki lengur”. í sumar hafa steypustöðvar lánað steypuna á 75 og stundum 90 daga vixlum, og hafa margir einstaklingar náö þvl að gera hús sín fokheld á þeim tlma, og það áður en þeir hafa þurft að greiða nokkuð fyrir steypuna. Sagði Víglundur, að í flestum tilfellum hefði þetta dugað til þess. Liklega má búast við því, að byggingar stöðvist hjá mörgum, t.d. kom það fram á frétta- mannafundi, sem haldinn var varðandi þetta mál, að senni- lega hefði aðeins 1/4 hluti þeirra einstaklinga, sem nú standa i byggingum, getu til þess að greiða steypuna út i hönd. Það má þvi búast við, að byggingar stöðvist hjá þeim. —EA r A hvern hátt var frúin þétt? FATAÐI SIG UPPÁ "QDÝRAN HÁTT' Hjón komu inn i verzlunma Fanný I Kirkjustrætinu i gær og fóru aö skoða þær tizkuvörur, sem þar eru á boðstólum. Frúin skoðaði sem ákafast, en hús- bóndinn tók aö ræöa viö af- greiðslustúlkuna um alla heima og geima. Stúlkunni fannst þetta alleinkennilegt fóik og var aö reyna aö fylgjast meö frúnni, um leið og maöur hennar talaði. Eftir dálitinn tlma var frúin búin aö skoöa nægju sina og talaði um, aö nú skyldu þau skreppa niður I Tryggingar og ná sér I pening, til þess aö geta keypt sér eitt og annaö, sem henni litist vel á. Með þaö löll- uðu þau út úr búðinni. í sama mund kemur inn mað- ur og segir við afgreiðslustúlk- una, hvort henni hafi ekki fund- izt frúin all þétt. Stúlkan játti þvi og hélt, að maðurinn ætti við, að á frúnni hefði sézt vin. En þau voru að tala um sinn hvorn hlutinn, þvi að maðurinn sagði henni, að verðmiðar sæj- ust gægjast niður undan jakka- faldi frúarinnar. Skipti það eng- um togum, að maðurinn bauðst til þess að lita eftir búðinni, en afgreiðslustúlkan hljóp á eftir hjónunum. Hún náði þeim I skó- verzlun Þórðar Péturssonar og undan jakka frúar innar komu i ljós kápa.buxur, og blússa, allt vörur frá Fanný. Frúin brást hin versta við, en karl hennar varð heldur en ekki lúpulegur. Ekki tókst stúlkunni að ná i lögregluna, en eigandi verzlunarinnar hringdi, þegar hann fékk fréttirnar. Jú, lög- reglan kannaðist strax við lýs- inguna á hjónunum, frúin búlduleit með stutt rauðíeitt hár og frekar litil, en maðurinn frekar litill, grannur og skarp- leitur. Lögreglan sagði, að hjón- in hefðu setið inni i gær og væru fastagestir. Um það bil sem samtalinu lauk, var búið að handtaka manninn. Ef þetta hefði gerzt i henni Ameriku hefði maðurinn, sem leit eftir búðinni auðvitað verið höfuðpaurinn, en hjónin aðeins verkfæri hans. Þá hefði heldur ekkert verið eftir i búðinni, þeg- ar afgreiðslustúlkan kom til baka. En þar sem þetta gerðist hér, þá kom stúlkan að öllu I röð og reglu og þakkaði manninum kærlega fyrir gæzlu búðarinn- ar! visir • • __ £ — „Eignaupptakan ríflega 11 milljónir FYRIR DÓMSTÓLANA? Kaupmannasamtakanna FER KJÖTSTRIÐIÐ „Eignaupptaka rlkisins hefur numiö um II milljónum króna hjá þeim 86 kaupmönnum, sem sent hafa inn skýrslur slnar til Kaupmannasamtakanna. Ennþá hafa okkur þó ekki borizt allar skýrslurnar, sem viö sendum út, og þvi eru ekki öll kurl komin til grafar”, sagöi Gunnar P. Snorrason, formaöur Kaupmannasamtakanna, i viötali viö VIsi I morgun. „Við kaupmenn höfum gert margitrekaðar tilraunir til að ná sambandi viö ráðherra, en án árangurs. Þeir hafa ekki gefið sér tima til að ræða þetta alvarlega mál við okkur”, sagði Gunnar ennfremur. Hann kvað það liggja næst fyrir, að samin veröi Itarleg skýrsla um eignaupptöku rikisins og hún lögð fyrir yfir- völdin. „Og ef það verður niðurstaðan, að tjón okkar fáist ekki bætt, munum við leita til dómstólanna”, sagði Gunnar. „Við sendum út eitthvað yfir hundrað skýrsluform og fór einhver hluti þeirra út um land”, útskýrði Gunnar. „Þær skýrslur, sem okkur hafa borizt til baka, eru langflestar af Stór- Reykjavikursvæðinu”. —ÞJM — EVI -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.