Tíminn - 27.01.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.01.1966, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 27. janúar 1966 TÍMINN PÁLL HEIÐAR SKRIFAR FRA LUNDÚNUM // I útlöndum er ekkert skjól // Hér hefur legið við síðast liðnar vikur að taka mætti þessa þekktu ljóðlínur bókstaf lega. Þess ber þó að gæta, að fólk kvartar hér um helkulda í frostlausu veðri og blöðin ræða um harðindi í 3—4 stiga frosti og smáslyddu. Ég veit ekki, hvort kuldinn hér er „kaldari" en heima, en hitt veit ég að húskuldi er og hefur verið á undanförnum öld um slík landplága, að furðu— legt má heita, að Bretar skuli ekki hafa króknað í svokölluð- um húsum sínum fyrir langa- löngu. Enn merkilegra er þó, að þeir skyldu hafa dug til að leggja undir sig mestallan heiminn fyrr á tíð. En fátt er svo með öllu illt... Bretar þakka heimsveldi sitt öðru fremur, hinum laridlæga húskulda, er þrengt hafi svo kosti manna, að þeir leituðu utan til heit- ari landa fremur en að skjálfa heima á Bretlandseyjum. Þessi kenning um upphaf hinnar brezku heimsvalda- stefnu er kannski ekki hafinn yfir allan efa, (ég er ekki viss, hvort vinir okkar „kommarn- ir“ kyngja henni viðstöðu'laust) en hitt er staðreynd, að hús- kuldi er hér meiri en' annars staðar í heiminum. Fýrir 10 árum síðan áttu menn á hættu að verða að aimennu athlægi að nefna miðstöðvarupphitun á nafn, og í dag mun aðeins 10% húsa hér búin slíkri upp hitun. Einangraðir útveggir eru næsta óþekkt íyrirbæri. tvöfaldir gluggar eru enn kynjafréttir, sem hingað ber- ast öðru hvoru frá keppinaut- um í Franz og Þjóðverjalandi, auk þess sem Skandinavar eru grunaðir um notkun þeirra, enda fremur vafasamt fólk. Á nóttinni frjósa járnbrauta lestirnar fastar og á þessari atómöld hefur ekki enn tek- izt að finna ráð sem duga, til að koma þeim af stað rétt- stundis á morgnana. Afleiðing- in er svo, að hundruð þús- unda, sem búa niður í Kent og Surrey, verða of seinar til vinnu í miðborginni. Seinkan- ir eru einnig tíðar á kvöldin, þá sökum rafmagnsleysis. Hinn mesti gasskortur hefur gengið yfir undanfarnar vikur og hefur orðið að lóka um 300 verksmiðjum er nota gas upp í Miðlöndum. Mega Bret- ar þó illa við stöðvun helztu útflutningsiðnaðarvera sinna. Þá hefur orðið að taka upp rafmangsskömmtun í ýmsum landshlutum — jafnvel til ljósa. Forsvarsmenn rafmagns- stöðvanna kenna um seinkun- um á afhendingum rafala og annarra tækja frá verksmiðj- unum, sem væntanlega eru á eftir áætlun vegna gasleysis. Og forsvarsmenn gasstöðvanna kenna um töfum á afgreiðslu véla til framleiðslunnar, sem smíðaðar eru í verksmiðjum, er tafizt hafa vegna rafmagns- leysis, — að manni skilst. Sjálfsagt liggja góð og gild rök að þessu ófremdarástandi, en útlendinga furðar á slíkum vandræðum elztu stóriðnaðar- þjóðar heims — þjóðar er fyrst allra innleiddi iðnbylt- ingu og stóriðnað — en hefur nú ekki nægilegt rafmagn til þess að lýsa hús íbúanna og knýja rafmagnsjárnbrautirnar, ellegar gas til að hita hús þeirra og reka verksmiðjurnar. Pólitíkin: Heath Asíufari. Leiðtogi stjórnarandstöðunn ar Hennar Hátignar, Edward Heath hélt upp úr áramótun- um í mikla reisu til Suð-aust- ur-Asíu. Leigð var Britaníu- flugvél fyrir hann og föruneyti (kostnaður 30 þúsund pund) og heimsóttir höfðingjar og pótentátar austur þar. Komust þeir Heath og kollegar allar götur austur til Saigon og var sýnt þar m.a. svokallað „fyr- irmyndarþorp“ — byggt af Bandaríkjamönnum fyrir víet- namiska bændur. Lýsti Heath hrifningu sinni, en taldi samt að stríðið þar eystra yrði bæði langvinnt og mannskætt — og töldu sumir sig hafa heyrt svo til orða tekið áður. En sem Edward Heath flaug á milli góðbúanna austur þar, er fyrrum lutu hinu brezka ljóni — n nú hafa vanizt svo heimsóknum tignarmanna frá U.S.A. og U.S.S.R., að heim- sókn Leiðtoga Stjórnarand- stöðu Hennar Hátignar og væntanlegs forsætisráðherra Stóra Bretlands fær einungis áorkað undirfyrirsögnum á bak síðum, og „high tea“ hjá ráða- mönnum, — birtist í stjórn- málaritunum „Spectator" og „Encounter greinar eftir flokksmann Heath og tals- mann um nýlendumálefni, — vissan Angus Maude —. {liSvffivSí?! Heath við píanóið á heimili sínu. Harold Wilson Uppreisnarmaðurinn: Hr. Angus Maude var til skamms tíma einn ótal þing- manna, sem dagblöðin eyða ekki púðri á, en þjónaði flokknum í Westminster, og kom fram í sjónvarpinu þriðja hvert ár og gaf álit um eitt- hvert smámál. En Hr. Maude var samt ekki byrjandi í West- minster. Fyrir' 8 árum sagði hann af sér þingmennsku m.a. vegna Súezmálsins. Braut hann allar brýr að baki sér, flutt- ist til Ástralíu, (sem fram til þessa hefur þótt neyðarúrræði fyrir brezkan gentleman), og ritstýrði tímariti í Sidney. Hr. Maude undi þó lítt vist inni hjá andfætlingunum og tók sig upp tveim árum síðar og fluttist aftur til Bretlands að dæmi merkari manna á und an honum. Hljótt var um Hr. Maude næstu árin og sefnnilega hefði hans aldrei verið getið í Lund- únarbréfi,“ ef ekki hefði kom- ið til visst samband viss her- málaráðherra við vissa yngis- mey hér í borg, er átt við hinn sæla Profumo og gæða- konuna Kristínu Keeler. Að vísu var Hr. Maude eigi við það mál riðinn persónulega, en samkvæmt reglunni að eins dauði sé annars brauð, losn- aðj þingsæti Profumos (Strat- ford-upon-Avon, öruggt íhalds kjördaami). Um það leyti mun Hr. Maude hafa komið ár sinni svo vel fyrir borð hjá aðal- skrifstofunni í James‘s Square, að hann var umsvifalaust val- inn frambjóðandi við auka- kosninar í kjördæminu sumar- ið 1963 og flaug á þing. Hr. Maude var endurkjör- inn við seinustu kospingar,, en slíku happi hrósuðu þó ekki allir fyrri samherjar hans. Urðu því mannaskipti að Nr. 10. Gæfumunur þeirra Wil- sons og Sir Alec hefði þó ekki þurft að hafa áhrif á vanþekkingu almennings á Hr. Maude. Það var ekki fyrr en Sir Alec lét af forystu íhalds- flokksins og Hr. Heath tók við taumunum, að lesa gat nafn Hr. Angusar Maude neðarlega á lista um breytingar, er hann gerði á „skuggaráðuneyti" sínu. Skyldi Hr. Maude fjalla um nýlendumál, sem eru að vísu minni málaflokkur en fyrr á tíð, en engu að síður þrep upp á við í mannvirðingarstig anum í Westminster. En sem Hr. Maude var þang- að kominn eftir sína löngu reisu og 50 ár, reit hann grein ar tvær, þar sem hann gagn- rýndi flokk sinn harðlega. Birtist önnur þeirra í viku- ritinu „Spectator." Þar lét Hr. Maude svo ummælt, að íhalds- flokkurinn væri orðinn að hreinu viðundri í augum al- mennra kjósenda og óhæfur til raunhæfrar stjórnarand- stöðu. Kjósendur tækju flokk- inn ekki alvarlega lengur o.s. frv. Þessi orð Maude's féllu sem regn á skrælnaða eyðimörk stjórnmálafréttaritaranna, sem „analyseruðu ritverkið í ræð- unj greinum sunnudagsblað- anna og sjónvarpið sá um, að þeir sem ekki lesa blöðin misstu ekki af krásunum. Varð Hr. Maude landsfrægur maður á svipstundu. „Laun syndarinnar er —“ Þegar Hr. Edward Heath sté út úr Britaníu-leiguvélinni um hánótt á Lundúnarflugvelli fyr ir nokkru síðan, mætti honum skari fréttamanna, sem spurðu hvort hann ætlaði að reka Hr. Maude aftur á bakbekkina og hvenær. Hr. Heath vissi ekki lengi vel hvaðan á sig stóð veðrið, enda var hann í tei hjá furst- anum í Kuweit, þegar Specta- torgreinin kom út, og hafði því ekki lesið hana. í fyrradag var Hr. Maude svo boðaður á fund leiðtogans í pipiarsveinsíbúð hans í Al- bany (Bak við Regent Palace Hotel). Stóð þeirra fundur í hálftíma og afher'i Hr. Maude lausnarbeiðni sína sem tals- maður Stjórnarandstöðu Henn ar Hátignar um þær 13 nýlend- ur, sem eftir eru í eigu Brezku krúnunnar, og sagði blöðunum að hann áliti sig gera Flokkn- um og þjóðinni meira gagn með „uppbyggjandi gagnrýni frá bákbekkjunum en sem nýlendutalsmaður." Nú hafa íhaldsmenn í kjör- dæmi Hr. Maude einnig boð- að hann á sinn fund, að standa reikningsskap greina sinna, áður en þess verði æskzt, að hann segi af sér þingmennsku fyrir kjördæmið. Svo virðist sem Stratford- upon-Avon — fæðingarstaður Williams Shakespeares og eft- irlætisstaður svananna — sé orðinn að álagabletti fyrir stjórnmálamenn! — En hvað um Enoch? Maður er nefndur Enoch Powell og var prófessor í sagn- fræði í Oxford áður en hann neri sér að stjórnmálum. Ef til vill rámar einhvern í nafn þetta í sambandi við afsögn McMillans 19 og forsætisráð herratign sir Alec Douglas Home. Hr. Powell var heil- brigðismálaráðherra í stjórn McMilIans en neitaði að þjóna Sir Alec ásamt Ian McLeod. Þegar Edward Heath tók við forystu var Hr. Powell gerð- ur talsmaður hans um varnar- mál og gefið sæti i „Shadow Cabinet." Kom þessi upphefð nokkuð á óvart, þar sem Hr Powell var einn af mótfram- bjóðendum Heaths um leiðtoga tignina. Það hefur ekki liðið svo helgi undanfarna .nánuði að Hr. Powell haldi ekki ræðu einhvers staðar. ,.ar heldur hann fram skoðunum m.a. um varnarmál, er gagnstæður eru hinni opinberu stefnu flokks- ins. Hr. Powell telur, að Bret- ar eigi að draga í land frá Austurlöndum og láta íbúana sjálfráða um eigin varnir og stjórnarskipulag, enda verði andspyrna þeirra gegn alheims kommúnistanum að koma innan frá. Óraunhæft sé því fyrir Breta að halda úti stór- um herjum og fjárfrekum bæki stöðvum í þessum hluta heims, kommúnismanum til hindrun- ar, jafnframi að vera Bretum um megn fjárhagslega. Þá er Hr. Powell yfirlýstur andstæðingur hinnar svo- nefndu „Incomes and Prices Policy" „Launa og verðlags- stefnu), og notar hvert tæki- færi til niðurrifs á þeim kenn- ingum. Stefna beggja stóru Framhald á bls. 12 II ums'ES&B

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.