Tíminn - 27.01.1966, Side 9

Tíminn - 27.01.1966, Side 9
1 FHnHTUDAGUR 27. Janúar 1966 TÍIWINW MINNING vörutegundum, ef hráefni er fyr- ir hendi? — Það er engan veginn auðvelt að selja þessar vörur. Samkeppni er mikil alls staðar erlendis og hvergi í veröld þekkist, að vinnu laun hækki á hverju ári iim 10— 30% og stundum meira. Við skul um segja, að verðlagsyfirvöldin hér taki að nokkru tillit til kaup- gjaldshækkananna við verðlagn ingu varanna fyrir heimamarkað, en allt annað er uppi á teningn- um, þegar selja á erlendis. Þar verðum við að sætta okkur við það verðlag, sem er á sambærileg um vörum á heimsmarkaðinum. Það vörumagn, sem við flytjum út veldur engum breytingum á er- lendum mörkuðum. Heimur- inn mundi ekki tortímast, þó að hann fengi engar vörur frá okk- ur, en gerum okkur það Ijóst, að ísland mundi ekki vera sama velferðarlandið, lengi, ef við ætt- um ekki kost á að flytja afurðir okkar á erlenda markaði, og fá fyrir pær gjaldeyri til kaupa á þeim nauðsynjum, sem ekki er hægt að rækta i iandinu eða fram leiða. ísland átti digra gjald- eyrissjóði á vissu tímabili, en þeir hurfu fljótt, og menn eru ósam- mála um, hversu hyggilega þeim hafi verið varið. Margt gagnlegt var keypt, en mikið fór líka í óþarfa og verðbólgufár. Tímarn ir eru ekki ósvipaðir nú. Nægur gjaldeyrir virðist vera fyrir nendi F’ramhald a bls 1? Þráinn Maríusson, Húsavík F. 27. apríl 1902. D. 6. des. 1963. Hann dó alltof ungur, þótt hann yrði nálega 64 ára gamali. Menii eins og hann eru samfélag inu svo þarfir, að óskiljanlegt er, hvers vegna forsjónin ætlar þeim ekki hæsta starfsaldur. Sagt er, að dauðinn hafi það verkefni að grisja skóginn skógarins vegna, en oft er eins og hann sækist eft ir að höggva vænstu trén. Þráinn var fæddur á Húsavík og átti þar heima alla sína ævi. Hann var sonui Maríusar Bene- diktssonar og Helgu Þorgrúns- dóttur, merkxa hjóna og mikiis virtra. Benedikt, faðir Maríusar var sonur Benedikts austanpósts frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal Bjömssonar (Söguþættir land-1 póstanna II.) Moðir Maríusar var Þórunii Egilsdóttir Jónssonar frá Stóravatnshomi í Haukadal í Dalasýslu. Benedikt og Þórann bjuggu um skeið í Kelduhverfi, síðan á Tjörnesi en fluttust til Húsavíkur 1880. Helga móðir Þráins var frá Hraunkoti í Aðaldal Þorgríms sonar bónda þar, Halldórssonar, bónda á Bjarnarstöðum í Bárðar- dal Þorgrímssonar. Kona Þor- gríms á Hraunkoti — móðir Helgu — var Guðrún Jarþrúður Jónsdóttir, hreppstjóra í Haga £ Aðaldal Ámasonar. Maríus og Helga eignuðust fimm sonu, sem upp komust: Héð in, Þráin, Þorgrím, Gunnar og Hákon Allir urðu þeir góðir borg arar á Húsavík, — og er fjöl- menni af þeim komið. Bræðurnir era ailir á lífi, nema Þráinn. Þráinn ólst upp í foreldrahús- um við landbúnaðarstörf, sjósókn og verkamannavinnu jöfnum hönd um og varð uppkomin áhuga- samur sauðfjáreigandi, dugmikill sjómaður og eftirsóttur verka- maður. Þráinn kvæntist 16. jan. 192S j eftirlifandi konu sinni, Maríu | Steingrímsdóttur Hallgrímssonar i frá Túnbergi á Húsavík. Börn: þeirra á lífi eru í aldursröð talin: Helga. gift Jóm Jónssyni, bónda Valagiii, Reykjadal. Kristín, gift Bjargmundi Tryggvasyni, bifvélavirkja, Hafn- arfirði Þórunn, gift Brynjólfi Jóhann- essyni, bifvélavirkja, Hafnarfirði. Bjarni, kvæntur Hrefnu Ólafs- dóttur — búa í Hafnarfirði \ HösKuldur, heitbundinn Þóru Helgadóttur; búa í Garðahreppi. Á æskuáram tók Þráinn allmik inn þátt í íþróttum Hann hafði góða burði og keppniskap. Var tnestur glímumaður jafnaldra sinna á Húsavik Stundaði knatt- spyrnu af þrótti. Tók þátt í hlaupakeppni og vann m.a. eitt sinn svonefnt Saltvíkurhlaup (5 km), sem á tímabili var háð einu sinni a ári fyrir Húsavík og ná- lægar sveitir. Þráinn var í sveitarstjórn Húsa- víkur um skeið og kynntist ég þá vel miklum mannkostum hans, skapfestu ósérhliíni og heilbrigð um sjonarmiðum Fjallskilastjóri var hann lengi og forðagæzlumað- ur. Á tímabil: var hann í stjóm Verkamannafélags Húsavíkur, gjaldken félagsins Gegndi sí og æ nefnaastörfum í margháttuðum félagsskap byggðarinnar Hann var kostnn i stjóm Kaup félags Þingeyinga 1961 og síðan endurKosinn encir vai hann heil- steyptur samvinnumaður í orði og verki Seinustu ár sín var hann í stjóm Fiskiðjusamlags Húsavík- ur. Þráinn Maríusson var viðmóts- 'hýr maður, ljúfmenni í umgengni og vildi vinna að sáttum og friði mann-j á milli. Hins vegar var hann pungur fyrir, þegar á þurfti að halda og karlmenni í lund. Hann hélt því fastara á máli, er hann taldi rétt mál, því óbil- gjamara, sem á var leitað. Hopaði ekki á fundum fyrir stóryrðum eða aðkasti. Sá, sem Þráinn fylgdi að málum, var aldrei ber að baki sökuoi þess að Þráinn viki sér undan. Það reyndi ég sem hrepps nefndaroddviti, og voram við þó ekki taldir vera flokksbræður í stjómmálum. Hann var liðsemdarmaður I fullri merkingu þess orðs. Þar var æfíð til manns að moka, sem hann var, þegar á lá, því hvo, t tveggja var, að hann var verk- hugaður maður og laus við sér- hlífni. Þegar vantaði mann i fjár- leitir, grenjaleitir, rúningsferðir, vökumaimsstörf o.s.frv. þá var gott fyrir þá sem fyrir málunum áttu að sjá að leita til Þráins. Hann tók á sig erfiðið — eins og hann væri skyldugur til þess. Því fylgdi viss öryggiskennd í oddvita starfi að vita hann á næstu grös- um. Stundvísi hans við mætingar á fundum og til annarra starfa var frábær. Hún skiptir ekki litlu máli i mannlegu samfélagi. Seinást, þegar fundum okkar Þráins bar saman, var hann á sl. hausti að búa sig til ferðar til Vesturlands í þvi skyni að standa þar fyrir verkum í sláturhúsi. Kaupfélagsstjóri, ættaður úr Suð- ur-Þingeyjarsýslu, hafði komið að vestan til að leita eftir verk- stjóra. Enginn, sem til greina gat komið. fékkst til farar, nema Þrá- inn. Hann lét til leiðast af venju legri liðsemdarhvöt sinni. Eftir dvölina vestra tók hann ekki á heilum sér. Fyrir alknörg- um áram hafði hann gengið und- ir uppkurð vegna magasárs. Nú tók oieinið sig upp og varð ekki við ráðið. Menn eins og Þráinn Maríusson era meira virði fyrir umhverfi sitt og samtíð en hægt er að meta. Þeir gera miklu meira fyrir sam- félagið en almennt er talin þegn skylda. E£ til vill tekur almenn- ingur ekki eftir þessu stundum, en þeir, sem fyrir málefnum standa þreifa á því. Það er mikið skarð fjrir skildi orðið við fráfall Þrá- ins. Oft er sagt, að maður komi jafnan manns í stað. í því er mik ill sannleikur, en þó venjulega meira sagt sem hreystiyrði, vegna þess, að ekki verður við hveríleik ann ráðið. Og víst er um það, að enginn einn maður fyllir skarðið, sem orðið er við fráfall Þráins Maríussonar, af því að á svo breiðu sviði og víða lagði hann lið Hafi hann hugheilar þakkir fyr ir störf sín og drengilega fram- komu Veri minningin um hann ást- vinum hans og afkomendum verð- mætur arfur og gifturíkur Karl Kristjánsson. Möppur utan um Sunnudagsblað Tímans fást nú aftur hjá afgreiðslunni í Bankastræti 7. Möppurnar eru með gylltan kjöl og númeraðar eftir árgöngum. Verð kr. 70.00. FÉLAG FRAMREIÐSLUNEMA: AÐALFUNDUR verður haldinn i Matsveina- og veitingaþjónaskól- anum fimmtudaginn 27. ianúar 1966 kl. 4. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.