Tíminn - 29.01.1966, Qupperneq 8

Tíminn - 29.01.1966, Qupperneq 8
8 ÆSKUNNAR VETTVAN6UR TÍMINW LAUGARDAGUR 29. janúar 196« - segir formaður F.U.F. á Akureyri, Karl Sfeisigrímsson Vettvangurinn átti tal við for mann FUF á Akureyri Karl Stein grímsson, útibússtjóra, nú fyrir skemmstu, og spurði hann tíð inda af starfi félagsins. Aðalfundur félagsins var hald inn 21. ^október s. 1. Sigurður Jó- hannsson, fráfarandi formaS- ur, flutti skýrslu stjórnarinnar og kom fram hjá honum, að starfið hafði verið mjög mikið sl. ár. Haldnir voru 3 kvöldverðarfund ir, 1 almennur félagsfundur og borgarafundur um skólamál. Á borgarafundinum fluttu Þórar- inn Björnsson, skólameistari og Ingvar Gíslason alþm. framsögu ræður, en fundurinn var mjög fjöl sóttur og ánægjulegur. Auk þess voru haldin 5 spilakvöld og nokkr ir almennir dansleikir. — Hverjir skipa stjórn íélags ins núna? — Auk mín skipa stjórn- ina: Svavar Ottesen prentari, varaform., Hákon Hákonarson iðnnemi, gjaldkeri, Rafn Sveins son, verzlunarm., ritari, Þráinn Magnússon, - skrifstofumaður spjaldskrárritari, og meðstjórn- endur Jóhann Ævar Jakobsson, málari ag Gunnlaugur Guð- mundsson skrifstofumaður. — Hvað hafið þið helzt á prjón unum í vetur? — Vetrarstarfið er þegar hafið. Við höfum haldið einn kvöld- verðarfund, þar sem Sigurðu'- ÓIi Brynjólfsson, bæjarfulltrúi flutti framsögu og svaraði íyrir spurnum um bæjarmálin, og tókst fundurinn mjög vel. Annars verður félagsstarfið í svipuðum farvegi og áður, nema hvað við leggjum áherzlu á að vinna sem bezt að bæjarstjórnarkosning unum. Það er t.d. mjög ánægju legt að íélagsmönnum hefur fjölg að verulega nú síðustu — Hvað er helzt að frétta úr félagslífinu á Akureyri? — Ég held að það markverð- asta sé tvímælalaust leikrit M.A. „Einn þjónn og tveir herrar," sem sýnt er hvað eftir annað íyr- ir fullu húsi. Menntaskólinn hefur um langt skeið sýnt leikrit ár- lega og er þeim ávallt vel tekið af bæjarbúum, enda er þetta fram tak þeirra hið merkasta. — Setur Menntaskólinn ekki mikinn svip á bæinn? — Jú, það er óhætt að íullyrða það. Mikill fjöldi stundar nám í M.A. og komast færri en vilia að. Ég held, ájð það séjmikil þöít- Framhaid a bls. 1 Hópmynd úr leikriti Leikfélags M.A. TaliS frá vinstri: Þorbjörn Árnason, Þórgunnur Jónsdóttir, Steinunn Jó- hannesdóttir, Einar Haraldsson, Arnar Einarsson, Margrét Sigtryggsdóttir, Sigurgeir Hilmar, Ólafur Ólafsson og Sverrir Páll Erlendsson. Leikrit Menntaskólans á Akureyri 1966: Einn þjdnn og tveir herrar TRAU íslendingar hafa látlaust frá lokum síðara heimsstríðsins leitað að lausn verðbólgunnar. í tvo tugi ára hefur efni lands- málaumræðna að mestu verið hið sama: verðlag og kaupmáttur, dýrtíð og verðbólga, greiðslugeta og gjaldeyrisstaða, verkföll og vísitala, afkoma og uppbætur, fjárlög og fjárfesting, styrkir og stundarlausnir, bankar og bankaráð, vextir og viðreisn. Þúsund orð, hundrað ræður, ár eftir ár, þing eftir þing. Allt án árangurs Gátan er eftir sem áður óleyst. Ríkisstjórn og sérfræðingar hafa mánuð eftir mánuð gengið á torg og boðið ráð. Þau eru rædd, metin og framkvæmd. En illvætturinn virðist ósigrandi. Líkt og drekar riddaratímans magnast hún við hverja atrennu. íslenzkur almenningur hefur í sjö ár heyrt ráðleggingar og horft á reiðmennsku og vopna- burð riddaranna sjö, sem í fararbyrjun sóru að kála drekanum og viðreisa þjóðina. En við virkisgarð drekans reyndust riddar- arnir sjö vera dvergar. Árangurslaus ráðsmennska hefur dregið úr trausti þjóðar- innar á oddvitum hennar. Trúin á getu þeirra er ekki lengur við lýði. íslenzkur almenningur er orðinn vonlítill um hetri daga. Sú skoðun brýzt ískyggilega oft fram, að íslendingar séu ekki megnugir að leysa vandamál sín. Æ oftar er leitað erlendra ráða og til erlendra athafnamanna. Landsfcður boða æskunni þann fögnuð, að þjóðin sé fámenn, fátæk og smá; á sumum svið- um sé sjálfstjórn henni jafnvel of þung þraut. Ráðherrar láta með velþóknun anda uppgjafar svífa yfir vötn íslands. Ávirðing ríkisstjórnarinnar er ekki fyrst og fremst vonleysi hennar um lausn efnahagserfiðleika þjóðariunar, licldur hve markvisst hún hefur lamað trú fslendinga á mátt þeirra og megin. Án öflugrar slíkrar trúar er smáþjóð mikil hætta búin í hraðaheimi tuttugustu aldar. Án hennar mun þjóðin bogna við minnstu þraut. Án sjálfstrausts og þors er engin von að vanda- mál íslendinga verði leyst. Allar aðgerðir eru dæmdar til árang urslcysis efist þjóðin um hæfni leiðtoga sinna og eiginn mátt. Gagnkvæmt traust forystu og fylgjenda er forsenda þess, að íslendingar geti hamið erfiðleika sína. Slíkt traust er óhjákvæmi Iegt upphaf endursköpunar íslenzks þjóðlífs. Á R M A N N Leikfélag Menntaskólans á Ak- ureyri hefur undanfarið sýn^ gam- anleikinn „Einn þjónar og t.veir herrar,“ eftir Carlo Coldoni. Þegar þetta er ritað hefur leik- urinn verið sýndur alls 8 sinn- um fyrir fullu húsi áhorfenda, svo sjá má að Akureyringat og nær- sveitarmenn hafa tekið leiknum vel. Fyrirhugað er að sýna Icik- i'un 4 sinnum enn á Akureyri og 'fclnjdg er setlupin að sýná hann á OÍáfsfirði,. Siglufirði og jafnvel austur í Þingeyjarsýslu. Leikrit þetta er eftir ítalska leikritaskáldið Carlo Colrioni, sem er talinn vera upphafsmaður it- alska gamanleiksins, og uppi var á árunum 1707—1793. Þýðiuguna gerði Sveinbjörn Jónsson, leik- stjóri er Ragnhildur Steingríms- dóttir. Leikritið er skrifað i Comedía delÞArte stíl, sem ríðk- aðist um 1700 á Ítalínu og Spáni. Einkcnni þessa stílsafbrigðis í leiklist, eru einkum þau að sam- an fer gamanleikur, harmleikur og farsi. Efniviðurinn sóttur í hversdagslífið, þar sem gleöin og grínið ráða ríkjum, en grunnt á hina nöpru þjóðfélagsádeilu. Leik- ararnir mega gjarnan „impróvís- era“. (Koma með eitthvað frá sjálfum sér,) sem að sjálfsögðu verður að falla innan ramma leiks- ins. (Sjá nánar annars staðar á síðunni um Comedía dell'Arte. Með hlutverk í leiknum fara éftirtaldir nemendur: Arnar Ein- arsson, Sigurgeir Hilmar, Þórgunn ur Jónsdóttir, Sverrir Páll Erlends son, Þorbjörn Árnason, Steinunn Jóhannesdóttir, Einar Haraldsson, Ólafur Ólafsson, Margrét Sig- tryggsdóttir, Jón Þorsteinsson, Ingi Tómas Björnsson og Þor- steinn Thorlacius. Þar sem okkur þótti forvitnilegt að kynnast ná:> ar þessu unga áhugafólki um leik- list og starfi þeirra, höfðu tíð- indamenn Vettvangsins á Akur- eyri tal af nokkrum forráðamönn- um Leikfélags M.A.: Þegar leikhús auglýsir frumsýn- ingu á leikriti, hugsa fáir um þ. hversu mikið starf liggur að baki slíkrar sýningar. Hér á landi er tiltölulega .nikið um leikstarfsemi einkum áhugamanna. Til þess að kynnast iítillega starfseminni á bak við tjöldin og sjá hvernig það gengur fyrir sig að koma leikhúsverki á fjalirnar. brugðum við okkur niður í sam- komuhús síðla kvölds, þar sem verið var að sýna menntaskóla- leikritið „Einn þjónn og tveir herrar.“ Fólkið flykktist út úr húsinu og flýtir sér í bílana, því að það er 16 stiga gaddur. Rauðnefjaðir og skjálfandi laumumst við bak- dyramegin og drepum á dyr. Okk- ur er strax boðið inn og við finn- um fljótt léttleikann og lífsgleð- ina, sem ríkir í andrúmsloftinu. Fyrst tökum við tali formanninn, Ólaf Ólafsson, sem er nemandi í sjötta bekk stærðfræðideildar. — Segðu okkur Ólafur, hvert er ykkar fyrsta verk, þegar setja skal upp leikrit? — Við reynum að finna handa okkur leikstjóra, sem allra fyrst, en það er ekki heiglum hent, einkum vegna staðsetningar skól- ans. Leikstjórarnir eru oftast að sunnan og þeir verða að útiioka öll önnur störf sín, ef þeir koma hingað norður til að setja upp. En þetta tekst nú alltaf með lagni og þá er hafin leit að ein- hverju ákveðnu leikriti til að sýna. Leikstjórinn er gjarna nafð- ur með í ráðum, þar sem þekking okkar á þessu sviði er sjaldnast nógu óð, til að geta valið gott og umfram allt skemmtilegt stykki. — Hvað vinna margir að sýn- ingunr.i? — Ja, t.d. núna í ár erum við milli 30 og 40, þar af aðeins 12 leikendur. — Hvert er þá starfssvið hinna? — Fyrst skal nefna smiðina. Þeirra verk er ansi mikið, þar sem í þessum leik eru þrjú svið, svo eru þeir jafnframt senumenn. Þá má telja málarana, en núna höfum við á að skipa sérlega góð um listamannahópi. Síðan eru stúlkurnar við búningana, þær bæði lagfæra þá sera við fáum að láni og sauma nýtt. Svo eru nokkr ar stúlkur, sem annast hárgreiðslu og hárkollur, hvíslari, ljósameist- ari og leiksviðsstjóri, einnig starfsfólk í sal, dyraverðir og sölu stúlkur. Síðast en ekki sízt, tvæj stúlkur sem koma með hressingu handa hópnum á æfingum og sýningum. Næst tökum við tali leiksviðs- stjórann, Kristján Árnason. — í hverju er starf þitt fólg- ið, Kris — M .tmegnis í alls konar „reddingum." Ti] leiksins þarf hitt og þetta dót, sem „aður verður að fá að láni frá heimil- um út um allan bæ. Su:nt verð- ur að búa til, eins og t.d. hin miklu matvæli sem notuð eru við sýninguna. En á sýningum er „Góða veizlu gjöra skal". Leikendur taldir frá vinstri: Ariar Einarsson, Ólafur Ólafsson, Jón Þorsteinsson og Ingi T. Björnsson. FJOLGAR mikið Útgefandi: S.U.F. - RHstiórar: Baldur Óskarsson og Hermann Einarsson v

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.