Tíminn - 29.01.1966, Qupperneq 12
ÍÞRGTTIR
ÍÞRÓTTIR
12
TIMINN
LAUGARDAGfUR 29. janúar 1966
Veröur það sig-
ur gegn Skotum ?
2 landsleikir í körfubolta um helgina.
Alf-Reykjavík.
í dag, laugardag, leiða íslcnzkir
og ákozkir körfuknattleiksmenn
saman hesta sína í íþróttahöll-
inni í LaugardaL Þetta verður í
annað sinn, sem löndin leika
landsleik í körfuknattleik, en
Skotar unnu fyrsta leikinn með
7 stiga mun, 59:52. Og spurning-
in er: tekst íslenzku körfuknatt-
leiksmönnunum að leggja Skot-
ana að velli í dag? Betri afmælis-
gjöf gætu þeir ekki gefið hinu
unga Körfuknattleikssambandi ís
lands, sem einmitt í dag heldur
upp á 5 ára afmæii sitt.
Víst er, að ísL liðið ætti að
hafa mikla möguleika til að sigra
Skotana og þeir möguleikar auk-
ast mjög við það, að Þorsteinn
Hallgrímsson, snjallasti körfu-
knattleiksmaður , okkar leikur
með ísL liðinu í dag, en honum
var boðið sérstakiega til landsins
frá Danmörku, þar sem hann er
við nám, til að taka þátt í leikj-
unum gegn SkotlandL Síðari
leifeurinn gegn Skotum verður
leikinn á morgun, sunnudag.
Á undan landsleikjunum i dag
og á sunnudaginn, verða háðir
forleikir, sem ættu að geta veitt
áhorfendum góða skemmtun.
Menntaskólinn í Reykjavík
keppir við Verzlunarskólann á
undan leiknum á laugardag. Þess-
ir tveir skólar hafa marga harða
hildi háð á fþróttavellinum á und
aníörnum árum og má búast við
harðri baráttu miili þeirra í dag.
f liði beggja eru ungir og efni-
legir körfuknattleiksmenn, sem
vakið hafa athygli í keppni fþrótta
félaganna.
Á undan landsleiknum á sunnu
daginn fceppir lið Vogaskólans við
Gagnfræðaskólann á Kefíavíkar
flugvellL í Kði Vogaskólans eru
piltar sem athygli vöktu í m
flokki, en þeir mæta keppnis-
vönum og erfiðum andstæðingum,
þar sem bandarísku piltamir á
Keflavíkurflugvelli era.
Leikimir báða dagana hefjast
kl. 16, en leikið verður í 2x15
mín., án nokkurra leiktafa. Lands
leikimir sjálfir hefjast því um
kl. 16.40.
Þess er vænzt, að sem flestir
nemendur skóla þeirra, er keppa,
Framhald á bls. 14
Tvísýn barátta
Hauka og Vals
Alf-Reykjavík, föstudag.
Valsmcnn og Haukar háðu
jafna og tvísýna baráttu í 1. deild
ar keppninni i handknattleik á
fimmtudagskvöld. Svo fórn leik
ar, að Valsmenn unnu með 25:21,
og bjuggust víst fáir við þeim
úrslitum eftir fjrri hálfleikinn,
en í honum sýndu Haukar góð-
an leik og náðu um tíma
að tryggja sér 5 marka forskot,
15:10.
Fyrir hlé minmkuðu Vals-
menn bilið og stóðu leikar í hálf-
leik 15:12. f síðari hálfleik náðu
Valsmenn sér betur á strik og
höfðu um miðjan hálfleik náð
jöfnu, 18:18. Bergur Guðnason
átti afbragðsgóðan leik og skor
aði 5 fyrstu mörkin fyrir Val, en
Framhald á bls. 14
Hreinn, Ármanni, skorar eitt af mörkum fétags stos i lciknum f fyrrakvöld.
Góð markvarzla Þorgeirs
bjargaði Fram
Ármann ógnaði sigri Rvík-meistaranna
Alf—Reykjavík, föstudag.
Eftir fyrstu leikjunum í 1. deild
ar keppninni í handknattleik að
dæma, virðist injög jöfn keppni í
deildinni framundan. Ekkert lið
virðist öruggt. Þannig töpnðu ís
landsmeistárar PH fyrir Ilaukum í
fyrsta leik, og Reykjavíkurmeistar
ar Fram máttu berjast mikið til
að ná sigri gegn Val í fyrsta leik.
Sama sagan endurtók sig á fimmtn
daginn, þegar Fram mætti „botnlið
inu“ Ármanni. Sigurinn var í
hættu fram til síðustu mínútna, og
raunar var aðcins frábær mark
varzia Þorgeirs Lúðvíkssonar, sem
bjargaði Fram, þegar útlitið var
orðið mjög dökkt.
Ármenningar höfðu náð 2ja
imarka forskoti, þegar komið var
fram yfir miðjan síðari hálfleik,
18:16, en þá fór Þorgeir í markið
fjrir Þorstein landsliðsmarkvörð.
Til að byrja með juku Ármenning
ar forskotið í 20:17, en eftir það
hleypti Þorgeir aðeins einuim
knetti framhjá sér í netið. Og
Gunnlaugur Hjálmarsson og Sig
urður Einarsson skiptust á að
skora síðustu mörk Fram, en leikn,
um lauk 24:21 Fram í vil.
Byrjunin hjá Fram var mjög
góð og var staðan eftir 14 minút
ur 7:1. Þennan tíma gekk spilið
hjá Fram eins og vel smurð vél,
og Þorgeir í markinu stóð sig fram
úrskarandi veL En staðan átti eft
ir að breytast, þegar Fram skipti
leikreyndari mönnum út af fyxir
nýliða. Hvað eftir annað skoraði
Hörður Kristinsson fyrir Ármann
og var staðan í hálfleik orðim
13:12, aðeins eins marks munur'
fyrir Fram.
Fyrstu mínúturnar í síðari hálf
leik voru bezti kafli Ármanns í
leiknum, en þá skoruðu Hörður,
Hreinn og Pétur 5 mörk með
stuttu millibili og komust tvö
Framhald á bls. 14.
STAÐAN
Úrslit í 1. deildar-keppninni í
handiknattleik í fyrrakvöld:
Fram-Ármann 24:21
Valur-Haukar 25:21
Staðan í mótinu er þá þessi:
Fram
Valnr
KR
Haukar
FH
Ármann
Næstu leikir
2 2 0 0 48:40 4
3 2 0 1 71:69 4
1 1 0 0 22:17 2
2 1 0 1 39:42 2
1001 17:18 0
3 0 0 3 62:73 0
í íslandsmótinu
verða leiknir í kvöld og annað
kvöld. f kvöld fara fram leikir í
yngri flokkunum, og einn leikur
í 2. deild karla, Víkingur-ÍR, en
annað kvöld verða tveir leikir í 1.
deild karla, FH-KR og Fram-Hauk
ar.
Friðrik sigurvegari í Reykjavíkurmdtinu
- hlaut 9 v. Vasjúkof í öðru sæti með 81/2 vinning.
Alf-Reykjavík, föstudag.
Friðrik Ólafsson, stórmeist
ari. varð sigurvegari í Reykja.
víkurmótinu í skák, en í síð-
ustu umferð mótsins, sem tefld
var á fimmtudagskvöld, siigraði
hann Jón Kristinsson í fallegri
skák, sem lauk eftir 24 leiki.
Fyrir síðustu umferðina stóðu
Friðrik og sovézki stórmeistar
inn Vasjúkof jafnir aS vígi,
með 8 vinninga hvor. Vasjúkof
tefldi gegn Guðmundi Pálma-
syni, þeim mikla jafnteflis-
meistara. og lauk skák þeirra
mess jafntefli. Þar með hlaut
sovézki stórmeistarinn 8%
vinning gegn 9 vinningum Frið
riks.
Til gamans má geta þess, að
Guðmundur Pálmason gerði
8 jafntefli í þeim 11 skákum,
sem hann tefldi, gegn þremur
efstu keppendunum og þremur
neðstu, auk þess gegn Jóni
Kristinssyni og Freysteini Þor-
bergssyni.
TTrslit i 11. og síðustu um
ferð mótsins:
Guðm. P.-Vasjúkof
Jón Kristinss.-Friðrik 0:1
Fraysteinn-Björn V>: Vi
Jón Hálfd -O’Kelly 0:1
Wade-Böök 1:0
Kieninger Guðmundur S. Vi: V2
íjokastaðan á mótinu varð
þá þessi:
1. Friðrik Ólafsson 9 v
2. Vasjúkof 8% v
3. O’Kelly 8 v
4. Guðmundur Pálmason 7 v
5. Freyst. Þorbergss.
6. -7. Böök
6.-7. Wade
8. Jón Krisíinsson
9. Björn Þorsteinsson
10. Kieninger
11. Guðm. Sigurjónss.
12. Jón Hálfdanarson
Frammistaða Friðriks Ólafs
sonar í mótinu verður að telj
ast mjög góð, þegar tekig er tii
lit til þess að hann hefur lítið
komið nálægt taflmennsku s.l.
2 áj, eða frá bví að síðasta
Reykjavíkurmót var háð Ósk
ar Tíminn Friðriki til ham-
ngiu með sigurinn.
Þess má geta, að Friðrik mun
skriía um síðustu umferð móts
ins ■ blaðið síðar.
Friðrik Ólafsson.
I