Tíminn - 03.02.1966, Side 1
Gerizt áskrifendur a8
rtmanum
Hringið I sfma 12823
Auglýsing i rímanum
kemur daglege fynr augu
80—100 þúsund lesenda.
27. tbl. — Fimmtudagur 3. febrúar T966 — 50. árg.
HARKA I
LEIKNUM
íþróttafréttamenn myndu tæplega dæma myndina hér að neðan
„íþróttamynd ársins 1966", en hún er engu að síður góð. Þarna
berjast af mlkHli hörku ( knattspyrnukapplelk I Southampton þernur
af hafskipinu „Queen Mary" og skrlfstofustúlkur fró brezku trygg-
ingafélagi. Völlurinn er eitt svað, en stúlkurnar láta það ekki á
slg fá, enda eru Bretar frægir fyrir að lelka knattspyrnu við crfiðar
aðstæður, karlmenn sem kvenmenn.
Veruleg framleiðsluaukning í Sovét:
Iðnaðarframleiðslan
óxum8 % áríi '64
NTB—Moskvu, miðvikudag.
Iðnaðarframleiösla Sovétríkj-
anna óx meira 1 fyrra en tvö
síðustu valdaár Krústjoffs,
forsætisrápherra, að því er segir
í yfirliti um framleiðsluna, sem
birt var 1 Moskvu í dag. En hild
arframleiðslan óx ekki eins mik
ið nú og árið á undan vegna
slæmrar uppskeru landbúnaðarins
í fyrra, jafnvei þótt upphaflega
hafi árið 1965 iitið út fyrir að
ætla að verða metár i landbúnað
arframleiðslu
Samkvæmt árlegu yfirliti Hag
s'tofu Sovétrikjanna, óx iðnaðar-
framleiðslan fimm prósent meira
en áætlað var í sjö ára áætluninni
sem lauk um síðustu áramót. Iðn
aðarframleiðslan óx um 8.6% í
fyrra, miðað við 7.1% aukningu
árið 1964. Árið 1962 var fram-
leiðsluaukningin i iðnaði 9.5% og
árið 1963 8.5%
En landbunaðarframleiðslan
óx einungis úm 1% í fyrrá, mið-
að við 12% mikningu árið 1964.
T skýrslunni segir. að þessi litla
aukning eigi rætur sínar að rekja
Veiurofsí á Suðurlandi
KT-Reykjavík, miðvikudag.
í dag hefur geisað austanrok
um allt Suðurland og hafa ýmsar
truflanir orðið af þeim sökum.
Mikið frost
í N-Evrópu
NTB—Murmansk, miðvikudag.
f Murmansk var í dag 38 stiga
frost, en það er kaldasta veður,
sem J>ar hefur mælzt á þessari
öld. í Stokkhólmi voru í dag 23
gráðu frost, og er það óvenjukalt
þar um slóðir.
Höfnin í Murmansk er íslaus, en
20 cm ís var á Kola-flóanum. Gam
alt fólk á þessu svæði hefur aidrei
áður séð skip föst í ís á þessu
svæði. Unnið er að því af fremsta
megni, að skipaumferð til hafn
arinnar verði með eðlilegum hætti
þrátt fyrir ísvandræðin.
Sænska fréttastofan skýrði frá
því, að í kvöld hafi verið 23 gráðu
frost í höfuðborginni, Stokkhólmi,
og miðað þetta við 19 gráðu frostið
sem var þar 9. febrúar 1956. Fara
verður allt til áranna 1870—1880
til þess að fá sama kulda i höfuð
borginni og var þar í gær.
Mjög kalt var einnig víða annars
staðar í Svíþjóð, og í Efra-Norður
landi var 35—45 stiga frost.
Framhald á bls. 14.
Mest varð veðurliæðin í Vest
mannaeyjum eða um 15 vindstig.
Þess má geta, að samkvæmt upp-
lýsingum Veðurstofunnar teljast
12 vindstig fellibylur, þó mörkin
séu ekki mjög glögg.
Umferð hefur lagzt niður á stór
um svæðum á Suðurlandi og hafa
meira að segja mjólkurbílar hætt
ferðum af völdum veðurs.
Á Norðurlandi hefur veðrið ver-
ið miklu skárra, 7—8 vindstig og
dálítil snjókoma.
Tíminn hafði i dag samband við
nokkra staði á Suðurlandi til að
spyrjast tíðinda af óveðrinu.
Allt er nú orðið ófært aftur á
Eyrarbakka, en vegir þar voru
ruddir nú fyrir skemmstu. í dag
hefur verið þar versta veður og
að sögn fréttaritara liggja menn
þar í dvala og fara lítið út úr
húsum sínum. Engir bátar eru á
sjó.
Frá HVolsvelli bárust þau tíð-
indi í dag, að þar væri afspyrnu-
rok. Veðrið hefur verið svo
slæmt, að mjólkurflutningabifreið-
ar hafa beðið á Hvolsvelli í dag
og ekki lagt út í veðrið. Áætiunar-
bifreiðin, sem gengur í Fljótshlíð-
ina og til Reykjavíkur missti báð-
ar framrúðurnar á leiðinni inn í
Fljótshlíð. Hálfkassabíll frá Kaup
félagi Rangæinga kom í dag neðan
úr Landeyjum og hafði öll máln-
ing skafizt af annarri hliðinni af
honum i sandstormi, sem þar
geisaði. Má segja að veðrið á
Hvolsvelli sé með því versta, sem
þar hefur komið.
Þá var mjög slæmt veður undir
Eyjafjöllum, en eins og kunnugt
er, eru menn þar um slóðir ýmsu
vanir. Umferð hefur að mestu
leyti legið þar niðri i dag og raf-
magnslaust hefur verið í Skála-
hverfi síðan í gærkvöldi.
Ofsarok hefur verið í Vík í Mýr-
dal síðan í gærkvöldi og hafa sam-
göngur legið niðri af þeim sök-(
um í dag. Hafa mjólkurbílar meira
að segja haldið kyrru fyrir, þar
sem talið er gjörsamlega ófært um
sandana.
í dag hefur verið mjög hvasst
Framhald á ols 14
Héldu sig leita eins ránsmanns Ben Barka:
Lögregluforíngi myrtur
í París ■ tveir særðust
NTB-París, miðvikudag.
Franskur lögregluforingi var
drepinn i París í dag, þegar
lögreglan fór eftir upplýsing-
um sem hún hélt að mundu
lciða til handtöku eins hinna
grunuðu í Ben Barka-málinu.
Lögreglufulltrúinn Maurice
Galibert var skotinn til bana
á götu úti, og í kvöld var morð
inginn ekki fundinn, þrátt fyr-
ir víðtæka leit.
Atburður þessi átti sér stað
fyrir utan klúbb einn skammt
frá , sigurboganum. Tveir aðrir
lögreglumenn særðust i skot-
hríðinni. Lögreglan segir, að
morðinginn sé maður nokkur
Christian David að nafni, 34
ára gamall. Hans er teitað í
sambandi við rán í Bordeaux.
En hann var ekki maður-
inn, sem lögreglan var að leita
að, er hún hélt til klúbbsins
i Rue Darmailge. Lögreglan
var að leita manns að nafni
Julian Le Ny, sem þeim hafði
verið sagt að væri í klúbbnum,
Framhald á bls 14
til mikilla þurrka í austurhlutum
landsins, m.a i öllum héruðum
fyrir austan Volgu. Kornfram-
leiðslan var árið 1965 rúmlega
30 milljón tonnum minni en árið
á undan, þegar hún var rúmlega
150 milljón tonn. En framleiðsla
Framhaid á bls. 14.
Hekla með
bilaða vél
GÞE-Reykjavík, miðvikudag.
Síðdegis í gær lagði strand-
ferðaskipið Hekla af stað frá
Reykjavík austur um land í hring
ferð. Þegar skipið var statt úti
af Þykkvabæ kom í ljós galli á
stjórnborðsaðalvél, svo að ekki
þótti óhætt að halda áfram ferð-
inni. Vegna veðurofsans reyndist
það ekki kleift að svo stöddu, og
sigldi skipið upp undir land og
lá þar i vari, þar til veður lægði.
Um sjö|cytið í dag var skipið kom
ið til hafnar í Reykjavík.
Guðjón Teitsson forstjóri gkipa
útgerðar ríkisins tjáði blaðinu í
dag, að nýlega hefði verið unnið
að því að skipta um skrúfur í
Heklunni, skipt hefði verið um þá
fyrri í næst síðustu ferð, en þá
siðari rétt fyrir þessa ferð. Með
réttu lagi hefði skipið átt að
leggja úr höfn 27. janúar, það\
hefði dregizt á langinn vegna við-
gerðarinnar og síðan vegna óveð-
ursins, sem skall á rétt fyrir síð-
ustu helgi. Kl. 5 í gærdag hefði
skipið svo lagt af stað úr Reykja-
víkurhöfn með talsvert vörumagn
og nokkra farþega. en í nótt hefði
komið fram galli á drifás fyrir
loftfæðidælu stjórnborðsaðalvélar,
og þó að skipið gæti gengið vel
á aðeins annarri vélinni, hefði
ekki verið á það hættandi að láta
það fara heila.strandferð að þessu
sinni. Viðgerð á skipinu mun að-
eins taka nokkra daga, en hæpið
er, hvort skipið mun geta lagt
upp í næstu áætlunarferð sína á
tilsettum tíma, eða 5. febrúar.
ryggigúmmí
fyrir 2 millj.
SJ-Reykjavík, miðvikudag.
Á innflutningskvóta fyrir árið
1966 er tveggja milljóna króna
kvóti fyrir „tyggigúmmi, húðað
með sykri og óhúðað,“ ennfrem-
ur er fjögurra milljón króna kvóti
fyrir „ávexti og plöntuhluta varið
skemmdum með sykri.“
Heildsali einn hefur þegar aug-
lýst, að væntanlegar séu nokkrar
tegundir af þekktu bandarískr
tyggigúmmi á markaðinn.