Tíminn - 03.02.1966, Blaðsíða 2
TÍMINN
FIMMWDAGUR 3. febníar 1966
ÁVARP TIL
ÍSLENDINGA
Sá geigvænlegi atburður varð
17. janúar síðastliðinn, að tvær
bandarískar herflugvélar rákust á
í lofti yfir suðausturhluta Spánar,
og hafði önnur þeirra, þotan B-52
kjarnorkusprengjur innanborðs.
Afleiðingar þessa atburðar hafa
orðið hinar alvarlegustu fyrir íbúa
«pænsku landsvæðanna og valdið
ótta um allan heim.
Menningar og friðarsamtök ís-
lenzkra kvenna víll beina þeirri
áskorun til íslenzku þjóðarinnar
að hún hugleiði hvílíka tortíming-
arhættu hið æðisgengna kapp
hlaup um framleiðslu kjarnorku-
og vetnisvopna kailar yfir heim-
inn.
Herseta í 15 ár hefur slævt svo
dómgreind okkar, að fæst okkar
leiða hugann að því hversdagslega
að okkur sé nokkur hætta búin
af völdum hennar. En þegar við
fréttum af slíkum atburðum og
þessum úti í heimi, hlýtur sú
spurning að vakna hvort ekki sé
einnig flogið yfir höfðum okkar
með kjarnorkusprengjur. Atburð-
ir sem þessi hlýtur að vekja okkur
til vitundar um það að ekkert
nema almenn og alger afvopnun
og afnám allra herstöðva getur
firrt heiminn þvílíkri hættu, sem
yfir honum vofir af völdum þess-
ara hræðilegu vopna.
Við heitum á íslenzku þjóðina
alla að sameinast um þá kröfu
að allar herstöðvar verði lagðar
niður, til að komast hjá gereyð-
ingu annað hvort af völdum kjam
orkustyrjaldar eða kjarnorku-
slysa.
Frá Menningar- og friðarsam-
tökum kvenna.
TJÚNK)
ÆNUM LAUSLEGA
METD A HALFA MILLJÚN KRONA
MA-Tjaldanesi, miðvikudag.
Símasamband er nú aftur kom-
ið á við Saurbæinn, en þar urðu
feiknamiklar skemmdir á mörgum
bæjum í sveitinni. í SaUrbænum
eru um 40 bæir, og fóru síma-
línurnar heim að öllum bæjunum
úr lagi og ekkert hefur verið hægt
að tala þaðan eða þangað síðan
fyrir hejgina. Verst varð veðrið
aðfaranótt sunnutjagsins og á
mánudag.
Rafmangslína var lögð í Saur-
bæinn nú fyrir skömmu, liggur
FRÁ HARALDIJÓHANNSS. KUALA LUMPUR, MALAYSÍU.
Stjórnmálasamband milli
Malaysíu og fílippseyja
Forseti Filippseyja, Ferdinand
Marcos, flutti 24. janúar 1966
fyrstu yfirlitsræðuna frá embætt
istöku sinni. Að sögn Daily Citi-
zen í Kuala .Lumpur kvaðst Ferdi
nand Marcos mundu „heflasr hafa niðri undanfarin ár, 'Samtök
handa um að koma samskiþtum
við Malaysiu í eðlilegt horf”. En
ekki „yrði ýtt til hliðar kröfu
vorri til Norður-Borneo (Sabah),
eða rýrð varpað á vinsemd og vin
arhug vorn til indónesísku þjóðar
innar. Vér biðjum þess, að hún
megi koma úr þolraun sinni
styrkt í ásetningi sínum að verj-
ast erlendri íhlutun og yfirráð-
um”. Auk þessa sagði Marcos: “f
Asíu, Afríku og Suður-Ameríku
er risin upp hreyfing frá nýlendu
skeiðinu til endurreisnar þjóð-
vera sameiginlegan málstað vom“.
Ferdinand Marcos lýsti í ræðu
þessari stuðnimgi við Bandalag
Suðaustur-Asíu (SEATO), og auk
,þess við tvenn sarntök, sem lcgið
Suðaustur-Asíu (ASA) þ.e. menn-
ingarsamtök Malaysiu, Thailands
og Filippseyja; og Maphilindo, fyr
irhuguð samtök Malaysiu, Filipps
eyja og Indónesíu, þ.e. Malaja-
þjóðanna þriggja (þótt vart blási
byrlega fyrir þeim samtökum í
svipinn).
Umæli Ferdinand Marcos um
upptöku stjórnmálasambands
milli Malaysiu og Filippseyja
komu ekki á óvart. Þremur dög-
um áð>ur en hann flutti yfirlits
ræðu þessa, þ.e. 21. janúar, birti
Yfirlýsingin ei a þessa leið: „Sú
stirfni, sem verið hefur i sam-
skiptum Filippseyja og Malaysiu
frá 1963 hefur að miklu leyti staf
- að, af. kröfum Filippseyja, til Sab-
ahrikis’ — Upp frá því hafa til-
raunir af beggja hálfu til að
leysa þetta ágreiningsmál ekki
borið ávöxt. Viðleitni beggja land
anna í þá átt dagaði uppi, þegar
ríkisstjórn Macapagal krafðist
þess, að málið yrði lagt fyrir A1
þjóðadómstólinn. Malaysia lagði
til, að haldinn yrði fundur emb
Pramhald á bls 12
legra og menningarlegra verð-i utanríkisráðuneyti Malaysiu yfir
mæta. Vér teljum þessa viðleitni I lýsingu um samskipti landanna.
FRÉTTIR UR BILDUDAL
GTH-Bíldudal, 23. janúar.
f gær bættist nýr bátur við flota
Bíldælinga. Nokkrir ungir menn
hér stofnuðu hlutafélagið Steina-
nes og keyptu m.b. Þórð Ólafsson
SH-140, 36 tonna bát, sem byggð-
ur var 1947. Báturinn er með 6
ára gamalli 220 hestafla Cumm-
ings dieselvél. Skipátjóri er Guð-
mundur Pétursson og fara þeir
strax á línu, en síðan væntanlega
á handfæri og snurvoð. Við til-
komu bátsins eykst vinnan í landi
og afkoma fólksins batnar, en
slíkt framtak ungra manna, er
einmitt það, sem styðja á og
styrkja.
Um s.l. áramót tók nýr skip-
stjóri, Snæbjörn Árnason, við m.b.
Andra, sem er á línu og fer afli
heldur batnandi. Pétur Thorsteins
son er væntanlegur heim innan
skamms, en hann hefur verið í
sildarleit. Fer hann fljótlega á
netaveiðar.
Bíldælingar eiga loksins von á
að geta sótt kvikmyndasýningar
hér á staðnum, í stað þess að
þurfa að sækja þær tiJ Patreks-
fjarðar. Vélar og tæki eru nú
flest komin til landsins og sýn-
ingar ættu að geta hafizt í febrú-
ar. Hér er um að ræða mjög vönd-
uð tæki og sýningarnar verða góð
dægrastytting í skammdeginu.
línan yfir Gilsfjörðinn, en þar
sem kapallinn kemur upp úr sjón-
um hafði lagzt svo mikil ísing á
línuna, að 5 staurar kubbuðust nið
ur og fuku úr þeim um allt.
Heimtaugar heim að fjórum bæj-
um slitnuðu niður.
í kaupfélagi Saurbæinga á
Skriðulandi brotnuðu tvær stórar
tvöfaldar rúður með þeim afleið
ingum að vörur kaupfélagsins reif
út og fuku þær um allt, og er enn
ekki vitað með vissu hve mikið
tjón varð á þeim eina stað, en
auk þess fór allt þakjárnið af
pakkhúsi kaupfélagsins.
í Stóra-Holti brotnaði hlaða og
lagðist að miklu leyti niður. í Ár-
múla hafði rafveitan átt þrjá
vinnuskúra. Fuku tveir þeirra
og spýtnabrakið lenti á íbúðarhús-
inu. Einn plankinn fór inn um
glugga í eldhúsiu og fram hjá
húsfreyjunni og lenti síðan á kaf
í þilinu fyrir aftan hana. Var
mikil mildi, að ekki skyldi verða
Eysteinn Jónsson
talar á FUF fundi
Mjólkurbúðinni hér var lokað
um síðustu árámót og tekin upp
sjálfsafgreiðsla í hinni nýju, mynd
arlegu kjörbúð kaupfélagsins. Mæl
ist þessi nýjung yfirleitt vel fyrir,
enda í framfaraátt og til þæginda
fyrir neytendur, í lengri afgreiðslu
tíma og til hagsbóta fyrir fram-
leiðendur í lækkuðum afgreiðslu-
kostnaði. Nýjung hjá kaupfélag-
inu er öl- og gosdrykkjakælir, sem
settur hefur verið upp, en þessi
tæki bæði eru liður £ aukinni
áherzlu á að veita sem fullkomn-
asta og bezta þjónustu.
Ástandið í vegamálum hér er
mjög slæmt og fer sízt batnandi
enda orðið eins algengt umræðu-
efni hér og veðrið. Vegirnir eru
að mestu snjólausir nema smá-
skaflar yfir Hálfdán, en svellbung-
ur víða og uppbólgnir vegir. Eru
flestar svellbungurnar aflíðandi
fram af vegabrúnunum og oft hátt
niður í fjörur fyrir neðan. Ekk-
ert er gert til að lagfæra þessi
vandræði hér í Amarfirði, en
heyrzt hefur að miklu fé sé var-
ið í að bera sand á svellin í
Patreksfirði. Er þetta ástand stór-
alvarlegt, þar sem menn neyðast
til að reyna að nota vegina, en
slysahættan gífurleg. Er mörgum
illa við að sitja í bíl yfir bung-
Framhald á bls. 12
Háskólafvrirlestur
Prófessor Robert Ozanne frá
Wisconsin-háskóla flytur fyrirlest
ur á vegum viðskiptadeilar Há-
skólans fimmtudaginn 3. febrúar
kl. 5.30 í I. kennslustofu Háskól-
ans. Fyrirlesturinn nefnist „Eco-
nomic analysis of the impact of
American trade unions on wage
movements."
Professor Ozanne hefur verið
kennari við Wisconsin-háskóla síð
an 1949, og aðalgrein hans er hag-
fræði.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
ensku, og er öllum heimill aðgang-
ur.
ungra
8. febrúar og
hefst hann kl.
20.30 Eysteinn
Jónsson formað
ur Framsóknar-
flokksins heldur framsöguræðu um
stefnu Framsóknarflokksins. Fram
sóknarfólk mætið vel og stund-
víslega.
"<aff i klúbburinn
Kaffiklúbbur
! Framsóknarfélag-
4 anna í Reykja-
vík heldur ann
an fund sinn á
vetrinum, að
| Tjarnargötu 26
jjlaugardaginn 5.
febrúar og hefst
kl. 3 síðdegis.
Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri
svarar spurningum um landbúnað
armál. Framsóknarfólk fjölmenn-
ið.
stórslys af. Á prestsetrinu að
Hvoli fauk meiri hluti þakjárns
af húsinu. Þar á hlaðinu stóð fólks
bíllinn D-81, eign kaupfélagsstjór-
ans á Skriðulandi. Fauk bíllinn
marga metra og skemmdist mik-
ið. í Bessatungu fauk þakið af
fjósinu og hlöðu og mikið af
íbúðarhúsinu. Jeppinn D-31 fauk
margar veltur og lenti niður £
skurði og er gjörónýtur. í Hvíta-
dal eru þrjú íbúðarhús. Eitt þeirra
er gamalt og var fólk flutt úr
því, en þak hússins fauk gjör-
samlega í burtu. Af öðru íbúðar-
húsi í Hvítadal fuku 16 þakplöt-
ur og pappinn með, svo fólkið
horfði á eftir upp í himin gegn
um götin. í Litla-Múla er nýbyggt
fjós og mjólkurhús. Fauk þakir
að mestu af mjólkurhúsinu og allt
járn af fjósinu. í Máskeldu fauk
hálft þak af nýrri hlöðu, sem
byggð var í sumar, hér um bil allt
af fjósinu og nokkuð af fjárhús-
unum.
Fyrir utan félagsheimilið í Saur
bæ stóð olíutankur, sem tekur um
2000 lítra og var hann um hálfur
af olíu. Rifnaði hann upp og
Frmhald á bls. 12
Félag
Framsóknar-
manna i Reykja-
vík heldur fund
að Tjarnargötu
26 þrtöjudagiiin Skagafíl^Fl
Fundur ungra Fram
sóknarmanna í
Félag ungra Framsóknarmanna
i Skagafirði gengst fyrir nokkr
um almennum umræðufundum
næstu mánuði Sá fyrsti verður
haldin í Bifröst. Sauðárkróki mánu
dag 7. febr. og hefst kl. 20.30 Umr.
efni verður stóriðjan og íslenzkur
iðnaður Framsögu annast Stefán
Guðmundsson trésmíðameistari
Sauðárkróki og Magnús Gíslason
bóndi Frostastöðum. Öllum er
heimill aðgangur meðan husrúm
leyfir, og ungt fólk sérstaklega
hvatt ti! að mæta.
Magnús
Stefán
VEGLEGT AFMÆUSHÓF HJÁ
KARIAKÓR REYKJA VÍKUR
HZ-Reykjavík, miðvikudag.
Síðastliðið laugardagskvöld
hélt Karlakór Reykjavíkur veglegt
og fjölmennt afmælishóf að Hótel
Borg í tilefni 40 ára afmælis kórs-
ins. Vel var til hófsins vandað
og fór það hið bezta fram. For-
maður kórsins, Ragnar Ingólfsson,
flutti setningarræðu að loknu borð
haldi og síðan tóku margir til
máls.
Ræðu fyrir minni kórsins flutti
Hallgrímur Sigtryggsson, einn af
stofnendum kórsins fyrir 40 ár-
um, fyrir minni söngsins hélt ræðu
Sigurður Þ. Guðmundsson læknir.
Síðan stigu í pontu margir gest-
anna, formaður karlakórasam-
bandsins, formaður Fóstbræðra,
Sigurður Þórðarson fyrrv. söng-
stjóri, Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari. Kjartan Guðjónsson og
fleiri.
Allir færðu þessir menn kórn-
um gjafir, Sigurður Þórðarson
og frú færðu kórnum vandað seg-
ulbandstæki, eldri félagar kórsins
gáfu plötuspilara með hátölurum
og magnarakerfi, Fóstbræður gáfu
silfurslegið horn, Gunnar Pálsson
gaf stóra áletraða styttu, Karla-
kórinn Þrestir í Hafnarfirði gaf
áletraðan vasa með blómum og
svo barst fjöldinn allur af blóma-
körfum, blómum og skeytum. Þjóð
ræknisfélagið í Winnepeg sendi
kórnum fána sinn með langri
kveðju. Að sjálfsögðu var mikið
sungið í hófinu, bæði eldri og
yngri félagar hver í sínu lagi og
sameiginlega. Guðmundur Guð-
jónsson söng einsöng, Friðbjörn
G. Jónsson söng einsöng og Guð-
rún Kristinsdóttir lék á píanó.
Hófið hófst kl. 7 um kvöldið og
stóð fram til kl. 2 um nóttina.
Allir skemmtu sér skínandi vel
og rómuðu hver.su vel hefði til
tekizt.
Stjórn Karlakór Reykjavíkur
skipa: Ragnar Ingólfsson, formað-
ur, Helgi Kristjánsson, Höskuldur
Jónsson. Margeir Jóhannsson, An
dreas Bergmann og söngstjóri er
Páll Pampichler Pálsson. Félagar
kórsins eru nú 46 talsins.