Tíminn - 03.02.1966, Side 11
FrarMTUDAGtnt 3. febráar 1966
TÍIVIINN
n
ARABÍU LAWRENCE
63 '
lýst sem erkifjaldmanni og Þýzkalandi sem eina vinaríki
múhameðstrúarmanna. Tyrkir höfðu ekki gleymt, að þeir
réðu áður ríkjum á Egyptalandi, gleyptu þennan áróður, eink
um eftir að þeim var gert ljóst, hve auðveldlega þeir myndu
sigrast á hinu þunnskipaða varnarliði á Sínaískaga. Það var
beðið fyrir þýzka keisaranum í moskum Sýrlands og hann
var nefndur Múhameð Vilhjálmur eða Hajji (heilagi) GiHiom.
Það var greinilegt, að það myndu ekki líða margar vikur,
þar til Tyrkir féllu í gildruna«og gerðust banamenn Þjóð-
verja og lýstu „Jehad“ heilögu stríði.
Minnugur þessa, skipaði Kitchener lávarður, sem var nú
hermálaráðherra, Storrs að senda fulltrúa til Abdulla til að
fá vitneskju um, hvort Hússein myndi berjast gegn Bretum,
ef Tyrkir fasru í stríðið við hlið Þjóðverja. Svarið var jákvætt,
Hússein og þjóð hans myndu standa með Bretum og hann
áliti, að þeir myndu alla vega sigra. Kitchener móttók svar
Hússein 31. október og lofaði því að „ef Arabar styðja Eng-
land í þessu stríði, þá mun England tryggja Englandi fyrir
erlendri ásælni og veita Aröbum styrk til þess að standast
árásir.“
30 nóvember 1914 hófu Tyrkir þátttöku í stríðinu gegn
Bandamönnum og tíu dögum síðar sendi Hússein orðsend-
ingu til Kaíró, þar sem hann lagði áherzku á vináttu sína
við Breta, en bætti því við, að hann gæti ekki eins og væri
slitið tengslin við Tyrki, en biði hentugrar ástæðu. Nú var
ekki meira rætt um þetta fyrr en í apríl 1915, þegar land-
stjórinn í Súdan tilkynnti, að við friðarsamningana myndu
Bretar tryggja að Arabíuskaginn og hinar helgu borgir yrðu
sjálfstætt ríki. Það var ekki minnzt á nein landamæri í
þessari yfirlýsingu. Þremur mánuðum síðar reyndi Hússein
að fá ákveðin svör um þessi efni frá Bretum. Hann stakk
upp á þvi við sir Henry MacMahon, sem var eftirmaður
Kitcheners í Kairó, að Bretar viðurkenndu fullveldi allra
arabískra landa í Vestur-Asíu og styddu hann og viðurkenndu
sem Kalífa, seœ hefði gert hann að „páfa“ múhameðstrú-
armanna og konungi í Arabíu. Svar MacMahons var tvirætt
um það að binda Breta til að ákveða viss landamæri, eink-
ANTHONY NUTTING
um varðandi vesturhluta Sýrlands og Mesópótamíu, hann
leiddi hjá sér hinar kröfur Hússeins.
í maí 1916, nærri ári síðar varð Hússein áhyggjufullur
sökum áhuga Þjóðverja að koma Hejaz 1 stríðið og koma
upp sendistöðvum við Rauðahafið til þess að ná sambandi
við herinn í þýzku Austur-Afríku. Hann kom skilaboðum til
Kairó og bað Storrs að koma sem fyrst til Hejaz á fund
Abdulla og hann bætti Því við að „hreyfingin myndi hefj-
ast strax og Feisal kæmi til Mekka“ (en hann var þá fangi
í Damaskus). Storr kom til Jidda 5. júní og átti viðræður
við syni Hússeins, sem tjáðu honum að orrustur hefðu
hafizt þann dag með árás á Medína undir forustu Feisals og
Ali. Það átti að ráðast á Mekka 9. júní. Stjórnmál voru ekki
rædd og ekki var farið fram á neinar tryggingar utan vopn
og fé. Árásinni á Medína var hrundið, en Mekka gafst
upp eftir fjögurra daga umsát 13. júní og Jidda þremur
dögum síðar. Síðan' smáfjaraði uppreisnin út og það leit
út fyrir að hún yrði bráðlega úr sögunni meðan Hússein
og Bretar deildu um ónóga aðstoð, hefði Lawrence ekki
lcomið til sögunnar.
Meðan þetta gerðist fóru fram Sykes-Picot samningarnir,
eins og segir í „Orientations" eftir Storr, sem leiddu til
þess að það var ákveðið að skipta upp arabísku löndunum
milli Breta, Frakka og. Rússa, þessum samningum var haldið
leyndum þar til þeir voru opinberaðir af kommúnistum eft-
ir byltinguna 1917. Á sama tíma og þetta gerðist stóð Ind-
landsstjórn í samningum við Ibn Saud, sem var höfuðlei-
togi Wahnabanna, múhameðskra ofsatrúarmanna og sem var
svarinn fjandmaður Hashemite ættarinnar, einnig vann hún
að undirbúningi þess að ná tangarhaldi á Mesópótamíu, strax
og Tyrkir hefðu verið hraktir þaðan.
Hefði McMahon fengið eitthvað að 'iita um þessar aðgerð-
ir, hefði hann vafalaust látið Hússeiu vita að Bretland gæti
ekki stutt kröfur hans um sjálfsíæði Arabíu, eða hann hefði
heimtað að *ngir samningar yrðu gerðir varðandi þessi mál,
ella segði hann af sér. En hann fékk ekkert að vita sökum
þess að samningsaðilar hirtu ekki um að samræma pólitík
sína og samningagjösrSir og vissu óglöggt hvað hinn aðilinn
hafðist að. Þegar þetta vitnaðist var hann látinn fara, til
c f ho New Amerlean Llbrary
J
UNDIR FÓLSKU FLAGGI
ANNE MAYBURY
hvenær sem er, spyrja og yfir-
heyra,' og rannsaka hlutina okkar,
eins og einhver okkar væri glæpa-
maðurinn.
— Einhver er það að minnsta
kosti.
— Af hverju geta þeir ekki .oit
að uppi einhvérja af vinum Felix
ar?
— Þú ert alltaf að sarga á
þessu, sagði Ralph gramur,
slengdi regnfrakkanum á stól og
settist á borðkantinn.
— Þetta sýnist þér vera alveg
upplagt, en lögreglan er auðsjáan
lega ekki á sama máli. Þeir eru
ekki búnir að koma auga á neinn,
sem gæti verið númer eitt, enn
sem komið er, en þú getur verið
nokkurn veginn viss um, að þeir
halda, að það sé eitthvert okkar.
— Að þér meðtöldum?
Hann brosti.
— Hver veit? En þeir fara nú
bráðum að taka mig undan. Ég
hef ekki nokkra minnstu ástæðu
til að sækjast eftir lífi þessara
frænda. Ég er ekkert annað en
utanborðsmaður, — leigjandi.
Fenella horfði á hann með aug
um, sem voru orðin kolsvört og
stingandi.
— Ertu algerlega óviðkom-
andi, ljúfurinn, spurði hún mjúk-
lega. Ertu alveg laus við áhuga
á fjölskyldu minni?
Enginn bærði á sér. Úrið á arin
hillunni var það eina, sem
gaf hljóð frá sér. Þá renndi Ralph
sér niður af borðinu.
— Með tilliti til morðsins,
Fenella, er ég algerlega óviðkom
andi maður, svaraði hann jafn
mjúklega. Gerðu þér bað Ijóst,
ljúfan!
— Það voru stc .:ar til- j
finningar þeirra á milli. Það gat
vel verið, að þau elskuðu hvort
annað, eða hötuðu hvort annað. Á
þessu augnabliki gat en^ - vit-
að það. Þá kveikti Ralph í sígar-
ettu og spenningurinn var úti.
Hann fitlaði lítið eitt við kveikj-
arann.
— Það er nogu bölvað að hugsa
til þess, að hefði einhver verið í
húsinu, hefði kannski verið
hægt að bjarga Felix frænda þín
um. Það ^ru sannarlega duttlung-
ar örlaganna, að húsið skyld’ vera
tómt einmitt þetta kvöld annars
hefði einhver heyrt hann detta,
glerið brotna —
— En einhver hafði verið í hús
inu — einhver sem kveikti g
slökkti ljós. Hver? Rhoda? Og
að
væri
það
var hún orðin svo skelkuð við
þá stefnu, sem málin höfðu tekið,
að hún þyrði ekki að játa, að hún
hefði komið snemma heim? Til
hvers var herbergið út að garð-
inum notað? Vonnie ákvað
komast að því, þótt ekki
nema til að öðlast sálarfrið.
Dyrnar voru opnaðar,
heyrðist mannamál og fótatak í
forstofunni. Útidyrnar voru opn
aðar og lokað að nýju.
Ralph hallaði sér áfram og
gægðist út um gluggann.
— Þarna fara þeir loksins.
Þrátt fyrir þínar óhugnanlegu
spár, Fenella, hafa þeir ekki ósk-
að eftir að tala við mig.
— En þeir eiga eftir að koma
aftur, vinurinn! Vertu ekki alltof
borubrattur Þeir koma aftur og
spyrja þig nákvæmlega að hinu
sama og áður. Og guð náði þig,
ef þú gefur ekki nákvæmlega
sömu svör.
— Það geri ég. Ég segi nefni-
lega sannleikann.
— Þú ert neyddur til þess.
Hún horfði á hann þýðingarmiklu
augnaráði. En hvað duldist í því
tilliti? Var • bað henncr sérkenni-
lega ástartilfinning? Eða fjand-
skapur? Eða að minnsta kosti að-
vörun?
8. kapítuli.
Gamli Joss gekk inn. Hann
var orðinn tekinn og þreytulegur.
Kötturinn kom á eftir. Og þegar
hann settist, hoppaði hann upp
í kjöltu hans og fór að mala.
Vonnie horfði á hann. Fenella
hafði rétt fyrir sér. Andlitsdrætt
irnir og nokkur óróleiki báru vott
um veikt hjarta. Snögg viðbrigði
gátu gert út af við hann. Hún
vonaði innilega, að hann myndi
standazt þau áhrif, sem þessi
harmleikur gat haft. Því að henni
þótti vænt um hann. Og fann, að
þrátt fyrir þá galla, sem hann
hafði, var ekki hægt annað en lað-
ast að honum.
— Hvað var það, sem varðstjór
inn vildi þér núna, Joss frændi,
spurði Fenella.
— Hann vildi vita, hvort
ég hefði tekið vini mína með mér
inn á vinnustofuna og veitt þeim
drykk þar. Ég svaraði, að það
hefði ég ekki gert.
— En þó þú hefðir gert,
var þá nokkur, sem vissi, að þú
hefðir ofnæmi fyrir þes u meðali?
Hann strauk malandl kettinum
um bakið einu sinni enn og lét
höndina hvíla á mjúkum belgn-
— Þegar ég hafði verið lagður
á sjúkrahúsið, eftir að ég hafði
tekið það inn, fengu víst
allir, sem þekktu mig, að vita
það. Ég var einmitt að vinna að
mynd af einum úr konungsfjöl-
skyldunni, svo að það var eitt-
hvað um það í blöðunum líka. Ég
hélt, að ég hefði lifað mínu lffi
án þess að eignast fjandmann, en
ég virðist hafa ályktað skakkt.
Fenella .pratt á fætur.
— Þú átt enga fjandmenn. Eins
og örskot var hún hjá gamla
manninum og lagði armana um
hann.
— Ef nokkur hefur í alvöru gert
tilraun til að myrða þig, hlýtur
það að vera vitfirringur. Við skul
um koma inn í stofu. Það er
miklu skemmtilegra þar.
Hann færði sig lítið eitt, og
kötturinn hoppaði niður á gólf-
ið.
— Ég held, Myra, að ég verði
framvegis að senda þig í burtu.
— Ég vil ekki fara burtu.
— Mér skilst, að þessar yfir-
heyrslur geti haldið áfram nokk-
uð lengi.
— En þeir geta ekki haldið
áfram að ónáða þig, hrópaoi
Vonnie. Það verður einhvern
tíma endir á spurningunum.
— Ekki, þegar Vachell lög-
reglustjóri er annars vegar, sagði
Fenella háðslega. Þegar hann er
í dag
ÚTVARPIÐ
Fimmtudagur 3. febrúar
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis
útvarp. 13.00 Á frívaktinnl Eydís
Eyþórsdóttir stjómar óskalaga
| þætti fyrir
sjómenn.
______________114.40 Við,
sem heima sitjum. 15.00 Miðdegis
útvarp 16.00 Sfðdegisútvarp. 18.
00 Segðu mér sögu. Bergþóra
Gústafsdóttir og Sigrfður Gunn-
laugsdóttir stjórna þætti fyrir
yngstu hlustendurna. f tfmanum
les Stefán Sigurðsson framhalds
söguna „Litli bróðir og Stúfur“.
18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tónleik
ar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt
mál Ámi Böðvarsson flytur þátt
inn. 20.05 Gestur í útvarpssal:
Geoffrey Gilbert frá Englandi
ieikur á flautu og Guðrún Krist
insdóttir á þianó, 20.30 Hjú Hálf
dáni svarta og Sigurði 3ýr. Árni
G. Eylands flytur erindi. 2i.05
Einsöngur: Gérard Souzay syng
ur frönsk lög; Dalton Baldwin
við píanóið. 21.20 BókaspjaR
Njörður P. Njarðvík cand. mag.
fær tvo menn, Bjama Benedik*
son og Sigurð A. Magnússon, tíl
að ræða við sig um skáldsogumar
„BorgarlfT* eftir Xngimar Erlend
Sigurðsson og „Svarta messu"
eftir Jóhannes Helga. 21.50 Sin
fónía í e-moll eftir Johan Helmich
Roman. 22.00 Fréttir og veður
fregnir. 22.15 Átta ár f hvíta
húsinu. Sigurður Guðmundsson
skrifstofustjóri flytur kaxla úr
endurminninguan Trumans. 22.
35 Djassþáttur: Ólafur Stephen
sen kynnir. 23.05 Bridgeþáttur
Hallur Simonarson flytur. 23.30
Dagskrárlok.
morgun
Föstudagur 4. febrúar
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis
útvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu
viku. 13.30 Við vinnuna. 14.40
Við, sem
hetma sitj-
um. 15.00 Mið
degisútvarp 16.00 Síðdegisútvarp
17.00 Fréttir. 17.05 í veldi hljóm
anna. 18.00 Sannar sögur frá'liðn
uim öldum. 18.20 Veðurfregnir
18.30 Tónleikar. 19.30 Fréttir 20.
90 kvöldvaka: a. Lestur fomrita:
Jómsvikingasaga, Ólafur Halldórs
son les (13) b. Tökum lagið! Jón
Ásgeirsson stj. c. öskumyrikur í
Eyjafirði og jökulhlaup f Keldu
hverfi 1477 Arnór Sigurjónsson
rith. flytur. d. Stefjamál Tryggvi
Emilsson flytur fmmort kvæði
e. Norna-Gests þáttur. Ævar R.
Kvaran les úr Fornaldarsögum
Norðurlanda. 21.30 Útvarpssagan
„Paradisarheimt" höf. flyt.ur. 22.
00 Fréttir og veðurfregnir. 22.
15 íslenzkt mál Ásgeir Blöndal
Magnússon cand. mag. flytur
þátinn. 22.35 Næturhljómleikar.
23.20 Dagskrárlok.