Tíminn - 09.02.1966, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 1966
2 ____________■ _____TÍMINN_
FÉLAG ÍSLENZKRA BOTNVÖRPU-
SKIPAEIGENDA FiMMTÍU ÁRA
Félag íslenzkra botnvörpuskipa-
eigenda á fimmtíu ára afmæli í
dag, en það var stofnað 9. febrúar
1916 og var Thor Jensen þáver-
andi aðaleigandi og framkvæmd-
arstjóri forgöngumaður um stofn-
un félagsins.
Var hann fyrsti formaður félags
ins, með honum voru í stjórninni
þeir Th. Thorsteinsson, varafor-
maður, Ágúst Flygenring, ritari,
Jes Ziemsen, gjaldkeri og Magn-
ús Einarsson dýralæknir, með-
stjúrnandi. Síðari formenn félags-
ins voru Ólafur Thors frá 1918
til 1935, Kjartan Thors frá 193'5
til 1959 og Loftur Bjarnason frá
1959, og gegnir hann enn for-
mannsstörfum. Með honum eru
nú í stjórn: Jónas Jónsson, vara-
formaður, Ólafur H. Jónsson, rit-
ari, Ólafur Tr. Einarsson, gjald-
keri. Meðstjórnendur Marteinn
Jónasson, Valdimar Indriðason og
Vilhelm Þorsteinsson. Núverandi
framkvæmdastjóri félagsins er Sig
urður H. Egilsson.
Blaðinu barst úrdráttur úr sögu
togaraútgerðarinnar hér á landi,
sem formaður félagsins Loftur
Bjarnason hefur tekið saman og
fer hann hér á eftir nokkuð siytt-
ur.
Á níunda áratug 19. aldar hófu
Englendingar botnvörpuveiðar á
gufuskipum. Á þessum nýju skip-
um sóttu þeir í æ rikara mæli
íslenzk fiskimið. Hin gömlu fiski-
skip sín, kútterana, seldu bejr
öðrum fiskveiðiþjóðum. Fjöldi
þessara gömlu skúta voru keypt-
ar til landsins á árunum 1890 til
1905.
Fyrsta tilraun til botnvörpuút-
gerðar, sem íslendingar áttu hiut-
deild að ásamt útlendingum, var
hin svokallaða Vídalínsútgerð um
síðastliðin aldamót. Var Jón Vída-
lín konsúll og umboðsmaður kaup
félaganna, forgöngumaður þessar-
ar tilraunar, en stjórn skipanna
og fjármagn, sem í hana var lagt,
var í höndum útlendinga, og mis-
tókst tiiraunin.
Fyrsti togarinn var keyptur til
landsins árið 1905, „Coot“ frá
Grimsby, gamalt skip 150 smálest-
ir brúttó, skipstjóri Indriði Gott-
sveinsson. Stóð Einar Þorgilsson
í Hafnarfirði og fleiri fyrir kaup-
unum og var skipið gert út þaðan.
Útgerð togarans gekk sæmilega,
en skipið strandaði nokkrum ár-
um síðar við Keilisnes.
Þrem mánuðum síðar kom ann
ar togari til Reykjavíkur, „Sea
Gull,“ skipstjóri Árni Byron Eyj-
ólfsson. Forustu um kaupin hafði
Þorvaldur Bjarnason á Þorvalds-
eyri. Skipið var rautt á lit og
hlaut nafnið „Fjósarauður“
manna á milli, vegna litsins og
eigandans. Skipið var gamalt, 126
lestir. Vélar skiptsins voru í ólagi
' og engin aðstaða til nauðsynlegr-
ar viðgerðar í landi. Varð eigandi
togarans fyrir miklu fjárhagslegu
tjóni á útgerðinni.
Fyrsti nýi togarinn, sem byggð-
ur var fyrir íslendinga var „Jón
forseti," 233 lestir, eigandi var
Alliance h.f., Reykjavík, stofnað
árið 1906 fyrir forgöngu Thor Jen
sen og skútuskipstjóranna Hali-
dórs Kr. Þorsteinssonar, Jóns Ól-
afssonar, Magnúsar Magnússonar,
Kolbeins Þorsteinssonar, Jafets Ó1
afssonar og Jóns Sigurðssonar.
Halldór Kr. Þorsteinsson varð
skipstjóri á „Jóni forseta." Hann
hafði búið sig undir starfið með
því að vera háseti hjá Árna Byron
Eyjólfssyni.
Þrír menn hafa verið gerðir
heiður'fA1aoar í Félagi ísl. botn-
vörpuskipaeigenda, þeir Thor Jen
sen, Halldór Kr. Þorsteinsson og
Þórarinn Olgeirsson, skipstjóri og
ræðismaður í Grimsby.
Næsti togari, sem íslendingar
keyptu frá Englandi árið 1907
var b. v. „Marz“, eign íslands
félagsins h.f. Aðalforgöngumenn
þess félags voru Jes Ziemsen,
kaupmaður og Hjalti Jónsson skip
stjóri togarans.
í kjölfar þessara nýju togara
komu mörg ný skip, og stuðlaði
hinn nýi hlutafjárbanki, fslands-
banki, mjög að eflingu togaraút-
gerðarinnar, en bankinn hafði haf
ið starfsemi 1904. Með togaraút-
gerðinni var véltækni nútímans
fyrst tekin í þjónustu íslenzkra
atvinnuvega svo nokkuð kvæði að.
Togaraútgerðin kallaði á nýjar
framkvæmdir og þjónustu, jók
hún atvinnu og verzlun, einkum
í aðalútgerðarbæjunum, Reykja-
vík og Hafnarfirði.
Árið 1915 voru gerðir út frá
Reykjavík 17 togarar.
Togaraútgerðin varð fyrir mikiu
áfalli 1917, þegar banda-
menn kröfðust þess að 10 togar-
ar yrðu seldir Frökkum til var'n-
ar gegn kafbátahættunni, sem þá
var í algleymingi. í stríðslok 1918
voru aðeins 9 togarar í eigu fs-
lendinga. Árin 1920 til 1922 var
mikið verðfall á saltfiski og ís-
fiskmarkaðurinn í Englandi var
óhagstæður. Urðu þá togararnir
’jfyrir miklum töþum, en Hagur
þeirra snerist mjög til þess betra
1924, þegar fundust ný, auðug
fiskimið „Halamiðin," og verð á
saltfiski var jafnframt mjög hag-
stætt.
Á árunum 1919 til 1927 voru
keyptir til landsins 44 togarar.
Á árinu 1928 var keyptur einn
togari á strandstað, 1929 kom
einn nýr togari til lansins og ann-
ar 1930. Síðar kom enginn nýr
togari til landsins fyrr en 17.
febrúar 1947. Tveir togarar, sem
verið höfðu í eigu útlendinga, ann
ar franskur, en hinn enskur, voru
keyptir til landsins 1936 og 1939.
Af ýmsum ástæðum hafði mjög
sorfið að togaraútgerðinni allar
götur frá 1927 fram að síðari
heimsstyrjöld. Hafði togurum far-
ið fækkandi á þessum árum og
voru þeir ekki nema 37 talsins
þegar styrjöldin skall á 1. septem-
ber 1939.
Meiri hluti fiskiskipaflota lands
manna var þá gamall og hrörn-
andi og stórkostlegt atvinnuleysi
hafði verið frá 1931, og almenn
skuldaskil hjá landbúnaði 1933 og
hjá bátaútvegsmönnum 1935—
1936.
Það sem mest amaði að á þess-
um árum, var röng gengisskrán-
ing, almenn viðskiptakreppa, upp-
lausnarástand og borgarastyrjöld
á Spáni, sem var annað aðalmark-
aðsland fyrir íslenzkan saltfisk.
Tíu prósent innflutningstollur
hafði verið settur á í Bretlandi
eftir Ottawa ráðstefnuna 1933, og
jafnframt var innflutningurinn
skorinn niður á íslenzkum ísfiski
til Bretlands og fór kvótinn
minnkandi ár frá ári, og var svo
komið í september 1939, að inn-
flutningskvótinn fyrir það ár var
fullnotaður. Mikil hjálp var í því
á síðustu árum fyrir styrjöldina,
að innflutningskvóti á ísfiski
fékkst rýmkaður í Þýzkalandi fyr-
ir atbeina Jóhanns Þ. Jósefssonar
síðar fjármálaráðherra.
Þegar stríðið hafði staðið lið-
lega eitt ár, afléttu Englendingar
10% innflutningstollinum en inn-
flutningshömlunum (kvótanum) á
íslenzkum fiski í október 1939.
í október 1939 hófu því íslenzku
togararnir siglingar til Bretlands
að nýju, og sigldu allt stríðið með
afla til sölu á brezkum markaði,
og önnur fiskiskip og flutninga-
skip með ísfisk og hraðfrystan
fisk, sem aflast hafði á íslenzka
bátaflotann. Á vissu tímabili var
talið, að 70% af neyzlufiski Breta
hefði aflazt á íslenzk fiskiskip.
Siglingarnar til Bretlands á stríðs
árunum og fyrstu árin eftir stríð-
ið bættu mjög afkomu íslenzka
sjávarútvegsins og þjóðarinnar í
heild. Hin mikla gjaldeyriseign
fslendinga í stríðslok, hafði fyrst
og fremst komið frá sjávarútveg-
inum.
En þessar siglingar höfðu í för
með sér mikla hættu fyrir áhafnir
og skip. Samkvæmt upplýsingum
Slysavarnafélags fslands, er talið
að í síðari heimstyrjöldinni 1939
— 1945 hafi 10 íslenzk skip farizt.
af styrjaldarástæðum. Með þessum
skipum fórust 163 íslendingar,
auk þess sem 5 sjómenn biðu bana
er þýzkur kafbátur réðst með skot
hríð á íslenzkari línuveiðara. Af
þessum 10 skipum voru 5 togarar
og með þeim fórust 99 íslending-
ar.
f stríðinu hafði verið heimilað
að safna fé í nýbyggingarsjóði
hjá útgerðar- og skipafélögum.
Kom þptta fé 1 góðar þarfir í
s&íðslókin, því að auk skipatjóns-
ins voru þau skip, sem enn yoru
við líði, flest 30 ára eða eldri,
orðin úrelt og ekki til frambúðar.
þrátt fyrir það, að þeim hafði ver-
ið vel við haldið síðustu árin.
Ríkisstjórn Ólafs Thors, nýsköp
unarstjórnin, hófst handa um ný-
sköpun togaraflotans. Samið var
um smíði á 30 togurum í Bret-
landi árið 1945, og tveim til við-
bótar 1946. Árið 1948 samdi stjórn
Stefáns Jóh. Stefánssonar um
smíði á 10 togurum, af þessum
42 togurum voru 4 dieseltogarar,
2 af þeim fyrstu 30 og 2 af þeim
10 síðustu. Mjög hagstæð kjör
fengust um smíði og afgreiðslu
fyrstu 32 togaranna, sökum þess
að enskir útgerðarmenn höfðu
þá ekki gert upp við sig, hvort
þeir ættu að smíða svo dýra og
stóra togara að þeirra áliti. Er
óhætt að fullyrða, að nýsköpunar-
togararnir hafi verið beztu togar-
arnir, sem nokkurs staðar höfðu
verið smíðaðir fram til þess tíma.
Það er fyrst nú síðustu árin, að
rætt er um að ný gerð togara
taki nýsköpunartogurunum að
sumu leyti fram, enda eru þessi
nýju skip margfalt dýrari í stofn-
kostnaði en nýsköpunartogararn-
ir voru.
Hinn 1. september 1946 var
10% innfiutningstollurinn á ís-
fiski látinn taka gildi að nýju í
Bretlandi. Fiskmarkaðurinn
þrengdist og verðið fór lækkandi
eftir því, sem fleiri skip tóku þátt
í veiðunum og meira barst að af
fiski. Þegar þannig kreppti að á
aðalmarkaðinum, hafði það ómet-
anlega þýðingu fyrir togaraútgerð
ina að semja tókst um miidar
landanir í Þýzkalandi fyrir fast
og hagstætt verð við Bandaríkja-
menn og Breta fyrir árið 1948
og 1949. Tókust þessir samningar
fyrir atbeina Bjarna Benediktsson
ar, þáverandi utanríkismálaráð-
herra. Einnig hafði það mikla þýð
ingu fyrir sjávarútveginn í heild,
að það tókst að vinna upp mjög
stóran markað fyrir hraðfrystan
fisk í Bandaríkjunum undir for-
Framhald á bls. 15.
FARNIR AÐ SKiPU-
LEGGJA HERSTÖÐV-
AR A TUNGLINU?
NTB—Genf, þriðjudlag. aðaryfirvöld ynnu nú þegar að
rannsókn á tunglinu með það
Hermálayfirvöld eru þegar fyrir augum, að koma á fót
farjn að skipuleggja herstöðv herstöðvum þar. Hann út-
ar á tunglinu, fullyrti fasta- skýrði ekki nánar hvað hann
fulltrúi Sovéríkjanna á afvopn ætti við með „hemaðaryfir-
unarráðstefnunni í Genf, Semj völd“.
on Zarapkin, i dag. Þetta ætti Zarapkin sagði einnig, að
að leggja enn meira að full- Evrópa sæti á kjamorku-eld
trúunum á þessari ráðstefnu, fjalli vegna Bandaríkjanna og
að komast að jákvæðri niður herforingjanna í NATO. Hann
stöðu, sagði hann. minnti á, að bandarísk flugvél
Zarapkin sagði þetta, þegar með kjarnorkusprengjur inn-
honum var óskað til hamingju anborðs hefði nýlega hrapað
með það afrek Sovétríkjanna, yfjr Suður-Spáni, og hefði ein
að láta Lúnu-9 lenda mjúkt á ungis tilviijun komið í veg fyr
tunglinu. Hann sagði, að hern ir hroðalegan atburð þar.
SKÝRSLA UM BRUNAÚTKÖLL
Nýlega hefur verið gefin út
skýrsla Slökkvistöðvarinnar í
Reykjavík um útköll og elds-
voða í Reykjavík árið 1965. í
þessari skýrslu er að finna margs
konar upplýsingar um fjölda
kvaðninga, á hvaða tíma sólar-
hrings o , m. fl.
Það kemur t. d. fram i áður
nefndri skýrslu að á árinu hafa
verið flest útköll frá
hádegi til kvölds og á
þeim tíma flest á tímabilinu
frá kl. 15—18. Flest urðu útköll
í janúarmánuðj, 68, en fæst í
september eða 27 talsins. Út-
köU urðu á árinu 534 að töliu, en
í 167 tilfellum var ekki um eld
að ræða.
Samkvæmt skýrslu Slökvistöðv
arinnar hefur íkveikja verið
FANNST MEÐ
PÖSTTÖSKUNA
Á ÖXLINNI
FB—Reykjavík, þriðjudag.
Líkið af Auðunni Eiríkssyni póst
manni frá Raufarhöfn. sem týnd
ist. fyrir hálfum mánuði, er hann
var á leið til Raufarhafnar, frá
Krossavík fannst í gær. Auðunn
hafði þá verið kominn langleiðjna
til Raufarhafnar, en eins og skýrt
var frá i fréttum hafði hann yfir
gefið jeppa sinn, þegar hann var
kominn upp á Ytri Háls.
Bóndinn á Sveinólfsvik var á
leið hejm til sin í gær, þegar
hann sá lík Auðuns rétt fyrir
utan veginn um það bil 2—3 kíló
metra frá Ormarslóni, en það er
skammt frá Raufarhöfn. Hafði
Auðunn greinilega sezt niður und
ir barði, við veginn og var hann
með pósttöskuna á öxlinni. Er
talið fullvíst, að þegar hafj fennt
yfir Auðunn, eftir að hann settist
niður því nákvæmlega hafði ver
ið leitað á þessum slóðum, en
síðan hafi skafið ofan af honum
afur, þegar vindátt breyttist.
Auðunn var maður um fimm-
tugt, hann var ókvæntur.
helzta orsök eldsvoða á árinu, en
í 124 tilvikum af 367 er hægt að
tala um íkveikju með fullri vissu.
Þá hafa sjúkrabifreiðamar haft
nóg að gera á árinu en þær hafa
farið 19.73 ferðir til jafnaðar á
sólarhring, þar af 14,93 innambæj
ar.
ALDREI EINS ÍIT-
FLUTNINGUR OG í
DESEMBER
SJ—Reykjavík, þriðjudag.
Vöruskiptajöfnuður í des. var
hagstæður um rúml. 103 milljón
ir króna. í þeim mánuði voru
fluttar út vörur fyrir 835,4 millj-
ónir króna, og hefur aldrei áð-
ur verið flutt út eins mikið vöru
magn í einum mánuði.
Innflutningurinn nam 616,4
milljónum króna, að frádregnum
skipum og flugvélum og er þar
einnig um að ræða mesta inn
flutning. sem orðið hefur í mán
uði.
Vöruskiptajöfnuðurinn jan. —
des. 1965 var óhagstæður um 342,
2 mjllj. kr.
Féll fyrir borð
við Siglunes
BJ—Siglufirði, þriðjudag.
Á laugardagskvöld, er vélbátur
inn Orri frá Akureyri var á leið
frá Akui'eyri til Siglufjarðar féll
maður útbyrðis og drukknaði.
Átti slysið sér stað á móts við
Reyðará á Siglunesi.
Tildrögin að slysinu voru þau,
að hinn látni, Adolf Einarsson
var á leið út úr brú bátsins, er
hann hrökk fyrir borð. Leitað
var að honum, en hann fannst
ekkj.
Adolf var búsettur á Siglufirði,
kvæntur og átti tvö uppkomin
böm. Hann vai nær fimmtugur
að aldri.