Tíminn - 17.02.1966, Side 5

Tíminn - 17.02.1966, Side 5
FIMMTUDAGUR 17. febrúar 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson fáb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusínri 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Áð hanga og halda sér Pfkisstjórnin, sem setið hfeur í ráðherrastólunum í s ~‘ ;ir, líkist nú engu fremur en skipshöfn, sem gefizt he'ur upp við að stjórna skipi sínu, lætur það reka stjórn laust og sinnir því einu að hanga á og halda sér, meðan fjölin flýtur. Aldrei hefur annað eins uppgjafarlið ,setið í íslenzkum ráðherrastólum. Þessi uppgjöf í flestum þáttum stjórnarfarsins bksir hvarvetna við þjóðinni, en hið einstæða góðæri af nátt úrunnar hendi til lands og sjávar gerir stjórninni fært að hanga enn á ráðherrastólunum Ódugnaðurinn og flóttinn frá íslenzkri sókn kemur einna gleggst fram í viðhorfinu til íslenzkra atvinnuvega, þar sem stjórnin hopar úr einu víginu af öðru og er svo áberandi, að eitt helzta einkenni umræðna um þjóðmál um þessar mundir er gagnrýni og ákærur forystumanna atvinnuveganna á hendur ríkisstjórninni, hvar í flokki sem þeir standa, og ekki síður frá hennar eigin flokksmönnum Jafnvel í málgögnum stjórnarinnar sjálfrar birtist hvað eftir annað harðar ádeilugreinar'og rökstudd gagn rýni forystumanna atvinnuveganna, þar sem sýnt er og sannað, hvernig hagsmunum þeirra er fómað fyrir annarleg sjónarmið og undirgefni við eríenda ásælni. Engin íslenzk ríkisstjórn hefur nokkru sinni sætt svo harðri, rökstuddri og almennri gagnrýni fyrir augljósar og háskalegar misgerðir í garð meginatvinnuvega lands ins og oftrú á erlenda forsjá, oftrú sem kemur beinlínis fram í sjúklegri vantrú á íslenzkt framtak. Forsætisráðherrann virðist sem mest leiða það hjá sér að ræða um íslenzkan vanda, hvað þá að hann reyni að svara málefnalega rökstuddri gagnrýni forystumanna atvinnuveganna. í stað þess fjasar hann um það sýnkt og heilagt, að fsland sé „á mörkum hins byggilega heims“ og lýsir því fjálglega, hve hér sé dýrt að halda við sjálfstæði. Ýmsir spyrja um þesar mundir eftirfarandi spurninga: Fyrir hverja stjórnar ríkisstjórnin? Stjórnar hún sjávar útvegi í hag? Haraldur Böðvarsson og margir fleiri for- ustumenn þess atvinnuvegar hafa svarað því Stjórnar hún þá íslenzkum iðnaði í hag? Boðskapur formanns iðnrekenda. Gunars J. Friðrikssnnar, er skýrt svar um það. Tilkynning hans um áramótm var sú, að aðstaða íslenzks' iðnaðar færi mjög versnandi. Stjómar hún þá fyrir landbúnaðinn? Porustumenn hans hafa margsinnis lýst því hvernig hún leikur bænd- ur. Stjómar hún fyrir verkamenn? Baða þeir í rósum? Hver vill svara þeirri spurningu látandi? En fyrir hverja situr þessi ríkisstjórn pá, fyrst allir telja sér hana jafn óþarfa — sjómenn, atvinnurekendur, bændur, iðnaðarmenn og verkamenn? Svarið liggur í augum uppi. Þessi stjórn situr aðeins sjálfri sér til þægðar Hún hefur gefizt. upp við að stjóma íslezkum málum, týnt trú á ísienzkt atvinnulíf og framtak, en horfir i glýju á erlenda gullgerðarmenn, Þegar forsætisráðherrann víkur að íslenzkum málum, er það helzt til þess að lýsa því að verðbólgan hafi sína kosti!! Ríkisstjómin hefur ekki aðeins gefizt upp við hvern vanda. Hún virðist nú einnig að mestu hafa gefizt upp við að svara gagnrýni forustumanna atvinnuveganna og má ekki vera að öðru en að hanga og halda sér. TIIV9INN Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Skylda okkar aö samlegri leiðar leita skyn- í Vietnam Bandarískir hermenn í Vietnam meS fanga úr her Vietcong. YFIRLÝSINGIN frá Hono- lulu er samfelldur vefur há- stemmdra en óljósra fullyrð- inga um vonir, góð áform og háleitan tilgang ríkisstjóma þeirra Johnsons forseta og Ky hershöfðingja. Hvað yfirlýsing in í raun og veru þýðir, þeg- ar til kastanna kemur, verðum við að álykta sjálfir. Séu eðlilegar ályktanir rangar, — sem ég sannailega vona, — er bað einvörðungu því að kenna hve yfirlýsingin er höfð óljós af ásettu ráði. Eg ræð yfirlýsinguna á þann hátt, að forsetinn sé þar að neita að takmarka hernaðar markmið okkar og hemaðar- J* Síðari grein um stefnuna í Vietnam-stríðinu eftir fund inn á Hawai. 0* skuldbindingai í Vietnam. Yfirlýsingin jafngildir að mínu viti afneitun á sömdum friði milli Ky hershöfðingja og andstæðinga hans i Viet Cong og Norður-Vietnam. Við erum skuldbundnir til að sigra í stríðinu. yfirbuga her sveitir andstæðinganna og eyða þeim, og endurreisa land ið iafnótt og það endurheimt ist til yfirráða fyrir ríkisstjórn ina i Saigon. Á BLAÐAMANNAFUNDI í Honolulu hafnaði Ky hers- höfðingi skýrt og skorinort öllum samningaviðræðum við óvininn, sem barizt er gegn, en þær era óumflýjanlegt skil yrði samins friðar. Ekki varð þess vart að Johnson for seti reyni nokkuð að draga úr þessari afneitun. Samkvæmt orðum yfirlýs- ingarinnar er hið mikla tak- mark alger sigur Ky hershöfð ingja til handa. Óhemjumik- inn herafla mun þurfa til að þessu risavaxna og fjarlæga marki verði náð. Þvi verður að !íta á yfirlýsinguna sem skuldbindingu Bandaríkja- mann? um að leggja fram her afla sem ekki sé að mann- fjölda og búnaði miðaður við tiltekna takmarkaða stefnu. heldui fari að mannfjölda ein vörðungu eftii hæfni okkar til að yfirvinna erfiðleikana. sem takmarka tölu þeirra her- manna, sem við getum komið á land og birgt að nauðsynj- um. Ef hér er rangt ályktað um stjórnmálalegai og hernaðar- legar ákvarðanir, sem sam- komulag varð um á fundinum í Honululu ætti ekki að láta hjá líða að skýra þjóðinni um svifa og undandráttarlaust frá því, hverjar hinar raun- veruiegu skuldbindingar era. SVO VILDI til, að daginn, sem yfirlýsingin frá Honolulu var oirt, var Gavin hershöfð ing; h fundi hjá utanríkismála nefnc öldungadeildarinnar Ai umsögnum nans á þessum fundi verður ijós meginþáttur þessarai miklu flækju eða hvor við beyium takmarkaða eða ótakmarkaða styrjöld í Vietnam. í samræðunum við öldunga deildarþingmennina kom fram það álit Gavins hershöfðingja að nernaðaráætlunum okkar og stjórnmálalegum stefnu- miðum eigi að sníða stakk eft ir þeirri staðreynd, að við getum ekki, — vegna annarra skuldbindinga okkar víðs veg- ar um heim. — lagt af mörk um ótakmarkaðan herafla til styrjaldarrekstursins í Viet- nam Gavin hershöfðingi dró enga dul á, að við getoum ekki horfið á brott fyrri en að búið er að koma á pólitískum samn ingum, en við ættum ekki að auka stríðsathafnir eða her- afla okkar til muna frá því sem nú er. Sé þetta rétt lýs- ing á takmörkunum stríðsins, sem við getum háð í Vietnam, leiðir eðlilega af því. að við verðum að miða hernaðarleg ar athafnir okkar við að halda kyrru fyrir á þeim stöðvum, sem við höfum þegar á valdi okkar og floti okkar getur náð til. ÞESSI hernaðarstefna sam- rýmist ekki áformum um sig- ur í stríðinu En þetta eru hernaðaráform um að tapa ekki stríðinu með vansæmd eða að nauðsynjalausu. Við, sem aðhyilumst þessa hernað arstefnu, erum sannfærðir um. að vestrænt veldi hvítra manna geti ekki sigrað í stríði á meginlandi Asíu. Þessi skoðun er byggð á 20 ára leynslu a orrustuvöllunum í Indókína og ekkert tilefni er til ad álykta, að við séum á nokkurn hátt að nálgast það markmið sem enn einu sinni er ýst < yfírlýsingunni frá Honuiulu. Alvarlegasta gagnrýnin á kyrrstöðustefnuna er fólgin efasemdum um að bandarísk ur herafli sé fær um að halda stöðvum sínum í Suður-Viet- nam og gera þær sæmilega traustar. Eki þarf að efa, að þetta yrði ærið erfitt viðfangs. En ef játað er, að herafli Bandaríkjanna sé ekki nægi- lega öflugur til að inna þetta hlutverk af höndum, er það afdráttarlaus og áberandi við- urkenning á því, að bandarísk ur hemaðarmáttur megi sín næsta lítils á meginlandi Asíu. Ef það land sem við ákvæð- um að halda, væri eyja, gæt um við veitt þvi sömu vernd og Formosu eða jafnvel eyjun um Quemoy og Matsu. Ef okk ar ýibraltar-vígi væri á skaga eins og Kóreu eða eiði eins og Kra, væri unnt að treysta vígið. MESTU vandkvæðin við að framkvæma kyrrstöðustefnuna eru í því fólgin, að verið er að reyna að halda landi, sem ekki er eyja, skagi eða eiði, held- ur hluti af meginlandi Asíu. Þess vegna verður unnt að setjast um það og lauma þar inn mönnum. En þeir,. sem eru beinir andstæðingar kyrr- stöðustefnunnar eiga ekki um annað að velja en að heyja ó- takmarkað stríð á landi á meg inlandi Asíu. Þetta er erfitt efni úrlausn ar oga enginn þeirra, sem þátt tekui í þessuir, rökræðum, get ur ' alið sig óskeikulan. Eg er fyrir mitt leyti sammála Gavin hershöfðingja í því,' að við eigum að aðhyllast þá stefnu að heyja mjög takmarkaða styrjöld Víst er það satt. sem stóð Washington Post á mið vikudaginn að ekki sé „um neina auðvelda, sársaukalausa og ódýra leið að ræða“ i stað- inn fyrir þá stefnu, sem við fylgjum nú í Suð-austur-Asíu, en vera má. að til sé skynsam legri leið, og það er skylda okkar að leita hennar. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.