Tíminn - 01.03.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.03.1966, Blaðsíða 1
„ ' k Þessi mynd var tekin af Tangafossi ofan virkjunarsvæðis Þjórsár núna um helgina. Hann ér lítt frýnilegur á þessum árstíma. Virðist sem það hafi engin áhrif á þennan jöikul þótt heitt sé í alumínumræðunum. Tímamynd - AH. HORFUR Á ENN MEIRI SNJÓKOMU Á AUSTFJÖRÐUM Skaðar og skortur nauö- synja vegna fannfergis GÞE-Reykjavík, mánudag. Ekkert lát virðist á fannkom- unni á Austurlandi, og eru þar allir vegir lokaðir, sumir jafnvel ekki færir snjóbílum. Menn hafa nú gefizt upp á því að ryðja veg- ina, þar sem þeir lokast aftur jafnharðan. Segja má, að mjög bagalega horfi með flutninga til fólks í uppsveitum, en þar er nú víða olíulaust, og jafnframt skort ur á ýmsum nauðsynjum og ekki nokkurt viðlit að verða sér úti um nýmeti. Á nokkrum bæjum hafa gripahús sligazt undan snjóþung- anum, skekkzt og brotnað, og á Grænuhlíð í Hjaltastaðaþinghá féll hluti af fjárhúsþaki ofan á all margar kindur og drápust sjö af þeim völdum. Allar samgöngur við Austfirði fara fram sjóleiðis, en ógerlegt er að flytja nauðsynjavörurnar frá sjávarþorpunum út f sveitir. Reynt hefur verið eftir megni að halda Egilsstaðaflugvelli opnum og hef ur verið flogið þangað endrum og sinnum, en þar er sama sagan, vörurnar til bænda í uppsveitum verða innlyksa í þorpinu vegna samgönguleysis. í gær var flogið þangað austur og lagði því snjó- bíll upp frá Reyðarfirði með far þega og varning, sem komast átti suður. Var bíllinn 6 klst. á leið- inni. Einna verst er ástandið hvað viðkemur mjólkurflutningum og reynt hefur verið að sækja mjólk- ina á ýtum, en það er miklum vandkvæðum bundið og ekki er hægt að fara á hvern stað nema með margra daga millibili, og á marga bæi hefur alls ekki verið Framhald á bls 7 WILSON LÆTUR KJÚSA NTB—London, mánudag. Harold Wilson, forsætis- 'áðherra Bretlands, til- kynnti í dag, að almennar þingkosningar fari fram 31. marz n.k. Þessi ákvörðun Wilsons byggir á þeirri tdú nans, að kjósendur í Bret- landi muni gefa Verka- mannaflokknum greinileg- an sigur yfir íhaldsflokkn- um og tryggja þannig stöðu Wilsons sem forsætisráð- herra næstu fjögur árin. Wilson, sem verið hefur forsætisráðherra í 16 mán- uði, sendi út eftirfarandi til kynningu frá Downing Street 10: — Forsætisráðherrann hefur farið þess á leit við Hennar hátign, drottning- una, að leysa upp þingið. Hennar hátign hefur til- kynnt, að hún muni verða við þessari ósk. Þingrof verða fimmtudaginn 10. marz. Kosningar verða haldnar 31. marz. Hið nýja þing verður kallað saman mánudaginn 18. apríl, og verður fyrsta verkefni þess að kjósa forseta og taka þingmenn í eið. Hið nýja þing verður opnað fimmtu- daginn 21 apríl. í kosningabaráttunni mun Wilson biðja kjósendur um vald til þess að styrkja og auka þær umbótaáætlanir á sviði efnahags- og félags mála, sem hann hefur að hluta til um framkvæmd. Wilson hefur nú aðeins Framhald á 14. síðu. Komnir frá að athuga Boeing SJ—Reykjavík, mánudag. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu fóru forstjóri og fjórir starfsmenn Flugfélags íslands til Bandaríkjanna og skoðuðu Boeing-flugvélaverk- smiðjurnar sem lið í þeim at- hugunum sem verið er að gera í sambandi við væntanleg þotu kaup. Þar sem vitað er, að Boeing 727 er sú flugvélateg- und, sem til greina kemur að kaupa, hringdi Tíminn til Am ar Johnson forstjóra FÍ og bað hann að svara nokkrum spurn ingum varðandi Boeing 727. Öm sagði að flugvélin mundi kosta á þriðja hundrað milljón ir króna, og tæki hún 100— 120 farþega. Áhöfn yrði skip uð þrem flugmönnum og a.m. Framhald á 14. síðu. Þessi mynd var tekin í BreiSdalsvík 22. febrúar síSastliðinn og síðan hefur enn bætt á snjó Land er •sem myndin er tekin, og mi af því ráða hve fannferglð er mlkið og jafnt yfir allt. (Ljósm: Heimir slétt, þar Þ Gislas.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.