Tíminn - 01.03.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.03.1966, Blaðsíða 7
l»KH>,nn>)VGUJR 1. marz 1966 ÞINGFRETTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR Útflutningsgjald af sjávarafurðum Ræða Jóns Skaftasonar á AlþingS í gær He. fiorseti. Það frv. sem við erum nú að ræða um útftataingsgjaJd af sjáv- arafurðum sýnir vel hvernig kom- ið er hag annars megin- þáttar sjávarútvegsins, þ.e. bol fiskveiðanna. Á tímum síhaekk- andi verðlags á útfluttum sjávarafnrðum erlendis og um- talsverðra umhóta í refestri fisfcvnmsiustöðvanna, er því sleg- ið föstu, að fiskkaupendur geti ekki greitt verð, sem er í algjöru lágmarfci fyrir ferskfiskinn og þurfi að færa tfl þeirra um 40 millj. kr frá siidveiðisjómönnum og síldveiðiútvegsmönnum til þess að vetrarvertíð geti hafizt. Hér er um alvarleg tíðindi að *æða, sem ástæða er til að gefa fyllsta gaum. Við Framsóknarmenn höfum ftrekað bæði innan þings og utan bent á þá hættu, er ört vaxandi ver'ðbólga skapaði undirstöðu at- vimurvegum þjóðarinnar. Við höf- nm lagt til á háttv. Alþingi að fulltrúar allra flokka yrðu settir tS þess að gera tiliögur í dýr- tíðarmálunum er byggðust á víð- tæfcu samkomulagi flokkanna um þetta viðkvæma mál. ’KUögur þessar hafa verið strá- felldar og flutningsmönnum þeirra gerður upp ails kyns ann- arlegur tilgangur í þessu sam- bandi. Á meðan hefur dýrtíðin geystzt áfram af úþekktum krafti og hæstv. ríkisstjórn staðið gjör- samlega ráðþrota frammi fyrir þeim vanda, sem stjórnarstefnan hefur skapað. Þegar sú staðreynd er höfð í huga, að það er fyrst og fremst dýrtíðin, sem er afleiðing stjórn- arstefnunnar, sem vandanum veld ur í sjávarútveginum þá er sú bráðabirgðalausn, sem frv. felur í sér. að leysa hann í þetta skiptið á kostnað síldarsjómanna og síld- arútvegsm. ósanngjörn í meira lagi, því að ekki bera þessir að- ilar sérstaklega ábyrgð á mistök- um Viðreisnarstjórnarinnar. Hver atvinnugreinin af annarri ber sig nú upp undan erfiðleik- um í. rekstri vegna vaxandi dýr- tíðar og hækkandi reksturskostn- aðar. Þannig segir t.d. form. Stétta- sambands bænda í jafnúarhefti Freys, „Þýðingarmestu ályktan- irnar, sem draga má af niðurstöð- um þessara reikninia er sú, að bændur eins og allur almenning- ur tapar sífellt á verðbólgunni, að framleiðslukostnaðarverð á afurð- um fjarlægist það að geta orðið samkeppnisfært á erl. mörkuðum eftir því sem dýrtíðin eykst.“ Enn fremur segir hann, „Að það sé höf uðnauðsyn fyrir bændur, sem þjóð félagið í heild að verðbólgan verði stöðvuð." Gunnar J. Friðriksson, form. ísl. iðnrekenda viðhafði þessi v orð í grein í Morgunbl. 14. jan. s.l. „Á árinu 1964 tóku erfiðleikar að gera vart við sig í ýmsum greinum verksmiðjuiðnaðarins. Stöfuðu þeir af stórauknu frjáls- ræði í vinnuflutningi, lækkun toll- verndar með nýjum tollalögum, sem sett voru á miðju ári 1963 og vegna örrar hækkunar fram- Jón Skaftason leiðshikostaaðar." Úr röðum sjávarútvegsmann- anna eru þó kvartanirnar mest- ar, sem vonlegt er, þar sem þeir verða að sæta erl. markaðsverði, sem þrátt fyrir miklar hækkanir síðustu árin nægja ekki í mörg- um tilfellum á móti sívaxandi framleiðslnkostnaði innanlands. Loftur Bjarnason hefur nýlega lýst ástandinu í togaraútgerðinni. Sérstök stjórnskipuð nefnd at- hugar rekstursvanda smærri bát- anna. Finnhogi Guð. sagði í Þjóðvilj- anum 2. febr. s.l.: „Mér er óhætt að fullyrða um okkur flesta atvinnurekendur i sjávarútv. að við erum ákaflega kvíðnir út af framtíðinni vegna spennunnar á vinnumarkaðinum og hinnar gengdarlaustu verð- bólgu. Nýafstaðið fiskiþing lagði höf uðáherzluna á að allt væri gert, sem unnt væri til að stöðva dýr- tiðina og að engar nýjar áiögur verði lagðar á útgerðina. Þá lýsti fundur frystihúseigenda samhljóða yfir áhyggjiíra sínum yfir vaxandi verðbólgu og mikilli samkeppni um takmarkað vinnu- afl. Það liggur þannig ljóst fyrir, að öllum höfuðatvinnugreinum landsmanna, er verðbólgan mjög þung í skauti og að aðalkrafa fyrirsvarsmanna þeirra er að gegn henni verði snúizt. Þetta er ekki nýtt að vísu, þvi að svipaðar raddir hafa heyrzt mörg undanfarin ár. En hæstv. ríkisstj. hefur illa tekizt í barátt- unni við dýrtíðina, þrátt fyrir stóryrtar yfirlýsingar í upphafi valdaferilsins um fastan ásetning um að framkvæma nú loks þann holskurð á þjóðarlíkamanum og skera þannig á burt orsakir verð- bólgumeinsins í eitt skipti fyrir öll. Sagt er í greinargerð með frum varpi þessu og það kom einnig fram í ræðu hæstv. sjávarútv.m.r. er hann fylgdi því úr hlaði. að frv. þetta byggðist á samkomulagi er tókst með fulltrúum fiskselj. og fiskkaupenda í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins um verð á bolfiski á vetrarvertíð 1966. Þar sem verðákvörðun þessi gildir aðeins fyrir þetta árið, er rökrétt að láta hækkun á útfl.gj. bræðslusíldar, sem stendur undir fiskverðshækkuninni að nokkru leyti, aðeins gílda fyrir sama tíma. Augljóst er a.m.k. að lengri gild- istími þess byggist ekki á fyrir- liggjandi sanikomulagi. Við háttv. 3. þingm. NJEyj. flytjum breyting artillögu í þessa stefnu á sér- stöku þingskjali. Ég vil taka fram; að ég er sam þykkur þeirri stefnu er fram kem ur í 2. gr. frv. að miða útfl.gj. við magngjald en ekki verðmætis. gjald, enda flutti ég frv. um það 1963, sem náði ekki fram að ganga, og fékk engan stuðning í röðum háttv. stjórnarliða þá. Afstaða okkar, sem að nefndar áliti á þingskj. no. 269 stöndum, er sú, að leggjast ekki gegn fram gangí frv. af því að allvíðtækt sam komulag virðist hafa tekizt um meginefni þess með fulltrúum samtaka fiskseljanda og fiskkaup enda. Við viljum heldur ekki veita frv. brautargengi, því að við teljum leið þá, sem valin er til lausnar vandanum orka tví- mælis. í fyrsta lagi er ljóst, að af- koma síldveiðiflotans hefur á und anförnum árum verið afar mis- jöfn. Smæstu skipin undir 90 br.l. hafa sl. tvö ár ekki fiskað fyrir kauptryggingu og fengið bætur úr Aflatryggingasjóði. Bát- ar af stærðinni 90—100 brúttólest ir jöðruðu við að eiga bátarétt þessi árin. Það er því ljóst, að af koma þeirra báta, er slík, að þeir bera enga aukna skattheimtu. Hins vegar er rétt að afkoma stærstu síldarbátanna hefur ver ið allgóð, flestra a.m.k. En á það ber að líta, að fljótt getur breytzt um veiði þeirra og verðlag á útfl. bræðslusíldarafurða er háðara stærri sveiflum en algengast er í þessum atvinnuvegi. Svo er og á það að líta, að í flestum þessara báta, sem nýir eru, er bundið mik ið og dýrt fjármagn, sem óaf- skrifað er að mestu leyti og kostn aður vegna tæknibreytinga á veiði tækjum er mikill. I öðru lagi er ljóst, að afkoma hluta frystih. hefur verið góð ag undanfömu og því sennilegt, að þau geti staðið undir 17% fisk verðshækkuninni. Önnur bera sig aftur verr. Ráðstafanir af hálfu hins opinbera í lánamálum hús anna til endurnýjunar og hagræð ingar hefðu vafalítið getað komið þeim að svipuðum notum og 4% meðgjöfin með fiskverðinu, og hefði sú leið verið eðlilegri miðað við ríkjandi aðstæður. f þriðja lagi er útflutningsgj. á bræðslusíldarafurðum orðið svo hátt, um 40 kr. á hvert mál, að það hefur veruleg áhrif á skipta- kiörin á síldarbátunum. Um 20 millj. kr. skatt á með frv. að leggja á hlut sjómannanna, til hinna og þessara þarfa, allra nauð synlegra, en sumra hverra þess eðlis, að eðlilegra væri að lands menn alllir stæðu undir þeirri tekjuöflun. Þrátt fyrir þessa miklu skattheimtu á sjómenn, er ekki í frv. að finna staf um að samtök þeirra fái hluta af gjald- inu til sinna þarfa, eins og um samtök útvegsm. Er augljóst rang læti í þessu. Höfuðgalli frv. er þó sá, að með Á ÞINGPALLI 1 í dag voru samþ. á Alþingi sem frumvarp, lög um útflutningsg.iald af sjávarafurðum. 21 var frumvarpinu fylgjandi, 9 greiddu atkvæði á móti því 7 sátu hjá og 3 voru fjarstaddir. Sjávarútvegsnefnd Neðri deildar var þríklofin eins og í Efri deild og skiluðu Alþýðubandalagsmaður og Framsóknarmenn séráliti. Einnig fhittu þeir þingmenn Framsóknarflokksins, sem sæti eiga í sjávarút- vegsnefnd breytingartillögur sem hiutu engan hljómgrunn og voru felldar. Birgir Finnsson mælti fyrir meirihluta sjávarútvegsnefndar, og kvað hana samþykka frumvarpfou. Lúðvík Jósefsson mælti fyrir fyrsta minnihluta sjávarútvegsnefnd- ar og taldi hann ekki þörf á neinum sérstökum skýringum af sinni hálfu, þar sem hann hefði s. 1. gert grein fyrir sinni afstöðu. Sérsíak lega kvaðst hann vera frumvarpinu mótfallinn, vegna þeirra breytinga, að ein grein útvégsins ætti að hakJa annarri uppi. Jón Skaftason talaði fyrir hönd 2. minnihluta sjávarútvegsnefndar og ítrekaði hann eins og aðrir Framsóknarmenn, að hér væri aðeins um bráðabirgðalausn að ræða og atyrti hann ríkisstjórnina fyrir það, að hafa ekki á stefnuskrá sinni betri breytingar til úrlausnar. Rœða Jóns Skaftasonar er flutt öll og óbreytt hér á síðunni. Ýimsir þingmenn kvöddu sér hljóðs við aðra umræðu málsms, Pétar Sigurðsson, Eðvarð Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson og Emar Guð- finnsson sem flutti sína fyrstu ræðu á þingi. Við þriðju umræðu kvaddi sér hljóðs Gísli Guðmundsson og vék nokkuð að breytingartillögum er hann ásamt Jóni Skaftasyni flutti um takmörkun gildis laganna við eitt ár og einnig taldi hann að rétt- ara hefði verið að gera verðmiðlunina á eðlilegri hátt. Hann sagði að ekki væri með frv. þessu reynt að komast að rótum meinsins, heldur héldi ríkisstjórnin þeirri stefnu áfram að uppræta efcki óða- verðbólguna. Eins og hér að framan er skýrt, var frumvarpið samþykkt sem lög. í Efri deild voru þrjú mál tekin til meðferðar. Fyrstur talaði Ólafur Jóhannesson fyrir hönd allsherjarnefndar um breytingar á kosningum til Alþingis, þannig að ef kjörstjórn krefðist þyrfti við- komandi að framvísa nafnskírteini til sönnunar hver hann væri. Nefndina taldi hann sammála um þessa breytingu. Friðjón Skarphéðinsson mælti fyrir hönd allsherjamefndar um frumvarp um aðför. Nefndin hefði orðið sammála um samþykkt frv. þó með þeim breytingum, að sektargjöld í tveim töluliðum yrðu hækkuð. jU • u''* Friðjón Skarphéðinsson taiaði ennfremur fyrir frumvarpi um mat- sveina, sem fram væri komið vegna beiðni. í frumvarpinu er m. a. gert ráð fyrir því, að í stað heitisins matreiðslumaður komi matsveinn og að heitið næði ekki til ýmissa manna.sem starfa sem slíkir. því að leggja það fram sýnir hœst virt ríkisstjórn. áframhaldandi stefnuleysi sitt og vill víkja sér undan bráðum vanda með því að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Verðbólgan er höfuðskaðvald- urinn í rekstri sjávarútvegsins, og það er frumskylda hverrar ríkisstjórnar, að reka þá efna- hagsstefnu, er tryggir undirstöðu atvinnuvegunum sæmilega rekst- ursafkomu í meðalárferði. Langt er frá því að svo sé í dag. Sjávar útv. er svo veigamikili þáttur í efnahagsbúskap okkar og sérstæð- ur að því leyti, að afurðir hans eru seldar á erlendum mörkuð- um að langmestu leyti. Stjórnar- í stefna sem ekki miðast við þessa \ meginstaðreynd er því mjög röng að rnínu viti. Ég tel þannig fráleitt, að í þjóð félagi, sem okkar, þar sem ríkj- andi iánsfjárskortur er, skuli þessi atvinnuvegur engan for- gang hafa til lánsfjár umfram margt annað. Lánakjörin eiga líka að vera betri en á sumum öðr um sviðum. Þótt ég sé því ekki mótfallinn að atvinnuvegirnir byggi upp stofnlánasjóði sína með hæfilegu gjaldi. eru vissulega takmörk fyrir því, hversu hátt það á vera. Stofnlánasjóður sjávarútvegsins Fiskveiðasjóður hefur veriðbyggð ur upp að langmestu leyti með út flutningsgj. á útfl. sjávarafurðir sem getur skv. fyrirliggjandi frv. náð 8% af verðmæti fob útflutn ingsins. Á sama tíma innheimta Norðmenn, aðalkeppinautar okk ar útflutningsgj. af sjávarafurð um.sem nemur hluta af 1%. Aug- ljóst er, til hvers þetta leiðir. Þjóðfélagið á því að leggja hluta af sjarifjármynduninni á hverjum tíma til þessara sjóða. Það er fyllilega eðlileg og rétt- mæt ráðstöfun. Ég trúi því, að ef fiskiðnað- urinn hefði á undanförnum ár- um átt kost á nægum og hentug um lánum til hagræðingar, þá hefðu frystihúsin getað borið þá 17% fiskverðshækkun, sem ákveð in var í byrjun ársins. þrátt fyrir vaxandi framleiðslukostnað af völdum verðbólgunnar. Það hefði verið eðlilegra að hæstv. ríkisstj. hefði boðið upp á einhverja fyrir- greiðslu af því tagi er í nauðirnar rak með verðákvörðunina nú á ferskfiski, en varpa ekki afleið- ingum óstjórnarinnar yfir á bök síldarsjómanna og síldarútvegs- manna. þótt um tíma hafi nokkr- ir þeirra ailgóða afkomu. SNJÓR Á AUSTFJÖRÐUM Framhald af bls. i farið. Mjólkurlítið er því víða 1 þorpunum. Fólk fer langar bæjar leiðir á skíðum og jafnvel hefur það borið við, að fólk í uppsveit- unum leggi á sig margra klukku stunda ferð ýmist fótgangandi eða á skíðum niður i sjávarþorpin til að verða sér úti um nýmeti í soðið Algjörlega haglaust er að heita má hvarvetna á Austurlandi, og tekið ei því að saxast allmjög á heyforða bænda, sem sízt er ot mikill. Liggja nú óhreyfðar á Reyðarfirði heybugðir, sem nema hátt á annaö þúsund hestum en eins og gefur að skilja, er ógerlegt að flytja nokkuð af því til þeirra bænda, sem verst eru settir. Sums staðar er vatnslaust eða vatnslítið sérstaklega á fjörð unum, ástandið í þeim efnum er nokkuð slæmt á Breiðdalsvík, en netaveiðar eru þar að hefjast, og ef ekki rætist brátt úr, verða þar talsverð vandræði í sambandi við fiskvinnslu. Segja má, að blind bylur hafi geisað víðast hvar á Austurlandi í heila viku, í dag birti þó upp, en útlit er fyrir það að hann gangi aftur á með austan átt og snjókoman haldi áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.