Tíminn - 01.03.1966, Qupperneq 8
8________________________TÍMINN
Greinargerð frá Starfsmannafél.
Sinfóníuhljómsveitar íslands
ÞREDJUDAGUR 1. marz 196«
75 ára í dag:
Helgi Tryggvason
Vegna síendurtekinna árása,
sem birzt hafa að undanförnu á
starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar
íslands í ýmsum dagblöðum svo
og í tilefni af ályktun stjórnar
Blaðamannafélags íslands vill fé-
lagið taka fram eftirfarandi:
Það er algert ranghermi, að
hljómsveitarmenn hafi neitað sjón
varpinu um töku mynda af flutn-
ingi hljómsveitarinnar á 9. sin-
fóníu Beethovens. Þvert á móti
var slíkt leyfi góðfúslega veitt af
fyrirsvarsmönnum hljómsveitar-
innar. Einnig er það alrangt, að
hljómsveitin hafi heimtað greiðslu
fyrir leyfi til birtingar fréttamynd
ar af hljómsveitinni. Á greiðslu
var aldrei minnzt í þessu satn-
bandi.
Hitt er rétt, að hljómsveitin gerði
kröfu um það að fá að hafa hönd
í bagga með birtingu kvikmyndar-
innar, þegar þar að kæmi, og Ijóst
væri orðið, hvers konar kvikmynd
væri hér á ferðinni.
Af hálfu hljómsveitarinnar var
hér fyrst og fremst haft í huga,
að ekki yrði skapað fordæmi, sem
síðar yrði notað gegn listflytjend-
um í baráttu þeirra fyrir svipuð-
um réttindum gagnvart sjónvarpi
og stéttarbræður þeirra í öðrum
löndum njóta. Hins vegar var
aldrei ætlunin að heimta frekari
rétt en listflytjendur njóta annars
staðar.
Er það sannast mála, að árekst
ur sá, sem 4 hér hefur orðið, ■ ó
rætur sinar að rekja til þess, 'öðru
fremur, að allt of lengi hefur ver-
ið dregið að taka upp samninga-
viðræður við íslenzka listflytjend-
ur svo sem hljómlistarmenn, leik-
ara, söngvara o.s.frv. um kjör við
sjónvarpið.
Meðan svo stendur, er viðbúið,
að til árekstra kunni að draga af
litlu tilefni, þar sem hvorugur að
ilinn vill skapa fordæmi, sem vitn
að kynni að verða í síðar. Varð
í níunda tölublaði Búnaðarblaðs
ins 1965, er grein með yfirskrift-
irini „99 tófur, unnar á Jökuldal
vorið 1965,“ höfundurinn Guðrún
Aðalsteinsdóttir, Klaustursseli, get
ur þess að árið 1964 hafi verið
unnin þar 77 dýr eldri og yngri,
eitt greni getur hún um að hafi
fundizt áður óþekkt, hafi verið
þar mikið af gömlum beinum. Af
greininni má ætla að þetta greni
hafi verið auðugt af aðdrætti, því
Guðrún segir, „Þá hefur hún bless
uð skepnan lagt sinrii fjölskyldu
til eitthvað á milli 30 og 40 lömb.“
og síðar í sömu grein „Ætli þeir
sem stóðu fyrir að banna að eitra
fyrir tófu, vilji borga bændum
þennan og álíka skaða.“ Guðrún
virðist trúa að dýramergð og
bitvargur stafi af því að ekki var
eitrað síðustu ár. Er ekki hugsan-
legt að ástæðan sé önnur? Sú, að
eitrað hafi verið um árabil, en
minna verið hirt um að vinna með
skotum. Þá hafi hrædýrin drepizt
en vargdýrin æxlazt. Svo hafi
árangurinn farið að sanna sig, ár
in 1964 og 65. Slíkt er í réttu
hlutfalli við náttúrulögmálið.
Hinn almenni bóndi veit að
dautt dýr heldur ekki áfram að
drepa lömbin hans. Hér hafa ein-
hver mistök orðið, hann fer í hug-
anum yfir þekkingu sína á mönn-
um og málleysingjuin, og finnur
að vel útfærð klækja eða hrekkja-
sú raunin í því tilfelli, sem
hér um ræðir, 1 þar sem hvort
tveggja er ljóst/ að sinfoníumenn
vilja á engan hátt fyrirbyggja eðli
legan fréttaflutning af starfsemi
hljómsveitarinnar, svo og hitt, að
viðurkennt er af hálfu útvarpsins
í Morgunblaðinu hinn 17. febrúar
s.l. að listflytjendur hafi hags-
muna að gæta í sambandi við
birtingu á listflutningi þeirra í
sjónvarpi, þótt stofnunin hafi
ekki viljað samþykkja fyrirvara
frá hljómsveitarmönnum þar að
lútandi í þetta skiptið.
Rétt er að benda á, að ýmsir
aðrir aðilar en hljómsveitarmenn
eru á verði gegn birtingu kvik-
mynda af listflutningi þeirra.
Þannig er í samningi Félags^ ís-
lenzkra leikara við Þjóðleikhúsið
ákvæði um bann við birtingu kvik
myndá af leiksýningum nema með
samþykki leikaranna. Þá er og
skemmst að minnast yfirlýsinga
í blöðum frá ljósmyndurum, þar
sem sjónvarpið er varað við heim-
ildarlausri myndbirtingu.
Varðandi rétt listflytjenda í ná
grannalöndum okkar, svo sem á
Norðurlöndum og í Bretlandi, þyk
ir rétt að upplýsa, að þar gildir
sú regla, að listflytjendur hafa
einkarétt til þess að leyfa útsend-
ingar á beinum listflutningi þeirra
í útvarpi og sjónvarpi svo og til
að leyfa hvers konar upptöku á
listflutningi.
,í samþykkt stjórnar Blaða-
mannafélags íslands nú fyrir
nokkrum dögum varðandi prent-
frelsi gætir nokkurs misSkilnings.
f fyrsta lagi hafa hljómsveitar-
menn enga tilraun gert til að
hindra töku mynda af sjálfum
hlj ómleikum sinfoníuhlj ómsveitar
innar enda fór fram stöðug mynda
taka í hljómleikasalnum meðan
þeir stóðu yfir. Hér var hins vegar
um það að ræða, að hljómsveitar-
menn sætu fyrir við gerð kvik-
brögð, er aldrei að finna í fram-
kvæmd hinna grunnhyggnustu, en
djúpstæð hugsun dregur tíðum
mikinn slóða, fer það eftir undir-
stöðu og útfærslu, hvort það verð-
ur til ills eða góðs.
Það er auðveldara og ódýrara
að pota eitri í hræ en komast
í skotfæri við skynugt dýr og
sigra, hið fyrra má framkvæma af
sjóndöprum og stirðvirkum mönn
um, en til hins síðara þarf
glöggskyggni, skjóta og örugga
ályktunarhæfni auk þess andlegt
og líkamlegt þol.
Það er því auðveldara að eyði-
leggja allar tófur á hverju lands-
svæði með eitri en skotum, ef
þær eru allar nægilega heimskar
og matgírugar, hvar sem þær kom
ast í æti. En þær eru ekki eins
auðunnar og við ætlum þeim að
vera, en hafa ályktunarhæfni, sem
okkur mönnum er vandskilin, t.d.
að rífa sig niður í gegn um fets
þykkan skafl og háma í sig ullar-
lagð frá síðastliðnu voru. (Til að
seðja hungur?) En líta ekki við
girnilegu kjötflykki, sem liggur á
bersvæði í ekki mikilli fjarlægð,
og hafa þó gengið í hálfhring í
kringum það.
Fjallskil eru gerð i hverjum
hrepp eða upprekstrarfélagi á
hau-'‘ riefur það ekki verið
metno ,t/mál að smala svo vel á
haustin, að ekkert yrði eftir, eða
myndar, sem taka átti eftir sjalfa
hljómleikana og var hljómsveitin
undir það búin að upptakan gæti
staðið í allt að eina klukkustund.
Væntanlega nær prentfrelsið í
landinu ekki svo langt, að mennj
séu beinlínis skyldugir til að sitja!
fyrir myndatökumönnum blaða |
og sjónvarps, þegar þeim þóknast.
í annan stað er það misskiln-
ingur, að hér hafi verið um venju-
lega fréttakvikmynd að ræða, en
með fréttamyndum er ævinlega
átt við myndir af daglegum við-
burðum, sem birtar eru þegar í
stað eða a.m.k. mjög fljótlega.
Mynd þessa átti hins vegar að
birta, að því er sagt er, um næstu
áramót.
í þriðja lagi vita allir, að mynd-
birtingarréttur blaða og þá eink-
um sjónvarps er ýmsum takmörk-
unum háður svo sem annar prent
réttur og koma hér til ýmsar
ástæður, svo sem tillit til atvinnu-
réttinda listflytjenda og réttur
manna í ýmsum öðrum tilvikum
til að banna að af þeim séu birtar
myndir.
Að endingu vilja hljómsveitar-
menn ítreka, að þeir munu standa
fast á hliðstæðum réttindum sér
til handa í sambandi við sjón-
varp og tíðkast annars staðar.
Þeim er Ijóst, að réttindabarátta
listamanna er nær ævinlega óvin-
sæl í upphafi meðan almenningur
er að átta sig á hinum nýju við-
horfum og nægir í því sambandi
að vísa til þess moldviðris, sem
þyrlað var upp í sambandi við
réttindabaráttu rithöfunda, tón-
skálda og annarra höfunda nú fyr
ir nokkrum árum. Slíku verður
að taka með rósemi og þolinmæði.
Er svo útrætt um þetta mál af
hálfu hljómsveitarinnar.
Reykjavík, 25. febrúar 1966.
Stjórn Starfsmannafélags Sin-
foníuhljómsveitar íslands.
erum við bara að látast. Hver
hagnast mest á því að illa sé smal
að í lögsmölun? Við getum sagt
að það séu tveir aðilar, annar
eru þeir menn, sem fara til fjalla
eftir veturnætur og taka ríflegt
gjald af hverri kind sem þeir koma
með til byggða og hinn er melr
rakkinn. Því fleiri kindur sem eft-
ir verða í lögleitun, því meiri lík-
ur eru til.að hann fái mikla dráps-
æfingu og ætisbirgðir yfir vetur-
inn. Því er ég að nefna þetta?
Gaf grein Guðrúnar ástæðu til
þess? Nei. Ekki beinlínis. En
vakti minningar. Sagt var frá þvi
í fréttum um hátíðirnar 1964, að
ungir menn hefðu farið upp á
heiði í jólaleyfinu og komið til
baka með tuttugu kindur, dugn-
aður mannanna var lofaður og
ásigkomulag kindanna sagt gott.
Og í desember 1965 fara fimm
menn upp á heiði og koma aftur
með 35 kindur. Þessi tvö dæmi
bera ekki vitni um góða haust-
smölun.
Ef þau kynnu að vera úr fjall-
víddarnálægð Klaustursels, er
dýramergð og aðdráttardugnað-
ur þeirra ekki vandskilin.
Það er víðar smalað illa en í
Múlaþingum því miður. Dýra-
verndunarfélög og Búnaðarfélög
um land allt. ættu að hafa vökulli
gát á þessum málum en fréttir
víðs vegar að benda til að sé.
Maður. sem ófáir íslendingar
ega mikla þakkarskuld að gjalda
er sjötugur í dag. Það er Helgi
Tryggvason bókbindari, sem kom
austan úr Vopnafirði, til þess að
safna gömlum bókum, blöðum og
tímaritum og miðla þeim öðrum
mönnum, sem voru á höttunum
eftir slíku, en höfðu enga aðstöðu
til þess að þefa uppi sjálfir, hvar
þess var von, er þá vantaði.
En Helgi Tryggason hefur ekki
einungis gert mörgum einstakl-
ingum greiða um dagana, heldur
hefur hann unnið íslenzkri tninn-
ingu gagn, sem lengi verður
minnzt. Það er býsna margt, sem
farið hefði forgörðum, ef hans
hefði ekki notið, og það eru ófá
eintök alls konar blaða og tíma
rita, sem hann hefur tínt saman
úr öllum áttum og skilað frá sér
heilum. Þetta starf mun verða
þeim mun meira metið, sem lengri
tími líður.
En auk þess þjóðþrifastarfs.
Það er menningarmisferli að
smala lömb sín illa, og að reyna
að drepa á eitri, þó um skaðvæn-
an varg sé að ræða. Við eigum
að vinna vel með skotum og
smala fjöllin sauðlaus á haustin
þá erum við lausir við allan bít
innan tíu, tólf ára, en með eitur
dreifingu og smalaklaufsku er
stuðlað að áratuga tjóni auk
smánar. En eflingar klækja í orði
og verki.
Getur það verið bændamenning
okkar á tuttugustu öldinni?
Guðmundur P. Ásmundsson,
Krossi
sem hann hefur unnið í kyrrþey
í marga áratugi, án þess að bera
sjálfur ýkjamikið úr býtum annað
en fyrirhöfnina og ánægjuna af
því að sjá árgangana fyllast, er
hann öðlingur, sem vinnur hug
og hjarta allra, sem honum kynn
ast. Glaðlyndi hans, hjálpsemi og
hlýhugur vinnur bug á hinni hörð
ustu skel.
Persónulega á ég honum sitt-
hvað að þakka, bæði góðar bækur
og mikla góðvild. Og er svo um
ótal marga aðra.
Það munu því margar kveðjur og
hlýjar streyma í Skeiðarvog 5 í
dag, þar sem Helgi og kona hans,
Ingigerður Einarsdóttir. munu
dveljast hjá Einari, syni sínum.
J.H.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendurn gegn póst-
kröfu
GUOM. PORSTEINSSON
gullsmiður
Bankastræri 12.
HVAD ER RÉTT?