Tíminn - 01.03.1966, Side 11

Tíminn - 01.03.1966, Side 11
BKH>JOI>A(ílTR 1. man 1966 TÍMLNN VERÐIR LAGANNA TOM TULLETT 3 tókst honum að hafa nokkur þúsund franka út úr góð- hjörtuðum og grandalausum klerkum. í janúar 1950 barst Alþjóðalögreglunni skeyti frá Algeirs- borg með beiðni um upplýsingar um Alexander Brettanfeld, fæddan í Tékkóslóvakíu 1925. í þetta skipti hafði þrjót- urinn fyrirhitt prest sem trúði ekki sögu hans og sneri sér til lögreglunnar. Ungverski flóttamaðurinn von Brettan- feld prins var í rauninni réttur og sléttur Brettenfeld og var tekinn fastur fyrir þjófnað. Hann bar ekki einu sinni nafnskírteini. Alþjóðalögreglunni tókst ekki að finna stafkrók um þjóf- inn í skjölum sínum, en þegar fingraför hans bárust frá Algeirsborg voru þau sendi út um heiminn. Svarið lét ekki á sér standa. Fingraförin voru þau sömu og á tékkneskum þegn að nafni Frantizek Lexa, sem fæddist í Nejdek 1930. Frekari vitneskja barst frá Sviss þar sem tekin höfðu verið af honum fingraför ánið 1949 eftir handtökuna fyrir að koma inn í landið með ólöglegum hætti. Þarna fékkst staðfest- ing á að rétt nafn mannsins var Lexa og ljósmynd fylgdi. Nú hafði Alþjóðalögreglan í höndum spjaldskrárkort um Lexa með dulnefni hans, ljósmynd, fingraförum og svika- aðferð. í tvö ár fréttist ekkert meira af honum, en í ársbyrjun 1952 stal ókunnur bófi frá presti í Dunkerque og fór nákvæmlega eins að og Lexa var vanur. í desember iama ár tók lögreglan í Hamborg fingraför af ungum af- Drotamanni, sem kallaði sig Knill, og sendi þau Alþjóða- lögreglunni. Beaulieu yfirlögregluþjónn, yfirmaður kennslu- deildarinnar, fór yfir spjaldskrá sína. Hann gat svarað um hæl: „Knill er sami maður og Lexa, öðru nafni Brettenfeld." Síðan þetta gerðist hefur Alþjóðalögreglunni tekizt að jera kennsl á þennan smáglæpamann í hvert skipti sem hann hefur brotið af sér. Nú eru dulnefni hans komin á þriðja tuginn og ferill hans líkist mest sífelldu ferðalagi um Evrópu. Munurinn á honum og venjulegum ferðalög- um er að athæfi hans aflar honum hvarvetna fangelsisvistar. í marga mánuði lá í lögreglustöðinni í Reggio á Ítalíu óafgreidd kæra á hendur Conrad nokkrum Kreisler, sem lýst var eftir fyrir rán með vopn í hönd. Ekkert var freka um hann vitað, en lögreglumenn eru furðulega þrautseigir. í ágúst 1952 barst Alþjóðalögreglunni skeyti frá yfirstjórn lögreglumála hollenzku Vestur-Indía í Willemstad. Það hljóð- aði svo: „Vinsamlegast látið í té upplýsingar um Conrad Kreisler, fæddan Varsjá 24. febrúar 1944, handtekinn í Curacao uin borð í sænska skipinu Guyana sem laumufarþegi. Kveðst vera strokumaður úr Útlendingaherdeildinni frönsku.“* Skeyt inu fylgdu fingraför. Hvorki nafnið né fingraförin fundust á skrá, og lögreglustjórnum allra aðildarríkja voru sendar upplýsingarnar. í september síma§i lögreglustjórinn í Luxemburg að fingraför Kreislers kæmu heim við fingraför Schneiders nokkurs Corrado, fædds í New Orleans og handtekins í Luxemburg í júlí fyrir að laumast inn í landið á ólöglegan hátt. Schneider var einnig á skrá hjá svissnesku lögreglunni fyrir sömu sakir. og í janúar næsta ár kom skeyti til Parísar frá Róm. „Conrad Kreislar, öðru nafni Schneider og Corrado, heitir réttu nafni Corrado Tirabassi, er eftirlýstur hér fyrir rán með vopn um hönd og fjárkúgun. Vinsamlegast látið vita hvar nú niðurkominn.“ Lögreglan í Curacao fór með laumufarþegann um borð í skip á leið til Evrópu, og enn einn bófi fékk að gjalda misgerða sinna. Leslie Harrison var alþjóðlegur glæpamaður sem af mik- illi óskammfeilni tókst að komast land úr landi, þótt hann skildi eftir afbrotaferil, hvar sem leið hans lá. Mánuðum sam an lék hann lausum hala, og allar skeytingasendingar Al- þjóðalögreglunnar í því skyni að hafa upp á honum, reyndust árangurslausar. En hefði ekki notið við mannnanna í Rue Paul Valéry væri hann líklega ógripinn enn. Hann lét fyrst til sína taka í Salzburg árið 1955. Þá var tilkynnt, að virðulegur maður, á að gizka hálffimmtugur hefði skráð sig til gistingar í kunnu lúksushóteli undir nafninu Lawrence Haoward og síðan tekið bíl á leigu. Hann hvarf með bílinn án þess að borga reikninga sína eða láta vita, hvert för hans væri heitið. Þetta var símað til Parísar, UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY 46 herberginu, svo að það var dimmt inni og hún hugsaði ekki út í að kveikja ljós. Hún heyrði að Vachell lögregluforingi gekk inn í stofuna. Þegar hún rétti út hönd- ina til að taka kápuna niður af herðatrénu, stökk kötturinn fram og hún greip í það, sem hendi var næst til að hrasa ekki. Hönd- in sökk í eitthvað mjúkt og síð- an fann hún óbærilegan sárs- auka. Hún hrópaði upp af sárs- aukanum og dró í flýti að sér höndina. Þegar hún kveikti Ijós- ið, sá hún, að hún hafði fengið sár á höndina. — Hvað er að? Nigel lokaði dyr- unum og stóð hjá henni. — Það er eitthvað þarna — hún benti á skinnjakka Fenllu. — Sem þú hefur skorið þig á? Leyfðu mér að sjá. Nigel tók jakk- ann. — Komdu og láttu renna vatn á sárið. Meðan hún lót kalt vatnið buna á höndina sá hún að Nigel þukl- aði í jakka Fenellu. — Ég greip þéttingsfast í hann til að detta ekki, sagði Vonnie. — Aha, sagði Nigel og náði út einhverju. Það var lítið litað gler- brot. — Hérna er það, sem þú skarst þig á. Það var djúpt niðri í hár- unum. — Hvað eruð þér að gera þarna? Þau sneru sér bæði við. Lögregluforinginn var kominn fram og hrofði á þau. — Ungfrú Ashlyn . . . Nigel hikaði ögn áður en hann sagði nafnið — ætlali að taka kápuna sína. Henni varð fótaskortur og greip í jakkann þarna til stuðn- ings. Þetta glerbrot var inni í hár- unum og hún skar sig illa. Það verður að binda um sárið . . — Rhoda hefur sjúkrakassa. Joss frændi var kominn á vett- vang. — Myra, farðu og biddu hana að binda um höndina á þér. En Vonnie stóð kyrr og hélt hendinni enn undir krananum. Hún skildi að eitthvað mjög þýð- ingarmikið v»r að gerast, kannski var nú fundinn siðasti hlekkurinn í þessari leyndardómskeðju. Litla glerbrotið — litaða glerbrotið — var í lófa Nigels. Fenella sagði úr dyrunum. — Hvað er um að vera þarna frammi? Skyndilega virtist forstofan full af fólki. Þau voru öll komin þang- að. — Hver á þetta? Lögreglufull- trúinn hafði tekið við jakkanum. Hann hélt á honum með annarri hönd og glerbrotið í hinni. — Ég á jakkann, sagði Fenella. — Hvers vegna spyrjið þér? — Ungfrú Ashlyn hefur skorið sig, sagði lögreglufulltrúinn ró- lega. — Þetta — hann rétti fram glerbrotið, — var inn á milli hár- anna á skinnjakkanum yðar. Hann þegnaði og hélt áfram í allt öðr- um tón, kaldur og mynduglegur. — Hvernig hefur það komizt þang- að? — Það veit ég ekki. Fenella horfði á hann stórum augum og gat ekki haft hendurn- ar kyrrar. — Jú, þér vitið það, ungfrú Ashlyn. Hún starði orðlaus á lögreglu- fulltrúann, undrunarbros lék um varir henni. — Þér voruð hérna í húsinu kvöldið, sem frændi yðar dó, er það ekki? Augu lögreglufulltrúans skutu gneistum eins og í villidýri, sem nálgast bráð sina. — Alls ekki. Ég var ekki hér — ég hef þegar sagt yður — — Ekki ljúga núna, ungfrú Ash lyn. Þér heimsóttuð hr. Winslow seinna um kvöldið og fóruð með honum í ökuferð í bílnum hans. — Það er rétt. Við erum vinir. Það eru engin lög sem banna — Lögreglufulltrúinn greip stutt- lega fram í fyrir henni. — Við höfum rannsakað bifreið hr. Win- slows. Á gólfinu í framsætinu hjá bílstjórasætinu fundum við örsmá- ar glerbrotsagnir, sem hafa festst við skósólana, þegar þér fóruð út úr vinnustofunni. Fenella greip hönd fyrir munn- inn. — í bílnum hans Ralphs? En þá hlýtur hann — ó, nei, nei, Þau heyrðu umgang við stigann. Þau sneru sér öll við. Vonnie sá að Ralph hafði hörf- að undan og stóð í næst neðsta þrepinu, fölur og fár. Allir þögðu nokkra stund. Svo hrópaði Fenella aftur. — Það get- ur ekki hafa verið þú, Ralph — segðu að það sé ekki satt. Þú gæt- ir ekki. .. — Gæti ekki hvað? Reyndu að koma þessu út úr þér! Rödd hans titraði. — Hvað ertu að reyna að gefa í skyn? Lögreglufulltrúinn truflaði á ný. — Hr. Winslow sat 1 bfl- stjórasætinu. Þar voru engar gler agnir. ÞÉR sátuð við hlið hans, ungfrú Ashlyn. Glerbrotin hafa verið á skónum YÐAR. Hún leit snöggt á Ralph — Þú fórst inn þeim megin, gerðir þú það ekki, Ralph? Ég man, að þarna um kvöldið .... — í guðanna bænum, hvað ertu eiginlega að fara? Aftur rauf lögregluforing- inn tal þeirra. . — Þér voruð hér í húsinu, kvöldið sem frændi yðar dó, ung- frú Ashlyn, í heimsókn hjá hr. Winslow. Þér voruð forvitnar að vita, hvort lækkað hefði í koniaks flöskunni. genguc inn í vinnu stofuna og funduð frænda yðar. Felix, liggjandi á gólfinu. Þér einar getið frætt okkur um, hvort hann var dáinn þá. Þegar hann fannst, var hann klæddur morgun n slopp af frænda yðar, Joss. Þar var ástæðan til, að þér höfðuð ekki hugmynd um, — fyrr en þér beygðuð yður að honum og sneruð honum við — að þér höfðuð drepið skakkan mann. — Þér hafið ótrúlega fjörugt ímyndunarafl, lögreglufulltrúi. sagði Fenélla í fyrirlitningar- tón. Hann kippti sér ekki upp við orð hennar. Aðstoðarmaður hans hafði tekið sér stöðu fyrir aftan Fenellu. Vachell lögreglufulltrúi hélt rólega áfram. — Hvort sem það var af við- bjóði eða varfærni til að skilja ekki eftir fingraför, veit ég ekki eii af því að þér voruð ekki með hanzka, hélduð þér jakkanum yfir fingurna, þegar þer sneruð frænda yðar við til að sjá, hvort hann var dáinn. Var hann það, ungfrú Ashlyn? Eð@ létuð þér hann liggja þarna og deyja? Hún stóð þráðbein og horfði á hann. Hann hélt glerbrotinu upp. — Þannig liggur í því, að þessi ÚTVARPIÐ í dag Þriðjudagur 1. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Dagrún KristjánsdóttT húsmæðrakennari talar um bakstur. 15.00 Miðdegsútvarp 16.00 Síðdegsútvarp. 17.20 Framburðarkennsia í dönsku og ensku. 17.40 Þmgfréttir 16. 00 Tónlistartími barnanna. Jón G. Þórarinsson stjórnar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í Dom •'krkjunni: Þuríður Pálsdó*tr syngur við undirleik dr. Pá!s ísólfssonar á orgel. 20.15 Fundn ir fjársjóðir. Hugrún skáld- kona segr frá handritasöfnun Konstantíns Tschendorfs. 20.40 Berlioz og Beethoven. 21.00 Þriðjudagsleikritið: „Sæfar- inn“ eftir Lance Sievekmg. Samið eftir skáldsögu Jutes Verne. 21.40 PíanótónleÍKar: 22.00 Fréttir og veðurfregnir. Lestur Passíusálma (19). 22.20 Húsfrú Þórdís. Séra Gunnar Árnason les söguþátt eftir Magnús Björnsson (5) 22.40 Gamlir valsar, leiknir af „Gas- ljóshljómsveitinni" 23.00 Á hljóðbergi. Björn Th. Björnssnn listfræðingur velur efnið og kynnir. 23.45 Dagskrárlok. Miðvikudagur 2. marz. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis útvarp. 13.00 Við vinnuna: Tón leikar. 14.40 Við sem heima sitj- um. Sigríður Thorlaeius les skáid söguna „Þel, hann hlutar" eftlr Sumner Locke Elliot (20). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegisút varp. 17.20 Framburðarkennsla i esperanto og spænsku. 17.40 Þing fréttir. 18.00 Útvarpssaga barn anna: ,,'Flóttinn<' eftir Constance Savery. Rúna Gisladóttir >os eig in þýðingu (6) IR.30 Tónleikar. 19.30 Fréttir. 70.00 Oaglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttlnn. 20.05 Efst á baugi. Björgvin Guð- mundsson og Björn Jóhannsson tala um erlend málefni. ! 20.35 Raddir lækna Sigmundur Magnús son tatar um járn og járnskort. 21.00 Lög ungs fólksins. Gerður Guðmundsdóttir kynnir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. Lestur Passfusálma (20). 22.20 „Matsöslu húslð," smásaga eftir James Joyee Sigurlaug Björnsdóttir þýddi. Hildur Kalman les. 22.45 Kammer ténleikar. 23.35 Dagskrártðk. morgun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.