Tíminn - 01.03.1966, Page 13

Tíminn - 01.03.1966, Page 13
ÞREÐJUDAGUR 1. marz 1966 ÍÞRÓTTfR TÍMINN ÍÞRÓTTIR Þarna fær Árni Samúelsson óbliðar móttökur hjá KR-vörninni. SigurSur Óskarsson, t. v. og Heinz þjarma aS honum. Lengst ti Ivinstri gætir Hilmar Jakobs ,en fyrir utan fylgjast Reynir, KR, og Pétur, Árm., meS (Tímamynd Bjarnleifur) KR situr á botninum — tapaði fyrir Ármanni 18:24. Og er nú með tvö stig. Alf-Reykjavík, mánudag. KR horfir fram á erfiða baráttu til að halda sæti sínu í 1. deild í handknattleik, eftir tap gegn Ármanni á sunnudaginn. Það gagnaði KR ekki, þótt liðið tjald- aði 511u sínu bezta, ef Gísli Blön- dal er undanskilinn, en liðið var styrkt með þehn Hilmari Björns syni, sem kom gagngert frá Laug- arvatni til að taka þátt í leikn- um, og Reyni Ólafssyni sem iklædd ist KR-peysunni enn einu sinni. Ármann var hin öruggi sigurveg- ari og sigraði með 6 marka mun 24:18, og engum getur Ármann þakkað sigurinn meira en Herði Kristinssyni, sem sýndi afburða- leik og skoraði 14 mörk. KR-ingar reyndu mörg brögð til að stöðva Hörð, en ekkert þeirra beit á hinum hávaxna lands liðsmanni Ármanns, ekki einu sinni, þótt Reynir væri settur FH hefndi nú fyrri ófara gegn Haukum Alf-Reykjavík, mánudag. FH hefndi fyrri ófara gegn Haukum með því að sigra þá i síðari leik liðanna 23:21 í frekar lélegum leik, einkum af hálfu Hauka, sem léku undir getu. Mik- il harka og stimpingar á báða bóga einkenndu leikinn og hélt dómarinn, Sveinn Kristjánsson, ekki nógu vel á spöðunum. Fíl styrkti lið sitt með Geir Hallsteinssyni og yar verulegur styrkur af honum, en samt var heildarmyndin ekki nógu góð, og FH verður enn að bæta við sig, ef liðið ætlar að gera sér vonir um að vinna íslandsmeistaratitil- inn. Eini ljósi punkturinn í leik íslandsmeistaranna að þessu sinni var dálaglegt línuspil af og til, en línuspil hefur ekki átt upp á pallborðið hjá þeim til þessa. Að sama skapi rann allt línu- spil út í sandinn hjá Haukum. Þeir reyndu hinar fáránlegustu Framhald á 14. sxðu. honum til höfuðs í siðari hálfleik Annars sýndi Ármanns-liðið í heild sinn bezta leik í mótinu og virtist gera sér fulla grein fyrir þýðingu hans. Með úrslitum leiksins, situr KR nú á botninum með 2 stig eftir 5 Ieiki, en Ármann er með 4 stig eftir 7 leiki. f fljótu bragði virð- ist staða KR ekki vera mikið verri en Ármanns, þar sem KR hefur leikið tveimur leikjum minna, en þess ber að geta, að KR á erfið- ara „prógram" eftir, 2 leiki gegn Fram og 1 leik gegn FH, Val og Framhald á 14. síðu. Fram hlaut sín fyrstu stig í kvennaflokki Þrír leikir í 1. deild kvenna fóru fram á Iaugardagskvöld. Sýnt þyk- ir, að Valur og FH muni berjast um titilinn. Bæði liðin unnu á laugardaginn, Valur Víking með 16:3 og FH Breiðablik með 18:9 Hafa Valur og FH nú bæði 6 stig. Þá léku Fram og Ármann og krækti Fram nú f sín fyrstu stig með sigri 9:8. 2 nýliðar í landsliðinu Geir Hallsteinsson og Sigurður Dags- son. Rúmenarnir væntanlegir á fimmtud. Alf-Reykjavík, mánudag. Tveir nýliðar eru í íslenzka lands Iiðinu í handknattleik, sem leika á gegn Rúmenum n.k. laugardag, Þeir Geir Hallsteinsson, FH og Sig- urður Dagsson, Val. Úr liðinu hverfa frá síðasta Ieik þeir Ingólf- ur Óskarsson, sem vegna anna sá sér ekki fært að koma heim til að taka þátt í leikjunum, og Birg- ir Björnsson. Annars er liðið þannig skipað: Hjalti Einarsson, FH Þorsteinn Björnsson, Fram Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram, fyrirl. Guðjón Jónsson, Fram Sigurður Einarsson, Fram Hermann Gunnarsson, Val Stefán Sandholt, Val Sigurður Dagsson, Val Geir Hallsteinsson, FH Hörður Kristinsson, Ármanni Karl Jóhannsson, KR Þess má til gamans geta hér, að Karl Jóhannsson mun leika sinn 25. landsleik fyrir ísland á laugar- daginn, en því marki hafa aðeins tveir leikmenn náð áður, þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Ragn- .ar Jónsson. Rúmenarnir eru væntanlégir hingað til lands aðfararnótt fimmtudags frá Osló. Þeir leika tvo leiki hér, þann fyrri á laug- ardag kl. 5 og síðari leikinn á sunnudag og hefst hann á sama tíma. ísl. landsliðið, sem gefið er upp hér á undan, er aðeins valið fyrir fyrri leikinn. Ef liðið stend- ur sig illa, getur landsliðsnefnd gert breytingar á þvi. Heimsókn Rúmenana, heims- meistaranna, er merkur viðburður í ísl. íþróttasögu, því þetta er í fyrsta skipti, sem heimsmeistarar í flokkaíþrótt sækja okkur heim. fs- lendingar og Rúmenar hafa einu sinni áður leikið landsleik í hand- knattleik, en það var árið 1958. Framhald á 14. síðu. Marta og Sigurður Reykjavíkurmeistarar Svigkeppni Skíðamóts Reykja- víkur var háð um helgina. Keppt var í stúlkna-, drengja- og c og b fiokki karla á laugardag, en í kvennaflokki og a flokki karla á sunnudag. Reykjavíkurmeistari í karla- flokki varð Sigurður Einarsson, ÍR, sem hlaut samanlagðan tíma 107,3 sek. í öðru sæti varð Bjarni Einarsson, Ármanni, 109,8 sek .og í 3. til 4. sæti þeir Þorbergur Eysteinsson, ÍR og Bogi Nilsson, KR á 111,4 sek. f kvennaflokki varð Maxrta B. Guðmundsdóttir Reykjavífcurmeist ari á samanlögðum tíma 68,7 sek. Önnur varð Hrafnhildur Helgadétt ir, Ármanni, á 69,3 sek. _og þriðja Jakobína Jakobsdóttir, ÍR á 7B,4 sek. Nánar verður getið um mótið í blaðinu á morgun. . RUMENAR SIGRUÐU NORÐMENN 17:12 Rúmensku heimsmeistararn- ir í handknattleik léku fyrri landsleik sinn gegn Norðmönn um á sunnudaginn í Sandef jord og sigruðu með 17:12 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 9:6. Samkvæmt þvi, sem norska fréttastofan NTB segir, áttu Norðmenn góðan kafla í síðari hálfleik og voru um tíma tveimur mörkum undir 12:14 og gerðu þá oftar en einu. sinni harða hríð að rúmenska markinu. Leit svo út sem Norð menn ætluðu að jafna stöðuna, en frábær leikur Ioan Moser í rúmenska liðinu gerði það að verkum, að Rúmenar náðu sér aftur á strik og sigruðu með 5 marka mun sem fyrr segir, 17:12. Siðari leik sinn leika Norðmenn og Rúmenar í Osló í dag. Loksins tapaði Liverpool í deildinni Ensk knattspyrna er óútreikn- anleg, það er margsannað og er sífellt að sannast, sbr. úrslitin í Ieik Liverpool og Fulham í 1. deild s.l. laugardag, en þann leik vann Fulham á heimavelli 2:0. Liverpool, langefsta Iiðið í deildinni og hafði ekki tapað leik í keppninni frá því á annan í jólum, tapar fyrir neðsta liðinu, sem hefur verið í miklum öldudal. Miki harka var i leiknum, sér- staklega undir lokin, og þá var Skotanum St. John í Liverpool vís að af leikvelli. Þrátt fyrir tapið hefur Liverpool 8 stiga forskot, en hefur leikið 2 leikjum meira en næsta lið, Manchester Utd. og 4 leikjum meira en Leeds, sem er með 9 stigum minna. Fyrir helgina keypti Notting- ham Forest Baker frá Arsenal fyr ir 60 þús. sterlingspund. Ekki gat Baker leikið með hinu nýja fé- lagi sínu á laugardaginn, því leikn um Nottingh. F. og Sheffield W. var frestað. Eins og kunnugt er, var Baker á sölulistanum hjá Arsenal fyrir nokkrum vikum og voi*u allar líkur á því, að Chelsea keypti hann fyrir 70 þús. pund, en á síðustu Stundu fóru þau kaup út um þúfur. Hér koma úrslitin á laugardag: Arsenal—Tottenham (frestað) Blackbum—Sunderiand 2Æ Blackpool—Aston Villa Everton—Chelsea Fulham—Liver-pool Leicester—West Ham Manchester Utd.—Bumley 4:2 Newcastle—Stoke 3:1 Nottingham F.—Sheff. W. (frest.) Sheff. Utd.—Leeds 1:1 WBA—Nothampton 0: Staða efstu og neðstu liða í 1. deild er nú þessi: 1. Liverpool 32 21 5 6 67:28 47 2. Maneh. Utd. 30 14 9 5 61:40 39 3. Leeds 28 15 8 5 54:23 38 4. Burnley 30 16 6 8 62:39 38 5. Tottenham 29 14 8 7 61:43 36 w* — —--------— 18. Sheff. W. 28 9 5 14 34:46 23 19. Blackpool 28 7 7 14 37:48 21 20. Notthamt. 316 9 16 39:74 21 21. Blackburn 29 7 4 18 47:61 18 22. Fulham 30 6 5 19 40:67 17 2. deild. Birmingham—Plymouth 1:0 Bolton—Bury 2:1 Cardiff—Roterham 0:0 14 Carlisle—Manch. C. 1:2 Coventry—Bristol C. 2-2 Derby—Wolves 2:2 Huddersf.—Crystal P. 11 Ipswich—Portsmouth 1:0 Leyton O.—Charlton 1:2 Middelsbro—Preston 2:1 Southampton—Norwich 2:2 Staðan í 2. deild er nú sú, að Manchester City er efst með 42 stig. Huddersfield er í öðru sæti með 40 stig. Coventry í þriðja sæti með 38 stig. Úlfarnir eru í 4. sæti með 37 stig og Southamp- ton og Bristol City eru með 36 stig. Skotland. Aberdeen—Hearts 0:1 Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.