Tíminn - 01.03.1966, Side 16

Tíminn - 01.03.1966, Side 16
49. tbl. — Þriðjudagur 1. marz 1966 — 50. árg. TVÖ DAUÐASL YS í gær varð það slys á Stafholts tungnavegi í Borgarfirði, að bif reið fór út af veginum og lézt ökumaðurinn, Birgir Vestmann Bjarnason, en einn farþeganna, Barði Erling Guðmundsson slasað ist hættulega. Silysið átti sér stað með þeim hætti, að bifreiðinni, sem var af gerðinni Ford, var ekið austur Stafholtstungnaveg í átt að Norðurárbrú, er hún rann út af veginum á beygju nálægt oæn um Haugum. Rann bifreiðin út af veginum vinstra megin, en síðan inn á veginn aftur, þar sem hún snerist og rann síðan út af veginum hægra megin. Við þetta köstuðust fimm af sex farþegum bifreiðarinnar út úr henni. Lézt ökumaðurinn Birgir Vestmann Bjarnason á staðnum. Einn farþeganna. Barði Erling Guðmundsson, slasaðist svo hættulega, að flytja varð hann í flugvél til Reykjavíkur. Var hann talinn höfuðkúpubrotinn og lært>einsíbrotin n. Tveir aðrir farþegar, þeir Þór ir Sigurðsson og Steinar Skarp héðinsson skárust illa og hlaut annar þeirra hnjask á hrygg. Slysið átti sér stað um kl. 16.30 í gærdag. f gærdag féU kona niður af svölum hússins að Sólheimum 23 og lézt þegar. Féll hún af svölum sjöundu hæðar og mun Há degisklú bbu rin n kemur saman á morgun, miðviku- dag, á venjulegum stað og tíma. VINIÐ HÆKKAR SJ-Reykjavík, mánudag. f dag hækkuðu nokkrar víntegundir um 10 kr. flask an. Brennivín kostar nú kr. 280, genever 415, Viskí 410, Gordon gin 380. Koníak, létt vín og líkjör hækka ekki. fallið hafa verið nálægt 20 metra hátt. Slysið átti sér stað á ní- unda tímanum í gærkvöldi. LITIL TELPA FYRIR BÍL KT-Reykjavík, mánudag. Á laugardag varð það slys í Álfheimum, að lítil telpa varð fyrir bfl og slasaðist nokkuð. Telpan heitir Oddný Inga Drake og býr að Álfheimum 21. Var hún á leið út á götuna milli tveggja bíla, sem stóðu við eystri gangstéttarbrún og lenti þá fyrir fólksbifreið, sem kom suður göt una. Ökumaður hemlaði þegar, en náði þó ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Lenti telpan á vinstra framhorni bílsins og kastaðist á götuna. Reyndist hún hafa lær- brotnað við höggið og var flutt á Landakotsspítala. í sambandi við þetta slys er j það brýnt fyrir þeim, sem koma að þar sem slys hefur orðið, að' hlúa að þeim, sem verður fyrir 1 slysi og hreyfa hann ekki, Að sögn lögreglunnar hafði velviljað ur ökumaður borið Oddnýju inn í bifreið sína eftir slysið, og ekki gert sér grein fyrir því, að slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar. Þriggja daga lokun hjá mat- vörubúðum? EJ-Reykjavík, mánudag Eins og frá hefur verið sagt f Tímanum, hafa verzlunarmenn boðað verkfall í þrjá daga í þessari viku — fimmtudag. föstu dag og laugardag — hjá matvöru verzlunum í Reykjavík, og mun það koma til framkvæmda, ef ekki semst fyrir þann tíma. Af þessum sökum ákvað Félag mat- vörukaupmanna og kjötverzlana í dag að loka öllum nýlenduvöru- og kjötverzlunum í Reykjavik þessa daga, ef til verkfallsins kemur. Blaðinu barzt i dag frétta- tilkynning um þetta mál frá Félagi matvörukaupmanna og kjötverzlana, og er hún svo hljóðandi: — „Vegna boðaðs verkfalls Verzlunarmannafélag Reykjavík ur fimmtudag til laugardags í þessari viku, verða verzlanir fé- lagsmanna vorra lokaðar frama greindra daga komi til verk- fallsins. Þeim tilmælum er því beint til neytenda, að þeir geri innkaup sín á þriðjudag og mið vikudag í þessari viku.“ Eins og kunnugt er hefur sam komulag ekki náðst í þessari kjara deilu vegna þess, að verzlunar Framhald á 14. síðu. Ella heldur aukatónleika; miiaveriii lækkar / kr. 300 SJ—Reykjavík, mánudag. Ella Fitzgerald kemur fram í fimmta skipti á aukatónleikum í Háskólabíói annað kvöld, þriðju dagskvöld kl. 11.15. I Verð aðgöngumiða verður 53 VIRKFRÆÐINCAR AF 378 DVELJA NÚ ERLENDIS VFÍ hyggst halda ráðstefnu um vinnslu sjávarafurða SJ-Reykjavík, mánudag. f fréttatilkynningu frá Verk fræðingafélagi íslands er skýrt frá því að félagsmenn séu nú 378, en voru í byrjun starfsárs 342. Erlendis dvelja nú 53 verk- fræðingar, eða 11 fleiri en í byrjun starfsárs. Félagsmenn flokkast þannig eftir starfsgreiijum, tölur í svig um eru frá fyrra ári: Byggingarvérkfræðingar 154 (134), erl. 24 (18). Efnaverkfr. og efnafr. 60 (55), erl. 9(8). Rafmagnsverkfr. 64(62) erl. 6 (7). Skipa- og vélaverkfr. 65 (60), erl. 11 (7). Ýmsir verkfr. 35 (31), erl 3 (2). í félaginu starfa ýmsar nefndir, m. a. gjaldskrárnefnd, sem leið- beinir um notkun spjaldskrár verkfræðinga og sker úr ágrein ingi um túlkun ákvæða hennar. Þá er starfandi nefnd til undir búnings ráðstefnu VFÍ um Framhald á 14. síðu. lægra en á fyrri skemmtunum — kr. 300,00. og sagði Baldur Guðjónsson, er veitir hljómleik unum forstöðu, að hann vonaðist til að miðaverðið aftraði fól'ki ekki að hlusta á þessa heimsfrægu söngkonu, sem hefur verið mjög vel fagnað á undanfarandi hljómleikum. Ella skoðaði borgina í dag og var hún hrifin af því hvað hún væri hreinleg og loftið ferskt. Einnig hældi hún matnum og allri aðbúð á Hótel Sögu. Ella fer héðan á fimmtudag til Kaliforníu, en þar ætlar hún að hvíla sig í hálfan mánuð eftir hljómleikaferðina. NÝ KVIKMYND FRÁ GEYSISMYNDUM EJ—Reykjavík. mánudag. Blaðamönnum og eigendum kvikmyndahúsa var í dag boðið að sjá kvikmyndina „Grænlandsflug” sem Geysimyndir h.f. hafa fram- leitt. Er hér um að ræða 15 mínútna svart- hvíta mynd. Kvik- myndun annaðist Þorgeir Þor- Framhald á 14. síðu. Sjótrygging Fyrsti aðalfundur hjá Sambandi íslenzkra sjó- tryggjenda var haldinn í dag að Hótel Sögu. Sam- band þetta er nýstofnað og eru öll tryggingafélög lands ins aðilar að því, formaður er Ágúst Bjarnason. f ráði er að félagið taki að sér ýmis verkefni, m. a. mun það sjá um fræðslu um sjótryggingar. Myndin hér að ofan er frá aðalfundin- um. (Tímamynd-GE). J y

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.