Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 12. marz 1966 14 TÍMINN Jónas Jónsson, einn af stofnendum ASÍ. stofnuð, og þar á meðal Verka- mannafélagið Dagsbrún í Reykja- vík, sem varð óumdeilt forustufé- félag í baráttunni fyrir bættum kjörum verkamanna. Var það óumdeilt forustuféiag í baráttunni fyrir bættum kjörum verkamanna. Var það stofnað 1906. Sama ár reyndi verkamaðurinn Ólafur Ól- afsson, kallaður ræðumaður, að stofna verkamannafélag á ísafirði, og tókst það. Var það furðu fjöl- mennt til að byrja með. — „En það var skammlíft, þar eð atvinnu rekendum tókst með atvinnukúg- un og hótunum að kyrkja það í fæðingunni," svo notuð séu orð Hannibals Valdimarssonar. Næsta tilraun í þá átt að tengj-a hin einstöku félög saman og mynda allsherjarsamtök verka- manna á íslandi, var gerð á ár- inu 1907. Um þá samtakastofnun segir Hannibal í greininni „íslenzk verkalýðshreyfing, saga hennar, skipulag og starfshættir." „Þá (þ.e. 1907) beitti Verka- mánnafélágið Dagsbrún Sér fyrir stofnun Verkamannasambands ís- lands. Stofnþing þess var haldið í nóvembermánuði. í það gengu aðeins fá verkalýðsfélög, en meðal þeirra var Hið íslenzka prentara- félag. Lög sambandsins voru snið- in eftir lögum verkalýðssambanda á Norðurlöndum. Stefnuskrá þess var róttæk og í sósíalistískum anda. Sambandsstjórnin nefndist „Sambandsráð Verkamannasam- bands íslands." En ekki auðnaðist því að slíta barnsskónum, því að það náði aldrei teljandi útbreiðslu eða þroska og hætti störfum 1910.“ Jarðvegurinn var því ekki nægi- lega frjósamur fyrir verkalýðssam- tök, en þetta breyttist brátt. Má fullyrða, að fyrri heimsstyrjöldin, 1914—1918 hafi átt mestan þátt í því. Um þessa breytingu segir Hannibal í áðurnefndri grein: „En nú fóru brátt í hönd mikl- ir umrótstímar, sem gerbreyttu öllum lífsháttum manna hér á landi. Togaraútgerðin ruddi sér til rúms. Heimsstyrjöld brauzt út sum arið 1914. Dýrtíð fór ört vaxandi, en kaupgjaldinu var miskunnar- laust haldið niðri. Auður færðist Sigurjón Á. Ólafsson, forseti 1940—1942. Ólafur Friðriksson, fyrsti varaforseti ASÍ. nú á fárra manna hendur, örbirgð verkalýðs á mölinni fór vaxandi. Launþegum í höfuðborginni og í kaupstöðum og kauptúnum úti um land stórfjölgaði á þessum ár- um. Nú höfðu skapazt efnahags- leg og pólitísk skilyrði fyrir ört vaxandi verkalýðshreyfingu á ís- landi.“ Jónas Jónsson, sem var einn af stofnendum Alþýðusambandsins, skrifaði árið 1914 greinina „Fá- tæktin í Reykjavík," og er hún góð heimild um þau kjör, sem verka- menn urðu við að búa á þeim tímum: „Mjög oft er heilli fjölskyldu hrúgað saman í eitt herbergi. Þar búa 4—7 manneskjur. Þar er unn- ið og sofið, soðinn og geymdur matur, hafzt við dag og nótt . . . þá er fæðið. Sjö menn verða að lifa á 84 aurum á dag . . . það er 12 aurar á mann, eða 4 aurar máltíðin. Þó er hér miðað við 738 króna tekjur, en ekki við 450— 500, eins og margir verða að lifa af þetta ár (1914). í tveggja til fjögurra aura mál- tíð er hvorki um mjólk, kjöt eða smjör að tala, heldur ódýrasta fisk smælki, brauð, smjörlíki, svart kaffi, sykur,_ kálmeti og hafra- grauta. — Ég held að ef hafra- mjölið væri ekki til, mundi hung- urlíf fátæklinganna vera hálfu verra en það nú er. Það er bezti hluturinn af fæðu þeirra . . Af þessu sést, hversu mjög nú er ábótavant fjárhag verkamanna í Reykjavík. Ekki verður með sanni sagt, að andlegt líf fátæku verkamannanna sé fjölbreytilegra. Þeir eru sí- sundurþykkir og sundraðir, því að þeir þurfa að berjast um hvern brauðmola. Þótt þeir séu fjölmenn astir allra stétta í bænum, hafa þeir með naumindum komið ein- um manni úr sínum hópi í bæj- arstjómina og dreymir ekki um að senda fulltrúa á þing, eins og aðrar stéttir keppast um. Þeir þola dönskum verkastjóra að reka menn úr hafnarvinnunni hópum saman og dögum oftar, án allra saka. Fyrir hverja eina af ótelj- andi ágangstiltektum hans, hefðu Ottó N. Þorláksson, fyrsti forseti ASÍ. erlendir verkamenn svarað með verkfalli og kúgað þennan geðilla Dana til að halda lög og sann- gjarnar venjur. í þeim þrem stjórnmálafélögum, sem nú eru til hér í bænum, eru mörg hundruð verkamanna. — Enginn þeirra heldur nokkru sinni ræðu á opinberum fundum. Þetta hlutleysi ber auðvitað vott um Jón Baldvinsson, forseti í 22 ár. sem fylgdu sigrinum eftir og létu til skarar skríða um stofnun Al- þýðusambands íslands." Síðla hausts 1915 kusu sjö verka- lýðsfélög í Hafnarfirði og Reykja- vík tvo menn hvert í undirbún- ingsnefnd, en í þeirri nefnd voru m.a. Jónas Jónsson frá Hriflu, Ól- afur Friðriksson, Ottó N. Þorláks- son og Þorleifur Gunnarsson. Þeir getuleysi. Og í því liggur einhver , ólafur og Jónas höfðu fyrr það mesta hætta við fátækt eins og þá, haust starfað saman í undirbún- ingsnefnd að stofnun Hásetafélags Reykjavíkur. Þessi sjö félög voru: Verkamannafélagið Dagsbrún, Há- setafélag Reykjavíkur, Hið ís- lenzka prentarafélag, Verkakvenna félagið Framsókn, Bókbands- sveinafélag íslands Verkamanna- félagið Hlíf í Hafnarfirði og Há- setafélag Hafnarfjarðar. Þessi fé- lög ákváðu að stofna ASÍ og var stofnþing haldið 12. marz 1916. Þá voru þessir menn kjörnir í stjórn sambandsins: Ottó N. Þor- láksson, forseti, Ólafur Friðriks- son, varaforseti, Jón Baldvinsson, ritari, Helgi Björnsson, gjaldkeri og meðstjórnendur Jónína Jóna- tansdóttir, Sveinn Auðunsson og Guðmundur avíðsson, Óttó, Helgi og Guðmundur voru úr Dagsbrún, Ólafur úr Hásetafélagi Reykja- víkur, Jón úr Prentarafélaginu, Jónína úr Framsókn og Sveinn úr Hlíf. Þessi sambandsstjórn sat þó að- sem hér hefur verið greint frá, að hún dregur úr mönnum mátt og megin, líkamlega og andlega, svo að þeir verða eins og lík í lest þjóðfélagsins, nema sem fram- leiðslutól í höndum einstakra manna. Á þessum árum eru mörg fé- lög stofnuð, m.a. Bókbandssveina- félag Reykjavíkur (1915), Verka- kvennafélagið Framsókn í Reykja- vík (1914), Hásetafélag Reykjavík- ur (1915) — nú Sjómannafélag Reykjavíkur —, Sjómannafélag ísafjarðar (1916) og Verkalýðsfé- lagið Baldtlr á ísafirði sáma ár, og mörg fleiri félög. „Nú vár lag, eins og sjómenn segja. — Þriðja tilraunin var gerð til myndunar landssamtaka verka- lýðsins. — Og sú tilraun heppn- aðist til fulls,“ segir í grein Hannibals. Stofnun ASÍ GuSgeir Jónsson, forseti 1942—1944. Það má telja upphaf Alþýðusam-: eins til haustsins, en þá var hald- bands íslands, að árið 1915, í nóv- j ið fyrsta reglulega þing Alþýðu- embermánuði, kusu verkalýðsfélög j sambandsins, og var Jón Baldvins- in í Reykjavík nokkra fulltrúa til j son þar kjörinn forseti þess en að ræða um og hugleiða, hvort! Jónas Jónsson ritari í hans stað. kostur mundi vera að stofna til: Á þessu þingi var endanlega heildarsamtaka verkamanna. Jafn: gengið frá lögum og stefnuskrá framt hófu þessir fulltrúar undir-; ASÍ, en uppkast að þeim hafði búning að bæjarstjórnarkosning- j verið lagt fram og samþykkt á um, þar sem verkamenn ætluðu að leggja fram óháðan lista. Fóru kosningar þessar fram 31. janúar 1916 og kom listi verkamanna þrem mönnum í bæjarstjórn, en þá voru aðeins 7 menn í bæjar- stjórn Reykjavíkur, og úrslitin því mikill sigur fyrir samtök verka- manna. „Það voru þessir sigurglöðu menn, sem nú höfðu öðlazt nán- ari kynni af mætti samtakanna, stofnþinginu. Helztu atriði í stefnu og skipulagi ASÍ voru þessi: „1. Tilgangur sambandsins er að koma á samstarfi meðal ís- lenzkra alþýðumanna, er sé reist á grundvelli jafnaðarstefnunnar og miði að því að efla og bæta hag alþýðu andlega og líkamlega. 2. Rétt til að ganga í Alþýðu- sambandið hafa öll íslenzk verka- lýðsfélög, er vilja hlíta stefnuskrá sambandsins. En þau félög, sem Hermann GuSmundsson, forseti 1944—1950. Helgi Hannesson, forseti 1950—1954. Stefán Jóhann Stefánsson, forseti 1939—1940. hafa atvinnurekendur innan sinna vébanda ná ekki inngöngu í sam- bandið nema á sambandsþingi, og að minnst % af fulltrúum félag- anna séu því hlynntir. En sam- bandsstjórn getur að öðru leyti tekið inn í sambandið hvert það félag, sem á skilyrðislausan rétt á inngöngu samkvæmt lögum þess- um, en þó skal það síðar borið undir álit sambandsþings." Stefnumarki sínu ætlar samband ið að ná með þessum ráðum: „1. Að öll félög, sem í samband ið ganga, skuldbindi félagsmenn sína til þess að halda kauptaxta hinna félaganna á þeim stað og því svæði, er kauptaxtinn nær til. 2. Að semja á sambandsþingi og ákveða stefnuskrá, sem sé bind- andi fyrir öll félög í sambandinu og ekki verði breytt aftur nema á sambandsþingi. 3. Að kjósa til opinberra starfa fyrir bæjarfélög, sveitarfélög og landið allt eingöngu menn úr sam- bandinu, sem fylgi hiklaust og í hvívetna stefnuskrá sambandsins, nema svo standi á, að sambandið bjóði engan mann fram til kosn- inga. 4. Að efla samvinnufélagsskap og gefa út blöð og bæklinga. 5. Að greiða fyrir stofnun verka- lýðsfélaga, sem gangi í samband- ið.“ Um rétt hinna einstöku félaga segir svo, að hvert þeirra hafi fullt frelsi um sín innri mál, innan laga sambandsins, en í öllum op- inberum afskiptum verða hin ein- stöku félög að fylgja eindregið stefnuskrá sambandsins. Loks er gert ráð fyrir því, að hin ein- stöku félög sambandsins innan kjördæmanna myndi innbyrðis samband, og skuli fulltrúar þeirra koma sér saman um frambjóðend- ur í því kjördæmi í allar opinber- ar stöður, er kjósa skal í. En hver frambjóðandi skal skrifa-und- ir stefnuskrá sambandsins og skuld binda sig til að starfa í öllu sam- kvæmt henni. Ennfremur skal sam bandsstjórnin samþykkja fram- bjóðendur kjördæmanna til þings, svo þeir geti talizt löglegir bjóðendur af hálfu sambandsins. Hannibal Valdimarsson, forseti frá 1954.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.