Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 12
LINDARBÆ Vegna 50 ára afmælis síns hefur Alþýðusamband ísl. gesta móttöku í Lindarbæ, húsi Bags- brúnar og Sjómannafélags Reykja víkur, Lindargötu 9 — kl. 4—6 e. h., laugardaginn 12. marz. Miðstjóm Alþýðusambands Islands. 59. tbl. — Laugardagur 12. marz 1966 — 50. árg. Handleggur slitnar aíbrezkum sjómanni KT—Reykjavík, föstudag. Um kl. 4 í nótt varð það slys á togaranum Ross Duner frá Hull að skipsmaður festi handlegg í krók og missti hann. Togarinn Nýr hæstaréttar lögmaður Guðjón Styrkársson, hrl. lauk í gær fljtningi tilskilinna prófmála fyrir Hæstarétti. Síðasta prófmál- ið var „Einar Ingimundarson gegn atanríkis- og fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs”, en það mál höfðaði Einar Ingimund arson, fyrrverandi lögregluþjónn á Keiiavíkurflugvelli í tilefni þess, að fækkað var lögreglustarfs mönnum á Keflavíkurflugvelli úr 32 í 29 fyrir nokkrum árum. Ein- ar var einn af þremur, sem sagt var upp starfi. Guðjón Styrkársson er fæddur á Svalbarði í Miðdölum, Dalasýslu 12. desember 1931 sonur hjón- anna Styrkárs Guðjónssonar og Unnar Sigfúsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1953 með 1. ein- kunn ug lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands vorið 1958 einnig með i. einkunn. Við framhalds- nám í Vestur-Þýzkalandi 1958— 1959. Skrifstofustjóri Samvinnu- sparisjóðsins og síðar Samvinnu- bankans 1960—1965. Héraðsdóms lögmaður 17. júlí 1962. Rekur nú lögiræðiskrifstofu að Hafnar- stræti 22, Reykjavík. _ Guðjón Styrkársson er kvæntur Ágústu Einarsdóttur og eiga þau þrjú böm. sigldi þegar til Neskaupstaðar, þar sem maðurinn var lagður á sjúkrahús. Samkvæmt upplýsingum, sem Guðmundur Sigfússon, umboðs- maður fyrir togarann, gaf blaðinu í dag, vildi slysið til með þeim hætti, að hinn slasaði, Horace Hodds, hafði af einhverjum or- sökum fest handlegginn í krók, sem var utan á vélarreisninni, „keisnum”. Er sjórinn reið á skip inu, missti Hodds fótanna og brotnaði við það handleggur hans og slitnaði af honum. Eins og áður er getið, var þeg ar siglt með hinn slasaða mann til Neskaupstaðar, þar sem hann var lagður á sjúkrahús. Sigldi tog arinn siðan til Bretlands skömmu eftir hádegið í dag. Sjúkrahúslæknirinn á Neskaup stað sagði í viðtali við blaðið í dag, að sjúklingnum liði eftir at: vikum sæmileg. Ekki væri hægt að segja um, hve mikið blóð hann I hefði •misst, en sennilega væri það j ekki mikið. Til allrar hamingju hefði ekki verið átt mikið við sár hans á skipinu, en slíkt hefði | getað haft slæmar afleiðingar. Framsóknar félögin á Akureyri Stjórnmálafund halda Fram- sóknarfélögin á Akureyri á Hótel KEA iaugardaginn 19. þessa mán j aðar kl. 3.30 síðdegis. Frummæl | endur alþingismennirnir Einar í Ágústsson og Ingvar Gíslason. Allt stoðningsfólk flokksins vel- komið. Framsóknarfélögin, Akureyri. Framsóknarkonur Félag Framsóknarkvenna held ur fund í Tjamargötu 26 næst- komanai miðvikudag kl. 8.30. Elsa Guðjónsson safnvörður flytur er indi um þjóðlegan útsaum og sýn ir skuggamyndir. Ýmislegt annað verður á dagskrá. Herferi hafín gegn hættulegum hílum HZ— Reykjavík, föstudag. f fyrradag gerði lögreglan skyndiskoðun á akandi bifreið um á götum borgarinnar í sam ráði við bifreiðaeftirlitið og varð árangur þessarar skoðun ar allmikill. Af öllum hópi bif reiða, sem lögreglan stöðvaði og sendi tii skoðunar fyrsta daginn, voru 12 þeirra teknar úr umferð að fullu. Var bifreiðaeigendunum gef inn kostur á að láta lagfæra bifreiðarnar, en í dag höfðu sumir þessara eigenda ekki gert það, og kom þá kranabíll frá Vöku og fór með minnsta kosti fjóra bila inn í Vökuport ið. í dag var búið ag klippa númerin af tveim bílum til við bótar, enda ekki að ástæðu- lausu. Blaðamaður og ljósmynd ari Tímans skoðuðu nokkra af bílunum, sem úr umferð voru teknir. Einna ljótasta dæmið var Volkswagen-bíll en stýrið á honum var iaust á stýrisend anum, þannig, að lít.ið þurfti til, svo að það dytti ekki af. Við náðum tali af nokkrum lögregluþjónum og spurðum þá, kvernig unnt væri í fljótu bragði að sjá, hvað væri ábóta vant á bifreiðunum. Þeir sögð ust aðallega stöðva þá fyrir útlitið, rás á götunni, ójöfn hemlaför o.fl. Þetta er fyrsta herferðin af mörgum, sem umferðalögregla Reykjavíkur hyggst gera á næstunni, og þá er víst betra að hafa bílana í lagi! ÞaS þurfti ekki mikið til að stýrið faeri af í þessum fólksvagni. ÓFÆRT ER flT FRÁ AKUREYRI GÞE-Reykjavík, föstudag. Segja má ýkjalaust, að ailt sé ófært frá Eyjafirði og allt aust- ur um land. Reynt er að halda uppi samgöngum yfir Holtavörðu heiði og til Skagafjarðar, en held- ur hefur það gengið treglega. Undanfarna daga hefur verið út lit fyrir batnandi færð þar nyrðra en í gærdag kyngdi niður snjó og hver einasti vegur og vegaruðning ur er gersamlega ófær öllum bílum, og nú er svo komið að snjóbflar komast víðast hvar ekki leiðar sinnar. Tíminn hafði í dag samband við fréttaritara sína víða á Norð urlandi og þeir höfðu allir sömu sögu að segja, allt er á kafi í snjó, og ekkert fært á milli. Hjá vegaeftirlitinu á Akureyri hefur að undanförnu verið unnið að því að opna vegi og um miðja vikuna Framhald á bls. 20. HeimaræktaS korn rúmum 2 kr. ódýrara en fóSurblanda EÓ—Þorvaldseyri, föstudag. f landi Drangshlíðar og Eyvind arhóla í Austur-Eyjafjallahreppi, hafa 6 bændur staðið saman að ræktun korns á 20 hektara svæði. Kostnaður á framleitt kíló er sem hér segir: fræ 63 aurar, áburður 110 aurar, vinna 95 aurar, þresk ing og heimakstur 24 aurar, þurrk un 94 aurar, afskriftir af vélum 20 aurar, eða samtals 4,06, en nú I er verð á fóðurblöndu um kr. 7.30 j : á kíló, þannig, að verulegur verð j I munur er á korninu og fóður-! j blöndunni. Segja má, að kornið! | sé ekki jafn fullkomið fóður og! j fóðurbianda, en það er mjög gott i i fóður. Við fengum 26 tunnur á; j hektaia, miðað við fullþurrkað og i i malað. Við notum kornið sjálfir i j en markaður er nægur og hefur! verið sótzt eftir korninu. Myndina hér að neðan tók llósmyndari Tímans, GE, á fundi verzlunarmanna i fyrrakvöld, en bar var greitt atkvæði um samkomulag það, sem gert hafði verið við kaupmenn. Var samkomulagið sam- þykkt með 80 atkvæðum gegn 63, elns og frá hefur verið skýrt. Meðal þeirra kjarabóta, sem verzlunar menn fengu, var stytting vinnutímans, og hefur KRON af þeim sökum auglýst, að hér eftir verði verzl- anir aðeins opnar til kl. 12 á hádegi á laugardögum. Héðan hefur verið selt mikið hey, fyrst var það Kalnefndin sem keypti mikið magn í haust, og síð an hefur mikið verið flutt aust ur í Skaftafellssýslur — þeir hafa burft á töluverðu magni að halda og er enn eftirspurn þaðan. Veturinn hefur verið ljómandi góður og höfum við varla séð snjó. Vatnsleysi hefur ekki háð bændum hér um slóðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.