Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 12. marz 1966 TÍMIMN _____________________________19 1ag sitt til þessa merkilega starfs. Við verðum að beita okkur fyrir því, að slík orlofsheimili verka- lýðsfélaganna rísi í hverjum lands fjórðungi. Ég tel það mikilvægast á þess- um tímamótum í starfi ASÍ, sagði Óðinn, að samtökin væðist eftir mætti til þess að svara nýjum kröfum tímans og mæta nýjum viðhorfum. Við þennan leiðarstein væri æskilegt að geta gert áætlun um lausn ýmissa þeirra brýnu verkefna, sem að kalla, og ég á þá ósk bezta ASÍ til handa, að því takist að vinna að þessum mál- um faglega og hefji sig í þeirri baráttu yfir pólitíska togstreitu. Verkalýðsmálaskóli þar f að rísa á veaum ASl Rætt við Óðinn Rögnvaldsson, prentara, varaformann Hins ísl. prentarafélags. Óðinn Rögnvaldsson, prentari og varaformaður Hins ísl. Prent- arafélags hefur átt sæti í mið- stjórn Alþýðusambands íslands síðan 1960, og hefur stjórn sam- bandsins verið óbreytt þann tíma. Tíminn spurði Óðinn nokkurra spurninga_ um viðhorf hans til starfs ASÍ á þessum tímamótum. — Finnst þér mikið hafa áunn- izt 1 kjarabaráttu og starfi ASÍ þennan tíma? — Já, óneitanlega hefur marg- ur merkur áfangi náðst. í kjara- baráttunni hefur náðst markverð- ur árangur á ýmsum sviðum, ekki sízt í ýmsum réttindamálum laun þega. En þó er ef til vill meira verður sá árangur, sem náðst hef- ur í innra starfi ASÍ, ef svo mætti segja, eflingu þess sem sam taka og stofnunar í þágu laun- þega. Starfsskilyrði ASÍ voru ill fyrir 1960, en nú hefur mjög skipt um til hins betra. Það er komið í eigið húsnæði og hefur á allan hátt betri starfsaðstöðu. Og ASÍ hefur ráðizt í stórátök á þessum árum utan hrings kjarabaráttunn ar í þrengsta skilningi. Ég vil til dæmis nefna Ölfusborgir, stofnun Listasafns ASÍ með gjöf Ragnars í Smára. — En hefur ASÍ ekki nokkuð þröng fjárráð til starfa? — Jú, þar kreppir skórinn mest, og á því hafa ekki verið ráðnar bætur eins og nauðsynlegt er, og það er eitt brýnasta verk- efnið á næstu árum að efla svo fjárhaginn og tryggja ASÍ tekju- stofna, sem staðið geta undir því viðamikla starfi, sem það verður að leysa af hendi. Kjarabaráttan hefur á síðustu árum tekið svo miklum breyting- um í kjölfar atvinnuþróunar, eiga að veita almenningi. Eg tel nánara samstarf þeirra mjög brýnt í framtíðinni. í fræðslu- og menningarstarfi er saimstarfsgrundvöllur þessara hreyfinga þó ef til vill enn betri. Þær hafa þegar tekið höndum sam an um bréfaskólann, og bind ég irrtktor vonlr víð það, og ég held að af þessu geti sprottið miklu víðtækara menningarsamstarf. Eitt af næstu verkefnum ASÍ hlýtur að mínum dómi að verða að koma upp verkalýðsmálaskóla, þar sem forystumenn verkalýðs- samtakanna geta fengið félags- lega þjálfun og haglega fræðslu um kjaramál. Kjaramálin eru orð- in svo flókin og margþætt, að slík þjálfun er lífsnauðsyn. Ölfusborgir ættu að geta gegnt veigamiklu hlutverH í þeim efn- um. Þar yrði hvíldar- og orlofs- heimili að sumri, en að vetri mætti halda þar skóla eða nám- skeið. Rikið verður að auka mjög fram Óðinn Rögnvaldsson starfsskiptingar og breyttra þjóð- félagshátta. Nú va#ður vandleg hagkönnun að bera hana uppi, og vinnuhagræðing er orðin stór þáttur hennar. Þetta krefst stór- aukins undirbúningsstarfs af hálfu samtakanna. Og eitt meginverk- efni næstu ára er einmitt að beita vinnuhagræðingunni til kjarabóta. Annað meginverkefni ASÍ er að koma upp sinni eigin hagfræði- stofnun til þess að gefa þau svör, sem tefla þarf fram í kjarabar- áttunni. — Telur þú, að verkalýðshreyf- ingin og samvinnuhreyfingin gætu haft samstarf um þessi mál? — Hiklaust. Ég held að þessar fjöldahreyfingar og almannasam- tök þurfi einmitt að fá svarað mörgum hinum sömu haglegu spurningum um afkomu almenn- ings til þess að geta byggt á þeim þá þjónustu, sem þær vilja og Sérf ræðingar ættu að koma á námskeið á vinnustaðina Rætt við Jón D. Guðmundsson, verkamann um gömul og ný verkefni kjarabaráttunnar sem telja, að Aiþýðusambandið hafi ekki komið miklu áleiðis. En ég held, að þeir tilheyri hinum yngri kynslóðum, og hafi ekki gert sér grein fyrir hinu mikla og erf- iða hlutverki, sem frumherjarnir réðust í, þegar þeir stofnuðu Al- þýðusambandið, skipulögðu kjara- baráttu verkalýðsins — sóknina til betri og bjartari framtíðar. í dag stendur íslenzka þjóðin í þakk arskuld við brautryðjendastarfið. Ég segi því, að starfið hafi verið heilladrjúgt, ekki einungis fyrir verkalýðinn, heldur fyrir alla ís- lenzku þjóðina. — Hvaða mál telur þú, að hafi borið hæst í baráttusögu samtak- anna? — Það er að sjálfsögðu erfitt að meta,' hvaða réttindamál, sem áunnizt hefur, beri hæst, og líta menn mikið á það eftir því, hvað borið hefur hæst í það og það sVlnt ið. En ég held, að ef menn i það í ró og næði, þá sé það nai áttan fyrir tilveru samtakanna sjálfra, baráttan fyrir réttinum til að semja um kaup sín og kjör, baráttan fyrir frelsi ■ •■anns- ins, verkakonunnar inns- ins til að lifa sem rinn maður í frjálsu landi, tu að líta á sjálfan sig sem afl við sköpun þeirra verðmæta, sem tilvera þess- arar þjóðar byggist á. — Hvert telur þú aðalmál sam- takanna í dag? — Þau verkefni, sem ber næst í dag, eru að mínu áliti barátt- an fyrir raunverulegum vinnu- tíma, þ.e.a.s. að það kaup, sem greitt er fyrir dagvinnutíma nægi til þeirra daglegu þarfa, sem nauð- synlegar eru til að framfleyta manninum sjálfum og fjöslkyldu hans, en því miður skortir mikið á að þannig sé ástatt í dag. Þá má og nefna orlofsheimila- málið, sem óbeint er tengt vinnu- tímamálinu. Þrátt fyrir, að teHzt hafi að koma upp myndarlegum orlofshúsum í Hveragerði, skortir mikið á, að það sé nægilegt. Þess vegna verður að halda ótrautt áfram á þeirri braut, ekH aðeins í Hveragerði, heldur líka í hin- um landsfjórðungunum þannig, að allir hafi jafna möguleika til að njóta hvíldar með fjölskyldu sinni, hvar á landinu, sem þeir búa. And leg og líkamleg hvild er nauðsyn öllum, og ekki sízt erfiðismann- inum — öðruvísi er ekki hægt að halda uppi frelsi í þjóðfélaginu. — Hvað viltu segja að lokum um framtíðarverkefni ASÍ? — Framtíðarverkefnin eru mörg, og hljóta alltaf að verða mörg í samtökum, sem eru jafn fjölmenn og Alþýðusambandið er, samtökum, sem eru sterk stoð í uppbyggingu þjóðarinnar til rétt- látara og betra þjóðfélags. Það er ósk mín til Alþýðusambands ís- lands í dag, að því megi auðnast að leysa þau verkefni, sem fram- undan eru, á farsælan og heilla- drjúgan hátt — það verði brjóst- vörn íslenzku þjóðarinnar í fram- sókn á komandi tímum. Jón D. Guðmundsson hefur starfað óslitið í Dagsíbrún í tuttugu ár og um skeið átt sæti í trún- aðarmannaráði félagsins og gegnt mörguim öðruim trúnaðarstörfum fyrir það. — Hve langt er síðan þú gekkst í verkalýðsfélag, Jón? — Það eru ein 26 ár. Fyrst gekk ég í félag starfsmanna, sem unnu hjá ríkisstofnunum, en þá starfaði ég á Vífilsstöðum. — En hve lengi hefur þú ver- ið í Dagsbrún? — Það eru víst tuttugu ár í haust. Annars kynntist ég verka- mannavinnu hér í Reykjavík og Hafnarfirði nokkru fyrr. Ég kom frá góðu heimili norður í landi, ungur maður, heimili, þar sem all- ir voru jafnir og valdsótti þekkt- ist ekH, hingað til Rvíkur 1922 og stundaði eyrarvinnu um skeið. Mikil voru viðbrigðin og mikil er breytingin, sem á er orðin hér við höfnina. Þá voru eyrarkarl- arnir, sem kallaðir voru, margir beygðir og hræddir við valdið, sem skammtaði þeim laun og rétt úr hnefa. Margir voru beygðir og hræddir, en nokkrir héldu þó kjarkinum, og það voru þeir, sem björguðu öllu og skiluðu verka- mönnum upp á sigurbakkann. Síðan fór ég til Hafnarfjarðar og var þar á árunum 1924 til 1926, eða um það leyti, sem Alþýðu- flokkurinn vann Hafnarfjörð af íhaldinu. Það voru mikil umskipti og frægur sigur, enda hafði flokk- urinn þar afbragðsmönnum á að skipa. Stjóm bæjarins tók líka þegar stakkaskiptum svo að um munaði. Ég held, að engum bæ hafi verið betur stjórnað en Hafn- arfirði þessi og hin næstu ár. — Hvaða verkföll hafa verið hörðust í þínu minni í Dagsbrún? — Þau voru mörg hörð, en ég held að verkföllin 1955 og 1961 hafi verið einna hörðust og stærst í sniðum. Árið 1961 var barizt um mikið, og þá bjargaði samvinnu- breyfingin málinu með sérsamn- ingum, og ég held að það sé mesta glappaskot núverandi ríkisstjórn- ar —af mörgum þó — að hún eyðilagði það samkomulag með gengislækkuninni, því að það var sanngjarnt og á því hægt að byggja skorður gegn verðbólg- unni. Annars hefur margt færzt til betri vegar í kjaramálum hin síð- ustu ár, einkum ýmis réttinda og öryggismál. Ég vil t.d. nefna sjúkrasjóð Dagsbrúnar, en hjálp hans er nú þegar farin að koma að stórmiklum notum. Það var einnig mikill sigur, þegar 44 stunda vinnuvikan komst á, þó að enn vanti viðhlítandi ráðstafanir til þess að menn komist af með þann vinnutíma. Nú tel ég það meðal brýnustu mála að hjálpa launafólH til þess að geta notið þeirra orlofa, sem það fær. Menn binda nú miklar vonir við vinnuhagræðingu, sagði Jón, og ve! má vera, að hún sé lausnar- orðið, en mér finnst þó enn, að hún sé mest á vörum lærðra manna í þessuon efnum. Vafalaust er gott, að menn læri miHð um þetta í útlöndum og færi okkur vísindin heim, en ég held að það sé ekH nóg. Ég held, að hver sér- fræðingur þyrfti að fara á nám- skeið á vinnustöðunum á eftir, og þá mundu þeir læra betur að beita lærdómi sínum að íslenzk- um verkefnum við íslenzkar að- stæður. Ég hef haft mikið gagn og gleði af þessu félagsstarfi síðustu árin, sagði Jón að lokum. Ég hef kynnzt þar ágætum mönnum, góðum fé- lögum og heilum í starfi, þótt skoðanir séu stundum Skiptar. Mönnum finnst og sýnist, að póli- tíkin sé mikil á yfirborði þessa félagsstarfs, en í hópi félag- anna hverfur hún sem betur fer oftast í skugga, og menn einbeita sér að því að vinna faglega og vel saman að hagsmunum félags síns. Um ASÍ á þessum merku tíma- mótum vil ég segja það, að það á mikið og merkilegt starf að baki, en þó hygg ég, að framtíðarverk- efni þess séu meiri og þýðing Jón D. Jónsson þess fyrir launþegasamtöHn á ný? um tíma og við nýjar aðstæður sé þó enn meiri. Skipulag verka lýðsstarfsins þarf allt að taka ti nýrrar endurskoðunar og aðlögun ar við kröfur tímans, og það er ef til vill mesta verkefni dagsins Ég óska ASÍ alls góðs í fimmtugsafmælinu og vona a fylgja þess í framtíðinni verði si að taka með djörfung og forsjc. á nýjum verkefnum. JÓN EYSTEINSSON, lögfræðingur Sfmi 21516. LögfræSiskrifstofa Laugavegi 11. ÞORSTEINN JÚLfUSSON héraðsdómslögmaður, Laugavegi 22 (mng. Klapparst.) Símj 14045 Á næstunní munu sHp vor lesia vörur tU íslands sem hér segir: HAMBORG: Laxa 12/3 Selá 23/3 Rangá 6/4 ROTTERDAM; Selá 25/3 ANTWERPEN: Rangá 4/4 HULL: Selá 23/3 Rangá 12/4 GAUTABORG: Laxá 1/4 Langá 12/4 KAUPM ANN AHÖFN: Laxá 31/3 Langá 13/4 GDYNIA: Langá 6/4 HAFSKIP H.F. .hafnakÍusinu reykjavik SIMNfFNI: HAFSKIP SIMI 21160

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.