Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 8
20 T8MINN LAUGARDAGUR 12. marz 1966 Kveðjur af landsbyggðinni Framhald af bls. 17. heyja við harðsvírað peningavald á fyrstu árum verkalýðsbaráttunn ar, til að bæta kjör verkalýðsins og lagði grunninn að þeim ár- angri, sem hið vinnandi fólk nýt- ur ávaxtanna af í dag. Og einmitt vegna þess er hætt við að hún sé ekki nægilega vökul til að gæta þeirra kjarabóta, sem náðst hafa, en láti glepjast af lýð- skrumurum, sem gala fagurt í eyra hennar, en ganga raunveru- lega erinda peningavaldsins og er- lendra auðhringa, sem sækja fast á að ná hér fótfestu og njóta til þess dyggilegrar aðstoðar núver- andi vaidhafa og skósveina þeirra. í dag er það fyrsta boðorð vinn andi stétta til sjávar og sveita, og verður alltaf, að halda vöku sinni, láta ekki glepjast af fagurgala fhalds og peningavalds, um um- hyggju þeirra fyrir velferð ís- lenzkrar alþýðu og verkalýðs, en treysti á samtakamátt sinn og hafi 'ávallt í huga að „sameinaðir stönd ram vér, en sundraðir föllum vér.“ □ Dagblaðið Tíminn hefur beðið mig að svara nokkrum spurning- um í tilefni af 50 ára afmæli Al- þýðusambands íslands. Tel ég sjálfsagt að verða við þeim tilmælum. Þó að afstaða mín til sambandsins nú á þessum tíma- mótum, eða álit mitt á einstök- um málum er sambandið varðar, geti varla talizt forvitnileg. — Hvern telur þú markverðast an árangur af _ 50 ára starfi Al- þýðusambands fslands? — Það er erfitt verk að meta það hver áfangi af mörgum í 50 ára starfssögu. eins félags er mark verðastur. í fyrsta lagi er ég því miður ekki svo kunnugur 50 ára baráttu- sögu ASÍ, að hver einstök atriði liggi nægilega ljós fyrir. í öðru lagi vill svo oft verða, að mat samtíðar og frajntíðar á einstökum athöfnum er gerólíkt. f þriðja lagi skortir í raun og vera allan samanburðargrundvöll, því viðfangsefnin breytast á skemmri tíma en 50 árum. Ég mundi segja að aukinn skiln ingur einstaklinganna á gildi sam- takanna í hagsmunabaráttunni, væri órækast vitni þess að starf ASÍ fyrir bættum kjörum verka- manna og sjómanna undanfarin 50 ár, hafi verið jákvætt. — Hvernig telur þú að ASÍ hafi tekizt að gera skyldu sína í bar- áttunni fyrir bættum lífskjörum og betra þjóðfélagi? — Það fer ekki milli mála að mörg spor hafa verið stigin í framfaraátt s.l. 50 ár, og ég hika ekki við að framfaraþróun, þátt, þátt í þeirri framfaraþróun, þáttt, sem er sízt ömukærri en framlög ýmissa annara. Annað mál er svo það að margt er enn óunnið, eins og vera ber í lýðræðislandi. Þar þrjóta verk- efni, er stuðla að bættum lífskjör- um alls almennings aldrei, þau era í órjúfandi tengslum við hið daglega Ixf. — Hver telur þú að sé staða ASÍ í dag, út á við og inn á við? — Ég tel að hún sé sterk. Að vísu eru skipulagsmál sambands- ins enn að nokkru óráðin, og nokkuð vefst fyrir ýmsum að taka ákveðna afstöðu til þeirra. Þar spila hagsmunir hinna einstöku stjórnmálaflokka undir, en það verður að segjast eins og það er, að þó stjórnmálaflokkarnir geti Guðmundur Björnsson verið og séu mjög afgerandi afl í hagsmunaharáttu fólks, þá geta þeirra afskipti einnig orðið til hins verra, þegar svo er komið að hagsmunahóparnir verða tæki í baráttu flokkanna um aukin völd, en flokkarnir hætta e.t.v. að vera sannverkandi afl hagsmunahóp- anna um bætt lífskjör, eða aðrar þjóðfélagsumbætur. — Hvaða mál telur þú að ASÍ eigi að leggja megináherzlu á í framtíðinni? -ir-i Hagsmunabaráttan er og verður alltaf aðalmál ASÍ. Hvern- ig hún verður háð og að hvaða verkefnum hún beinist aðallega á hverjum tíma, er matsatriði hverju sinni. En segja má að hagsmunabar- átta launþeganna sé þvíþætt. Annars vegar barátta fyrir því að láta ekki taka það af sér, hvorki í einni eða annarri mynd, sem þeg ar hefur á unnizt. Er sú barátta oft hörð. Miklu harðari en magran grunar. Skiptast þar á sigrar og ósigr- ar eins og kunnugt er. Hins vegar er sókn að því xnarki að launþegar fái eðlilega og rétt- láta hlutdeild í þeirri heildaraukn ingu í verðmætasköpun þjóðarinn ar, sem aukin tækni og verkmenn ing megnar að veita árlega. Er aukin menntun og fræðsla um allt er varðar hina ýmsu þætti þjóðlífsins líklegri til þess að veita einstaklingunum það víð- sýni, og það áræði, sem með þarf til að skila niðjunum betra landi, en tekið var í arf frá forfeðrun- um. Því hlýtur ASÍ að láta fræðslu og menningarmál til sín taka í æ ríkara mæli en verið hefur til þessa. — Telur þú að auka þurfi starf semi ASÍ, og þá hvaða þætti henn ar? — Því aðeins getur ASÍ gert kröfu um réttmæta hlutdeild launþeganna í framleiðsluaukn- ingu þjóðarinnar frá ári til árs, að framkvæmdar séu á því athug- anir, og það rannsakað hlutlaust, hver hin raunverulega fram- leiðsluaukning er, og hver séu á hverjum tíma réttmæt hlutföll milli fjármagns og vinnuafls ekki aðeins í hinni árlegu aukningu framleiðslu útflutningsverðmæta, heldur í framleiðslu og útflutn- ingsverðmætum þjóðarinnar í heild á hverjum tíma. Alþýðusamband íslands hlýtur því að leggja á það höfuðáherzlu á næstunni að framkvæmdar verði hlutlausar rannsóknir á kaup- greiðslugetu atv.veganna á skipt ingu þjóðarteknanna milli fjár- magns og vinnuafls, á því hvaða þjónustugreinar atvinnulífsins eru þarfar og nauðsynlegar og hverj- ar óþarfar eða beinlínis skaðleg- ar með tilliti til heildarverðmæta- sköpunar þjóðarinnar, hvern þátt vinnuhagræðing getur átt í bætt- um lífskjörum, og mörgu öðra sem of langt yrði upp að telja, en samfara aukinni menntun og verkmenningu hlýtur að verka til bættra lífskjara alls almennings. — Hver telur þú að eigi að vera samvinna Alþýðusambands íslands og samvinnuhreyfingarinn ar? — Sem allra mest. Verkalýðs- hreyfingin og samvinnuhreyfingin eru í raun og vera af sama stofni. Hagsmunasamtök fjöldans at- vinnulega og verzlunarlega séð. Þeim mun báðum styrkur' af því að au-ka samvinnu sín á milli. Að lokum vil ég svo færa Al- þýðusambandi íslands mínar beztu kveðjur og árnaðaróskir á þessum merku tímamótum og minni á að í lýðræðisríki þar sem hugur og hönd er frjáls, skortir verkefnin aldrei. Guðmundur Björnsson Stöðvarfirði. AÐALFUNDAHALD Aðalfundur kvennadeilár Slysa- varnarfélagsins í Reykjavík var haldinn 7. febrúar 1966. Tillaga deildarinnar á þessu ári til S.V.F.Í., eru kr. 536.912.52, sem er 3A hluti af ágóða deildarinnar. Samþykkt var á fundinum að gefa kr. 30.000.00 til Björgunar- sveitar Ingólfs til kaupa á sjúkra- börum í sjúkrabifreið er S.V.F.Í. og S.V.D. Ingólfur í Reykjavík, hafa fest kaup á. Kvennadeild S.V.F.Í. í Reykja- vík, vill við þetta tækifæri þakka hjartanlega öllum þeim, er veitt hafa deildinni stuðning á liðnu ári. Á aðalfundi deildarinnar mætti forseti S.V.F.Í., Gunnar Friðriks- son og ræddi um nýafstaðna um- ferðarráðstefnu er haldin var í Reykjavík 22. og 23. janúar s.l. Urðu allmiklar umræður um slysa varnir í umferð og starf félagsins í þeim málum, og var í lok fund- arins samþykkt eftiriarandi til- laga: Aðalfundur kvennadeildar S. V. F. í. í Reykjavík lýsir stuðningi sínum við þá stefnu stjórnar S.V. F.í. að gerast ekki aðili á þessu stigi málsins, að þeim samtökum,, er Tryggingarfélögin hafa beitt sér fyrir að stofnuð yrðu. Fundurinn fagnar af heilum hug þeim áhuga, sem fram hefur kom- ið um auknar slysavarnir í um- ferðarmálum og fagnar þeim að- ilum er ganga vilja til samstarfs við S.V.F.Í. í þessu mikla bar- áttumáli félagsins um ára raðir. Fundurinn telur eðlilegast, að mál þetta verði tekið fyrir á 13. landsþingi S.V.F.Í. á vori kom- anda. og þá tekin endanleg af- staða til þess. Nýlega barst kvennadeildinni í Reykjavík kr. 10.000.00 að gjöf frá ÓFÆRÐ Á AKUREYRI Framhald af bls. 24. voru margir vegir orðnir færir stórum bílum og jeppum. Nú hefur verið ákveðið að ryðja ekki fleiri vegi, unz fyrirsjáanlegt er, að það beri einhvern árangur. Nú er ástandið orðið þannig, að ekk ert er fært frá Akureyri nema á ýtum, sem aka ofan á lausamjöll inni. Einnig er mjög þungfært um Akureyrarbæ. Svo sem fyrr segir byrjaði að kyngja niður snjó í gær, og það af þeim feiknarkrafti, að stórir bílar er voru á ferð milli Akureyrar, Dalvíkur og Dagverð areyrar festust unnvörpum í fönn inni og sitja þar enn. Jafnvel snjó plógar, sem sendir voru frá Akur eyri bílunum til aðstoðar festust einnig. Sýnt er, að ef snjókoman heldur svona áfram skapast mik il vandræði í sambandi við mjólk urflutninga Þeir hafa að mestu leyti farið fram á dráttarvélum á þessum síðustu og verstu tím- um, en í þessu kafaldi kemst eng in dráttarvél leiðar sinnar. Þess má að lokum geta, að síðan 27. janúar hefur mjólkurbíll aldrei komizt alla leið til Dalvíkur. Georg Jónssyni, ættuðum frá Isa- firði. Gjöfin er til minningar um foreldra hans Hildi Sigurðardótt- ur og Jónas Sigurðsson og þrjá bræður hans er dóu ungir. Fyrir þessa góðu gjöf þakkar deildin innilega. Aðalfundur Danskennarasam- bands íslands var haldinn fyrir nokkru. Félagið starfar í eftirtöld um deildum: Ballett, samkvæmis- og bamadönsum. Þeir einir geta orðið meðlimir félagsins, sem lok- ið hafa viðurkenndu innlendu eða erlendu kennaraprófi í einhverj- um af framantöldum greinum. Eftirfarandi skólar staria undir merki Danskennarasambands ís- lands: Ballettskóli Eddu Scheving, Ballettskóli Katrínar Guðjónsdótt- ur, Ballettskóli Sigríðar Ármann, Dansskóli Heiðárs Ástvaldssonar, Dansskóli Hermanns R. Stefáns- sonar og Listdansskóli Guðnýjar Pétursdóttur. Fundurinn lýsti ánægju sinni yfir því, hve skólastjórar barna- skólanna hefðu tekið vel í þá ný- breytni sem D.S.Í. kom á fram- færi, en það er: danskennsla 12 ára barna í skólum. Kennarar í D.S.Í. hafa í vetur kennt í þeim skólum, sem um slíka kennslu hafa beðið og era mjög ánægðir með árangurinn. Hins vegar væri æski- legt að forráðamenn skólanna sæju sér fært um að útvega full- komið húsnæði fyrir slíka starf- semi. Danskennarasambandið telur sér skylt að nefna hið lítt þekkta dans fonm hér á landi „jazzballettt" sem er eitt þeirra mörgu afbrigða út frá klassiskum ballett. Af gefnu tilefni vill sambandið benda for- eldram á það, að undirstaðan fyr- ir „jazzballett" er fyrst og fremst fullkomin þjálfun í klassiskum ballett. Sé nemandi ekkert eða lítið þjálfaður í klassiskum ballett get- ur jazzballettikennsla skaðað lík- amann þannig, að hann beri þess aldrei bætur. Stjórn félagsins var einróma endurkosin. Formaður er Her- mann R. Stefánsson. \ REIXJT Halldór Kristinsson gullsmiður — Sími 16979. rulofunar BINGIR RMTHANNSSTIG 2, BOLHOLTI 6 (Hús Belgjagerðarinnar) * BILLINN Rent an Ioeoar S(ml 1 8 8 33

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.