Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 5
LAUGARÐAGUR 12. marz 19S6 TIMINN 17 KVEDJA TIL ASI 50 ARA SíSustu 50 ár hafa verið bylt- ingaár í íslenzku þjóðlífi. fs- lendingar hafa tekið nýjungar tækni og vísinda í þjónustu sína á ölhmi sviðam atvinnulífsins. Fyrsta stóra stökkið í því efni er að visu nokkru eldra þ. e. upphaf togaraútgerðarinnar, sem olli gjörhyltingu í allri út- gerð landsmanna og hefur síð- an verkað á allt þjóðlífið. Hin mikla iðnvæðing kom hér á landi í kjölfar breyttr- ar tækni við fiskveiðar og að verulegu leyti í sambandi við hana, sem Miðargrein í sjávar Úbvegi, þ.e. iðnaður úr sjávar- afla. Með tílkamu rafmagnsins og fyrir tílverknað þess hefur svo skapazt grundvöllur fyrir ýmiss konar annan iðnað í land íihl Samfara þessu og að nokkru sem afleiðing þess, hef- ur líka orðið gjörbylting á öll- um vinnubrögðum í landbónaði. Ræktun hefur tekið við af rán- yrkju og véltækni í vinnu- brögðum hefur tekið við af handverkfærum. Fólksflutningar hafa verið miklir í landinu og fjöldi lands- manna safnazt saman á fáum þéttbýlissvæðum. Margvísleg vandamál hafa myndazt við þessar þjóðlífs- breytingar. Eitt stærsta vanda- málið, sem glímt hefur verið við, sífellt og endalaust, er skipting þjóðarteknanna. Þeir, sem eiga, eða hafa vaid yfir fjármagni hafa hér sem annars staðar haft ríka hneigð til að skera sér stórar sneið- ar af sameiginlegu brauði þjóð arinnar. Alþýðusamband fs- lands hefur í 50 ár haft for- ystu um að tryggja vinnandi fólki eðlilega hlutdeild í þjóð- artekjunum. Það hefur í því efni markað djúp spor í þjóð- lífinu og er nú orðið það fé- lagslegt afl sem mest er virt. Það ‘hefur kennt mönnum í stéttum, sem ekki tilheyra að- ildarfélögum þess, hvernig fylkja skuli liði til átaka og þann veg verið eins konar fé- lagslegur skóli. Margir þjóðfélagshópar og starfsstéttir utan samtakanna sjálfra njóta nú árangurs af starfi þess. A.S.Í. hefur haft forystu eða verið ríloir þátttakandi í ýmiss- konar félagslegum umbótum, sem sett hafa svip á allt mann- lífið á landi hér s.l. 50 ár. Má nú telja fsland I fremstu röð þeirra ríkja, sem hafa sett fé- lagslegt jafnrétti þegnanna í öndvegi. A.S.Í. fagnar nú sigrum í áralangri baráttu sinni. Enn eru þó mörg verkefni óleyst. Tryggja þarf íslenzku þjóðinni fullan rétt til framtíðar yfir öllu landi sínu og öllum auð- lindum sínum. Enn er nokkur hópur fólks, sem í sveitum býr, sem ekki nýtur jafnsjálfsagðra réttinda eins og rafmagns til daglegra heimilisnota. Þar mætti skapa fullt jafnrétti. Eng um er betur trúandi til að styðja slíka jafnréttiskröfu, sem félögum A.S.Í. Enn leikur dýrtíðin lausbeizl uð til tjóns fyrir allt atvinnu- líf landsmanna og stórtjóns fyr- ir alla launþega. Enn hafa ekki stærstu erfiðisvinnustéttir þjóð félagsins rétt til fulls lífeyris að loknu erfiðu ævistarfi. Hér hef ég nefnt fáein óleyst verkefni af ótal mörgum sem öll eru verðug viðfangsefni A.S.Í. Á þessum tímamótum óska ég samtökunum aukins gengis og mikilla afreka á næsta ald- arhelmingi og vænti góðs sam- starfs við þau um hagsmunamál bændastéttarinnar og treysti á skilning þeirra á því verkefni bændasamtakanna að tryggja bændastéttinni, sem nú um nokkur ár hefur verið tekju- lægst allra þjóðfélagsstétta, við unandi lífskjör. Heill fylgi framtíð A.S.f. Gunnar Guðbjartsson. Kveðjur af landsbyggðinni Tíminn sneri sér til þriggja manna úti á landi og lagði fyrir þá nokrar spurningar í til- efni af fimmtíu ára afmæli AlþýSusambands lands. Menn þessir eru Bjarni H. Finnboga- son, Patreksfirði, Valdimar Sigtryggsson, Dalvík, 09 Guðmundur Björnsson, Stöðvarfirði. Þessir þrír menn eru allir góðir fulltrúar landshluta sinna og hafa um lengri eða skemmri tíma haft míkil afskipti af málum verkalýðshreyfingarinnar og ASÍ. Bjarni H. Finnbogason, Patreks- firði, svarar spuriringum Tímans hér á eftir. — Hvern telur þú markverðast- an árangur af fimmtíu ára starfi A.S.Í.? — Það er erfitt fyrir mig að nefna nokkuð eitt í því sambandi. Eins og gefur að skilja, þegar um jafn fjölmenna stétt og vinnandi menn er að ræða, sem dreifðir eru um allt land í misstórum fé- lögum, þá var nauðsynlegt að stofna heildarsamtök til að koma fram fyrir þeirra hönd í öllum meiriháttar málum út á við. Einn- ig til að samhæfa og styrkja bar- áttuna heima fyrir. Ég tel að A.S.f. hafi þar rækt sitt starf vel eftir atvikum, og það sé því að þakka hve samtökin eru sterk í dag. — Hvernig telur þú að A.S.f. hafi tekizt að gera skyldu sína í baráttunni fyrir betri lífskjörum? — Ég tel að fyrir tilstilli og baráttu A.S.Í. hafi lífskjör almenn- ings stórbatnað enda ekki af miklu að státa fyrir. Þar kemur að vísu margt til greina sem hefur orðið til að bæta aðstöðu manna í lífs- baráttunni, svo sem aukin atvinna og eðlrleg framþróun á ýmsum sviðum. — Hver telur þú að sé staða A.S.Í. í dag bæði inn á við og út á við? — Stöðu A.S.f. út á við tel ég vera sterka, og það hefur verið haldið þannig á málum samtak- anna af forustumönnum þeirra, að það hefur verið tekið fullt til- lit til þeirra í þeim málum, sem varða samtökin í heild, þótt aldrei sé hægt að komast hjá því að reyndar séu ýmsar krókaleiðir til að sniðganga vilja þeirra og sam- þykktir. Aftur á móti er staða A.S.Í. innbyrðis á mjög varasömu stígi ef ég mætti orða það svo, og á ég þar við Alþýðusambandsþing- in, en á þeim á vitanlega að marka stefnu alþýðusamtakanna innbyrð- is. En eins og alþjóð er kunnugt, eru þessi þing orðin hreinn skrípa- leikur, þar fer mest af þingtím- anum í karp og áróður um kosn- ingu stjórnarsamtakanna, en sára- lítið rætt um kaupmál, sem þar eru þó raunverulega til umræðu. Einnig eru þau orðin svo fjöl- menn og dýr að samtökunum er hreint ofviða fjárhagslega að halda þeim uppi, með því fjár magni sem þau hafa yfir að ráða. Ég tel að A.S.f. sé það lífspurs- mál að skipulagsmál samtakanna komist sem allra fyrst í það horf, að þingum þeirra verði sniðinn sá stakkur hvað fulltrúafjölda snert- ir, að þau verði starfhæf og geti unnið eðlilega að þeim verkefn- um sem fyrir liggja á hverjum tíma. Það verður við að gera okk- ur ljóst að samtökunum er mikið hættulegri innbyrðis sundrung heldur en utanaðkomandi and- staða. — Hvaða mál telur þú að A.S.Í. eigi að leggja megináherzlu á í framtíðinni? — Það er eins og ég drap á hér að framan, óumdeilanlega skipulagsmál samtakanna. Þau verða að leysast á viðunandi hátt sem allra fyrst. — Telur þú að efla þurfi starf- semi A.S.Í., og þá hvaða þætti þeirrar starfsemi helzt? — Ét tel að tvímælalaust eigi að efla starfsemi A.S.f. Ef skipu- lagsmálin verða leyst á þann hátt að stofnuð verði sérsambönd hinna einstöku starfshópa innan A.S.f. eins og likur benda til, þá er fyr- irhugað að þau annist að verulegu leyti kjaramálin ásamt fleiru og ætti þá A.S.Í. að leggja megin- áherzlu á menningar- og félags- lega uppbyggingu samtakanna, og auka verulega alla fræðslustarf- semi, sem hefur því miður verið allt of lítill gaumur gefin, til þessa, sem stafar af því að sam- tökin hafa verið hreinlega í svelti fjárhagslega. — Hver telur þú að eigi að vera samvinna Alþýðusambands- ins og samvinnuhreyfingarinnar? Hvernig er hægt að auka þá sam- vinnu í framtíðinni og á hvaða sviðum helzt? — Einn megin þáttur verkalýðs- | Bjarni H. Finnbogason samtakanna hefur verið kjarabar- áttan, og hún hefur snúizt aðal- lega um hækkað tímakaup, en minna hugsað um hvað hægt hefur verið að fá fyrir launin og þar af leiðandi hefur þetta oft á tíð- um verið unnið fyrir gýg, því að fljótlega hefur það horfið í hít hækkaðs verðs á vörunni. Það seg ir sig því sjálft hversu nauðsyn- legt það er að gefa þeim þætti meiri gaum en verið hefur. Þar komum við inn á vettvang sam- vinnuhreyfingarinnar. Ég er sann- færður um að ef þessar tvær stóru fjöldahreyfingar almennings tækju höndum saman og ynnu saman af einlægni myndi hagur alls almenn ings stór batna. Það var ánægju- legt spor í rétta átt, þegar S.f.S. og A.S.Í. sameinuðust um rekstur bréfaskólans á s.l. hausti. Það er einmitt aukin fræðslustarfsemi sem opnað getur augu almenn- ings fyrir nauðsyn eflingar og sam- vinnu þessara samtaka, og hnekkt þeim óhróðri sem andstæðingar þeirra sýknt og heilagt halda 'uppi gagnvart þeim og ekki hvað sízt samvinnuhreyfingunni, og því mið ur alltof margir leggja trúnað á. Úr því að ég er farinn að ræða þessi mál get ég ekki látið hjá líða að benda á þá hættu, sem samtökunum er búin í því tóm- læti, sem því miður er alltof áber- andi hjá félagsmönnum verkalýðs- félaganna, en það eru vandkvæði á að fá menn til að starfa fyrir þau. Það er orðið svo, að menn taka það nánast sem fjandskap við sig, ef stungið er upp á þeim í trúnaðarstörf eða leitað til þeirra á annan hátt um vinnu fyrir fé- lögin. Ef svo heldur áfram, vökn um við einn daginn við það að félagið er ekki til og öll sú bar- átta, sem frumherjarnir unnu með ótrúlegri elju og fómarlund er runn in út í sandinn. Það má ekki ske. Við skulum heldur í tilefni þess- ara merku tímamóta heildarsam- taka okkar stíga á stokik og strengja þess heit að halda áfram að efla og styrkja félagsskap okk- ar og sækja fram okkur og þjóð okkar til farsældar og blessunar. Næg eru verkefnin. Að síðustu vil ég og félag mitt færa afmælis- barninu innilegustu hamingjuósk- ir með þessi merku tímamót, einn- ig þakkir þeim mönnum sem fyrr og síðar hafa unnið að hagsæld A.S.Í. Og það er von mín að það megi starfa hér eftir sem hingað til, að því að styrkja þá sem minna mega sín, og auka hagsæld þjóðarinnar í heild. □ Valdimar Sigtryggsson á Dalvík sendir Tímanum eftirfarandi í til- efni fimmtíu ára afmælis A.S.Í.: „Það má segja, þegar á allt er litið, að það hafi gengið krafta- verki næst, hvað alþýðusamtökun- um hefur tekizt að festa sig vel í þjóðfélaginu og umskapa marga þætti þess, þegar á það er litið, hve geysilegum áróðri og mold- viðri var beitt gegn þeim mönn- um, sem unnu fyrir þessi sam- tök. Þetta hefur tekizt það vel, að nú hefur höfuðandstæðingur- inn, íhaldið, dregið sig undir sauð- argæruna og hælir nú þessum sam- tökum jafnvel stundum og 'telur nú eitt sitt bezta ráð í niðurrifs kerfi sínu, að smeygja sér inn í samtökin. Öðruvísi mér áður brá, þegar allir voru varaðir við vera í verkalýðssamtökunum cg jafnvel beitt þvingunum. Það ligg- ur ljóst fyrir, að hugsjónir þær er liggja að baki verkalýðsbarátt- unni hafa haft geysileg áhrif á þróun þjóðfélagsins. Alþýðusamtökin eiga sterk ítök í hugum allra vinnandi manna í dag og þangað er litið vonaraug- um, þegar niðurrifsöflin gera á- rásir á lífskjör almennings, sem því miður er daglegt brauð. Til þess að aðstaða alþýðusam- takanna væri góð, þyrfti stjórnar- stefna ríkisvaldsins að mótast meira af hugsjónum alþýðu en nú er. Því ber að snúa öllum kröftum að því, að ná meiri áhrifum í æðstu stjórn landsins. Það er höfuðnauðsyn, að allt vinnandi fólk, til sjávar og sveita, sameinist í baráttunni fyrir rétt- látri skiptingu þjóðarauðsins og sömu aðstöðu til menntunar, hvar sem það býr á landinu. f þessu efni mundi áhrifamest, að alþýðu- samtökin og samvinnuhreyfingin taki höndum saman, sem sterkustu samtök alþýðu íslands. Spor í þessa átt er samvinna A.S.f. og S.f.S. um bréíaskólann, sem ný- lega var stofnað til. Þannig þarf að vinna að á fleiri sviðum. Nú er vaxin úr grasi ný kyn- slóð, sem ekki þekkir af eigin raun þá baráttu, sem forustumenn verkalýðssamtakanna urðu að Framhald á bls. 20 Valdimar Sigtryggsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.