Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 6
18 mié- Jaími LAUGARDAGUR 12. marz 1966 50 ára Framhald af bls. 15 gjöf og félagsdóm. í framhaldi af því þykir mér rétt a3 minna einn- ig á lögin um sáttaumleitanir í vinnudeilum. Þau voru fyrst sett árið 1925. Samkvaemt þeim er land inu skipt í sáttaumdæmi. Er skip- aður héraðssáttasemjari yfir hvert þeirra. Sáttasemjari í suðvestur- umdæminu er jafnframt sáttasemj ari ríkisins." En verkalýðshreyfingin hefur knúið fram löggjöf á öðrum svið- um en hvað varðar almenn og þýðingarmikil réttindi sín. Nú á síðustu árum hefur hún m.a. feng ið fram löggjöf um húsnæðismál- in, verðtryggingu kaups, komið á samkomulagi við ríkisvaldið um húsbyggingar fyrir verkamenn í Reykjavík, knúið fram úrbætur vegna atvinnuleysis á Norðurlandi og margt fleira vaeri hægt að tína til. Því er einungis hægt að stikla á stóru, eins og hér heíur verið gert. Ölfusborgir Ekki er svo hægt að skrifa um Alþýðusamband íslands, að ekki sé minnst á tvö stórmál, sem sam- bandið hefur unnið að á undan- förnum áruni. Er hér átt við Ölfus- borgir — orlofsheimilin í Ölfusi — og samninginn um undirbún- ing og framkvæmd vinnurann- sókna, sem undirritaður var 11. desejnber 1965. Upphaf orlofsheimilamálsins var tillaga, sem samþykkt var á Alþýðusambandsþingi 1956, en vinna við verkið hófst 1963. 18. júlí 1965 voru fyrstu 22 húsin tekin í notkun, en þau voru form lega afhent í september sama ár. Við það tækifæri lagði forseti sam bandsins áherzlu á, að Alþýðusam bandið væri hér í miðju verki. Hann sagði m.a.: — „Samkvæmt heildarskipulagi orlofslandsins er gert ráð fyrir að þjónustumiðstöð með veitingasal, samkomusal, nokkrum snyrtiherbergjum og íbúðarherbergjum fyrir starfsfólk ' verði reist hér á flötunum vest- | anvert á landinu . . . Þá á að ' koma hér lítil sundlaug, nokkuð vestan við lækinn sem rennur hér um mitt land orlofsheimilisins og verður það áreiðanlega sú fram- kvæmd, sem næst verður ráðizt í. Á vestri lækjarbakkanum eiga svo að koma í boga níu smáhús af sömu gerð og þau 22, sem þeg- ar hafa verið reist . . . Þá er ennfremur eftir að búa hér út leikvelli svo að dvalargestir, eldri og yngri, geti iðkað hér ýmiss konar knattleiki sér til heilsubót- ar og dægrastyttingar . . . Fyrst um sinn meðan verkalýðsskóli er ekki risinn af grunni mun orlofs- heimilið hérna verða miðstöð fræðslustarfsemi verkalýðssamtak anna . . . En auk þess má ekki gleyma því, að orlofsheimili verða að rísa í öllum landshlutum, . . . enda eru fjórðungssamböndin þeg ar farin að undirbúa það mál og allar samþykktir Alþýðusambands þings gera ráð fyrir orlofsheim- ilum í öllum landshlutum. Hér er því mikið verkefni framundan." Orlofsheimilin eru vafalaust eitt merkasta málið, sem Alþýðusam- bandið hefur komið í framkvæmd á undanförnum árum, og munu verða verkalýðshreyfingunni til mikils gagns. Vinnurannsóknir 11. desember 1965 var undirrit- að samkomulag milli Alþýðusam- bands íslands annars vegar og Félags íslenzkra iðnrekenda, Vinr.'.nnálasambands Samvinnufé- lagsima og Vinnuveitendasam- bands íslands hins vegar um undirbúning og framkjæmd vinnu rannsókna. Var þar með náð áf- anga í miMu hagsmunamáli laun- þega sem atvinnurekenda — skipu lögðum og sameiginlegum vinnu- rannsóknum til að auka vinnuþag ræðingu. Mál þetta komst fyrst á skrið í apríl 1963, þegar ofan- greindir aðilar komu á fót nefnd til að vinna að undirbúningi slíks samkomtilags. Nokkur dráttur varð á, að árangur fengist af störfum nefndarinnar. Varð það að ráði í marz 1964, að Iðnaðar- málastofnun íslands og Stjórnun- arfélag íslands tækjust á hendur að semja drög að samkomulagi þessu, og voru þessi drög lögð fyrir síðasta Alþýðusambandsþing til umræðu. í desember sJ. var svo endanlega gengið frá sam- komulaginu. Jafnframt voru braut skráðir sjö hagræðingarráðunaut- ar, en einn þeirra starfar nú á vegum ASÍ. Mál þetta er á byrjunarstigi, og á enn eftir að reynast í fram- kvæmd. En hagræðing og vinnu- rannsóknir eru mikið hagsmuna- mál launþega á vorum tímum, og það er því verðugur lokahnútur á fimmtíua ára starfi ASÍ, að samningur um það mál skyldi undirritaður. Þá hefur einnig stórt skref ver- ið stigið í fræðslumálum, þar sem er aðild ASÍ að Bréfaskóla SÍS, sem nú heitir Bréfaskóli SÍS og ASf. Mun skólinn á næstunni hefja kennslh í ýmsum málaflokk- um, sem snerta verkalýðshreyfing- una beint. Einnig hefur Alþýðusambandið komið sér upp mjög glæsilegu hús- næði á hinum síðari árum. Þessi •síðustu ár sambandsins hafa því verið ár mikilla framkvæmda til hagsbóta fyrir launþega, fyrir ut- an sjálfa kjarabaráttuna. Fimmtíu ár eru ekki langur tími í heimssögulegum skilningi, en á 50 ára tíma Alþýðusambands ins hefur margt gerzt — þjóðfé- lagið hefur gjöxbreyzt. Eða með orðum núverandi forseta Alþýðu- sambandsins: — „Ef ég ætti nú með fáum orðum að segja, hver orðinn sé árangurinn af starfi og stríði íslenzkra verkalýðssamtaka á liðnum áratugum, síðan þau hófu hér göngu sína, þá myndi ég orða það eitthvað á þessa leið: Lffskjörin eru á öllum sviðum orðin gjörólík því, sem þau voru fyrir 50 árum. Verkamenn geta nú veitt sér betra fæði, þeir eru betur klæddir og þeir búa við miklu betri húsakynnL — Dag- vinnutími þeirra er styttri, ör- yggi við öll störf hefur aukizt og aðstaða til verklegrar og bóklegr- ar menntunar hefur batnað til mikilla mima. Verkalýðshreyfing- in hefur þannig — alveg eins og samtök bændanna fyrir þeirra stétt — umbreytt íslenzku þjóð- félagi til hins betra á flestum svið um. En ekki er takmarkinu samt náð, fyrr en launastéttirnar hafa hlotið fyllsta jafnrétti £ hvívetna við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Og á það vantar enn þá mikið á ýmsum sviðum. Vel hefur áunnizt á mörgum sviðum en þó eru risavaxin verk efni framundan.“ afkomu launastéttanna til muna Rætt við Svein Gamaiíelsson, verkamann E.J. tók saman. Helztu heimildir: „Vinnan," tímarit Alþýðusam- bands Islands, og „Verkalýðurinn og þjóðfélagið“ útgefandi Félags- málastofnunin. Trminn sneri sér til Sveins Gamalíelssonar verkamanns og lagði fyrir hann nokkrar spum- ingar varðandi Alþýðusambandið í nútíð og franxtíð, stöðu þess í þjóðfélaginu og ýmislegt fleira. Sveinn Gamalíelsson hefur átt sæti í stjórn Alþýðusambands fs- lands síðan 1960, og hefur hann látið talsvert til sín taka í verka- lýðsbaráttunni. — Hvem álítur þú markverðast an árangur af 50 ára starfi Alþýðu sambandsins? — Á þessum langa starfsferli hefur sambandið átt ómetanlega mikinn þátt í því að bæta lífsaf- komu launastéttanna til muna, og það er engum blöðum um það að fletta, að hefði sambandsins ekki notið við væri staða launastétt- anna í þjóðfélaginu allt önnur og stórum lakari en hún er í dag. Það er vitað mál, að þar sem launþegasamtök eru í molum, er kaup og kjör hinna vinnandi stétta á allt annan og verri veg heldur en þar sem þær mynda félagssam- tök til að berjast fyrir sínum liags munum. — En hvernig telur þú að Al- þýðusambandinu hafi tekizt að gera skýldu sína í baráttunni fyr- ir betri lífskjömm og betra þjóð- félagi á þessu árabili? — Eg held að það sé óhætt að segja, að x meginatriðum hafi Al- þýðusambandið rækt skyldu sína vel, þótt ýmislegt hefði vafalaust mátt betur fara, en það verður aldrei á allt kosið. Verkalýðsbar- áttan er hin eilífa barátta, og í henni verður endanlegu marki um skiptingu þjóðartekna aldrei náð. Árangur af starfi launþegasam- taka fer mjög eftir stjórnarvalds- athöfnum á hverjum tíma og þær eru afar mismunandi eins og gef- ur að skilja. —■ Hver telur þú að sé staða A.S.Í., inn á við og út á við í þjóðfélaginu? — Út á við er staða Alþýðu- sambandsins afar örðug og er það einkum fyrir þá sök að núverandi ríkisstjórn hefur verið okkur þung í skauti. Þrátt fyrir ýmsa örðug- leika á undanförnum árum höfum við unnið stóra sigra, sem slcrifa má á reikning samstöðunnar milli verkalýðsfélaganna almennt. Við 'höfum yfirleitt á þessum 50 ára starfsferli Alþýðusambandsins haft trausta og örugga forystu svo og góða samstöðu inn á við, en þetta tvennt er það sem mestu máli skiptir fyrir launþegasamtök. Um þessar mundir eru nokkrar deilur um skipulagsmál innan samtak- aima, en unnið hefur verið að endurskipulagningu um nokkuð árabil án þess að nokkur veruleg- ur árangur hafi náðst. Þess konar mál eru einnig viðkvæm eins og kjördæmabreytingar almennt og engum einstökum verður kennt um að _ samkomulag hefur ekki náðst. Á Norðurlöndum hefur það yfirleitt tekið marga áratugi að gera skipulagsbreytingar innan verkalýðsheilda, og af því má sjá, að þarna þýðir ekki að flana að neinu. Innan samtakanna er al- mennt álitið að stækka þurii sam- takaheildina, en ágreiningurinn stendur helzt um form og aðferð- ir. Við vonum vitanlega allir að ekki verði þess langt að bíða, unz samkomulag náist a. m. k. í megin atriðum. — Hvaða mál telur þú, að A.S.Í. eigi að leggja megináherzlu á í framtíðinni? — Kjarabaráttan er og verður ætíð meginmál samtakaxma og út á við skiptir það vitasbuld mestu máli fyrir Alþýðusambandið, að áhrifa þess gæti sem mest og bezt á þing og stjóm. Vafalaust má margt betur fara innan samtak- anna og það eru mjög skiptar skoðanir um það, hvað er mest aðkallandi. Fyrir mitt leyti finnst mér brýn þöri á því að Alþýðu- sambandið beiti sér af meiri krafti fyrir þvi að reisa sumarhús út á landi fyrir félagsmexm, en það hef- ur mikið að segja fyrir launþega að geta notað sumarleyfi sitt vel og helzt við góð skilyrði út á landi. Það hefur verið nokkuð lengi á döfinni að reisa slík hús og fyrir nokkrum árum var haf- izt handa um framkvæmdir í Ölf- usi, en þetta er allt á byrjunar- stigi og það vantar mikið upp á að fjárhagur sé nægur, en ég vildi óska að þessum framkvæmdum verði hraðað, eftir megni. — Telur þú að efla þurfi starf- semi A.S.Í., og þá á hvaða svið- um helzt? — Það þarf mjög að efla og styrkja fjárhagsgrundvöll samtak- anna og einnig er rík þöri á því að efla erindreksturinn til ein- staka félaga og sambanda innan vébanda Alþýðusambandsins. Á síðastliðnum árum eru samningar verkalýðsfélaganna orðnir svo margbrotnir og flóknir og hafa jafnvel þróazt út í ákvæðisfyrir- komulag, að brýna þöri ber til þess að Alþýðusambandið komi sér upp fullkominni hag- fræðistofnun, sem launþegar myndu sjálfir reka og gætu þar af leiðandi treyst. Þann- ig er málum háttað á hinum Norð- urlöndunum, en við höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til þessa eins og sakir standa. Á vegum samtak- anna eru nú hagræðingarráðunaut- ar teknir til staria, og hefur hér myndazt eins konar vísir að vinnu hagræðingarstofnun. Er það mjög til bóta fyrir launþega. — Hver telur þú að eigi að vera samvinna milli Alþýðusam- bandsins og samvinnuhreyfingar- Sveinn Gamalíelsson innar, og finnst þér beri að auka hana í framtíðinni? — Allt frá upphafi hafa verið allnáin tengsl milli verkalýðshreyf ingarinhar og samvinmthreyfingar innar svo sem sjá má af því að frumkvöðlar verkalýðshreyfingar- innar hér á landi urðu síðar for- ystumenn samvinnuhreyfingarinn ar. Málin hafa þó þróazt þannig, að skipzt hafa á skin og skúrir í samvinnu þessara hreyfinga, sem hvor um,.sig hefur ýmissa hags- muna að gæta. Mér finnst sam- vinna Alþýðusambandsins og sam- vinnuhreyfingarinnar ætti að vera allmiklu nánari einkum á sviði fé- lags- og f jármála. — Viltu ekki segja eitthvað að lokum, Sveinn? — Jú, ég vil segja það, að til þess að launastéttirnar geti verið ánægðar með stöðu sína í þjóð- félaginu, verði hver einstaklingur að vinna með festu, einurð og um- fram allt af ■stéttvísi. Og á þess um merka afmælisdegi Alþýðusam takanna vil ég láta í ljós þá ósk, að svo megi ætíð verða. G.ÞE.. ASI er brjóstvörn íslenzkrar alþýðu Rætt við Markús Stefánsson, verzlunarmann í tilefni fimmtíu ára afmælis ||Í||§| * ||g||| |p S iáÉÉlÉiÍ Alþýðusambands íslands hafði s s - f/ lillilll blaðið viðtal við Markús Stefáns- son, verzlunarmann, og ræddi við hann um ASÍ. ÍfpP' ' +, ||| — Ef við lítum yfir þessi fimm- P5-.- Jllf >. tíu ár Markús, hver finnst þér þá, vVV; ' ' 'Ar'dpÍd að sé markverðásti árangur af R $ i ^j|É||í ééS hálfrar aldar starfsemi Alþýðusam v" f - ^ - llplil bandsins? W ' llÉ H ÉÍRi W — Þetta er stór spurning og ekki auðvelt að svara henni í llli- ~ stuttu máli. Alþýðusamband ís- lands er og hefur verið brjóst- vörn íslenzkrar alþýðu í þau fimm tíu ár, sem það hefur verið til. í lífi þess, sem annarra félags- - .Æfc mMlBEÍ og brautin ekki alltaf verið blóm- um stráð. En þrátt fyrir oft á tíðum eriiða aðstöðu hefur það Markús Stefánsson skilað meðlimum sínum góðum arði. Sjálfsagt eru til þeir mexm,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.