Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 12 marz 1966 15 Eins og af þessu sést, var hér í senn um verkalýðssamband og pólitískan flokk að ræða innan einnar og sömu skipulagsheildar. Þetta var nánar útskýrt í stuttu riti, sem sambandsstjórnin gaf út árið 1917 og kallaði: „Alþýðuflokk urinn. Nýr stjórnmálaflokkur. Hvað hann er og hvað hann vill.“ Þar stendur m.a.: „Alþýðuflokkurinn táknar þá hliðina á starfsemi sambands- félaga íslenzkra verkalýðsfélaga — Alþýðusambands íslands — er snýr að stjórnmál- unum. Nafnið er valið með tilliti til þess, að fulltrúar alþýðufélaga hafa stofnað hann og að gera má ráð fyrir, að meg- inþorri þeirra karla og kvenna, er fylkja sér um mál flokksins — en öll mál hans til samans má nefna jafnaðarstefnuna — verði alþýðu- menn og konur. . . . Tilgangur þess (sambandsins) er að koma á samstarfi á jafnaðarstefnugrund- velli meðal íslenzkra alþýðufélaga, eigi aðeins hvað almenn verkalýðs mál snertir, heldur einnig til þess að koma fram sem sérstakur og sjálfstæður stjórnmálaflokkur, með ákveðinni stefnuskrá, er reyni að koma mönnum í bæjar- stjómir, sveitarstjómir og á þing, er eindregið og í hvívetna fylgi stefnuskrá flokksins." J6n Baldvinsson, sem kjörinn var forseti ASÍ á fyrsta reglulega þinginu, gegndi því starfi allt til dauðadags, eða í 22 ár. Síðar hafa þessir menn verið forsetar ASÍ: Stefán Jóhann Stefánsson 1939— ‘40, Sigurjón Á. Ólafsson 1940— ‘42, Guðgeir Jónsson 1942—‘44, Hermann Guðmundsson 1944—‘50, Helgi Hannesson 1950—‘54 og Hannibal Valdimarsson frá 1954. Um fyrstu ár ASÍ segir svo í „Vínnunni" 9. tbl. 1946: „Svo sem var að vænta var vöxt- ur Alþýðusambandsins ekki ýkja- mikill í fyrstu. Á 2. sambandsþingi, sem háð var árið 1918, mættu engir aðrir fulltrúar en frá verka- lýðsfélögunum í Reykjavík, sem í sambandinu voru og frá Verka- mannafélagi Hafnarfjarðar. Þó óx sambandið nokkuð á þessu þingi, því að borizt höfðu inntökubeiðn- ir frá verkamannafélögum úr öll- um fjórðungum landsins og voru þau þessi: Verkamannafélagið Ár- vakur á Eskifirði, Verkamannafé- lagið Fram á Sauðárkróki, Jafn- aðarmannafélagið í Reykjavík, Verkamannafélagið Baldur á ísa- firði, Verkamannafélag Búðaþorps á Fáskrúðfsfirði og Verkamanna- félag Akureyrar. Á þessa lund hafði Alþýðusambandið tekið að festa rætur í kauptúnum og sjáv- arþorpum úti á landi. Þing þetta gerði ýmsar ráðstaf- anir til að efla stofnun nýrra verkalýðsfélaga, en að öðru leyti hnigu störf þess fyrst og fremst að stjórnmálalegum efnum . . . Á árabilinu 1920—1924 bættust Al- þýðusambandinu 16 ný félög víðs- vegar á landinu, af þeim voru 18 verkalýðsfélög og 4 jafnaðar- mannafélög. En árið 1930 er sam- kvæmt skýrslu sambandsstjórnar talið, að í sambandinu séu 28 verkalýðsfélög með 5485 félags- menn, 2 iðnfélög með 135 félags- menn og 6 jafnaðarmannafélög með 332 félagsmenn. Félagatala var því 36 og félagsmannatala alls 5952. Það kom snemma í ljós, að hm dreifðu og smáu félög úti á iandi áttu mjög erfitt uppdráttar í ein- angruninni og vegurinn oft lang- ur til sambandsstjórnar og því var það tekið til bragðs að stofna minni sambönd í öllum fjórðung- unum nema Sunnlendingafjórð- ungi. Árið 1925 var Verkalýðssam- band Norðurlands stofr’) ári síð- ar Verkalýðssamband Austurlands og árið 1927 Verkalýðssamband Vesturlands.“ annWMWillnifHS”; Mynd þessi var nýlega tekin af Sambandsstjórn Alþýðusambands íslands á fundi. Kreppa og klofningur Fjórði áratugir aldarinnar hófst með kreppu og endaði í heimsstyrjöld. Fyrir íslenzkan verkalýð einkenndist tímabilið einkum af atvinnuleysi og harðri stéttarbaráttu. 1. nóvember 1930 eru 90 skráðir atvinnulausir í Reykjavík (tölur eru ekki til frá öðrum stöðum á landinu) og jókst þessi tala mjög næstu árin. Þegar 1. febrúar 1931 voru 525 atvinnulausir en tala ómaga atvinnulausra var þá 715, eða samtals 1240 manns. Tala þessi jókst stöðugt og náði hámarki í byrjun árs 1937, en þá var heild- artalan 2182. Þessi ár fjölgar mjög félags- mönnum innan Alþýðusambands- ins. Árið 1938 voru aðildarfélög- in orðin 122 og félagatalan 15384, og var það 10 þúsund manna aukn ing á átta árum. Þetta var einnig tímabil mikilla verkfalla. Áður hafði þó komið til verkfallsátaka, og voru sum þeirra óblíð. Hið íslenzka prentarafélag lenti í verkfallsátökum strax á sínum fyrstu árum. Dagsbrún háði sitt fyrsta verkfall 1913, og ann- að 1915, þegar félagið náði loks almennri viðurkenningu atvinnu- rekenda sem samningsaðili fyrir verkamenn. Vorið 1916 lagði Há- setafélag Reykjavíkur út í verkfall vegna kjarabaráttu togaraháseta, og varð það hið mikilvægasta og sögulegasta verkfall, sem íslenzk verkalýðshreyfing hafði átt í fram að þeim tíma. Þótti mönnum verk- fallið ærnum tíðindum sæta og „er jafnvel af ýmsum talið nálgast Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, orlofsheimilanna í Ölfusi. tekur fyrstu skóflstunguna á 'andi jhreina uppreisn." Hásetafélagið lenti aftur í átökum 1919 og fær þá fulla viðurkenningu útgerðar- manna sem samningsaðili. 1925 var svo kolaverkfallið í Vestmanna eyjum og árið eftir Baldursverk- fallið á ísafirði, en þá fékk félag- ið loks viðurkenningu eftir 10 ára starf. En á fyrstu árum fjórða ára- j tugsins er mikið um verkföll. Garnaslagurinn sögulegi 1930, Sjó mannaverkfallið í Vestmannaeyj- um 1932, Bolungarvíkurverkfallið sama ár og atvinnuleysisbardag- arnir í Reykjavík 7. júlí og 9. nóv- ember einnig sama ár. í marz 1932 er Nóvuslagurinn á Akureyri. Díönuslagurinn 22. september 1933, Borðeyrardeilan 1934, Sogs- deilan 1935, Bílstjóraverkfallið í Reykjavík 1936. Iðjudeilan á Ak- ureyri 1937 og Hlifardeilan í Hafnarfirði 1939 — þetta eru helztu átökin á þessum áratugn- um. Á árunum 1930—‘40 hefjast einnig pólitískar deilur innan Alþýðusambandsins og hafa þær aldrei lognazt út af síðan. Hefur þetta skiljanlega orðið til þess að veikja samtökin á ýmsan hátt. Magnaður stjórnmálaágreining- ur gerði vart við sig um árið 1930, en þá er Kommúnistaflokkur ís- lands stofnaður út úr Alþýðuflokkn um, og 1938 varð nýr klofningur í Alþýðuflokknum — sem enn var sameinaður Alþýðusamband- inu — við stofnun Sósíalistaflokks ins, en jafnframt var Kommúnista flokkurinn lagður niður. Harðnaði þá enn hin flokkspólitíska barátta innan verkalýðssamtakanna, og leiddi hún til þess, að 12 félög sögðu sig úr Alþýðusambandinu í árunum 1938—‘40 — eða „hurfu“ j eins og það er orðað í þingtíðind- um ASÍ. Gerðu þau tilraun til að mynda með sér samband sín á milli — Landssamband verkalýðs- félaganna — en það samband náði ekki fótfestu og hætti brátt störf- um. Á 16. sambandsþingi Alþýðu- sambandsins haustið 1940 var svo gerð skipulagsbreyting á ASÍ þann ig, að skilið var á milli Alþýðu- flokksins og Alþýðusambandsins. Hafa allir verkamenn, án tillits til stjórnmálaskoðana, notið --ama réttar innan Alþýðusambandsins upp frá því. Árið 1940, þegar umrædd skipu- lagsbreyting va> mrð, var tala sam bandsmeðlim:: 19, en á næstu 4 árum óx h iraðfara og ' ;v árið 1944 um 22000. — í dag.ni heita, að nálega allur verkalýður landsins sé félagsbundinn í um 160 verkalýðsfélögum um alit land. Með heimstvrjöldinni síðari hófst í rauninni nýtt tímabil. í stað kreppu var komin verðbólga og þensla. Síðustu áratugirnir hafa síður en svo verið viðburðar lausir hvað átök snertir, og nægir að minna á skæruhernaðinn 1942, Dagsbrúnarverkfallið 1949, verk- föllin miklu 1952, Dagsbrúnarverk- fallið mikla 1955, sjómannaverk- fallið um áramótin 1960—‘61, al- mennu verkföllin sumarið eftir, togaraverkfallið 1962, barúttuna við þvingunarfrumvarpið haustið 1963 og átökin á síðasta ári, en fjölmörg önnur átök hafa átt sér stað á þessum tíma, og er ekki hægt, að rekja alla þá löngu sögu nú. Enda hvert verkfall efni í langa grein. ■ *. ... f. ' Loggjofm En verkalýðshreyfingin hefur einnig barizt fyrir ýmsum löggjöf- um um hagsmunamál sín. Um þetta atriði segir Hannibal Valdi- marsson m.a. í grein sinni: — „Margvíslega löggjöf hafa verka- lýðssamtökin einnig knúið fram, og er þar þá næst hendi að minna á atvinnuleysistryggingarnar, sem lögfestar voru árið 1956 . . . Mikil breyting varð á allri starfsemi verkalýðsfélaganna og Alþýðusam- bandsins, þegar lögin um stéttar- félög og vinnudeilur voru sett ár- ið 1938 . . . Fram að þeim tíma var verkfallsvopninu beitt, ekki aðeins í kaupdeil- um, þegar ekki náðist samkomu- lag um kröfurnar, heldur einnig, þegar vanefndir voru á samning- um eða deilt var um skilning á samningsákvæðum. Þetta voru skyndiverkföll, og raknaði oft fljótt úr flækjunum, þó að allt stæði fast og óhaggan- legt, þar til fólkið var hætt að vinna. — Var samheldni fólksins oft aðdáanleg undir þeim kring- umstæðum. Nú eru verkföll lögleg athöfn samkvæmt iögum um stéttarfélög og vinnudeilur, en þeim má þó aðeins beita í kaupdeilum, þegar ekki nást samningar um kaup og kaup og kjör, og þá því aðeins, að verkfall hafi verið boðað með a.m.k. 7 daga fyrirvara. Rísi hins vegar deilur út af meintum brotum aðila eða van- efndum á gerðum samningum, eða út af mismunandi skilningi aðila á samningsákvæðum, mega félög- in ekki skakka leikinn með '•vndiverkföllum eins og áður var ! Þá ber að höfða mál fyrir ímagsdómi, og annast Alþýðusam- bandið venjulega slíkan málarekat ur fyrir sambandsfélögin. . . . . Ég hef minnzt á vinnulög Framhald á 18. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.