Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 9
LAUCAKDAGtJR 12. marz 1966 TÍMINN 21 SAMVINNUMENN SENDA ÍSLENZKUM LAUNÞEGUM SAMEINUÐUM í ALÞ ÝÐUSAMBANDIÍSLANDS BRÓÐURLEGAR AFMÆLISKVEÐJUR OG ÁRNAÐARÓSKIR Á 50 ÁRA AFfAÆU SAMTAKA ÞEIRRA Samvinnumenn hófu félagssamtök sín fyrir áttatíu og fjóruin árum, til þess að bæta lífskjör sín og samborgara sinna á grundvelli réttlætis og bræðralags. í samvinnufélögunum vinna þeir hver með öðrum, en ekki hver á móti öðrum. Þeir eru þátttakendur í alþjóðasamtökum til eflingar friði, mannréttindum og baráttu gegn hungri og fátækt. Samvinnumenn minnast þess að verkalýðshreyfingin er sprottin af sama meiði og þeirra eigin samtök, og að verulegu leyti setin af sama fólki, og svo bezt mun okkar þjóðfélagi vegna að þessir tveir burðarásar séu virtir að verðleikum. Samvinnumenn árna Alþýðusambandi íslands og íslenzkri verkalýðsstétt allra heilla í komandi framtíð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.