Tíminn - 16.03.1966, Síða 1
Auglýsing í Tímaimm
temur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
HringiS 1 síma 12323.
62. tbi. — Miðvikudagur 16. marz 1966 — 50. árg.
V ' 'V.' '
Bandarísku geimfararnir Neil Armstrong, t. h., og Davfd Scott í stjórnklefa Gemini-8 geimfarsins, sem hefja á
geímfer8~Sfna í dag. —
FARA UPP I DAG
NTB—Kennedy-höfSa, þriðjudag.
Áætlað er að skjóta Gemini-8
geimfarinu á Ioft kl. 15.40 á morg
Kostnaður
við ferm-
ingu fisks
70-80 þús.
AS—Ólafsvík, þriðjudag.
Eftir ag samningar milli Eim
skip og Sölumiðstöðvarinnar um
flutning á freðfiski tókust, hefur
öllum freðfiski frá Snæfellsnesi
verið ekið til Grundarfjarðar, þar
sem Eimskip vill ekki láta frysti
skip sín koma á aðrar hafnir á
Snæfellsnesi. Þetta hefur haft í
för með sér gífurlegan aukakostn
að vegna flutninganna, til dæmis
voru flutt «m 150 tonn af freð
fiski frá Ólafsvík til Grundarfjarð
ar í gær j Goðafoss. Þessir flutn-
ingar stóðu yfir í um 15 klukku
stundir, og er talið, að bílakostn
aðurinn einn hafi verið um 70—
80 þúsund krónur í þetta eina
sinn. Er ennfremur farið að flytja
Framhald á bt. 14.
un, miðvikudag, að íslenzkum
tíma, að því er upplýst var á
Kennedyhöfða í dag. Talsmaður
bandarísku geimvísindastofnunar-
innar, NASA, benti aftur á móti
á, að stuttur tími væri til undir-
búnings, og væri því hugsanlegt
að fresta þyrfti skotinu að nýju.
Eins og kunnugt er, var upphaf-
lega áætlað að skjóta Gemini-8
með þeim Neil Armstrong og Dav
id Scott innanborðs, upp í morg-
un, en geimskotinu var frestað
vegna leka i súrefnisgeymi í
stjórnklefa geimfarsins.
Ferð Gemini-8 á að standa yfir
í 70 klukkustundir, og geimfaram
ir eiga að festa geimfarið við
gervihnött af Agena-gerð, sem
skotið verður á loft 100 mínútum
fyrr en Gemini-8. David Scott á
einnig að fara út úr geimfarinu
og vera utan þess í um tvær
klukkustundir.
Geimvjsindamenn leggja mikla
áherzlu á, að tilraunin með að
festa saman Gemini-8 og Agena-
gervihnöttinn sé mjög þýðingar-
mikil. Er sú tækni mjög þýðingar
mikil í sambandi við fyrirhugaða
tunglferð bandarískra geimfara.
Er ætlunin að aðalgeimfarið fari
á braut umhverfis tunglið en geim
fararair fari síðan í minna geim
fari niður á yfirborð
tunglsins, og fari síðan upp aft-
ur og inn í aðalgeimfarið. Er því
nauðsynlegt, að hægt sé að tengja
saman tvö geimför.
í kvöld var allt útlit fyrir, að
hægt væri að skjóta Gerpini-8 upp
samkvæmt áætlun.
Búnaðarþing um frumvarp um Bjargráðasjóð
Bætur, fari hey-
öflun 20% undir
meðallag 3 ára
HZ—Reykjavík, þriðjudag.
Búnaðarþing samþykkti í dag
svo til óbreytt frumvarp um
Bjargráðasjóð, sem nú liggur fyr-
ir Alþingi. Fjórar breytingar voru
þó gerðar, og merkasta breytingin
sem Búnaðarþing ályktaði var um
12. grein, sem fjallar um skilyrði
fyrir lánum eða framlagi úr af-
urðatjónadeild Bjargráðasjóðs.
Ályktun Búnaðarþings um hana
er svohljóðandi:
Greiða skal bætur eða veita lán:
a) Ef heyfengur bónda af völd-
um kals, óþurrka eða af öðrum
sambærilegum ástæðum verður
20% eða meira undir meðallagi
þriggja undanfarinna ára, miðað
við heyfeng af hektara ræktaðs
lands, skal veita lán eða bætur
eða hvort tveggja. Upphæð bóta
eða láns skal miðast við meðal-
gangverð á heyi árinu fyrr. Bjarg
ráðastjórn metur, hvort veita
skuli lán eða greiða bætur.
b) Bætur skal greiða vegna af
urðatjóns af nautgripum og sauð
fé af völdum sjúkdóma, svo sem
lambaláts, veiruskitu í kúm og
sölubanns afurða vegna sóttvarna
ráðstafana. Bótafjárhæð skal mið
uð við, að sá, sem fyrir afurða-
tjóni verður, fái að fullu bætt það
tjón, sem verður fram yfir 8%
af ársafurðum bóndans árið á und
an, miðað við sama gripafjölda,
enda leggi hann fram óyggjandi
sannanir um magn búsafurða það
ár. Ella verði miðað við meðalaf
urðir af grip í þeirri sýslu, er
tjón varð í.
c) Bæta skal tjón vegna dauða
nautgripa og sauðfjár af völdum
sjúkdóma eða eitrunar, ef tjónið
hefur numið 12% eða meira af
bústofni, enda hafi ekki verið vá
tryggt fyrir tjóninu, eða það bætt
skv. öðrum lögum. Upphæð bóta
skal vera skattmatsverð. Heimilt
er Bjargráðastjórn að veita lán,
þótt tjón nemi minna en 12%, ef
sérstakar ástæður eru fyrir hendi
að mati sjóðsstjómarinnar. Bóta-
HANDTEKINN EFTIR VIÐ-
TAL VIÐ K0NU DJILAS
NTB—Stokkhólmi, þriðjudag.
Fréttamaður sænska útvarpsins
í Rómaborg, Gunnar Kumlien, var
s.I. laugardag handtekinn í Bel-
grad eftir að hafa tekið sjónvarips
viðtal við eiginkonu júgóslav-
neska rithöfundarins Milovan Djil
as, sem nú situr í fangelsi. Það
var öryggislögregla Júgóslavíu,
sem framkvæmdi handtökuna.
Kumlien segir sjálfur frá þessu
i fréttaþætti í sænska útvarpinu
í dag. Hann sagði, að hann og ít-
öisku myndatökumennirnir, sem
með honum voru, hafi verið hand
teknir á götunni, er þeir komu frá
því að hafa viðtalið við frú Djilas.
Þeir voru fyrst fluttir til aðal
stöðva öryggislögreglunnar og yf-
irheyrðir þar í margar klukku-
stundir. — Er okkur var sleppt
um miðnættið, var ég án sænska
vegabréfsins míns, sagði Kumlien.
Á sunnudagsmorgun voru öll
myndatökutæki og segulbönd sem
voru í fbúð frú Djilas, fjarlægð og
i farið með þau á lögreglustöðina,
þar sem tækin voru rannsökuð. Síð
an voru útvarpsmennirnir yfir-
heyrðir að nýju. Var framburður
þeirra skrifaður niður og yfiriýs-
ingar hvers um sig bornar saman.
Því næst var þeim vísað úr landi.
Þeir fengu 17 klukkustunda
frest til þess að hverfa úr landi
Milovan Djilas hefur setið í fang
elsi í 9 ár fyrir bók sína „Hin
nýja stétt“, þar sem hann lýsir
hinn nýju yfirstétt í kommúnista-
‘ ríkjunum.
greiðslur skv. b- og c-lið skulu
miðast við hvora búgrein fyrir sig
nautgripi og sauðfé.
Þrjár breytingatillögur við frum
varpið um Bjargráðasjóð bárust
og voru þær felldar. Þær fólu í
sér breytingu á tekjum sjóðsins.
Búnaðarþing mælir einnig með
samþykkt frumvarps til laga um
búfjártryggingar, er stjórnskipuð
nefnd hefur samið, með nokkrum
minni háttar breytingum. Þingið
telur rétt að leita umsagnar
hreppabúnaðarfélaganna um frum
varpið, áður en það verður lagt
fyrir Alþingi.
Framhald á 14. síðu.
Bændahöllin
til umræðu á
Búnaðarþingi
HZ-Reykjavík, þriðjudag.
Á Búnaðarþingi í dag urðu
allhvassar umræður, þegar lagt
var til að framlengt skyldu til
fjögurra ára lán, sem tekið var
við byggingu Bændahallarinn-
ar. Ýmsir þingfulltrúar tóku til
máls. Einn þingfulltrúa benti á,
að ekki væri búið að leggja
fram reikninga fyrir rekstri
Bændahallarinnar s. 1. ár og
því væri ekki unnt að gera sér
grein fyrir því á þessu stigi
málsins, hvort nauðsyn bæri
til þessarar framlengingar.
Þetta mikla bákn við Hagatorg
væri að vísu að flestra áliti
þokkaleg bygging og nauðsyn-
teg fyrir starfsemi Búnaðarfé-
lags íslands og Stéttarsambands
oænda, en hann áleit ekki hið
sama um hótelið. Það mætti vel
Framhald á 14. síðu.
Milovan Djilas