Tíminn - 16.03.1966, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. mtirz l»uo
TÍMINN
Garpar í
útgerðarmálum
Það mun vera sammerkt
með öllum fulltrúum íhaldsins
í borgarstjóm, að enginn
þeirra hefur spýtt í saltan sjó
nema þá í lystireisum landa í
milli eða með ströndum fram.
Hins vegar má ekki minnast
svo á útgerð í borgarstjórn að
íhaldsfulltrúar, þeir, sem mega
tala í það sinnið, rísi ekki upp
til að lýsa yfir þekkingu sinni
á útgerðarmálum. Jafnframt
láta þeir í ljós, með þeirri
barnalegu drýldni, sem ein-
kennir málflutning þeirra, að
enginn hafi vit á útgerðarmál-
um nema þeir, að enginn hafi
vit á málefnum Reykjavíkur
nema þeir, og séu menn á ann-
ari skoðun, þá geti þeir bara
farið úr borginni. Þetta kemur
heim við það gamalkunna við-
horf borgarstjórnarmeirihlut-
ans, að borgin skiptist í raun
og veru í tvennt, sanna Reyk-
víkinga og aðskotafólk, ein-
hverja ókennilega íslendinga,
sem hafi farið að flykkjast
hingað upp úr nítján hundruð
og þrjátíu til að gera mönnum
lífið leitt í Reykjavík. Þetta
virðist vera meginsjónarmið
hjá íhaldsfulltrúunum, því í
hvert sinn, sem þá brestur rök,
kvarta þeir undan því, að ólíft
sé að verða í borginni fyrir
aðskotafólki. Að þeirra áliti er
Reykjavík aðeins handa þeim
sjálfum, og það skýrir kannski
betur en annað ýmislegt hvim-
leitt í stjórnarfari borgarinnar.
í augum íhaldsmeirihlutans eru
þeir, sem sækja til borgarinn-
ar frá sjó alveg sama aðskota-
fólkið og þeir, sem koma til
hennar landveginn. Það er
kannski þess vegna, sem íhalds
meirihlutanum þykir ekki
ástæða til að sinna útgerðar-
málum borgarinnar mikið, og
hefur ekki svo mikið við að
hafa einn fulltrúa útgerðar-
manna í sínum hópi .Hins veg-
ar þykjast landkrabbamir í
liði íhaldsins vera miklir út-
gerðargarpar, þegar mál sjó-
manna ber á góma í bæjar-
stjóm. Um þann garpsskap
geta útgerðarmenn í Reykjavík
og smábátaeigendur borið
vitni.
Hittir beint í
forina
Stundum skeður það, að hitt
er beint í mark. í þetta sinn
virðist Borgarbréfið hafa hitt
þá hjá Morgunblaðinu beint í
forina. Þegar minnzt var á það
hér, að forin á sumum götum
bæjarins, tvær voru teknar sem
dæmi, minntu á þorpsgötúr á
túndrusvæðinu, þar sem sá er
þetta ritar hefur komið, fann
Eykon á Morgunblaðinu ekki
einungis höfund Borgarbréfs.
Hann komst líka að þeirri nið-
urstöðu, að verið væri að líkja
Reykjavík við þorp í Síberíu.
Það var ekki meiningin að
Eykon þyrfti að gerast mál-
svari forarinnar með þessu
móti. Langt er síðan að sá, sem
þetta ritar, var á ferð í Síberíu.
Vel getur verið að búið sé að
malbika þar allar götur síðan.
Þá hefur Eykon hneykslazt til
lítils. Svo vikið sé að þeim
uppslætti Morgunblaðsins, að
ákveðinn borgarfulltrúi hafi
skrifað síðasta Borgarbréf, þá
er það svona álíka gáfulegt og
ef við ætluðum að fara að
halda því fram, að Gísli Hall-
dórsson hafi skrifað greinina
um skítinn og óþverrann í
Reykjavík í Morgunblaðinu,
þegar mest gekk á út af hrein-
lætisvikunni. Árásin á Kristján
Benediktsson út af ímynduðu
uppnefni á Reykjavík, er gott
dæmi um það, að Morgunblað-
ið er reiðubúið að gefa upp á
bátinn ágætt en síðbúið fram-
tak í malbikunarmálum hin
síðari ár, í þeirri von að geta
háð kosningabaráttu sína aust-
ur í Síberíu. Verði þeim að
góðu.
Borgari.
EKKI RITHOND
EINARS BEN?
GÞE-Reykjavík, þriðjudag.
f dag hélt Sigurður Benedikts-
son bókauppboð og var mikill
hluti þeirra bóka, er boðnar voru
upp, úr bókasafni Snæbjarnar Jóns
sonar. Það sem einna mesta at-
hygli vakti á uppboði þessu, var
það, að eiginhandrit Einars Bene-
diktssonar skálds af frumortu brúð
kaupskvæði, er auglýst hafði verið
til uppboðs, var ekki boðið upp,
SÆLUVIKA SKAGFIRÐINGA I NÆSTU VIKU
GÓ, Sauðárkróki, þriðjudag. I haldin í næstu viku og verður hún
Sæluvika Skagfirðinga verðurlmjög fjölbreytt að vanda. Sýnd
UNDIRSKRIFTASÖFNUN AÐ UÚKA
Tímanum barst í gær eftirfar-
andi frétt um sjónvarpsundirskrift
ir frá Félagi sjónvarpsáhuga-
manna.
Undirskriftasöfnun- þeirri, sem
félag sjónvarpsáhugamanna hefur
staðið fyrir að undanförnu, gegn
hvers konar takmörkunum á mótt-
töku sjónvarpsefnis, er nú senn
að ljúka. Hefur söfnunin gengið
xnjög vel, og eru undirskriftir nú
rúmlega helmingi fleiri orðnar
en ætlunin var að safna í upphafi.
f upphafi var stefnt að því að
safna 6000 undirskriftum, en list-
ar voru sendir félagsmönnum og
ýmsum öðrum, auk þess, sem þeir
lágu frammi í nokkrum verzlun-
um hér í bæ og nágrenninu.
Alls hafa nú safnazt á 14. þús-
und undirskrifta, og er árang-
urinn rúmlega helmingi betri en
stefnt var að í upphafi, þótt félag-
ið hafi ekki beitt sér fyrir því, að
gengið væri með lista í hús.
Stjórn félagsins gat þess, að
þeir, sem enn kynnu að hafa lista
í fórum sínum, geti enn skilað
þeim í P.O. Box 1049.
verða tvö leikrit, þrír karlakórar
skemmta kvikmyndasýningar
verða daglega og dansleikir verða
haldnir fimm kvöld vikunnar.
Skemmtiskrá Sæluvikunnar verð
ur á þann veg, að Leikfélag Sauð-
árkróks sýnir leikritið Skálholt
eftir Guðmund Kamban og er leik
stjóri Kári Jónsson. Verkakvenna-
félagið Aldan gengst fyrir sýn-
ingum á leikritinu Græna lyftan
undir stjórn Ragnhildar Stein-
grímsdóttur frá Akureyri.
Þrír karlakórar koma fram á
Sæluvikunni, en það eru Karla-
kórinn Heimir og Karlakór Ból-
staðarhlíðarhrepps, sem halda sam
söng undir stjórn þeirra Jóns
Björnssonar og Jóns Tryggvason-
ar. Þá kemur fram Karlakórinn
Framhald á 14. síðu.
EFTA-RAÐSTEFNA Á
FIMMTUDAG
Þegar starfsáætlun VARÐ-
BERGS fyrir veturinn 1965—1966
var samin s.l. haust, var m.a. ákveð
ið að efna til ráðstefnu um EFTA
friverzlunarsvæði Evrópu. í fram
haldi af því hefur nú verið afráð-
ið að umrædd ráðstefna verði
fimmtudaginn 17. marz í Sigtúni
og hefjist kl. 18.00 síðdegis.
Á ráðstefnunni verður fjallað
um starfsemi EFTA almennt, en
einnig vikið sérstaklega að þeim
þáttum, sem máli skipta fyrir hugs
anlega aðild íslands að fríverzl-
unarsamtökum þessum.
Fyrst flytja erindi þeir Þórhall-
ur Ásgeirsson, _ ráðuneytisstjóri,
sem ræðir um „ísland og EFTA“
og Björgvin Guðmundsson, deildar
stjóri, er fjallar um „Þróun EFTA
og framtíðarhorfur." Þá munu
þeir Guðmundur H. Garðarsson,
viðskiptafræðingur, Gunnar Frið-
riksson, form. Félags ísl. iðnrek-
enda og Hilmar Fenger, form. Fé-
Framhald á 14. síðu.
FORSETINN FARINN TIL
ÍSRAEL
Forseti íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, fór í dag áleiðis til
ísrael, þar sem hann verður í op-
inberri heimsókn síðar í þessum
mánuði. Að heimsókninni lokinni
mun forsetinn dveljast í einkaer-
indum erlendis.
í forsætisráðuneytinu,
14. marz 1966.
Leiksýning í Iðnó til heiðurs
Regínu Þórðardóttur leikkonu
GB-Reykjavik, þriðjudag.
Leikfélag Reykjavíkur hefur
hátíðarsýningu á „Húsi Bern-
örðu Alba“ n.k. laugardags-
kvöld til heiðurs Regínu Þórð-
ardóttur leikkonu, sem leikur
aðalhlutverkið í tilefni þess,
að f vor eru liðin þrjátíu ár
síðan Regína lék fyrsta hlut-
verkið á vegum L.R. i Iðnó,
hlutverk Veru Berridge í Ieik-
ritinu „Æska og ástir“, sem
L.R. sýndi vorið 1936. En alls
hefur Regína leikið um hálft
hundrað hlutverka hjá L.R. og
álíka mörg í Þjóðleikhúsinu,'
þar sem hún var fastráðin leik-
kona fyrstu tíu ár þess.
Raunar er lengra síðan Reg-
ína fór fyrst að leika fyrir
Leikfélag Reykjavíkur, það var
vorið 1932, er L.R. fór í ltik-
för til Akureyrar með „Jósa-
fat“ eftir Einar H. Kvaran, þá
tók hún að sér hlutverk frú
Finndal, sem Arndís Björns-
dóttir átti að leika, en forfall-
aðist. Næst var hún ráðin hjá
Leikfélagi Akureyrar til að
leika í „Fröken Júlíu“ eftir
Strindberg ,og fleiri hlutverk
lék Regína hjá því félagi, unz
hún sigldi til Kaupmannahafn-
ar og stundaði leiklistarnám í
skóla Konunglega leikhússins.
Hún kom heim vorið 1936 og
lék fyrst á sviðinu f Iðnó, starf-
aði hér að leiklist til 1939, er
hún hélt aftur til Hafnar og
lauk námi í Konunglega leik-
listarskólanum, komst heim aft
ur með síðustu skipsferðinni
eftir að stríðið brauzt út, Pets-
amo-ferð Esju. Þá hélt hún
áfram að leika hjá Leikfélagi
Reykjavíkur til ársins 1950, er
Þjóðleikhúsið tók til starfa og
hún var fastráðin leikkona þar,
en 1960 lét hún af starfi þar
og hefur síðan leikið hjá L.R.
Á fundi með fréttamönnum
í dag lét Sveinn Einarsson
þess getið, að meðal kunnustu
hlutverka Regínu á sviðinu í
Iðnó mætti telja Jómfrú Ragn
heiði í Skálholti eftir Guð-
mund Kamban, Steinunni í
„Galdra-Lofti“ eftir Jóhann
Sigurjónsson, og seinni árin
aðalhlutverkin í leikritum eftir
Friedrich Ðiirrenmatt, „Eðlis-
fræðingunum" og „Sú gamla
kemur í heimsókn" og loks nú
hlutverk Bernörðu Alba. Frá
starfsárum hennar í Þjóðleik-
húsinu væru líklega minnis-
stæðust aðalhlutverk í þremReSína ÞórSardóttir í hlotverki Bern
leikritum eftir Arthur Miller örðu Alba.
„Sölumaður deyr“, „Horft af
brúnni og „í deiglunni," svo
og hlutverk hennar í „Edvard
sonur minn.“ Sveinn sagði, að
áformað hafi verið að „Hús
Bernörðu Alba“ yrði sýnt í síð-
asta sinn n.k. laugardag, en
vegna mikillar aðsóknar yrði
líklega bætt við fáeinum sýn-
ingum.
Leikfélag Reykjavíkur er nú
að æfa tvö leikrit, „Þjófar, lík
og falar konur,“ sem sýnt var
á síðasta leikári og nú á ný með
dálítið breyttri hlutverkaskip-
an, og „Dúfanveizlan“ eftir
Halldór Laxness, en það leik-
rit verður frumsýnt í næsta
mánuði.
og mun ástæ'ðan fyrir því vera
sú, að kunnáttumenn vefengja, að
hér sé um rithönd skáldsins að
ræða.
í gær voru þær bækur, sem
boðnar skyldu upp í dag til sýnis
almenningi. Ýmsir fræðimenn svo
og menn, sem kunnugir voru skáld
inu persónulega og þekktu rithönd
hönd hans, munu hafa rannsakað
umrætt handrit af mikilli kost-
gæfni og verið afar efins um, að
þetta gæti verið rithönd skáldsins.
Þetta varð til þess, að farið var
með handritið upp á Þjóðskjala-
safn, þar sem það var svo borið
Framhald á 14. síðu.
Tónleikar í kvöld og
annað kvöld
Austurríski píanóleikarinn, Al-
fred Brendel, sem er hér í boði
Tónlistarfélagsins, heldur píanó-
tónleika í Austurbæjarbíói í kvöld
og annað kvöld. Á efnisskránni
eru verk eftir Beethoven og Schu-
bert.
Framsóknar
félögin á
Akureyri
Stjórnmálafuno halda Fram-
sóknarfelögin á Akureyri á Hótel
KEA iaugardaginn 19. þessa mán
aðar kI 3.30 síðdegis. Frummæl
endur alþingismennirnir Einar
Ágústsson og Ingvar Gíslason.
Allt stoðningsfólk flokksins vel-
komið.
Framsóknarfélögin, Akureyri.
ii i, i , l , , ;
' V \V V\ VV A' ” - v